Morgunblaðið - 17.08.1986, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 17.08.1986, Blaðsíða 53
MORpUNBL^AÐlÐ, SUyNUPAGUR tf, ÁQý§T, 1886, m m VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691100 KL. 11-12 FRÁMÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS REYKJAVIK200ARA "» 1786-1986 Þessir hringdu . . . Þættirnir „Á hringveginum“ ekki nógu vandaðir Unnur á Akureyri hringdi: „Ég hringi vegna þáttanna Á hringveginum sem eru á dagskrá rásar eitt. Mér finnst hugmyndin að þess- um þáttum góð og hef ég hlustað á marga þáttanna. Það er at- hyglisvert að reynt skuli að ná til almennings með þessum hætti. Þó finnst mér einn galli á gjöf Njarðar. Stjórnendur þáttanna mættu sýna meiri smekkvísi í vali á spumingum og orðavali. Spurningarnar eru oft út í bláinn og málfar kjánalegt og leiðinlegt. Þótt mér finnist framlag Önnu Ringsted oft að mörgu leyti lífiegt og skemmtilegt mætti hún sér- staklega taka sig á að þessu leyti. I heildina finnst mér ekki nógu vel unnið úr þessari annars góðu hugmynd og mættu þættirnir gjaman vera vandaðri." Sogsvegur nánast ófær Þreyttur ekkill skrifar: „Ég get nú ekki lengur orða bundist yfir því hve Sogsvegur er hræðilegur. Hann er nánast ófær. Það virðist ekki vera unnið neitt markvisst að því að halda veginum þannig að hann sé fær venjulegum bílum. Núna er hann með allra versta móti, holóttur og hulinn rykmekki ef minnsta umferð er um veginn. Ég hringdi í umdæmisstjóra Vegagerðarinnar og hann tjáði mér að vegurinn yrði ekki heflað- ur fyrr en eftir nokkra daga. Það verður varla unað við þetta miklu lengur." Guðmundur G. Bárðarson var Strandamaður Gunnars um Guðmund G. Bárðar- son jarðfræðing og menntaskóla- kennara, sem hann telur hafa haft mikil áhrif á sig á námsárun- um. Hann segir: „Ég var oft með Guðmundi Bárðarsyni. Hann var einn af frumkvöðlum jarðfræði á Islandi. Hann var bóndi norðan úr Húnavatnssýslu." Hann minnt- ist með hlýhug bóndans úr Húnavatnssýslu sem kenndi hon- um að „hugsa eins og jai-ðfræð- ingur“. Þar sem heimilda er getið er ávallt rétt að hafa það sem sannara reynist. Guðmundur G. Bárðarson var ekki Húnvetningur, heldur Strandamaður. Borinn og bam- fæddur að Kollafjarðarnesi í Steingrímsfirði 3. janúar 1880. Foreldrar hans voru rótgrónir Vestfirðingar. Þau fluttu skömmu síðar að Bæ í Hrútafirði í Strandasýslu þar sem Guðmundur komst til vits og þroska. Þótt ekki sé þessi missögn saknæm frá almennu sjónarmiði, þá er nú samt rétt að leiðrétta hana „í vísindaskyni" og ekki síst fyrir þá sök að ekki veitir Stranda- mönnum af að halda til haga þeim frægðarmönnum sem þeir hafa eignast. Húnvetningar eiga nógu marga fyrir. Þeir munu löngu hættir að hagræða eyrnamörkum annarra sér til hagsbóta og ekki er það þeirra sök þótt hagrætt sé eyrnamarki Guðmundar G. Bárð- arsonar þeim í hag. Liðinn er sá tími þegar mikil freisting var að breyta marki sauðkindarinnar. Hún er nú til fárra fiska metin. Hvað verður nú um hana vesalinginn? Lifir hún af árásii' Alþýðuflokksins og DV? Og nú er hvalurinn genginn í fjandaflokkinn, hvar endar þetta? „Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber“ verður eyrnamarki Guðmundar G. Bárðarsonar ekki breytt." Úr týndist í Þórskaffi Þorsteinn hringdi: „Laugardaginn 9. ágúst fór ég á ball í Þórscafé og þar varð ég fyrir því óláni að ólin á Pierpoint- úri sem ég var með slitnaði og úrið datt af. Þetta hefur líklega gerst á meðan ég var á dans- gólfínu á neðri hæðinni. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 672078.