Morgunblaðið - 21.08.1986, Page 18

Morgunblaðið - 21.08.1986, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1986 KROSSVIÐUR T.d. vatnslímdur og vatnsheldur - úr greni, birki eða furu. SPÓNAPLÖTUR T.d. spónlagðar, piast- húðaðar eða tilbúnar undir málningu. Vegg- og loftklæðningar, límtré og parket. Einstök gæðavara á sérdeilis hagstæðu verðL SPARIÐ PENINGA! - Smíðið og sagið sjálf! Þið fáið að sníða niður allt plötuefni hjá okkur í stórri sög - ykkur að kostnaðarlausu. BJORNINN Við erum í Borgartúni 28 IBM System/36 DISPLAYWRITE/36 Displaywrite ritvinnslukerfið er hannað með ~ Displaywriter ritvinnslutölvuna sem fyrirmynd. Þetta kerfi, sem verður notað jafnt á IBM-4300 tölvur, 3 IBM System/36 tölvur og IBM-PC tölvur, er nú tilbúið á S/36. Markmið: ~ Tilgangur þessa námskeiðs er tvíþættur. Annars vegar að þjálfa þátttakendur í notkun Displaywrite/36 og hins vegar að kenna uppsetningu skjala og bréfa með sérstöku tilliti til þeirra möguleika sem DW/36 býður upp á. ______________________Efnh______________________ Valmyndir S/36 • Skipanir kerfisins • Æfingar • íslenskir staðlar • Prentun • Útsending dreifibréfa með tengslum við Query/36 • Tengsl við önnur kerfi. _________________Þátttakendur:__________________ Námskeiðið er ætlað öllum notendum IBM tölva sem áhuga hafa á að kynnast þessu nýja kerfi og möguleikum sem það býður upp á. Timi og staður: 1.-4. sept. kl. 13.30-17.30 Ánanaustum 15 Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir Guðjohnsen. Hún hetur nýlokið leiðbeinenda- námskeiði á vegum IBM I Bretlandi. Einar Guðmundsson skrifar frá Amsterdam: í HÆÐ AUGNANNA Ætla mætti að augun í hollend- ingum séu sérhönnuð fyrir mynd- list. En það er kannski fullfast að orði kveðið og ekki rétt að halda því fram í fúlustu alvöru. Óneitan- lega hafa þeir dálæti á myndlist, og því að halda sýningar á mynd- list; skiptir þar einnig ekki svo miklu máli að sýningamar nái til sem flestra. Sumarið skiptir miklu hvað snertir að fá aðsókn og ekki sízt ferðamannastraumurinn. Söfn eru ekki rekin til mála- mynda né af eintómri skyldurækni í Hollandi, og geta því ekki leyft sér að líkjast kölkuðum gröfum. Líf þeirra felst ekki aðeins í listaverka- eign, heldur einnig því hvemig þau eru sótt af almenningi. Þótt aðsókn sé ekki beint mæli- kvarði á gæði, þá er hún a.m.k. ein af sönnunum þess, að nauðsynlegt er að halda gangandi þessari út- gerð. Það er ekki bara í Amsterdam sem góð söfn er að finna í Hol- landi. í Eindhoven er t.d. eitt merkilegasta nútímalistasafn í landinu. Það er Van Abbe Museum, sem í sumar heldur upp á, að fimmtíu ár em liðin frá stofnun þess, með sýningu á öllum verkum sínum. Ber sýningin heitið „Augn- hæð“, sem fyrirsögn þessarar greinar byggist á. Stendur hún til 5. október, og er upplagt fyrir íslenzka ferðamenn, sem leið eiga um Holland að bregða sér þangað. Eindhoven er f ca. 1 V2 tíma lest- arferð frá Amsterdam og ferðir em þama á milli á klukkustundar fresti. Þama em aðalstöðvar hins heims- þekkta Philips; borgin er smá þótt hún sé kná. En í margra hugum sækir hún sitt kneg í Van Abbe; því stjómar núna Rudi Fuchs, sá sem setti upp síðustu Dokumenta- sýningu í Kassel. Það var vindlaframleiðandinn Henri van Abbe, sem skenkti borg- inni safnið, ásamt listaverkagjöf. Hann hafði auðgazt á vindlum er bám merkið Karel I; í tómstundum safnaði hann listaverkum og jós fé í menningarstarfsemi. Til að byija með vissu borgaryfir- völd lítið hvað þau áttu að gera við þetta safn og settu yfír það for- stöðumann, sem engan áhuga hafði fyrir módem list. Það var ekki fyrr en 1946, að nýr forstöðumaður kom til skjalanna, Edy de Wilde (hann átti síðar eftir að taka við Stedelijk Museum í A’dam), að safnið fór að mótast til núverandi mjmdar. Sfðan hafa þama ávallt verið lifandi for- stöðumenn, sem gera sér grein fyrir því, að til þess að byggja upp sterkt nútímalistasafn, þá verður að hugsa út fýrir landamæri Hollands, vegna þess að myndlistarheimurinn er stærri en sem nemur því eina landi. Metnaður og markmið er það, að gera hinum helztu hræringum í samtfmanum sem bezt skil. í sambandi við innkaup verka til safnsins er forstöðumaður ekki bundin af sérhollenzkum sjónarmið- um, né heldur er safnið einhvers konar „Hjálparstofnun" myndlist- armanna f heimahögum. Einn af stóm kostunum við Hollendinga er sá, hversu lausir þeir era við þjóð- rembu. Og þess vegna hafa þeir alltaf möguleika til að færa út kvíamar í stækkun sjóndeildar- hringsins. Enn sem komið er amast engin þjóð við slíkri útþenslustefnu, sem á sér stað í hollenzkum söfn- um. Það eru hinar fijálsu hendur, sem eiga skilið rósina í hnappagat- ið. Hlutverk safnstjórans er að iðka þá innsæislegu list að kaupa inn verk á meðan þau era enn á skap- legu verði, á þeim tíma sem þau era á bólakafí í skrásetningu sam- tímasögunnar, löngu fyrir rykfall. Trixið er að vera nógu snöggur að gera sér grein fyrir tilhneigingum og straumum. Innkaup era aldrei handahófs- kennd, heldur fara fram samkvæmt markaðri stefnu — þótt jafnframt sé veðjað á einstaka listamenn. Samkvæmt mati núverandi for- stöðumanns Van Abbe er t.d. skærasta stjarna í Hollandi í dag Jan Dibbets, sem er hálfpartinn stillt upp við hliðina á Mondrian. Lengri tími sker auðvitað úr um svona hluti. Þetta skapar ákveðna spennu á hinni líðandi stund, því auðvitað er allt fullt af togstreitum í listaheiminum; einmitt þessu er svo fróðlegt að fylgjast með. í Van Abbe Museum er að finna öll helztu nöfn, er komið hafa vera- lega við sögu í myndlistinni á þessari öld, og verkin standa yfir- leitt undir nafni höfundanna. Mikið af persónuleikum kom til opnunarinnar og gerðu þeir sér dagamun af tilefninu. Af persónu- leikum, sem þama voru á ferðinni, má nefna af handahófi: Lawrence Wiener, Katrina Sieverding, Joseph Kosouth, Gilbert og George, Jörg Immendrorff, A.R. Penck, Per Kirkeby, Mario Merz, Dibbets, Her- man Nitch og fleiri og fleiri. Persónuleikar skipta miklu máli í listaheiminum — og það, að gera sér dagamun. Hádegistilboð (kl. 11—14) Hamborgari, franskar oq „cocteilsósa" á kr I hádeginu alla virka daga frá kl. 11 til 14 Gildir til 1. október.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.