Morgunblaðið - 21.08.1986, Side 25

Morgunblaðið - 21.08.1986, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1986 25 Svíar orðnir íhaldssamir í ástarmálum Ottinn við alnæmið setur sitt mark á viðhorfin til kynlífsins Stokkhólmi, AP. Einhleypt fólk í Svíþjóð er tekið að forðast skyndikynni af ótta við alnæmissjúkdóminn og meðal Svia almennt skipar kynlífið ekki jafn háan sess og búist hafði verið við. Kemur þetta fram í könnun, sem skýrt var frá í gær. „Það, sem kom mér mest á óvart, er hve einhleypt fólk, sem ekki á sér fastan félaga, fer varlega í kynferðismálum,“ sagði Bengt Brorsson, prófess- or, sem sá um könnunina fyrir sænska félagsmálaráðuneytið. Fram kom, að um 70% allra einhleypinga, sem samband var haft við, höfðu engin kynmök haft mánuðinn á undan og margir nefndu sem ástæðu ótt- ann við alnæmið. Könnunin náði tll 2.622 Svía á aldrinum 18-44 ára og virð- ast niðurstöður hennar bijóta í bága við þá almennu trú, að Svíar séu fijálslyndari en aðrar þjóðir í kynferðismálum. Sam- kvæ'mt könnuninni heldur einhleypt fólk sig að mestu frá kynlífi og gift fólk og það, sem er í óvígðri sambúð, er næstum fullkomlega trútt maka sínum. Aftonbladet sænska birti í gær niðurstöður könnunarinn- ar og mátti þar m.a. lesa þetta: Aðeins 2% gifts fólks og þess, sem er í sambúð, kváðust hafa tekið fram hjá maka sínum síðustu sex mánuðina. Til jafnaðar hafði fólk í þessum hópi kynmök fimm sinnum í mánuði. 83% einhleypra manna á aldrinum 18-19 ára höfðu eng- in kynmök haft mánuðinn á undan og samsvarandi tala fyr- ir einhleypar konur á þessum aldri var 78%. í viðtali við Aftonbladet sagði Brorsson, að minni áhugi Its a fáct of life... getsaround 800-227-8922 Þessi aðvörun er að visu ættuð frá Ameríku en í Svíþjóð og á öðrum Norðurlöndum er mikið um sams konar áróður. Þarna segir, að það sé nú einu sinni svo, að kynsjúkdómar berist frá manni til manns. Óttinn við al- næmið hefur séð um að koma þessum boðskap til skila. á kynlífí gæti líka stafað af því, að „ástarlífíð ætti í harðri samkeppni við aðra iðju, íþrótt- ir og önnur tómstundastörf". Tölur um kynsjúkdóma í Svíþjóð virðast staðfesta niður- stöður könnunarinnar. Árið 1981 voru greind þar í landi 14.092 lekandatilfelli en ekki nema 5.384 á síðasta ári. Ljóst þykir líka að á þessu ári verði þau enn færri. Reagan réttlætir valdatöku skæru- liða í Nicaragua Kalifomíu, AP. RONALD REAGAN Bandaríkjaforseti segir í viðtali, sem birtist í mexíkönsku dagblaði í gær, að næðist ekki samkomulag milli sandín- ista og contra-skæruliða um friðsamlega lausn á deilumálum þeirra um sljórn Nicaragua kæmi aðeins til greina að skæruliðar tækju þar völdin í sínar hendur. Þetta eru ein hörðustu ummæli, sem höfð hafa verið eftir Reagan um Nicaragua, en forsetinn og ráð- gjafar hans hafa oft sagt að markmiðið væri ekki að steypa sandínistastjórninni af stóli, heldur sjá til þess að lýðræðisskipulagi yrði komið þar á. Reagan sagði í viðtalinu að 100 milljón dollara fjárhagsaðstoð Bandaríkjamanna við „frelsishetj- urnar“, sem hann nefnir skæruliða, væri spor í þá átt að gera þeim kleift að ná svipuðum styrkleika og stjómarherinn í Nicaragua. Sandín- istastjórnin hefði hundsað boð um friðarviðræður. Því væri tilgangur- inn að styrkja stöðu skæruliða svo stjórnin breytti afstöðu sinni og kæmi til móts við þá. Það væri for- - senda þess að samkomulag næðist um friðsamlega