Morgunblaðið - 17.08.1986, Blaðsíða 38
38 'B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1986
Hvað segir landsbyggðarfólk um höfuðborgina?
Einar Baldursson
Einar Baldursson
Reyðarfirði:
Borgarríki við
Faxaflóa veikir
þjóðina
Reydarfirði.
„ÉG ER nokkuð stoltur af okkar
höfuðborg-, þó hún mætti vera ögn
hlýlegri og persónulegri. Þó hefur
hún tekið miklum stakkaskiptum
síðustu ár og má þar nefna göngu-
götur og ýmis opin svæði, sem eru
til fyrirmyndar,“ sagði Einar Bald-
ursson framkvæmdastjóri á Reyð-
arfn'ði.
Einar ræddi fyrst nokkuð um
byggingastíl og skipulagsmál í
Reykjavík og sagði m.a.: „Maður
saknar þess óneitanlega að eiga
ekki merkilegri arf frá fyrri öldum
og verður oft hugsað til þess, þegar
maður skoðar margra alda gamlar
byggingar erlendis sem fátt virðist
geta grandað. Annars, ef litið er
yfir borgina og byggingastíllinn
skoðaður virðist mér hann ansi fjöl-
breytilegur, eða jafnln-eytilegur, og
það eru margar fallegar byggingar
í Reykjavík. Hvað varðar skipulags-
mál almennt, finnst mér byggðin
alltof dreifð og óskipuleg. Það er
eins og skipulagt hafi verið frá ári
til árs og að skipulagsyfírvöld hafi
ekki verið nógu framsýn."
Um atvinnulífið sagði hann: „At-
vinnulífið í borginni snýst fyrst og
fremst um verslun og þjónustu,
enda hefur borgin byggst upp sem
aðal verslunar- og þjónustumiðstiið
þjóðarinnar. Aðrar atvinnugreinar
í borginni svo sem sjávarútvegur
og iðnaður virðast frekar eiga und-
ir högg að sækja. Það er skoðun
mín, að það styrki þjóðina að eiga
sterka höfuðborg, en við skulum
líka gæta þess að hún vaxi okkur
ekki yfir höfuð, því það veikir þjóð-
ina ef upp rís borgríki við Faxaflóa
og þá er hætt við að myndist menn-
ingargjá í okkar ágæta landi.
Yfirbyggingin má ekki verða ofviða
undirstöðunni, þá rúllar allt um
koll. Kannski erum við að nálgast
þau hættumörk, það hefur verið
óeðlilega mikill straumur fólks á
suðvesturhornið."
Einar sagði að lokum: „Ég vil
leggja ríka áherslu á það, að þetta
er höfuðborg okkar landsmanna
allra og við viljum eiga skemmtilega
borg, sem okkur þykir gaman að
heimsækja og sem við minnumst
með hlýhug. Því þykir okkur það
mjög miður, þegar við lesum um
það í blöðum og hlustum á íbúa
borgarinnar fara heldur niðrandi
orðum um okkur landsbyggðarfólk
og það sem við erum að gera.
Við skulum aldrei gleyma því að
langstærstur hluti verðmætasköp-
unar þjóðarinnar fer fram úti á
landsbyggðinni og þar er og verður
undirstaða velferðar í þessu þjóð-
félagi.
Góðir Reykvíkingar. Við skulum
áfram sem hingað til lifa sem ein
þjóð í einu landi og að lokum vil
ég óska ykkur og öllum landsmönn-
um til hamingju með borgina
okkar.“
— Gréta
Sveinn Isleifsson,
Hvolsvelli
Hver vill
kanínuhúsí
steiniístað
frjálsræðis í
þorpi?
„ÞAÐ finnst mér dæmigert fyrir
hraða uppbyggingu Reykjavíkur,
að þegar ég fékk bílprófið mitt árið
1940 náði bundið slitlag ekki inn
að Elliðaám. Mig minnir að það
hafi náð inn að Steinhlíð. Þá var
heldur ekkert sem hét að slá af á
leiðinni upp Kamba. Nú er bundið
slitlag alla leið frá miðbæ
Reykjavíkur og heim að dyrum og
maður getur þurft að slá af á leið
upp Kambana," sagði Sveinn
ísleifsson varðstjóri á Hvolsvelli, er
blaðamaður ræddi við hann á skrif-
stofu hans í nýju og glæsilegu
húsnæði lögreglunnar á Hvolsvell.
