Morgunblaðið - 17.08.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.08.1986, Blaðsíða 30
30 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1986 3E A DROniNSJ'SCI Umsjón: Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir Ásdís Emilsdóttir Svavar A. Jónsson „Sunnudagsbíltúr“ Þegar helstu útileguhelgar sumarsins eru að baki hefjast aftur hinir vinsælu sunnu- dagsbíltúrar. Þá er gjarnan farið austur fyrir fjall, upp i Borgarfjörð eða keyrt suður með sjó. Landslagið er vand- lega skoðað — dáðst er að hrauni, fjöllum og fossum. Við fáum aldrei nóg af hinni stór- kostlegu náttúru landsins jafnvel þó við höfum sama fjallið fyrir augunum alla daga. Þegar við ferðumst erlendis sjáum við oft lítið af landslaginu en erum aftur á móti leidd inn i hvert safnið og hveija kirlguna á fætur annarri. í Reykjavík eru flestar kirkjur læstar þegar ekk- ert er þar um að vera en um leið og út fyrir borgarsúlumar er komið standa margar kirkjur opnar alla daga vikunnar. Við skoðum margar kirkjur erlendis og hlustum á mikilvægi þeirra í trúar- og menningarlífi viðkom- andi þjóðar en gleymum oft að kynnast okkar eigin. Það væri efni í heila bók að kynna íslenskar kirkjur, en hér á síðunni er rúm fyrir þrjár stutt- ar kynningar. Þá er miðað við að sunnudagsbíltúrinn heQist á Bessastöðum síðan er ekið út á Reykjanes að Kálfatjamarkirkju í Vatnsleysustrandarhreppi og vestur að Hvalsnesi. Bessastaðakirkja Kirlg'a hefúr jafnan verið á Bessastöðum og var þjónað frá Görðum meðan þar sat prestur og siðan frá Hafnarfírði en heyr- ir nú til Garðaprestakalls. Þar var kirkja helguð heilögum Nik- ulási í kaþólskum sið. Núverandi kirkja var reist á áranum 1777-1823. Fyrir fáum áram vora settir í hana nýir gluggar, með litgleijum eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal og Finn Jónsson. í kirkjunni era tveir legsteinar, annar yfír Pál Stígsson (—1566) amtmann en hinn yfír Magnús Gíslason (1704—1766) amtmann. Gluggar: Hinir steindu gluggar kirkjunnar eftir þá Finn og Guðmund era átta. Fyrsti gluggi á norðurhlið (t.v.) sýnir Papa á leið tii lands- ins (FJ). Önnur mynd er af Guðbrandi Hólabiskupi með Biblí- una (GE). Þriðja myndin er af Hallgrími Péturssyni (GE) og sú flórða heitir Fjallræðan (GE). Fyrsti gluggi á suðurhlið (t.h.): Kristnitakan á Þingvöllum árið 1000, Þorgeir Ljósvetninga- goði (FJ). Önnur mynd sýnir Jón Arason biskup (GE). Þriðja mynd er af Jóni Vídalín (FJ) og sú fjórða af Maríu Guðsmóður (FJ). Gagngerðar viðgerðir og breytingar hafa farið fram á Bessastaðakirkju eftir að Bessa- staðir urðu forsetasetur. { kirkj- unni er t.d. nýtt gólf en gamla gólfíð heldur sér í anddyri. Loft- ið er einnig nýlegt. Hr. Sveinh Bjömsson forseti lét-gera róðukrossinn, sem nú í Hvalsneskirkju er varðveittur legsteinninn yfir Steinunni, dótt- ur Hallgríms Péturssonar, en talið er að Hallgrímur hafi sjálfur höggvið steininn. er á norðurvegg. Hann er eftir Ríkarð Jónsson og ætlaði Sveinn Bjömsson að hafa hann í stað altaristöflu. Prédikunarstóllinn