Morgunblaðið - 21.08.1986, Síða 15

Morgunblaðið - 21.08.1986, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1986 15 Könnun á framtíðarsýn íslenskra framhaldsskólanema: Bjartsýnir á framtíðina o g trúa á fjölskylduna og hjónabandið ALLUR þorri íslenskra framhaldsskólanema virðist telja hjónaband eða sambúð með börn eftirsóknarverðustu heimilisgerðina. Þetta kemur m.a. fram í niðurstöðum könnunar á framtíðarsýn framhaldsskólanema, sem unn- in var á vegum framkvæmdanefndar um framtíðarkönn- un í nóvember sl. Niðurstöðumar í heild og margvíslegar aðrar skýrslur nefndarinnar em væntanlegar í bóka- formi í haust. Könnunin, sem var skrifleg, náði til 567 nemenda á aldrinum 17-22 ára og fengust svör frá 544. Meðal þess, sem þátttakend- ur voru spurðir um, var staða þeirra á vinnumarkaði og störf í framtíðinni að eigin mati; álit á mikilvægi mismunandi starfa; verðmætamat; hver væri ákjósan- legasta heimilisgerðin; áætlanir um bameignir; viðhorf til verka- skiptingar kynjanna; brýnustu úrlausnarefni í húsnæðismálum; áhugi á stjórnmálum og helstu vandamál Islendinga. Spumingu um það, hver væri eftirsóknarverðasta heimilisgerð- in, svömðu 498 framhaldsskóla- nemar. 455 (91%) nefndu hjónaband eða sambúð með börn, 23 (5%) hjónaband eða sambúð án barna, 10 (2%) hlutskipti ein- búans, 6 (1%) hlutskipti einstæðs foreldris og 4 (1%) sambýli þriggja fullorðinna eða fleiri. Spumingu um það, hversu mörg börn þátttakendur byggjust við að eignast, svömðu 458. 202 (44%) sögðu tvö börn, 157 (34%) þrjú börn og 39 (9%) fjögur börn. 33 (7%) sögðust ekki búast við að eignast neitt bam, 21 (5%) nefndi eitt barn og 6 (1%) sex böm. Meðalbarnafjöldi þessara svarenda, samkvæmt eigin mati þeirra, verður því 2,36 börn (og er þá ekki tekið tillit til þeirra, sem ekki hyggjast eignast böm). Ekki er um vemlegan mun að ræða á milli kynjanna í þessu efni. Æskilegur mcðalbarnafjöldi að mati stúlkna er 2,45 böm, en hjá piltum 2,24 böm. Viðhorf þátttakenda til verka- skiptingar kynjanna á heimilinu voru könnuð og kom í ljós, að í því efni aðhyllist unga fólkið nokkuð hefðbundin viðhorf. Þann- ig töldu hartnær tveir þriðju þátttakenda þvott á fatnaði kvennastarf og álíka stór hópur að umhirða bifreiða og smávið- gerðir karlastarf. Gagnvart flest- um öðmm störfum, sem spurt var um, var jafnræðissjónarmið ríkjandi. Þetta gildir t.a.m. um matargerð, hreingerningar á íbúð- um, matarinnkaup, að vakna til ungbarna, uppvask og fjármál. Athyglisvert er, að þetta gildir einnig um ferðir á foreldrafundi í skólum, en fram að þessu hefur reynslan yfirleitt verið sú, að mæður sækja slíka fundi miklu oftar en feður. Þátttakendur vom einnig beðn- ir að taka afstöðu til nokkurra breytinga á lífsháttum, sem gætu orðið á næstunni. Þar kom m.a. fram að 91% þeirra telur að aukin áhersla á fjölskyldulíf væri góð breyting. Ennfremur má nefna að ung- mennin vom spurð um það hvort þau væm bjartsýn eða svartsýn á framtíð íslands. 78% pilta og 74% stúlkna kváðust vera bjartsýn. MALASKÓU ritaraskóu Ef þú veist lítið um raunveru- lega kunnáttu þína í tungu- málinu leysa stöðuprófin úr þeim vanda. Strax í fyrsta tíma bjóðum við uppá stöðupróf fýrir þá sem vilja. ENSKA ÞÝSKA FRANSKA SPÆN SKA ÍTALSKA ÍSLENSKA fyrir útlendinga Tíma ættu flestir að geta fundið við sitt hæfi. Við kennum á kvöldin, um miðjan dag og á morgnana. september Viltu læra önnur tungumál en þau sem hér eru nefnd? Láttu það ekki aftra þér frá því að grípa til símans - hringdu til okkar og berðu fram óskir þínar. Við reynum að koma til móts við alla. Allar frekari upplýsingar og innritun í síma 10004/21655 20% afsláttur gildir fyrir hjón, systkini, öryrkja, ellilífeyrisþega og félagsmenn Stjórnunar- félagsins. Munið: starfs- menntunarsjóðir ríkisins og Reykjavíkurborgar taka þátt í að greiða námskeiðsgjöld sinna félagsmanna á námskeiðum Mímis. Nýja áfangakerfið sem við tókum upp um áramótin auð- veldar nemendum að meta framfarir við tungumálanámið. Áfangamir eru fjórir: bvriendur, lærlingar. sveinar og meistarar. Námskeiðin sem nú fara í hönd eru í b) og d) flokkum allra áfanganna. Góð málakunnátta er íslend- ingum alger nauðsyn - en hvern- ig náum við bestum árangri? Fyrst er að hugsa málið, síðan hringja til Múnis. Múnir hefur um langt árabil sérhæft sig í vönduðu tungumálanámi og kappkostað að tryggja nemandanum bestu fáanlegu kunnáttu á sem skemmstum túna. Áratuga reynsla og ánægðir nem- endur eru besta auglýsingin. Kennt er tvisvar í viku, tvær klukkustundir í senn. Öll námsgögn em innifalin í nám- skeiðsgjaldi og við bjóðum uppá veitingar í frímínútum. Öllum d) námskeiðunum lýkur með prófi 30. apríl og þá útskrifúm við fyrstu lærlingana, sveinana og meistarana!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.