Morgunblaðið - 17.08.1986, Page 30

Morgunblaðið - 17.08.1986, Page 30
30 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1986 3E A DROniNSJ'SCI Umsjón: Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir Ásdís Emilsdóttir Svavar A. Jónsson „Sunnudagsbíltúr“ Þegar helstu útileguhelgar sumarsins eru að baki hefjast aftur hinir vinsælu sunnu- dagsbíltúrar. Þá er gjarnan farið austur fyrir fjall, upp i Borgarfjörð eða keyrt suður með sjó. Landslagið er vand- lega skoðað — dáðst er að hrauni, fjöllum og fossum. Við fáum aldrei nóg af hinni stór- kostlegu náttúru landsins jafnvel þó við höfum sama fjallið fyrir augunum alla daga. Þegar við ferðumst erlendis sjáum við oft lítið af landslaginu en erum aftur á móti leidd inn i hvert safnið og hveija kirlguna á fætur annarri. í Reykjavík eru flestar kirkjur læstar þegar ekk- ert er þar um að vera en um leið og út fyrir borgarsúlumar er komið standa margar kirkjur opnar alla daga vikunnar. Við skoðum margar kirkjur erlendis og hlustum á mikilvægi þeirra í trúar- og menningarlífi viðkom- andi þjóðar en gleymum oft að kynnast okkar eigin. Það væri efni í heila bók að kynna íslenskar kirkjur, en hér á síðunni er rúm fyrir þrjár stutt- ar kynningar. Þá er miðað við að sunnudagsbíltúrinn heQist á Bessastöðum síðan er ekið út á Reykjanes að Kálfatjamarkirkju í Vatnsleysustrandarhreppi og vestur að Hvalsnesi. Bessastaðakirkja Kirlg'a hefúr jafnan verið á Bessastöðum og var þjónað frá Görðum meðan þar sat prestur og siðan frá Hafnarfírði en heyr- ir nú til Garðaprestakalls. Þar var kirkja helguð heilögum Nik- ulási í kaþólskum sið. Núverandi kirkja var reist á áranum 1777-1823. Fyrir fáum áram vora settir í hana nýir gluggar, með litgleijum eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal og Finn Jónsson. í kirkjunni era tveir legsteinar, annar yfír Pál Stígsson (—1566) amtmann en hinn yfír Magnús Gíslason (1704—1766) amtmann. Gluggar: Hinir steindu gluggar kirkjunnar eftir þá Finn og Guðmund era átta. Fyrsti gluggi á norðurhlið (t.v.) sýnir Papa á leið tii lands- ins (FJ). Önnur mynd er af Guðbrandi Hólabiskupi með Biblí- una (GE). Þriðja myndin er af Hallgrími Péturssyni (GE) og sú flórða heitir Fjallræðan (GE). Fyrsti gluggi á suðurhlið (t.h.): Kristnitakan á Þingvöllum árið 1000, Þorgeir Ljósvetninga- goði (FJ). Önnur mynd sýnir Jón Arason biskup (GE). Þriðja mynd er af Jóni Vídalín (FJ) og sú fjórða af Maríu Guðsmóður (FJ). Gagngerðar viðgerðir og breytingar hafa farið fram á Bessastaðakirkju eftir að Bessa- staðir urðu forsetasetur. { kirkj- unni er t.d. nýtt gólf en gamla gólfíð heldur sér í anddyri. Loft- ið er einnig nýlegt. Hr. Sveinh Bjömsson forseti lét-gera róðukrossinn, sem nú í Hvalsneskirkju er varðveittur legsteinninn yfir Steinunni, dótt- ur Hallgríms Péturssonar, en talið er að Hallgrímur hafi sjálfur höggvið steininn. er á norðurvegg. Hann er eftir Ríkarð Jónsson og ætlaði Sveinn Bjömsson að hafa hann í stað altaristöflu. Prédikunarstóllinn er einnig