Morgunblaðið - 21.08.1986, Page 29

Morgunblaðið - 21.08.1986, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1986 29 ið að klára Hallgrímskirkju, sem í imr íslendinga," sagði Hermann ídar Hallgrímskirkju. Hann heldur Imenn gáfu Islendingum svo klára tilliti til tónlistarinnar, þá sérstak- lega söngmenntar og orgelleiks. Veggirnir í kirkjuskipinu eru múr- húðaðir með mismunandi efnum, og vísa ekki allir í sömu átt. Her- mann segir að menn bíði í ofvæni eftir að heyra hver útkoman verður en útreikningar bendi til þess að hljómburðurinn verði mjög góður. „Mikill fengur verður að því að fá kirkjuna undir helgihald og safnað- arstarf. Við höfum átt því láni að fagna að hafa Hörð Áskelsson, org- elleikara, sem á undanförnum árum hefur byggt upp öflugt tónlistarlíf í sókninni. Vonandi á þessi grunnur eftir að verða lyftistöng fyrir tón- Séð inn eftir kirkjuskipinu. Albert Finnbogason hefur verið byggingarmeistari kirkjunnar í 8 ár. „Eg held að aldrei verði byggt annað eins hús á íslandi," sagði hann. Sjóðina þrýtur í haust Og þessa dagana leggja margir hart að sér að ljúka verkinu sem hófst fyrir tæpu 41 ári. Hermann biður fyrir þau skilaboð að alltaf vanti sjálfboðaliða til að leggja hönd á plóginn. „Aukinn stuðningur borgarinnar og ríkisins síðustu árin hefur ráðið úrslitum um að hægt sé að vígja kirkjuna. Ég er samt hræddur um að sjóði okkar þijóti í haust, á síðasta sprettinum. Þá verður enn margt ógert,“ sagði Hermann „Við þurfum að kynna núverandi fjármálaráðherra kirkj- una betur. Það verður að segjast að fyrirrennari hans lagði þungt lóð á vogarskálina svo verkið gæti klár- ast. Þegar við fórum á fund Þor- steins í sumar sagði hann okkur að vera ekki of vongóðir. Nú væri hart í ári og halli ríkissjóðs mikill. Mér varð þá litið á myndirnar í skrifstofu hans af fyrrverandi fjár- málaráðherrum, en þeir eru orðnir margir sem ég hef beðið um stuðn- ing. Og ég held að alltaf hafi verið hart í ári.“ Ljóti andarunginn orð- inn að f ögrum svani Hermann segir að sennilega vanti 5-8 milljónir króna svo að lands- kirkjan, sem hann nefnir svo, tákn höfuðborgarinnar, verði fullbúin að innan og utan. Én er hann ekki þreyttur á því að ganga um með betlistafinn og vinna kirkjunni um- deildu stuðning? „Nei nei, og nú er gaman því fólk kemur til mín og segir að ljóti andarunginn sé orðinn að fögrum svani. Fyrir nokkrum árum var ég búsettur í Danmörku. Mér fannst einhvern veginn eins og Dönum þætti sagan búin, og öllum verkum lokið. Þeim þætti best að slaka á, fara í lystigarðinn og sötra öl. Byggingarsaga Hall- grímskirkju er löng, og hún lýsir þrautseigju þjóðar sem eftir 600 ára undirokun er rétt að slíta barnsskónum. Sjáðu tuminn, hann er í anda orða Hallgríms: „Upp, upp mín sál, og allt mitt geð . .. “, tákn þess að til eru háleitar hugsjónir og markmið sem við komum ekki auga á nema beina sjónum til him- ins. Nú bíður okkar gott dagsverk við að klára Hallgrímskirkju, sem í mínum huga er þjóðarhelgidómur íslendinga," segir Hermann Þor- steinsson, formaður sóknar- og byggingarnefndar Hallgrímskirkju. BS Morprunl»ludid/Börkur Anders Emmerhoff (t.h.) ásamt þeim Ödne Ammdal og Gunnvald Helgeiand bogra við flíasalagning- una. Þetta eru náttúrulegar bergflísar og þarf stundum að beita lagni við að sníða þær í kringum horn og súlur. krjúpa fjórir menn á gólfinu við að klæða það steinflísum. Þær koma frá Noregi, og átti íslandsvinurinn sr. Harald Hope frumkvæði að því að safna fé til að gefa kirkjunni þær, en hann er nú látinn. Iðnaðar- mennirnir eru norskir og komnir hingað fyrir tilstilli norskra og íslenskra vina kirkjunnar, sem greiða laun, ferðir og uppihald. Meistari þeirra heitir Ánders Emmerhoff, en hann hefur áður komið við sögu kirkjunnar. „Ég kom hingað fyrir 14 árum þegar ég flísa- lagði gólfíð í safnaðarheimilinu,“ segir Anders. „Þá var mikið verk óunnið, byggingapallar huldu kirkj- una, og útveggirnir ekki nema mannhæðar háir. Hér hefur orðið mikil breyting, og fínnst mér húsið bera mikilli fagmennsku íslendinga vitni. Þetta er glæsileg kirkja." Með Anders er sonur hans, Ole, auk þeirra Ödne Ammdal og Gunnvald Helgeland. Bjóst Anders við að verkið tæki tvo mánuði. Gólfíð er um 990 fermetrar, og þarf 8.250 steinflísar til að þekja þær. „Vanur maður getur lagt um 120 flísar á dag - en þá verður hann líka að leggja hart að sér,“ sagði Anders og hló. Sæmundur og Þorsteinn Bjarnasynir naglhreinsuðu timbur af kappi þegar Morgunblaðsmenn bar að garði. Sögðust þeir hafa miklar mætur á Hallgrími Péturssyni og vildu leggja sitt af mörkum til að ljúka kirkjunni. listarlífið því ég held að Hallgríms- kirkja muni henta einstaklega vel til flutnings kirkjutónlistar sem kallar á sérstakt umhverfi, og sér- stakan hljóm." Kominn aftur eftir 14 ár Á meðan smiðirnir keppast við að rífa niður byggingapallana

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.