Morgunblaðið - 17.08.1986, Síða 22

Morgunblaðið - 17.08.1986, Síða 22
22 fc MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1986 Úr annálum Útsjón f rá Melhúsum 1885 eftir Jón Helgason biskup. Öllskot bönn- uðágötum bæjarins Hinn 1. april 1807 gaf stiftamt- maður út auglýsingu er brýndi fyrir bæjarbúum að hafa vakandi auga á öllu, sem brunahætta gæti stafað af. Þar er bönnuð tjörusuða, lýsis- og lifrarbræðsla innanbæjar. Eld og glæður og ljós má ekki bera undir opnum himni nema í luktu glóðakeri eða ljóskeri. Tóbaksreykingar eru bannaðar, þar sem eldfímt er og meira að segja á götum úti, nema hetta sé yfir pípunni. Kertasteypa og tólgar- bræðsla er bönnuð að næturlagi. Loks eru öll skot á götum bæjarins bönnuð hvort heldur er að nóttu eða degi. (Jón Helgason: Árbækur Reykjavíkur 1786-1936) Pelabörn nær dauða en lí£i a£ öskri HALLDOR Laxness flutti mjólk úr Mosfellsdalnum í bæinn á árunum fyrir fyrra stríð og lýsir þeim flutn- ingum í bókinni í túninu heima. Mjólkurakstrinum var jafnað niður á bændur í dalnum eftir mjólkur- magni og kom í hlut Halldórs, að því er hann minnir, fímmta hvem dag. Hann lagði upp á fimmta tímanum á morgnana með hestvagn og „altuppí tuttugupotta brúsa" og þótti gott ef hann náði suður á fjór- um klukkutímum. Ferðin hófst á gamla Þingvallaveginum og eru malargryfjur hans Halldóri eftir- minnilegar, en nýi vegurinn hefur þá verið að teygja sig áfram frá Reykjum. Hér er sýnishom af til- brigðum skáldsins: HOSGAGNASYNING í DAG ( Vorum að taka heim þýsk LEÐURSÓFASETT í HÁUM GÆÐAFLOKKI BOHGAHHÚSGÖGn Hreyfilshúsinu á horni Grenaáavegar og Miklubrautar. Sími: 686070. „Pelaböm höfuðstaðarins orguðu af öliu hjarta þar til mjóikurpóstar voru komnir í bæinn. Sumar matr- ónur í mjólkurbúðum bergmáluðu þennan saung og báru uppá okkur að við hefðum einhvemtíma sést vera að reykja á melnum Lánga- jörva lángt uppí Mosfellssveit klukkan hálfsex að momi, í staðinn fyrir að halda áfram með mjókina handa bömunum. Við nefndum mjólkursölumar kellínguna þama og kellínguna á hinum staðnum. Mín fyrsta kellíng var innhjá gas- stöð, en svo hét þá fyrirtæki nokkurt í bænum, og er alger ab- straxjón að nefna það núna, því mönnum dettur þá helst í hug gas- hjúpurinn kríngum plánetuna Venus. Þessi kona var einlægt jafn- vond útaf því hvað ég kæmi seint, og þó var hennar búð efst í bænum svo hún fékk sína mjólk á undan öðmm; bömin vom nær dauða en lífí af öskri altíkríngum gasstöð- ina.“ Úr bókinni: Sveitin við sundin eftir Þór- unni Valdimarsdóttur. Framlenging á kröftum monn- skepnunnar HROSS höfðu margþættu hlutverki að gegna í Reykjavík. Þau vom burðardýr, dráttardýr og nauðsyn- legir fararskjótar, auk þess sem þeir vom notaðir til útreiða á helgi- dögum. Hesta sína geymdu menn yfir vetrartímann í litlum hest- húsum eða skemmum við hús sín. Bæjarfélagið girti af haga fyrir hesta árið 1911, en fyrir þann tíma komu reiðhestaeigendur hestum sínum gjarnan i hagagöngu hjá bændum í nágrenni Reykjavíkur, og vikadrengir sóttu þá í hagann. Tómthúsmenn létu hesta sína þá ganga í haglendi bæjarins. Þeir notuðu hesta sína mikið og höfðu af þeim atvinnu; leigðu þá út fyrir tvær krónur á dag til útreiða og notuðu þá við mótöku, vegagerð og fleira. Unghross vom höfð uppi á afrétti bæjarins á sumrin. Hrossin gengu mikið úti svo að lítið þurfti að heyja í þau, en þau vom þó hýst að næturlagi á vetmm. Hross- in vom þá í haga nærri bænum og höfðu góða fjörubeit. Þeir sem áttu engan búpening annan en hross stunduðu því iítinn búskap. Lengi hefur eimt eftir af þeim kaþólska sið að hirða ekki af hestum annað en mörinn og skinnið, svo mikið af því hrossakjöti, sem tölur yfir hross veita hugboð um, hefur farið í súginn. Maður tengir hesta miklu síður við magann en kýr og kindur, þeir minna á kvæði eftir Hannes Hafstein eða á Gengis Khan í jóreyk með bmgðið sverð. Þeir em framlenging á kröftum mannskepn- unnar. Kvæðin lýsa gjarnan sælutii- finningunni sem sá sem situr hest skynjar, og útreiðar vom helsta upplyfting margra Reykvíkinga. Úr bókinni Sveitin við sundin eftir Þór- unni Valdimarsdóttur. Bonkastræti - Bonastræti BANKASTRÆTI var upphaflega kaliað Bakarastígur, vegna þess að þar var byggt fyrsta brauðgerðar- húsið hér í bæ, „Gamla bakaríið" eða „Bemhöftsbakarí", eins og það var ýmist nefnt. Húsið var reist um 1840. Þegar Landsbankinn var stofn- aður 1886 og hóf starfsemi sína í steinhúsinu þar andspænis, var breytt um nafn á götunni og hún kölluð Bankastræti. Var það gert vegna þess að bankinn þótti virðu- legri stofnun en brauðgerðarhúsið. Gamla nafnið loddi þó býsna lengi á vömm almennings, en gámngam- ir kölluðu götuna „Banastræti", vegna þess að þar var oft mikil hálka á vetram. Heimild: Skuggsjá Reykjavíkur eftir Áma Óla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.