eftir Ríkarð Jónsson. Altaristaflan er í eigu Lista- safns ríkisins og er eftir Mugg. Altarisdúkurinn er gerður af Unni Ólafsdóttur en frú Georgía Bjömsson ræktaði sjálf hörinn í dúkinn — en hún var frá Hobro á Jótlandi. Hr. Ásgeir Ásgeirsson lét sér einkum annt um kirkjuna og að tilstuðlan hans fékk kirkjan margar góðar gjafír. Gluggar í kór era gjöf til herra Asgeirs Ásgeirssonar á 60 ára afmæli hans. Róðan á altari er gjöf til hr. Ásgeirs og frú Dóra. Krists- höfuð úr kopar er á kórgafli, afsteypa af Kristslíkneski í Dóm- kirkjunni í Niðarósi (frá 1000), gjöf til Ásgeirs Ásgeirssonar. Skrá í útihurð er gjöf frá Meist- ara- og sveinafélagi jámsmiða til minningar um séra Hallgrím Pétursson, sem einnig hafði ver- ið jámsmiður. Steinsbiblía liggur á lektara í kór og er gjöf frá dönskum presti. Aðrar gjafír era t.d. eikarhurðir í útidyram, smíðaðar af sr. Harald Hope, Ytre Ama í Noregi og sömuleið- is tveir stólar með gullskreyttu leðri, en þeir era smíðaðir eftir stólum frá 1700. í kirkjunni er skímarfontur frá um 1200 en af óþekktum upprana. Sennilega hefur hann fylgt kirkjunni um aldaraðir. Skímarskálin sem er úr tini er frá 1702. í kór kirkjunnar era minning- artöflur um Svein Bjömsson forseta og konu hans, frú Ge- orgíu. Hægra megin við altarið era minningartöflur um Ásgeir Ásgeirsson forseta og konu hans, frú Dóra Þórhallsdóttur. Aska þeirra síðarnefndu er múrað inn í kórgaflinn. Minningartafla um Grím Thomsen skáld er á suður- vegg. Kálfatjarnarkirkja Prestssetur var að Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd þar til 1907 er sóknin var lögð til Garða á Álftanesi. Á Kálfatjöm var kirkja helguð Pétri postula í kaþ- ólskum sið. Núverandi kirkja var reist á áranum 1892—1893 og vígð 11. júní 1893. Kirkjan er byggð úr timbri, járnvarin, á steinhlöðnum granni. Guðmund- ur Jakobsson byggingameistari teiknaði kirkjuna og var yfír- smiður. Kirkjan er tvö gólf og söngkór því á efra lofti og bekk- ir báðum megin. Tekur hún 150 manns í sæti á báðum gólfum. Forkirkjan var endurbyggð árið 1935 og var þá settur nýr turn á kirkjuna, allfrábragðinn hinum eldri. Sérkennilegasta listaverk kirkjunnar er öll innri málning sem hana prýðir, en hana annað- ist danskur málari, Nicolaj Sofus Bertelsen, sem talinn er fyrsti málarameistari á íslandi og mál- aði meðal annars Dómkirkjuna í Reykjavík í upphafí. Kálfatjam- arkirkja mun nú vera eina heildarverk listar Bertelsens sem nú er til og er hún á varðveislu- skrá Þjóðminjasafns íslands. Kirkjan var endumýjuð að utan og innan á áranum 1976—1979, undir umsjón Þörsteins Gunnars- sonar og Harðar Ágústssonar, Bessastaðakirkju hafa verið gefnar ýmsar athyglisverðar gjafir. Nefna má skrána í útihurðinni. Hún er gjöf frá Meistara- og sveinafélagi járnsmiða til minningar um séra Hallgrím Péturs- son, sem einnig hafði verið járnsmiður. Kálfatjarnarkirkja mun nú vera eina heildarverk listar fyrsta málarameistara á íslandi. Hún er nú á varðveisluskrá Þjóðminja- safns íslands. en um innanhússendumýjun