Um afstöðu sína til Reykjavíkur
sagði hann m.a.: „Ég hef litið á
hana sem okkar höfuðborg, en við
töpum mikið af fólki þangað og
höfum gert, aðallega vegna at-
vinnutækifæra. Sérstaklega flytur
fólk af láglaunasvæðunum. Þá er
annað með Reykjavík, sem hefur
verið alvarlegt mál, en það er að
fullorðið fólk hefur verið svo að
segja sent í geymslu til Reykjavík-
ur. Borgin situr uppi með mikið af
gömlu fólki. Þar hefur helst verið
að fá þjónustu fyrir fullorðið fólk,
en ég vonast til að þetta sé að breyt-
ast. Það er til dæmls komin aðstaða
bæði hér og á Hellu fyrir gamia
fólkið, þannig að það getur dvalið
áfram í sinni heimabyggð, ef það
vill.“
Sveinn var spurður, hvort hann
gæti hugsað sér að flytjast á mölina
og eyða elliárunum í Reykjavík,
þegar þar að kæmi. Hann svaraði:
„Ég hef hugleitt það að flytjast til
Reykjavíkur og hef átt kost á þvi.
Ég hóf störf hér hjá Kaupfélaginu
1941 og annaðist allar tegundir
aksturs milli Reykjavíkur og Hvols-
vallar allt til 1962, er ég hóf störf
í lögreglunni hér. í akstrinum
kynntist ég Reykjavíkurborg vel.
Mér fannst alltaf ágætt að koma
þangað en ég er heimakær og mér
h'ður best heima.
Hvað varðar það að eyða ævi-
kvöldinu í Reykjavík, þá er svo
margt ódýrara þar en hér, til dæm-
is verzlun, orka, þ.e. hitaveitan og
fleira. En það er annað sem kemur
þarna inn í dæmið. Þegar fólk vill
fara að minnka við sig íbúðar-
húsnæðið, það er fara úr stóru í
minna þegar börnin eru flogin, þá
eru nú fyrst sæmilegir möguleikar
á skiptum hér heima. Ef maður
selur gott einbýlishús hér, á einka-
lóð með grónum garði, fengi maður
aðeins tveggja herbergja íbúð í
blokk í Reykjavík í staðinn. Hver
vili skipta á kanínuhúsi í steini á
malbiki fyrir frjálsræði í náttúrunni
hér heima og í þorpum yfirleitt. -
Ekki ég.“
Það er þvi nokkuð ljost sagði
Sveinn, að hann flytur ekki til
Reykjavíkur, ef hann kemst hjá
því. Reykvíkinga sagði hann engan
veginn öðru vísi en aðra lands-
menn, hann ætti marga góða vini
í Reykjavík og liti á þá nákvæmlega
eins og aðra íslendinga. Afmælis-
ósk til handa Reykaík sagði hann
þá, að hún fengi að dafna áfram
um ókomin ár og halda sínu striki
sem höfuðborg. Hann sagði að lok-
um: „Mér þykir í aðra röndina vænt
um Reykjavík. Konan mín er það-
an. Hún kom til vinnu í kaupfélag-
inu hérna og þaðan fékk ég hana
eins og allt annað gott sem ég hef
fengið þar,“ sagði hann að lokum
og brosti, augljóslega að frekari
minningum sem hann riQaði upp
með sjálfum sér.
GuðmundurA.
Hólmgeirsson,
Húsavík:
Kjördæmin fái
sjálfræði og
stofnanir færð-
arútáland
„Landsbyggðin ber án efa skarð-
•an hlut frá borði miðað við
Reykjavík, en hinsvegar er eðlilegt
að fólk sæki í þjónustugreinarnar
til Reykjavíkur þar sem þær virðast
betur launaðar en hefðbundnar at-
vinnugreinar okkar, en í raun eiga
þær ekki að vera það,“ sagði Guð-
mundur A. Hólmgeirsson, skipstjóri
á Húsavík.
„Atvinnutækifæri eru af skorn-
um skammti úti á landi, en ef svo
bregður við að litlu staðina vantar
fjármagn til nýsköpunar atvinnulífs
eða annarra framkvæmda þarf að
ganga á milli manna og stofnana í
Morgunblaðiö/Jóhanna
Guðmundur A. Hólmgeirsson
Reykjavík til að biðja um það fjár-
magn sem að mestum hluta hefur
skapast úti á landi. Sjómennskan
er ekki eftirsóknarverð, en hún
verður að vera það þar sem fiskút-
flutningur er 80% af heildarútflutn-
ingi landsmanna.
