Morgunblaðið - 21.08.1986, Síða 2

Morgunblaðið - 21.08.1986, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1986 Ægir í slipp Morgunblaðið/Júlíus íslensku vardskipin verða ad vera vel á sig komin til að geta gegnt löggæsluhlutverki sínu við strendur landsins. Þau fara því með reglulegu millibili í slipp til viðhalds og viðgerða og á með- fylgjandi mynd má sjá þegar verið var að draga varðskipið Ægi i slipp í Reykjavík í gær. Sjóslysa- nefnd með nýju sniði MATTHÍAS Bjarnason, sam- gönguráðherra, hefur skipað nýja Rannsóknarnefnd sjóslysa samkværnt lögum frá síðasta Al- þingi. Áður var sjóslysanefnd skipuð fulltrúum ýmissa hags- munasamtaka í sjávarútvegi, en hin nýja rannsóknarnefnd sjó- slysa starfar líkt og rannsóknar- nefnd flugslysa, algjörlega sjálfstætt og nefndina skipa sér- fróðir menn. Sjóslysanefnd er ætlað að rann- saka öll sjóslys sem nefndin telur ástæðu til að fjalla um, en nefndina skipa: Haraldur Blöndal hrl., for- maður, Sigmar Þór Sveinbjörnsson, stýrimaður, Benedikt. Guðmunds- son, tæknifræðingur, Filip Þór Höskuldsson, skipstjóri og Hannes Þ. Hafstein, framkvæmdastjóri. Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðisráðherra: Birgðir heymartækja eftir næstu áramót Fundir í deilu Tryg*gingastofnunar og tannlækna síðustu daga í TILLÖGUM heilbrigðisráðuneytisins við fjárlagagerð er farið fram á framlög til kaupa á lager af heyrnartækjum fyrir Heyrnar- og talmeinastöð Islands, upplýsti Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðisráð- herra i samtali við Morgunblaðið í gær. Ráðherrann kvaðst vongóður um fyrir ákveðna hluta tannlæknaþjón- að þessi mál yrðu komin í gott horf ustu og eftir hvaða reglum hún í byrjun næsta árs og biðlistar þar skuli innt af hendi,“ sagði Ragn- lögum samkvæmt borið skylda til að gefa út einhliða gjaldskrá um þessa þjónustu. Verðlag á annarri þjónustu tannlækna væri þeirra eig- ið mál. Ráðherrann sagði flesta tann- lækna nú hafa fengið hin nýju reikningseyðublöð, sem Trygginga- stofnun hefði útbúið, í hendumar og áleit hún fullvíst að þeir myndu nota nýju eyðublöðin, annað væri lögbrot. Rykmeng'un minnkar um helgar RYKMENGUN er helmingi minni i Reykjavik á helgum dögum en virkum, sem sýnir að mikill hluti mengunar í borginni er vegna bílaumferðar. Þessar eru m.a. niðurstöður mælinga á rykmeng- un í Reykjavik sem mengunar- varnir HoIIustuverndar ríkisins hófu síðari hluta marsmánaðar. Sigurbjörg Gísladóttir deildar- efnafræðingur hjá mengunarvörn- unum sagði að mælitækin mældu svifryk, og aðeins á einum stað. Hún sagði að ekki væri hægt að segja nógu vel til um ástandið fyrr en að loknum mælingum í ákveðinn tíma, að minnsta kosti ár. Sigur- björg sagði að mikill munur væri á menguninni eftir árstíðum og þó sérstaklega veðri. Eitt mælitæki var sett upp, við Miklatorg. í upphafí var mengunin mikil, eða allt að 20-30% yfir við- miðunarmörk mengunarvarnanna, en í rigningunum í vor datt meng- unin niður og hefur verið lítil síðan. Þegar mengunin fer yfir ákveðið hámark er hætta á að fólk verði fyrir óþægindum. með úr sögunni. Varðandi ásakanir um að stöðin hefði einokun á inn- flutningi heyrnartækja sagði hún að sennilega hefði ekki á það reynt hvort endurgreiddur væri kostnaður við önnur tæki en þau sem Heym- ar- og talmeinastöðin flytur inn. Ráðherrann lagði áherslu á að stöð- in hefði aukið mjög og bætt alla þjónustu við heymarskerta, m.a. hefði hún opnað útibú á Akureyri síðastliðið vor. Aðspurð um deilu tannlækna við Tryggingastofnun ríkisins sagði ráðherra að samninganefnd Trygg- ingastofnunar og fulltrúar tann- lækna hefðu fundað í gær og fyrradag og vonandi væri sam- komulag í nánd. Vegna yfírlýsinga tannlækna vildi Ragnhildur taka skýrt fram að bráðabirgðagjaldskráin, sem ráðherra setti fyrir skömmu, gilti að sjálfsögðu aðeins um þá þjón- ustu sem Tryggingastofnun bæri lögum samkvæmt að endurgreiða. „Allt tal um að gjaldskráin brjóti gegn lögum um fijálsa verðmyndun er því fráleitt. 