sáu Ólafur Ólafsson og Jón Bjöms- son. Altaristaflan er sams konar og í Dómkirkjunni í Reykjavík — sýnir upprisu Krists. í kirkjunni er einnig fagur skímarsár. Séra Stefán Thorarensen (1831—1892) sálmaskáld var prestur á Kálfatjöm á áranum 1857—1886. Hann átti mikinn þátt í undirbúningi sálmabókar- innar 1886 enda var hann söngmaður mikill og söngfróður. Síðasti prestur á Kálfatjörn var séra Ámi Þorsteinsson. Hvalsneskirkja Núverandi kirkja á Hvalsnesi var reist á áranum 1886—1887 og var vígð á jóladag 1887. Kirkjan er hlaðin úr tilhöggnum steini. Ketill Ketilsson hrepp- stjóri í Kotvogi og eigandi Hvalsness lét reisa kirkjuna. Miklar endurbætur vora gerðar á kirkjunni 1945 undir eftirliti Guðjóns Samúelssonar, húsa- meistara ríkisins. Að innan er hún máluð og skreytt af Áka Gráns, málarameistara í Keflavík. Yfir kirkjudyram er gluggi úr ópalgleri með helgi- mynd. Af góðum gripum í eigu kirkjunnar má nefna altaristöflu frá 1867 eftir Sigurð Guðmunds- son málara er sýnir upprisuna og einnig stóra eirmynd af Hall- grími Péturssyni, afsteypu af listaverki Einars Jónssonar myndhöggvara. Kirkjan á skírnarsá_ úr tré, útskorin af Sveini Ólafssyni myndskera, með skírnarskál úr brenndum leir af Reykjanesi — ennfremur á kirkjan eldri skímarsá úr marmara og skímarsá úr tré, frá 1837 með tinfati frá 1824. Erlendur Guð- mundsson á Stafnesi smíðaði skírnarskrá þennan og hafði þá verið rúmliggjandi í 15 ár, mátt- laus ofan frá mitti. Sagt er að hann hafí fengið bata eftir að hann gaf kirkjunni grip þennan. Hallgrímur Pétursson byijaði prestskap í Hvalsnesi. Hann og fjölskylda hans (3 böm) höfðu búið um sjö ára skeið við sárastu fátækt, mest megnis á Suður- nesjum, þegar Brynjólfur Sveins- son biskup í Skálholti kallaði hann til sín, leysti hann undan frillulífssök — en Guðríður hafði orðið vanfær meðan hún var enn talin gift öðram manni í Vest- mannaeyjum. Brynjólfur vígði Hallgrím til prests að Hvalsnesi árið 1644. Að skilnaði gaf Bryn- jólfur honum þokkaleg föt, hempu og reiðhest með reið- tygjum, en alls þessa var Hall- grími sáran vant. Þau Hallgrímur og Guðríður bjuggu í sex ár í Hvalsnesi við heldur kröpp kjör og að því er sagt er við háð og spé sumra sóknarbarna sinna. Á þessum áram munu þau hafa misst Steinunni dóttur sína 3 ára gamla, mesta efnisbarn. Er sagt að Hallgrímur hafí ort eftir hana hinn þekkta andláts- sálm „Um dauðans óvissa tíma“ er hann sendi síðar Ragnheiði Brynjólfsdóttur í Skálholti þegar hún lá banaleguna. Var sálmurinn sunginn við útför hennar líklega fyrsta sinni, en hann hefur verið sunginn við flestar jarðarfarir á íslandi í háa tíð. í kór Hvalsneskirkju er leg- steinn yfír Steinunni, en talið er að Hallgrímur hafí sjálfur högg- við steininn. Steinninn fannst fyrir nokkram áram í hleðslu í Hvalsneskirkju (í tröppum úti). Steinninn er varðveittur í kirkj- unni eftir fyrirmælum þjóðminja- varðar. Hcimildir: „Svæðafréeðsla FÍ“ „Landið þitt“ 1981.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.