Morgunblaðið - 17.08.1986, Qupperneq 54
54 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUÐAGUR 17. ÁGÚST 1986
4
Fólk myndað
með falinni
Hér hefur maður farið í búning og þykist vera api, sem á það til að þrifa í fólk. Viðbrögð veg-
farenda eru hin ótrúlegustu.
Allir hlógu sig máttlausa þegar þeir sáu Funny People eitt og tvö,
myndirnar sem teknar voru með „faldri“ myndavél. Innan tíðar
verður sýnd ein slík mynd í Bíóhöllinni, á ensku nefnist hún „You’re in
the Movies" og ereftir Emil Nofal og ertekin í Suður-Afríku. Þarfá
hvítir menn, svertingjar og nokkrar dýrategundir að spreyta sig fyrir
framan myndavélina, án þess að hafa hugmynd um það.
Nofal og félagar komu myndavélinni fyrir á ótrúlegustu stöðum, fundu
upp á skrýtnum uppátækjum til þess eins að kanna viðbrögð fórnarlamb-
anna. Þegar vel tókst fékk myndavél að ganga mínútum saman, en
Nofal valdi þá aðeins tvö eða þrjú bestu viðbrögðin til að hafa í endan-
legri gerð myndarinnar.
Eitt það erfiðasta við gerð þess konar mynda er að láta fólkið vita eftir
á að það hafi verið haft að fífli og fá síðan samþykki fórnarlambanna til
að nota atriðin í myndina. í flestum tilvikum var húmorinn í lagi og
menn leyfðu það, en þó kom fyrir að fólk harðneitaði og hótaði mál-
sókn. Það kom meira að segja fyrir í einu atriðinu að eitt fórnarlambið,
sem fannst það svo illa leikið, réðst á einn í kvikmyndatöluliðinu og
hætti ekki barsmíðum fyrr en gangandi vegfarendur komu til hjálpar.
Tim Curry leikur
myrkrahöfðingjann i
Ævintýrasögunni, hann
er hið illa sem allt girn-
ist.
Baráttan við
myrkrahöfdingjann
— í kvikmynd Ridleys Scott, „Legend",
sem tók fimm ár að gera
Ridley Scott var búinn að vinna
að kvikmyndinni „Legend" í
fjögur ár áður en hann gat sett
myndavélarnar í gang í marsmán-
uði 1984. Það er ekki gott að skilja
hvers vegna Ridley Scott gekk
svona illa að byrja á myndinni,
hvers vegna stóru kvikmyndaverin
voru treg til að fjármagna mynd-
ina, þar sem það var Ridley Scott
sem átti heiðurinn að vinsælustu
mynd ársins 1979, Alien. En svarið
er víst ofureinfalt: geimvísinda-
myndir og ævintýramyndir fjarlæg-
ar í tíma og rúmi voru í mikilli lægð
upp úr 1980, fólk var orðið leitt á
þeim. En Ridley Scott lét það ekki
á sig fá.
Hann fékk rithöfundinn William
Hjortsberg til að skrifa handritið,
goðsögu, hjartnæmt ævintýri
barmafullt af álfum og einhyrning-
um. En það var ekki fyrr en Ridley
komst í samband við mann að
nafni Arnon Milchan, fyrrverandi
lyfsala frá ísrael, að hjólin fóru að
snúast. Arnon Milchan var nýtt afl
í bandaríska kvikmyndaheiminum,
hafði fengið ofurást á Robert De
Niro og framleitt þrjár mynda
hans: The King of Comedy, Einu
sinni var í Ameríku og Brazil. Arn-
on Milchan hafði góð sambönd og
hann kom myndinni inn á fjár-
hagsáætlun Universal.
Risastórt og gífurlega flókið svið
var reist í Pinewood-kvikmyndver-
inu í Englandi, þar sem margar
stórmyndir siðustu ára hafa verið
gerðar, m.a. allar myndirnar um
James Bond og Stjörnustriðs-
myndirnar. Stúdíósviðið fyrir
„Legend" var það stærsta sem
hafði verið smíðað, og ekkert til
sparað. En tveim dögum eftir að
kvikmyndatökur hófust, braust út
eldur í kvikmyndaverinu, það
brann til kaldra kola. Kvikmynda-
verið var endurreist og kostnaður-
inn við Legend jókst og jókst.
Endánlegur kostnaður er um það
bil 30 milljónir dollara.
Legend, eða Ævintýrasagan
eins og hún er kölluð á íslensku,
fjallar um hina sígildu baráttu góðs
og ills, Ijóssins og myrkursins, og
gerist því í goðsögulegum heimi,
fjarri tíma og rúmi. Tim Curry leik-
ur myrkrahöfðingjann sem hyggst
brjóta allt undir ofurvald sitt.
Óþekkt stúlka að nafni Mia Sara
leikur prinsessuna Lilí, saklausu
og fallegu stúlkuna sem myrkra-
höfðinginn girnist. Ungu hetjuna
Jack leikur Tom Cruise, sem er að
verða einn alvinsælasti leikarinn
af ungu kynslóðinni.
Legend/Ævintýrasagan verður
sýnd annað hvort í Bíóhöllinni eða
Bíóhúsinu síðar í mánuðinum.
Mia Sara leikur prinsessuna
Lilí
LL I I IV4I LVirMyNLANNA