Morgunblaðið - 21.08.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.08.1986, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 185. tbl. 72. árg. FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Útvarp uppreisnarmanna í Súdan: Árás gerð á borgina Wau Ein af miðstöðvum matvælaaðstoðar Nairobi, Kenýa, AP. UPPREISNARMENN í Súdan segjast hafa ráðist á borgina Wau í suðurhluta landsins og fellt að minnsta kosti 117 hermenn stjórnar- innar. Skýrði útvarp uppreisnarmanna frá þessu í gær. Ekki var skýrt frá því hvenær árásin var gerð, en á þriðjudag sagði útvarpið íbúum í Wau og þremur öðrum bæjum í suðurhluta landsins, Juba, Malakal og Bentiu, að flytjast burt vegna væntanlegra bardaga við stjórnarhermenn. Borgin Wau hefur verið miðstöð vestrænna hjálparstofnanna fyrir hjálparstarf í Suður-Súdan. Þaðan hefur verið dreift matvöru til tveggja milljóna manna að því er talið er. Þeir svelta vegna borgara- styijaldarinnar í landinu, sem staðið hefur yfir undanfarin þijú ar. í útsendingu útvarps uppreisnar- manna í gær var ekki getið um hvort árás hefði verið gerð á hina bæina þtjá. Auk þeirra hefur stjóm- in vald á þremur öðrum bæjum í Suður-Súdan, en uppreisnarmenn segjast hafa 90% landsbyggðarinn- ar á valdi sínu. Vestur-Berlín: Ok á múrinn og brann inni Vestur-Berlín, AP. BIFREIÐ var ekið á Berlín- armúrinn í Bernauer Strasse á franska svæðinu í gær með þeim afleiðingum að kvikn- aði í henni og ökumaðurinn lét lífið, að því er lögregla í Vestur-Berlín segir. Maður- inn hafði leigt bifreiðina, sem var af Volkswagen Polo gerð, í hverfinu Reinicken- dorf. Sjónarvottar sögðu að svo hefði virst sem maðurinn hefði vísvit- andi keyrt á steinsteyptan múrinn. Sögðu þeir að hann hefði ekið á miklum hraða og ekkert annað farartæki verið nálægt þegar at- burðurinn átti sér stað. Hér má sjá bifreiðina, sem var af tegundinni Wolkswagen Polo. Eins og sjá má gjöreyðilagðist hún i árekstrinum, en auk þess kviknaði í henni. Morgunblaoið/Börkur SVEIFLA A ARNARHOLI Jón Páll Bjarnason leiðir tríó sitt á jazztónleikum á Arnarhóli í gærkvöldi, en með þeim lauk þriggja daga löngu útihátíðahaldi í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkurborgar. Að mati lögregluþjóna söfnuðust á fimmta þúsund manns að hlýða á hljóðfæraleikinn. Fjárlög Bandaríkjanna: Stefnir nú í tuttugu milljarða dala halla — umfram þann sem leyfilegur er ^ Washington, AP. Á NÆSTA fjárlagaári, sem hefst í október nk., mun hallinn á fjár- lögum bandaríska ríkisins verða nærri 20 milljörðum dollara meiri en leyfilegt er samkvæmt Iögum. Til niðurskurðar verður Búdapest: 8.000 sérfræðingar á krabbameinsþingi Tveir íslenskir læknar meðal þátttakenda Búdapest, AP. í DAG hefst 14. Alþjóðlega krabbameinsþingið í Búdapest. Það sækja 8.000 krabbameinssérfræðingar hvaðanæva af hnattkúlunni, þ. á m. tveir islenskir læknar, þeir Sigurður Björnsson og Snorri Ingimarsson. Þingið mun standa í eina viku. Dr. Sandor Eckhardt, aðalritari þingsins, sagði að kjarnorkuslysið í Chemobyl hefði ekki dregið úr þátttöku, en m.a. koma um 1.300 sérfræðingar frá Bandaríkjunum, 900 frá Japan og um 1.300 frá Austantjaldslöndunum. Á þinginu munu ríflega 2.000 vísindamenn kynna niðurstöður rannsókna sinna og er talið að al- næmisrannsóknir verði efstar á baugi. Flestir fremstu alnæmissér- fræðingar heims eru á mælenda- skrá. Daglega verður sendur hálftíma- langur fréttaþáttur um gervihnött til sjónvarpsstöðva víða um heim. Dr. Eckhardt sagði á frétta- mannafundi, að meðal mála sem rædd yrðu á þinginu væru rann- sóknir á erfðaþáttum, sem leitt gætu til krabbameins, beitingu kjameðlisfræði i læknisþágu, rann- sóknir með leysigeislum auk framfara í hinum hefðbundnari krabbameinsmeðferðum. Hann tók fram að ekkert eitt lyf gæti komið fram sem krabbameinslækning, þar sem þekktar væm um 180 teg- undir krabbameina, en af þeim væru um 100 tiltölulega algengar. því að koma hjá öllum stjórnar- stofnunum. Kemur þetta fram í skýrslu, sem birt var í fyrradag. I gær lækkaði Seðlabanki Bandaríkjanna vexti, til þess að auka hagvöxt. Frá og með degin- um í dag eru þeir 5,5%, en voru 6,0%. í skýrslunni, sem unnin var sam- eiginlega af bandarísku Qárlaga- stofnuninni og Qárlagaskrifstofu þingsins, er því spáð, að fjárlaga- hallinn á árinu 1987 verði 163,4 milljarðar dollara eða nærri 20 milljarðar umfram þá 144 milljarða, sem kveðið er á um sem hámark í Gramm-Rudman-lögunum. „Vegna óhjákvæmilegs niður- skurðar verður að segja upp meira en tvö hundruð þúsundum her- mönnum og öðrum starfsmönnum Pentagon og draga verður úr ýms- um framkvæmdum og áætlunum," sagði Rudolph G. Penner, fram- kvæmdastjóri fjárlagaskrifstofu þingsins, en James C. Miller, yfir- maður fjárlagastofnunarinnar, sagði það of snemmt að ræða um hugsanlegar afleiðingar niður- skurðarins. Samkvæmt Gramm- Rudman-lögunum ber ríkisstjórn og þingi skylda til að skera niður ef fjárlagahallinn verður meiri en 10 milljarðar dollara umfram fyrmefnt hámark og hafa leiðtogar repúblik- ana og demókrata heitið að halda umframhallanum innan við þetta mark. Vaxtalækkun Seðlabankans kemur ekki mjög á óvart, en hún siglir í kjölfar skýrslu stjómvalda um að þjóðarframleiðsla hafi aukist mun minna en búist var við. Kaupmannahöf n: SAS-þota nauðlendir Kaupmannahöfn, AP. SEINT í gærkvöldi kviknaði i hreyfli á Boeing 747-þotu skandínavíska flugfélagsins SAS, skömmu eftir að að hún hóf sig á loft áleiðis til New York, með 356 manns innan- borðs. Vélinni var snúið aftur til Kastrup-flugvallar og urðu engin slys á möunum. Eldsins varð vart um hálftíma eftir flugtak og tók það áhöfn vélarinnar tæpar 30 mínútur að ráða niðurlögum hans, en til öryggis var um 100 tonnum af flugvélabenzíni sleppt úr elds- neytisgeymum vélarinnar yfir Eyrarsundi. Vélinni var lent á Kastmp- flugvelli á Amager um klukkan hálf ellefu að íslenskum tíma, en um miðnætti voru eldsupptök enn ókunn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.