Morgunblaðið - 17.08.1986, Side 39

Morgunblaðið - 17.08.1986, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1986 B 39 Ljósmynd/Úlfar Guðmundur Þórðarson Guðmundur Þórðar- son, Isafirði: Höfuðborgin og landsbyggðin verðaaðlifaí sátt lsafirði. Guðmundur Þórðarson, bygg- ingameistari, var í óða önn við járnabindingar í raðhúsum sem hann er að byggja við Skutulsíjarð- arbrautina á Isafirði. Hann sagði að Reykjavík væri góð höfuðborg. Þrátt fyrir fámenni Islendinga væri þar góð miðstöð viðskipta og þjón- ustu og samgöngur milli borgarinn- ar og Isafjarðar væru stöðugar og góðar, enda mikið notaðar. Honum fannst þó að nokkuð skorti á að Reykvíkingar settu sig í spor dreifbýlisfólksins, sem væri mjög slæmt, því sérhagsmuna- streyta hjá jafn fámennri þjóð og við erum væri skaðleg. Lands- byggðin og höfuðborgin verða að geta lifað í sátt og samlyndi. Hann sagði að sér fyndist Reykjavík þokkalega vel stjórnað. Þar ríkti bjartsýni, sem smitaði út til fólksins á landsbyggðinni. En Reykvíkingar verða að gera sér grein fyrir því, að við lifum á fiskveiðum. Frá Vest- Qörðum koma mjög miklar gjald- eyristekjur á íbúa, til þess verður að taka tillit. Atvinnulífið í landinu getur ekki blómstrað ef ekki er hlúð að frumvinnslugreinunum s.s. sjáv- arútveginum. Þess vegna verður að tryggja að fiskvinnslufólkið hafi alltaf sambærileg laun við verslun- arfólkið í Reykjavík. Okkur finnst stundum sagði hann, að stjórnsýsl- an sem að langmestu leyti er staðsett í Reykjavík, sýni oft of mikil hagsmunatengsl við Reykja- vík. Stundum meira en þjóðarheill er hollt. Það hefði verið spor í rétta átt að flytja Byggðastofnun til Akur- eyrar. Þótt það hafi ekki tekist núna þá ekki leggja árar í bát held- ur auka þrýsting um að flytja stjómsýsluna meira til dreifbýlisins, eftir því sem hægt er. Guðmundur Þórðarson sagði að lokum að hann óskaði Reykvíkingum og lands- mönnum öllum til hamingju með 200 ára afmæli höfuðborgar lýð- veldisins, um leið og hann sagðist trúa því, að ef menn vildu mætti vera gott samstarf milli allra lands- manna. Úlfar. Gunnlaugur Ragnarsson Gunnlaugur Ragnars- son, Eskifirði: Lífogíjörog litríkt mannlíf „EG Á góðar minningar úr Reykjavík,“ sagði Gunnlaugur Ragnarsson aðalbókari Hraðfrysti- húss Eskiíjarðar, er hann var spurður hvern hug hann bæri til höfuðborgarinnar. Gunnlaugur sagði að hann bæri mjög jákvæðan hug til borgarinnar og sagði ennfremur: „Mér hefur alltaf fundist gaman að koma til Reykjavíkur. Þar er líf og fjöi' og litríkt mannlíf innan um gömul hús og stræti, sem gefa borginni sér- stakan stíl. Eg á góðar minningar þaðan.“ HLVIÐSKIFTAVINA Aðalskrifstofur okkar verða lokaðar frá kl. 12:00 á hádegi mánudaginn 18. ágúst vegna 200 ára afmælis Reykjavíkurborgar. 5AMVINNU TRYGGINGAR ÁRMÚLA3 Skyndisala f 3 daga FÖT — STAKIR JAKKAR — SKYRTUR — PEYSUR — BLÚSSUR — FRAKKAR OG M.M.FL. H E PRAP EILD AUSTURSTRÆTI 14 Mánudag - þriðjudag - miðvikudag landsins. Jafnframt er það tillaga, sem samþykkt var samhljóða, um að Reykjavík heiti Kristjánsvík og Eyja- fjörður Kristjánsfjörður eftir Kristjáni konungi sjöunda. Þá eru aðrir sem vilja miða við tímabilið 1786-1836, þ.e. það tímabil sem Reykjavík er að breytast í bæjarfélag úr því að vera undir hrepps- nefnd Seltjamameshrepps hins forna. Þá hafa menn viljað miða við stofnun Al- þingis 1845 og enn aðrir við árið 1904, þegar við fengum heimastjórn. Sjá má af þessu, að margs konar skoð- anir hafa verið uppi um hvenær borgin varð höfuð- borg. (Heimildir: Björn Frið- finnsson framkvæmdastjóri o.fl.) Grensás — landa- merkjaás Grensásvegur dregur nafn af Grensási, sem er austan við Kringlumýrina. Nafnið er danskt og frá þeim tímum er hér var allt danskt, því að þá töldu Danir að „by- grænsen" væri um þennan ás, og að þar mættust lönd Reykjavíkur og Laugamess. Nafnið þýðir