framtíðarskipan Nicaragua. GENGI GJALDMIÐLA Lundúnum, AP. BANDARÍKJADALUR lækkaði heldur gaguvart helstu gjald- miðlum heims á gjaldeyris- mörkuðum í gær. Er talið að um sé að kenna fregnum um hægari hagvöxt í Bandaríkjun- um. Breska pundið kostaði 1,5045 dali, en kostaði á þriðjudag 1,4980 dali. Gengi nokkurra annarra gjaldmiðla gagnvart dal var sem hér segir. Dalurinn kostaði 2,0487 vestur-þýsk mörk (2,0585), 1,6477 svissneska franka (1,6625), 6,6875 franska franka (6,7075), 2,3110 hollensk gyllini (2,3205), 1.410,50 ítalskar lírur, (1,416,50), 1,3905 kanadíska dali (1,3944) og 153,05 japönsk yen, (154,15). Tamílarnir 155 sem fluttir voru ólöglega til Kanada: Skipið ekki enn komið til hafnar Lundúnum, Hamborg, Bremen, AP. SKIPSTJÓRI vestur-þýska skipsins Aurigac, sem ásakaður er fyrir að hafa ólöglega flutt 155 tamíla til Kanada, átti að koma til hafnar í Vestur-Þýskalandi um miðjan dag í gær. Er siðast fréttist í gær- kveldi var skipið ekki komið til hafnar. Skipstjórinn heldur fram sakleysi sínu og í útvarpsviðtali sem tekið var við hann undan ströndum Marokkó um borð í skipi sínu sagð- ist hann vera á leiðinni til Bremer- haven til þess að hreinsa sig af þessum ásökunum. Dagblaðið Bild hefur það eftir tamíla, sem tilheyrir aðskilnaðar- hreyfingunni á Sri Lanka, að tamílar í Vestur-Þýskalandi fjár- magni málstað aðskilnaðarsinna með sölu eiturlyíja þar í landi. Birt- ir blaðið mynd af fimm tamílum með kreppta hnefa, sem segjast vera virkir í aðskilnaðarhreyfing- unni. Lögregla í Þýskalandi rann- sakar nú möguleg tengsl tamílanna sem fluttir voru til Kanada við að- skilnaðarhreyfinguna á Sri Lanka. Vestur-þýska sendiráðið í Colombo á Sri Lanka varaði í gæi tamíla við því að leita eftir hæli sem pólitískir flóttamenn í Vestur- Þýskalandi. Sagði að þeir ættu að gera sér grein fyrir erfiðleikunum sem fylgdu slíkri umsókn og ekki láta óábyrg samtök villa sér sýn í því sambandi E1 Salvador: Deiluaðilar hitt- ast í Mexíkóborff Mcxíkóborj;, AP. FULLTRUAR stjórnvalda og skæruliða í E1 Salvdor hittust í gær- kvöldi í Mexíkóborg, til þess að leggja drög að friðarviðræðum. Mikil leynd hefur hvílt yfir viðræðunum, en talið er að deilur muni helst standa um það hvar komið verði saman til friðarviðræðna. Viðræðumar fara fram fyrir milligöngu Arturo Rivera Damas, erkibisku])s E1 Salvador, og verður hann viðstaddur þær. Biskupinn sagði að friðarviðræður framtíðar- innar byggðust á þessum fundi. Stjórnmálamenn eru þó svartsýnir og segja skæruliða of óbilgjarna, ekki síst þegar litið er til þess að þoir eru nú aðeins tæplega 5.000 og standa hernaðarlega höllum fæti. Deiluaðilar eru sammála um að friðarviðræðurnar skuli fara fram í E1 Salvador og það fyrr en seinna. José Napoleon Duarte, forseti landsins, lagði til að viðræðurnar færu fram í einni af þremur borgum í austurhluta landsins, en hann hef- ur farið verst út úr borgarastyijöld- inni. Uppreisnarmenn vilja hins vegar halda þær í höfuðborg lands- ins, San Salvador, en Duarte hefur tekið því fjarri og segir það enn eitt bragð skæruliða til þess að vekja á sér athygli. HÚSGAGNAVERSLUNIN VIÐJA Smiðjuvegi 2 Kópavogi sfmi 44444 Þar sem góðu kaupin gerast Salix kojurnar frá Viðju eru sterkar, stílhreinar og rúma jafnt unga sem aldna. Henta jafnt heima sem í sumarbústaðnum. Fáanlegar í hvítu og beyki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.