Þingmenn einir eru ábyrgir fyrir
þróun mála hér og finnst mér að
skylda ætti þá til að eiga lögheimili
í sínum eigin kjördæmum svo þeir
gerðu sér betur grein fyrir ástandi
mála á þeim stöðum sem J)eir eiga
að vera að vinna fyrir. Ég tel að
undirstöðuatvinnuvegirnir ættu að
eiga fleiri fulltrúa inni á þingi en
raunin er.
Þá finnst mér að færa mætti
opinberar stofnanir út á land enda
ekkert skilyrði að þær séu allar í
Reykjavík og fáránlegt að bera því
við að ekki sé til starfsfólk annars
staðar. Akureyri er t.d. höfuðstaður
Norðurlands og væri vel athugandi
að færa stofnanir þangað sbr.
Byggðastofnun eins og um var
rætt fyrir stuttu, en tveir þingmenn
dreifbýlisins, sem í orði telja sig
a.m.k. fulltrúa þess, greiddu at-
kvæði gegn tillögunni.
Höfuðborgin er allt of áhrifamik-
il viðvíkjandi uppbyggingu úti á
landi. Kjördæmin þurfa sjálf að fá
að ráðstafa sínum tekjum - þeim
tekjum sem þau sjálf hafa aflað.
Það er bókstaflega öllu miðstýrt frá
Reykjavík og atvinnuuppbygging
strandar á fjármagni. Þá virðast
útibússtjórar bankanna úti á landi
áhrifalitlir þegar á reynir. Að öðru
leyti er ég sáttur við Reykjavík sem
höfuðborg, sögu hennar, fegurð og
legu.
Úr annálum
Skylduvinna og
góðgerðir
Á fundi 27. apríl 1843 var
sett gjaldskrá um leigu á
hestvögnum og aktygjum,
er bærinn átti og voru notuð
við vegagerð. Leigan var
nokkuð hærri, ef hestamir
fylgdu með.
Þá var einnig ákveðin
leiga fyrir hjólbörur bæjar-
gjaldkera (Kæmneriets
Trillebörer.
Annars var ákveðið 1839,
að vegagerð væri skyldu-
vinna, og þá settar reglur
um, hvernig skylduvinna yrði
leyst af hendi. Bæjarstjórn
ákvað aftur 1845 samkvæmt
áskorunarskjali frá bæjar-
búum, að skylduvinnu yrði
hætt, en í þess stað skyldu
matsborgarar jafna niður á
borgarbúa kostnaði við vega-
gerðina.
Eitthvað virðist þó hafa
verið gert til að gera skyldu-
vinnuna fýsilegri, því að
1843 er samþykkt í bæjar-
stjóm, að eUci skuli „aftaka
n\éð', ö)litrjn\néSr svonefndu
gððE^gði^jj^.afebanai’ *víð
þessá vínml;" Tíelcfur' tak:
marka þær nokkuð. Verða
lesendur að geta sér þess til,
í hverju þessar „góðgerðir"
hafa verið fólgnar.
Dræm fundasókn
Boðað var til borgarafund-
ar 7. september 1859
samkvæmt fyrirmælum
stiftamtmanns til að ræða
það, hvort setja eigi einn
næturvörð til viðbótar eins
og bæjarstjórnin hafði sam-
þykkt.
Þótt fundurinn væri boð-
aður bæði með auglýsingu
og tmmbuslætti á götum
bæjarins, hafði það ekki til-
ætluð áhrif. Fundinn sóttu
auk bæjarfógeta fjórir bæj-
arfulltrúar og þrír borgarar.
Eftir nokkrar umræður
samþykktu borgaramir þrír
þá ályktun bæjarstjórnar að
ráða skyldi næturvörð. Ekki
taldi stiftamtmaður nóg að
gert, því að hann vildi, að
ýtarlegri umræður færu
fram um málið á borjgara-
v fundi. Var fundMf,-! ,því
Ixiðaður aftuc*?. ókfób?k>.
Ekki var hann' fjofisrfttdía*
en fyrri fundurinn, því að nú
komu aðeins til fundar settur
bæjarfógeti og tveir bæjar-
fulltrúar. Enginn borgari
mætti. Var beðið í klukku-
tíma, áður en fundi væri
slitið.