því upphaf- lega landamerkjaás, en það var þó ekki rétt, því að landa- merkin vom um mýrina þar fyrir vestan. En „Grænse"- nafnið hélt sér þegar dansk- an leið undir lok, og fæstir taka eftir því að Grensás er samsetningur úr dönsku og íslensku. Reg-lu komið á gatnaheitin ÞEGAR Reykjavík fór að þenjast út um holt og hæðir, og margar nýjar götur mynduðust svo að segja samtímis, þótti sýnt, að sú aðferð, sem höfð hafði verið um nafngiftir, dugði ekki lengur, enda mundi þá verða mikill mglingur á, öll nöfn í hrærigraut og illt að átta sig á því hvar hverrar götu væri að leita. Var þá það ráð tek- ið að í heilum hverfum skyldu vera götunöfn, er minntu hvert á annað og eins á hverfið. Þá komu upp sér- stakir nafnaflokkar, eins og þessir: Nöfn úr goðafræði: Bald- ursgata, Bragagata, Fjölnis- vegur, Freyjugata, Haðarstígur, Lokastígur, Mímisvegur, Njarðargata, Oðinsgata, Sjafnargata, Týs- gata, Urðarstígur, Válastíg- ur, Þórsgata. Þess máta geta með nafnið á Mímisvegi að einu sinni var það í ráði að háskólinn stæði á Skóla- vörðuholtinu, sem þá átti að heita „Háborg íslenskrar menningar". Með tilliti til þess var þessi vegur gerður, til hagræðis fyrir prófessora, er yrðu að gegna embættum bæði í háskólanum og Land- spítalanum. Þótti því tilvalið að kalla þetta Mímisveg. Nöfn úr fomsögum: Auð- arstræti, Bergþómgata, Bjamarstígur, Bollagata, Droplaugarstígur, Egilsgata, Eiríksgata, Flókagata, Flosagata, Grettisgata, Guð- rúnargata, Gunnarsbraut, Hallveigarstígur, Hrefnu- gata, Ingólfsstræti, Kárastígur, Karlagata, Kjartansgata, Leifsgta, Mánagata, Njálsgata, Skarphéðinsgata, Skeggja- gata, Snorrabraut, Vífils- gata, Þorfinnsgata. Menn munu átta sig á því við hveija götumar em kenndar. Þó er rétt að taka fram, að Mánagata er kennd við Þorkel mána lögsögu- mann, og Skeggjagata við Þórð skeggja, sem bjó á Skeggjastöðum í Mosfelis- sveit. Nafnið á Bjamarstíg fylgir ekki sömu reglu og hin, að látið sé heita í höfuð- ið á frægum manni. Hún heitir í höfuðið á Bimi í Mörk. Bjarnastígur er á bak við Kárastíg og eins og Bjöm var að baki Kára, þótti rétt að Bjamastígur héti á bak við Kárastíg Þessar götur em allar á svæðinu sem er umlukt af Bergstaðastræti, Laugavegi, Rauðarárstíg og Miklatorgi, nema Ingólfsstræti og Hall- veigarstgiur, sem em kennd við fyrstu hjónin, sem reistu bú í Reykjavík. Þá má nefna að götur í Reykjavík draga nöfn af sjávarnöfnum, fuglanöfnum, ennfremur gróðri og síðan af staðháttum, svo sem Mel- amir, Hlíðarnar, Teigarnir, Túnin o.s.frv. Laugavegnr — V egamótastí gfur LAUGAVEGUR er kenndur við þvottalaugarnar. Hann var upphaflega gerður til þess að greiða fyrir þeim sem „fóru í laugar". Bærinn tók 3.500 kr. lán árið 1886 til að standast kostnað við vegagerð þessa. Komst vegurinn svo inn að Fúlutjarnarlæk 1889. Og enn tók bærinn 3.000 kr. lán til þess að koma honum alla leið inn í laugar. Annars hét Laugavegur upphaflega Vegamótastígur, kenndur við bæina Vegamót, sem vom þar sem nú er Klapp- arstigur. Pósthússtræti segir til um nafn sitt, en þó er það ekki kennt við núverandi pósthús, heldur fyrsta pósthúsið á ís- landi, sem stóð þar sem nú er Hótel Borg. Götuhúsastígur — Fischersund FISCHERSSUND hét áður Götuhúsastígur, kenndur við bæinn Götuhús, sem stóð þar, er seinna var kallað Geirstún. Var þama upp- haflega annar aðalvegurinn vestur á Seltjarnames. Gatan heitir nú í höfuðið á W. Fischer kaupmanni, sem einu sinni verslaði þar sem nú er Verslunin Geysir. Með arfleiðsluskrá gaf Fisch- er 20 þúsund krónur í sjóð, sem við hann er kenndur og er til styrktar ekkjum fá- tækra sjómanna í Reykjavík og Gullbringusýslu. Gijótagata og Gijótaþorp er kennt við bæinn Gijóta, sem var ein af hjáleigum Reykjavíkur forðum. Heimild: Skuggsjá Reykjavíkur eftir Áma Ola.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.