“ Strandamaður hringdi: „Föstudaginn áttunda þessa mánaðar skrifa Sigrún Guð- mundsdóttir og Jón Steinar Guðmundsson grein í tilefni af sjötugsafmæli Gunnars Böðvars- sonar verkfræðings. Þar vitna þau til ummæla Eru vegirnir á Snæfellsnesi friðlýstir? Kristín Þórðardóttir hringdi: „í Morgunblaðinu miðvikudag- inn 13. ágúst var frétt um að sjö slys hefðu orðið á veginum frá Vegamótum í Miklaholtshreppi að Ólafsvík á síðustu tveimur mánuð- um vegna slæms ástands vegar- ins. Ég keyrði þennan veg um síðustu helgi og get ekki orða bundist yfír því hve hræðilegur hann er. Það er ekki mönnum bjóðandi að keyra þetta. Þessum moldartroðningi ætti að loka hið snarasta. I fréttinni var haft eftir lög- regluvarðstjóra að sum slysanna hefðu orðið vegna hraðaksturs en ég get nú ómögulega skilið það. Það er gjörsamlega ómögulegt að aka hratt á þessum vegi. Mér finnst Snæfellsnesið sífellt verða útundan þegar unnið er að vegaframkvæmdum. Hvernig er það, eru vegirnir á Snæfellsnesi með öllum sínum holum og hryggjum kannski friðlýstir? Mér fínnst að vegamálastjóri og þingmenn ættu að taka sig til og skoða þessi ósköp, þá fengjust þeir kannski til að gera eitthvað í málunum. Eða verðum við kannski að bíða eftir því að stjórn- málamennimir þurfi á atkvæðun- um okkar að halda? Þá stendur nú ekki á loforðunum." Verið með sýnis- horn af bleyjunum Bleyjukaupandi hringdi: „Mig langar til að skora á allar verslanir sem versla með bleyjur að láta liggja frammi sýnishorn af bleyjunum. Það getur orðið ansi dýrt að kaupa pakka með kannski 30 eða 40 bleyjum til þess eins að komast að því að þær eru alveg ómögulegar. Það eru ekki nægar upplýsingar utan á kössunum, þar stendur yfirleitt bara fyrir hve þung böm bleyjurn- ar eru ætlaðar." Gvendur fyrir gríttaher... Þorvaldur hringdi: „Ég var að lesa Velvakanda í Morgunblaðinu miðvikudaginn 13. ágúst og sá þá vísu sem byij- ar Gvendur á undan Gústa er . . . Þama er rangt farið með vísuna enda er hún merkingarlaus eins og hún stendur í blaðinu. Rétt er hún á þessa leið: Gvendur fyrir gúttaher gekk og bar sinn klafa af því að hann á eftir sér enginn vildi hafa. Svona birtist hún til dæmis í vísnasafni Jóhanns frá Flögu fyrir þetta 20 til 30 árum.“ Gráu DBS- hjóli stolið Móðir í Vesturbergi skrifar: „Fyrir skömmu var nýlegu, gráu DBS-karlmannshjóli stolið úr hjóla- geymslu íjölbýlishúss við Vestur- berg í Breiðholti. Um leið og ég vil biðja fólk sem gæti gefíð einhveijar upplýsingar um hjólið að hringja í síma 77922, vil ég vara við því að hafa hjóla- geymslur opnar því að ósvífni sumra eru engin takmörk sett. í þessu tilfelli var hjólið læst og innst í geymslunni af 10 til 15 hjól- um. Þetta er sárt fyrir eigandann því hann keypti þetta hjól fyrir ferm- ingarpeningana sína. Með von um að einhver sjái að sér og skili hjólinu á sinn stað.“ Vísa vikunnar Berlínar- múrinn 25 ára1 Amorgun er aldarfjórð- ungur liðinn frá þvi | stjómvöld í Austur-Þýska- landi hófu að reisa Berlínar- múrinn til þess að koma í veg fyrir, að þau sætu uppi með ríki án þegna. En um leið og bau lokuðu ' hluta til, að Austur-Þjóðveij- ar hafa síðustu misserin haft I milligöngu um að hleypa tug-1 um þúsunda flóttamanna frá I Asíu og Afríku til Vestur-1 Þýskalands um Berlfn, en austur-þýska ríkisflugféíagið | er talið hafa hagnast vem Kommúnistamúrinn himinhár hefir kostað mörg og bitur tár. Þar hefir fjöldi hnigið niður nár, í nánd við frelsið hlotið banasár. Hákur Oskum borgarbúum og landslýð öllum til ham- ingju með afmælið. VERZLUNARRÁÐ ÍSLANDS HÚS VERSLUNARINNAR 108 REYKJAVÍK, SÍMI 83088 NOTAÐAR VINNUVÉLAR ATLAS 1702 hjólagrafa árgerð '78, gott útlit, 2 skóflur fylgja, greiðsluskilmálar. CAT D4E jarðýta árgerð 1982 og 1984 með rippi- er, skekkjanlegri tönn, tilt, rops hús. Mjög góðar vélar, greiðsluskilmálar. 950 B hjólaskófla með öllum besta búnaði, ár- gerð 1985. Greiðsluskilmálar. Uppl. í véladeild. Sími 695500. Electrol ux Electrolux 0] Electrol ux MEÐ MAGNINNKAUPUM FENGUM VIÐ NÆR 40% AFSLÁTT AF ELECTROLUX BW 200 KING UPPÞVOTTAVÉLUM. Fullkomin uppþvottavél á afsláttarverði, hljóðlát — full- komin þvottakerfi — öflugar vatnsdælur sem þvo úr 100 lítrum á mínútu — þrefalt yfirfallsöryggi — ryðfrítt 18/8 stál í þvottahólfi — barnalæsing — rúmar borðbúnað fyrir ? 12—14 manns. A l ELECTROLUX BW 200 KING uppþvottavél á verði 5 sem þú trúir varla — og ekkert vit er í afl sleppa. Vörumarkaðurinn hf. Ármúla 1a. Sími 91-686117.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.