er einnig eftir Ríkarð Jónsson. Altaristaflan er í eigu Lista- safns ríkisins og er eftir Mugg. Altarisdúkurinn er gerður af Unni Ólafsdóttur en frú Georgía Bjömsson ræktaði sjálf hörinn í dúkinn — en hún var frá Hobro á Jótlandi. Hr. Ásgeir Ásgeirsson lét sér einkum annt um kirkjuna og að tilstuðlan hans fékk kirkjan margar góðar gjafír. Gluggar í kór era gjöf til herra Asgeirs Ásgeirssonar á 60 ára afmæli hans. Róðan á altari er gjöf til hr. Ásgeirs og frú Dóra. Krists- höfuð úr kopar er á kórgafli, afsteypa af Kristslíkneski í Dóm- kirkjunni í Niðarósi (frá 1000), gjöf til Ásgeirs Ásgeirssonar. Skrá í útihurð er gjöf frá Meist- ara- og sveinafélagi jámsmiða til minningar um séra Hallgrím Pétursson, sem einnig hafði ver- ið jámsmiður. Steinsbiblía liggur á lektara í kór og er gjöf frá dönskum presti. Aðrar gjafír era t.d. eikarhurðir í útidyram, smíðaðar af sr. Harald Hope, Ytre Ama í Noregi og sömuleið- is tveir stólar með gullskreyttu leðri, en þeir era smíðaðir eftir stólum frá 1700. í kirkjunni er skímarfontur frá um 1200 en af óþekktum upprana. Sennilega hefur hann fylgt kirkjunni um aldaraðir. Skímarskálin sem er úr tini er frá 1702. í kór kirkjunnar era minning- artöflur um Svein Bjömsson forseta og konu hans, frú Ge- orgíu. Hægra megin við altarið era minningartöflur um Ásgeir Ásgeirsson forseta og konu hans, frú Dóra Þórhallsdóttur. Aska þeirra síðarnefndu er múrað inn í kórgaflinn. Minningartafla um Grím Thomsen skáld er á suður- vegg. Kálfatjarnarkirkja Prestssetur var að Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd þar til 1907 er sóknin var lögð til Garða á Álftanesi. Á Kálfatjöm var kirkja helguð Pétri postula í kaþ- ólskum sið. Núverandi kirkja var reist á áranum 1892—1893 og vígð 11. júní 1893. Kirkjan er byggð úr timbri, járnvarin, á steinhlöðnum granni. Guðmund- ur Jakobsson byggingameistari teiknaði kirkjuna og var yfír- smiður. Kirkjan er tvö gólf og söngkór því á efra lofti og bekk- ir báðum megin. Tekur hún 150 manns í sæti á báðum gólfum. Forkirkjan var endurbyggð árið 1935 og var þá settur nýr turn á kirkjuna, allfrábragðinn hinum eldri. Sérkennilegasta listaverk kirkjunnar er öll innri málning sem hana prýðir, en hana annað- ist danskur málari, Nicolaj Sofus Bertelsen, sem talinn er fyrsti málarameistari á íslandi og mál- aði meðal annars Dómkirkjuna í Reykjavík í upphafí. Kálfatjam- arkirkja mun nú vera eina heildarverk listar Bertelsens sem nú er til og er hún á varðveislu- skrá Þjóðminjasafns íslands. Kirkjan var endumýjuð að utan og innan á áranum 1976—1979, undir umsjón Þörsteins Gunnars- sonar og Harðar Ágústssonar, Bessastaðakirkju hafa verið gefnar ýmsar athyglisverðar gjafir. Nefna má skrána í útihurðinni. Hún er gjöf frá Meistara- og sveinafélagi járnsmiða til minningar um séra Hallgrím Péturs- son, sem einnig hafði verið járnsmiður. Kálfatjarnarkirkja mun nú vera eina heildarverk listar fyrsta málarameistara á íslandi. Hún er nú á varðveisluskrá Þjóðminja- safns íslands. en um