44. grein laga um almannatryggingar kveður skýrt á um greiðsluskyldu sjúkrasamlaga Réttindalaus velti bifreið UNGUR piltur, ökuréttindalaus, velti bifreið við Vatnsenda um klukkan 15.30 í gærdag. Piltur- inn skarst í andliti og flutti lögreglan hann á slysadeild, en meiðsli hans voru ekki talin al- varleg. hildur. Hún sagði að líta mætti svo á að Tryggingastofnun keypti í einu lagi mikinn hluta af þjónustu tann- lækna á fijálsum markaði og að sjálfsögðu yrði stofnunin að fast- setja reglur til handa sjúkrasamlög- um um verðlag á þeirri þjónustu. Þar sem samningar hefðu ekki tek- ist við tannlækna, hefði ráðherra Nautakjötsfjallið hefur stækkað um nær helming BIRGÐIR nautakjöts hafa hlaðist upp á undanförnum mánuðum. Heilsugæsluhópar innan BHMR stefna að fjöldauppsögnum „ÞAÐ ER töluverður hugur í fólki og ég á ekki von á öðru en að mikil þátttaka verði í fyrirhuguðum fjöldauppsögnum," sagði Auðna Ágústsdóttir, formaður Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Aðgerðanefnd háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga hefur nú hafist handa við að safna uppsagnarheim- ildum félagsmanna, í kjölfar fundar í fyrradag þar sem ákveðið var að hjúkrunarfræðingar segðu upp störfum vegna óánægju með kaup og kjör og niðurstöður Kjaradóms þar að lútandi í sumar. Það sama mun vera uppi á teningnum hjá sjúkraþjálfurum og líkur eru á að aðrir hópar háskólamenntaðra sem starfa á ríkisspítölunúm, s.s. iðju- þjálfarar, munu grípa til sömu aðgerða. Aðrir hópar innan Bandalags há- skólamenntaðra ríkisstarfsmanna, BHMR hafa ekki tekið ákvörðun um umsagnir. Að sögn forsvarsmanna kennara innan samtakanna er varla að vænta aðgerða af þeirra hálfu fyrr en í september. Ekki er enn Ijóst hvort uppsagnir heilbrigðishópanna ganga í gildi 1. september eða 1. október. Launamálaráð BHMR kemur saman til fundar í næstu viku og sagði Þorsteinn A. Jónsson, formað- ur ráðsins, að þau mál er hæst bæri innan samtakanna nú væru samn- ingsréttur þeirra og yfirlýsing fjármálaráðherra fyrr í sumar um að hann væri tilbúinn að láta aðildar- félögum BHMR þann rétt í hendur, auk, að mati aðildarfélaga, vanefnda stjómvalda á loforðum um leiðrétt- ingu launa. Um síðustu mánaðamót var svo komið að til voru 1.234 tonn af nautgripakjöti og er það nærri tvöfalt það sem var á sama tíma á síðasta ári. Samkvæmt bráðabirgðatölum Framleiðsluráðs landbúnaðarins komu 3.043 tonn af kjöti út úr slátr- un nautgripa á þeim 11 mánuðum sem liðnir eru af verðlagsárinu, á sama tíma og salan nam 2.390 tonnum. Slátmnin er 25% meiri en á sama tíma árið áður og þó sölu- aukning hafí orðið 6,5% dugar það engan veginn til að halda í við fram- leiðsluaukninguna. Samsvarar þetta því að birgðir nautakjöts hafi aukist um 60 tonn á hverjum mán- uði undanfama ellefu mánuði. Fróðir menn telja að framleiðslan eigi eftir að aukast enn meira vegna nautgripa sem nú em í uppeldi og mun nautakjötsíjallið þá enn stækka. Birgðir hrossakjöts vom 89 tonn í byijun mánaðarins, samkvæmt bráðabirgðatölum Framleiðsluráðs. Em það svipaðar birgðir og á sama tíma í fyrra. Töluverð aukning hef- ur verið í slátmn, það sem af er verðlagsárinu, sala innanlands hef- ur aftur á móti minnkað en útflutn- ingur hrossakjöts aukist. Ekki liggja fyrir nákvæmar upp- lýsingar um framleiðslu, sölu og birgðir svínakjöts. Slátmn virðist þó hafa aukist töluvert á verðlags- árinu, eða um nálægt 20%, sala hefur aukist heldur minna og nokk- ur aukning því orðið á birgðum. INNLENT Vinnu- slysí húsgrunni UNGUR maður slasaðist við vinnu sína í húsgrunni við Smiðjuveg í Kópavogi um hádegisbilið í gærdag. Maðurinn var að taka steypustyrktaijárn af vöm- bílspalli þegar jám slóst í höfuð hans. Hann var fluttur á slysadeild en meiðsli hans reyndust ekki alvarleg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.