Morgunblaðið - 21.08.1986, Side 32

Morgunblaðið - 21.08.1986, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1986 ^Hafskipsmálið: Bankastjórar Útvegs- bankans yfirheyrðir BANKASTJÓRAR Útvegsbankans hafa verið yfirheyrðir hjá Rann- ^ sóknarlögreglu rikisins vegna rannsóknar Hafskipsmálsins. Að sögn Þóris Oddssonar, setts rannsóknarlögreglustjóra, höfðu þeir réttar- stöðu grunaðs manns við yfirheyrslurnar, en auk þess voru nokkrir aðrir starfsmenn bankans yfirheyrðir sem vitni. Bæði núverandi og fyrrverandi yfirheyrður og hafði hann einnig bankastjórar Útvegsbankans voru réttarstöðu grunaðs manns. teknir til yfirheyrslu, en þeir eru Þórir Oddsson sagði, að ef ekkert Ármann Jakobsson, Bjami Guð- óvænt kæmi fram í þeim þáttum bjömsson, Halldór Guðbjarnason, rannsóknarinnar sem eftir væm, Jónas G. Rafnar, Lárus Jónsson og væri búist við að rannsókn lyki um Ólafur Helgason. Auk þess var Axel miðjan september og málið þá sent Kristjánsson, lögfræðingur bankans, ríkissaksóknara. Norræna húsið: Dagskrá um Þingvelli ÞINGVELLIR og lífríki Þing- vallavatns verða mikið til umfjöll- unar í Norræna húsinu næstu daga. I dag, þann 21.ágúst kl. 20.30 verður dagskrá í opnu húsi um Þingvelli og mun sr. Heimir Steins- son þjóðgarðsvörður ræða um Þingvelli, sögu þeirra og hlutverk í vitund þjóðarinnar. Spjall Heimis verður á dönsku, en dagskráin er einkum ætluð norrænum ferða- mönnum. Eftir stutt kaffihlé verður sýnd kvikmyndin „Þijár ásjónur ^ íslands" með norsku tali. Þessi dagskrá er í tengslum við ráðstefnu í Norræna húsinu dagana 27.-28.ágúst, þar sem fjallað verður um lífriki Þingvallavatns og það borið saman við lífríki Mývatns. Pétur M.Jónasson mun flytja þar inngangsorð, Karl Gunnarsson sýn- ir litskyggnur og segir frá hrygn- ingaratferli silungsins, sýnd verður ný kvikmynd, sem Magnús Magn- ússon tók af fuglalífi Mývatns og að lokum verður sýnd mynd frá Kröflueldum 1980, sem Vilhjálmur Knútsson tók. Forsetinn heimsæk- ir Eskifiörð í dag Eskifirði. ** FORSETI ÍSLANDS, Vigdís Finnbogadóttir kemur í dag í opinbera heimsókn til Eskifjarðar i tilefni af 200 ára afmæli bæjarins. Forsetinn flýgur til Egilsstaða, þar sem taka á móti henni bæjarstjórinn Vá Eskifirði, Bjami Stefánsson, for- seti bæjarstjómar, Hrafnkell A. Jónsson, formaður hátíðamefndar, Aðalsteinn Valdimarsson og Bogi Nilsson, bæjarfógeti. Að loknum há- degisverði hjá bæjarfógetanum mun forseti skoða listmuna- og ljós- myndasýningar í Gagnfræðaskólan- um á Eskifirði. Síðan heimsækir hún dagheimili og skoðar bæjarrafstöðina á Eskifírði sem er ein sú elsta sinnar tegundar á landinu, verður 75 ára í ár. Að loknum kvöldverði í boði bæjar- stjórnarinnar mun forsetinn verða viðstaddur kvöldvöku í félagsheimil- inu Valhöll, m.a. koma þar fram Einar Bragi rithöfundur, leikaramir Róbert Amfmnsson og Ásdís Skúla- dóttir og tónlistarmennimir Rögn- valdur Sigurjónsson og Gísli Magnússon. Á föstudag verður Vigdís forseti fyrst viðstödd helgistund í Eskifjarð- arkirkju. Að loknum hádegisverði verður svo steinasafn hjónanna Sör- ens Sörenssonar og Sigurborgar Einarsdóttur skoðað. Þaðan verður svo haldið til Egilsstaða þaðan sem forsetinn flýgur suður kl 16. Ingólfur Morgunbladið/Ingólfur Friðgeireson Á sjálfan afmælisdaginn 18. ágúst, gekk bæjarstjórinn á Eskifirði í fararbroddi fyrir skrúðgöngu frá messu til hátíðarfundar bæjar- stjórnar, þar sem heiðursborgarar voru útnefndir. Larry Bagley sýnir Pétri hvemig skuli bera sig að við að stökkva út úr flugvélinni þegar komið er upp í tíu þúsund feta hæð. „Ég hef aldrei gert neitt skemmtilegra“ — sagði flugrnálastjóri að loknu fallhlífarstökki sínu FYRSTI farþeginn í fall- hlífarstökki hérlendis, Pétur Einarsson flugmála- stjóri, lenti heilu og höldnu á Reykjavíkurflugvelli í gærmorgun með Larry K. Bagley, fallhlífarstökkv- ara, á bakinu. Sólskin var og skýjafar lítið og flugu fallhlífarstökkvararnir upp í 10 þúsund feta hæð og létu sig síðan falla niður