innanhússendumýjun sáu Ólafur Ólafsson og Jón Bjöms- son. Altaristaflan er sams konar og í Dómkirkjunni í Reykjavík — sýnir upprisu Krists. í kirkjunni er einnig fagur skímarsár. Séra Stefán Thorarensen (1831—1892) sálmaskáld var prestur á Kálfatjöm á áranum 1857—1886. Hann átti mikinn þátt í undirbúningi sálmabókar- innar 1886 enda var hann söngmaður mikill og söngfróður. Síðasti prestur á Kálfatjörn var séra Ámi Þorsteinsson. Hvalsneskirkja Núverandi kirkja á Hvalsnesi var reist á áranum 1886—1887 og var vígð á jóladag 1887. Kirkjan er hlaðin úr tilhöggnum steini. Ketill Ketilsson hrepp- stjóri í Kotvogi og eigandi Hvalsness lét reisa kirkjuna. Miklar endurbætur vora gerðar á kirkjunni 1945 undir eftirliti Guðjóns Samúelssonar, húsa- meistara ríkisins. Að innan er hún máluð og skreytt af Áka Gráns, málarameistara í Keflavík. Yfir kirkjudyram er gluggi úr ópalgleri með helgi- mynd. Af góðum gripum í eigu kirkjunnar má nefna altaristöflu frá 1867 eftir Sigurð Guðmunds- son málara er sýnir upprisuna og einnig stóra eirmynd af Hall- grími Péturssyni, afsteypu af listaverki Einars Jónssonar myndhöggvara. Kirkjan á skírnarsá_ úr tré, útskorin af Sveini Ólafssyni myndskera, með skírnarskál úr brenndum leir af Reykjanesi — ennfremur á kirkjan eldri skímarsá úr marmara og skímarsá úr tré, frá 1837 með tinfati frá 1824. Erlendur Guð- mundsson á Stafnesi smíðaði skírnarskrá þennan og hafði þá verið rúmliggjandi í 15 ár, mátt- laus ofan frá mitti. Sagt er að hann hafí fengið bata eftir að hann gaf kirkjunni grip þennan. Hallgrímur Pétursson byijaði prestskap í Hvalsnesi. Hann og fjölskylda hans (3 böm) höfðu búið um sjö ára skeið við sárastu fátækt, mest megnis á Suður- nesjum, þegar Brynjólfur Sveins- son biskup í Skálholti kallaði hann til sín, leysti hann undan frillulífssök — en Guðríður hafði orðið vanfær meðan hún var enn talin gift öðram manni í Vest- mannaeyjum. Brynjólfur vígði Hallgrím til prests að Hvalsnesi árið 1644. Að skilnaði gaf Bryn- jólfur honum þokkaleg föt, hempu og reiðhest með reið- tygjum, en alls þessa var Hall- grími sáran vant. Þau Hallgrímur og Guðríður bjuggu í sex ár í Hvalsnesi við heldur kröpp kjör og að því er sagt er við háð og spé sumra sóknarbarna sinna. Á þessum áram munu þau hafa misst Steinunni dóttur sína 3 ára gamla, mesta efnisbarn. Er sagt að Hallgrímur hafí ort eftir hana hinn þekkta andláts- sálm „Um dauðans óvissa tíma“ er hann sendi síðar Ragnheiði Brynjólfsdóttur í Skálholti þegar hún lá banaleguna. Var sálmurinn sunginn við útför hennar líklega fyrsta sinni, en hann hefur verið sunginn við flestar jarðarfarir á íslandi í háa tíð. í kór Hvalsneskirkju er leg- steinn yfír Steinunni, en talið er að Hallgrímur hafí sjálfur högg- við steininn. Steinninn fannst fyrir nokkram áram í hleðslu í Hvalsneskirkju (í tröppum úti). Steinninn er varðveittur í kirkj- unni eftir fyrirmælum þjóðminja- varðar. Hcimildir: „Svæðafréeðsla FÍ“ „Landið þitt“ 1981.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.