Bæjarsjóðurinn í
læstri kistu
Nokkur sérstæð ákvæði
vom (í reglugerð 1846) um
varðveizlu á bæjarsjóðnum.
Hann skyldi geymdur í vel
læstri kistu, sem bæjargjald-
keri varðveitti. Fyrir kistunni
áttu að vera þijár læsingar,
hver með sínu móti; skyldi
bæjarfógeti hafa lykil að
einni, bæjargjaldkeri að ann-
arri og sérstaklega kjörinn
bæjarfulltrúi hinn þriðja.
Heinúlt var þó, að bæjar-
gjaldkeri hefði í vörzlum
sínum allt að 100 ríkisdali
utan kistu til að inna af hendi
minni háttar greiðslur. Ávís-
anir á bæjarsjóð skyldu
undirritaðar af bæjarfógeta
•ogæinuip bæjarfulltrúa. Bæj-
,--árstjómin . rátti ■ að K. Igösa'
'Væjárgjaídfcera.
Mykjuhaug-urinn í
Hafnarstræti
Ditlev Thomsen kaup-
maður var kosinn í bæjar-
stjóm 1856.
Árið 1854 hafði komið til
ágreinings milli hans og
bæjarfógeta út af mykju-
haugi kaupmanns í Hafnar-
stræti.
Þrútnaði af þessu mikil
óvild þeirra milli. Þijózkaðist
kaupmaður við að íjarlægja
hauginn, þótt fyrirskipað
væri, og hafði uppi miður
góð orð um bæjarfógeta. Var
þá höfðað opinbert mál gegn
honum. Er honum þá vikið
úr bæjarstjórn um stundar-
sakir ...
(Páll Líndal.)
Hverf isgata af
Skuggahverfi
HVERFISGATA dregur
nafn sitt af Skuggahverfi,
en svo var um skcið kölluð
öll byggðin frá Arnarhóli inn
að Rauðará. Þetta er fyrsta
gatan, sem gerð var' sarm
hliða„-. jSáfil&íftræíi
Laugavegí og áttrað v&ð'a
aðalgatan austur úr bænum.
Byggðist fyrst við Hverf-
isgötu inni í Skuggahverfi,
en nokkuð stóð á því að hún
fengist framlengd yfír Am-
arhólstúnið. Þar sem hún
liggur yfír gömlu Arnar-
hólstraðirnar var fyrsta
húsið reist við framlenging-
una að norðaverðu —
Landsbókasafnið.
Hafnarstræti dregur auð-
vitað nafn sitt af höfninni,
en fyrst hét Hafnarstræti
Rebslagerbanen, vegna þess
að þar höfðu verksmiðjurnar
kaðalsnúning. Sumir halda
og að það hafí einu sinni
verið kallað Tværgaden, en
það nafn hygg ég að hafí
verið á vesturendanum á
Austurstræti upphaflega.
Lengi hét gatan svo
Strandgaden og síðar
Strandgata.
Skuggsjá Reykjavíkur eft-
ir Árna Óla
Ur bæ í borg
REYK.IAVÍK breyttist form-
'Jega úr bæ ; í borg með
,'JsVjjitórsl!j4f7fái|Ögunum ft;á
1058 tií 1961serh tóku gildi
1. janúar 1962. Þar segir að
framvegis skuli í stað bæjar-
stjórnar heita borgarstjórn
og í stað bæjarfulltrúa borg-
arfulltrúar o.s.frv.
Allt frá árinu 1908 hafði
þó verið borgarstjóri við völd
hér í Reykjavík, en ekki
bæjarstjóri. Talið er að það
hafi komið úr dönsku, „borg-
mester“. Þá var allt frá árinu
1930 til „eftirlaunasjóður
starfsmanna Reykjavíkur-
borgar“, eins voru til borgar-
ritari og borgarlæknir fyrir
setningu sveitarstjórnarlag-
anna 1962. Þrátt fyrir þessa
breytingu er enn í dag talað
um bæjarútgerð og reyndar
er enn talað um bæjarþing,
en þetta tvennt mun vera það
eina sem ekki breyttist.
Um það hvenær Reykjavík
var talin höfuðborg eru
fræðimenn sammála um að
erfitt sé að miða við einn
ákveðinn tíma, en ljóst er að
litið hefur verið á Reykjavík
sem höfuðborg mjög lengi.
’ Árið 1771 er í tillögu lands-
. nefndar; sem starfaði 1770_
til 17Tl,'.rætL unj'að’gép
Reykjavík að höfuðstað