Morgunblaðið - 17.08.1986, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1986
B 21
Ljósm.: Magnús Ólafsson
Búðir haf a löngum verið margar og
miklar í miðbæ Reykjavíkur. Hér
sjáum við inn í Skóverslun Lárusar
Lúðvíkssonar sem var við Banka-
strætið, J»ar sem V erslunarbank-
inn er nú til húsa. Lúðvik er sjáLfur
á myndinni en verslun hans var
ein stærsta sérverslun sem verið
hefur á íslandi fyrr og síðar.
á milli þeirra í bænum og tendraði á þeim á kvöldin.
Síðar var byijað að leiða rafmagn í hús, menn bytjuðu
á því að nota það til að lýsa upp húsakynni sín. Því
næst tóku litlar rafmagnsplötur að ryðja sér til rúms á
kostnað kolaeldavélanna. En þetta var hæg þróun og
alveg fram í stríð, og jafnvel lengur, notuðu Reykvíking-
ar kolaeldavélina til að elda sér mat á og að einhveiju
leyti til að að hita upp hýbýli sín.
Vatnið varð að bera í húsin
„Og þá var nú ekki hlaupið í kranann að ná sér í
vatn,“ segir Rósa. Það varð að sækja vatnið í vatnspósta
sem voru nokkrir í bænum. Aðalbrunnurinn var Prent-
smiðjupósturinn við Aðalstræti 9. Ýmist voru vatnsföturn-
ar fluttar á handvögnum eða bomar á vatnsgrindum.
Hægt var að leigja fólk til að ná í vatnið „og það voru
bæði konur og karlar í því starfí þó erfitt væri“.
En vegna þess að vatnið rann þá ekki jafn greiðlega
um hús manna og það gerir núna voru kamrar á hvetju
strái, sem ekki voru ýkja hátimbraðar byggingar. Inni í
þeim var fata og tréskál umhverfis, yfir þessu var lok.
Ákveðnir menn sáu um að tæma föturnar en þær voru
losaðar í vagna „og ætli innihaldið hafí ekki verið notað
sem áburður“, segir Rósa kímileit.
Laugarnar
Lengi vel var hvorki rafmagn né rennandi vatn í hús-
um Reykvíkinga. Rafmagnstæki nútímans voru óþekkt
og flest varð að gera í höndunum. Tæki til að þvo í þvott
heyrðu framtíðinni til en líklega hefur enginn einn hlutur
valdið viðlíka byltingu á heimilinu og einmitt þvottavélin,
þessi staðreynd fer að vísu oft framhjá karlmönnum. Ég
spyr því Rósu hvernig þessum málum hafí verið háttað
í hennar ungdæmi?
„Þá var farið í Laugarnar, svarar hún, sumir komu
þangað gangandi með óhreina þvottinn á handbörum en
aðrir keyrandi á hestvögnum. Það voru náttúrulega ein-
hvetjir sem höfðu ráð á því að hita vatnið heima hjá sér
og þurftu því ekki í Laugar en í fyrra stríði neyddust
held ég flestir til að fara þangað með þvott því þá varð
mikill hörgull á kolum hér.“
Það sem gerði Laugardalinn þá svona góðan þvotta-
stað fyrir húsmæður Reykjavíkur og bóndabýlanna í
kring, voru heitu uppspretturnar sem þar voru. Byggð
höfðu verið tvö þvottahús á staðnum, inn í þau bar kven-
fólkið heitt hveravatnið, þvegið var á bretti og sápan
óspart notuð. Fyrir utan var kaldur lækur og þar var
skolað úr þvottinum og síðan var hægt að hengja hann
upp á grindur sem þarna voru. „Margir þvoðu af sér sjálf-
ir en á staðnum var einnig sérstakt þvottafólk sem tók
að sér þvotta gegn borgun.“
Þá var dansað í Gúttó
Á ungdómsárum Rósu var Reykjavík lítið annað en
miðbærinn, þó voru bæði Laugavegur og Hverfisgata
farnar að teygja sig austur í bæ, en um þétta byggð
austan lækjar var þó ekki að ræða. Við Aðalstræti voru
verslanir í hverju húsi, mest voru það danskættaðir menn
sem ráku þær. Tún voru á allar hendur og voru þau
yfirleitt kölluð eftir eigendunum, svo sem Geirstún, bisk-
upstún og Olsenstún.
Dansað var í Gúttó, sem stóð þar sem bílastæði þing-
manna er nú við Alþingishúsið, og í Bárunni við Vonar-
stræti. Stundum var spilað undir á harmoníku og stundum
sáu hljómsveitir um undirspil, „en ég var nú aldrei dug-
leg að sækja þessa staði", segir Rósa.
J.H.
REYKJAVK
✓ /
1786-1986
□PEL
GM
m
Við verðum með lokað
frá hádegi 18. ágúst
og tökum þátt ]
í hátíðarhöldunum. |
BiLVANGUR st=
HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300
DOUBLE RELAX
psss*-, i*,,
■ “t:-..!
Samú
ski itstofiipi ýi)i
Nú hefur aldeilis hlaupið á snœrið hjá skrifstofufólki.
Þreytan er horfin og bakverkurinn líka
- þökk sé nýja Dauphin skrifborðsstólnum.
Þeir sem setjast í stól frá Dauphin kynnast
ótrúlegri hönnun. Stólbakið heldur hryggsúiunni
í réttri stöðu, líkaminn verður afslappaður og
vinnan verður auðveldari í stól frá Dauphin.
í Hljómbœ eru Dauphin skrifborðsstólarnir í
fjölbreyftu úrvali, litafjöldinn er mikill og verðið er frá
kr. 6,990.-
Dauphin - stílhreinir stólar, sannkölluð skrifstofuprýði.
DQUpHIN
HLJOMBÆR
HVERFISGÖTU 103, SlMI 28766