í um 5.500 fet, þar sem fall- hlífin var opnuð. „Ég hef aldrei gert neitt skemmtilegra. Mig var búið að dreyma um að gera þetta í mörg ár og það var alveg ólýsanlegt að horfa á ykkur héma niðri," sagði Pétur Einarsson, flug- málastjóri, skömmu eftir að hann lenti. Sagðist hann næst ætla að stökkva úr 20 þúsund fetum og var greinilega á þeim buxun- um að láta ekkert aftra sér frá frekari þátttöku í þessari íþrótt. Larry K. Bagley, fallhlífar- stökkvarinn sem stjómaði ferð- inni, er þrautreyndur á sínu sviði og hefur áður gert nokkuð af því að taka með sér farþega í fallhlífarstökk í sérstaklega þar til gerðum útbúnaði. Hann lét þess getið í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins í gær að þegar væru allnokkrir komnir á farþegalistann hjá sér að flug- málastjóra meðtöldum, en Larry dvelur hérna í tvær vikur og mun þvi íslenskum fullhugum gefast kostur á að svífa með honum um loftin blá við tækifæri. Fallhlífarstökk með farþega hefur nú verið tíðkað um nokk- urt skeið úti í hinum stóra heimi og enn sem komið er hafa dauða- slys engin orðið, eða eins og Larry K. Bagley orðaði það þá eru tölfræðilegar líkur þess að þú deyir engar, enn sem komið er. Heimsókn Larrys Bagley er hin þriðja hingað til lands, en hann kom hingað fyrst árið 1983 á vegum Flugbjörgunarsveitar- innar ásamt fleirum til að kenna fallhlífarstökk. Hreifst hann svo af landi og þjóð að hann ákvað að koma sem fyrst aftur og brá því á það ráð að kynna fallhlífar- stökksíþróttina fyrir íslending- um með þessum nýstárlega hætti, sem á erlendum málum ingar. er kallað „Tandem." Aðferðin felst í því að farþeginn eða nem- andinn er festur framan á kennarann og hlítir leiðbeining- um hans og stjórnar fallhlífinni ef svo ber undir. Lítil barátta 19. skákinni Skák Margeir Pétursson NÍUNDA einvígisskák Kasp- arovs og Karpovs var ein sú daufasta til þessa, Kasparov náði snemma að jafna taflið með svörtu og meistararnir þráléku síðan þegar leiknir höfðu verið aðeins 20 leikir. Kasparov beitti nú aftur Grun- feldsvörn og endurbætti tafl- mennsku sína frá fimmtu einvígisskákinni sem hann tap- aði. Það fréttnæmasta frá Park Lane-hótelinu í London í gær- kvöldi voru fjölmenn mótmæli fyrir utan hótelið, sem beindust gegn tregðu sovézkra yfirvalda við að leyfa gyðingum að.flytj- ast úr landi. Mótmælendumir báru spjöld og sögðu m.a. í samtali við blaða- menn að Englendingar ættu ekki að fjármagna sovézkt áróðurs- bragð á borð við heimsmeistara- einvígi tveggja Sovétmanna. I hópi mótmælenda var hin þekkta enska söngkona Eileen Page, sem er í aðalhlutverki í söngleiknum „Chess", eða Skák, sem nýtur mikilla vinsælda í London um þessar mundir. Ein af söguhetjun- um í söngleiknum er sovézkur heimsmeistari í skák, sem flýr land og fjallar verkið um baráttu hans við sovézka kerfíð. Þessar aðgerðir virtust engin áhrif hafa á gang níundu ein- vígisskákarinnar. Staðan er nú þannig að Kasparov hefur hlotið fimm vinninga, en Karpov fjóra. Til að endurheimta heimsmeist- aratitilinn þarf Karpov að fá átta og hálfan vinning úr þeim fímmt- án skákum sem eftir eru. 9. einvígisskákin: Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Gary Kasparov Grunfeldsvörn. 1. d4 - Rf6 2. c4 - g6 3. Rc3 - d5 4. Bf4 - Bg7 5. e3 - c5 6. dxc5 Da5 7. Hcl dxc4 I fimmtu skákinni, sem Kasp- arov tapaði, lék hann 7 .. . Re4 8. cxd5 Rxc3 9. Dd2 Dxa2 10. bxc3 Dxd2. Nú velur hann mun öruggari leið. 8. Bxc4 0-0 9. Rf3 Dxc5 10. Bb3 Rc6 11. 0-0 Da5 12. h3 Bf5 13. Rd4 Bd7! 14.De2 Tekur á sig stakt peð, en 14. Rxc6 Bxc6 gaf auðvitað enga möguleika og 14. e4 má svara með 14 . .. Rxe4! Rxd4 15. exd4 e6 16. Bd2 Db6 17. Hfdl Bc6 Auðvitað ekki 17 ... Dxd4 18. Bg5 og hvítur vinnur mann. Nú tekur Kaipov þann kost að þrá- leika. Hann virðist ekki fyllilega búinn að jafna sig eftir ófarir síðustu viku. 18. Be3 Da5 19. Bd2 .Db6 20. Be3 Da5. í þessari stöðu var samið jafn- tefli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.