Morgunblaðið - 21.08.1986, Síða 39

Morgunblaðið - 21.08.1986, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1986 39 Auðbjörg Guðlaugs dóttir — Minning Fædd 23. ágúst 1900 Dáin 23. júní 1986 Hinn 1. júlí síðastliðinn fór fram að Odda á Rangárvöllum útfor frú Auðbjargar Guðlaugsdóttur, fyrr- um húsfreyju að Ártúnum. Auðbjörg fæddist að Gerði í Vest- mannaeyjum 23. ágúst árið 1900, og var hún því tæplega 86 ára þeg- ar hún lést. Foreldrar Auðbjargar voru hjónin Margrét Eyjólfsdóttir og Guðlaugur Jónsson útvegsbóndi. Þar ólst Auðbjörg upp og var hjá foreldrum sínum, uns hún giftist Magnúsi Gunnarssyni frá Hólmum í Austur-Landeyjum 29. júní 1922. Varð þeim sex bama auðið, en fyrsta bam þeirra dó fljótlega eftir fæðingu. Þau sem upp komust em þessi: Guðlaug, gift Rögnvaldi Rögnvaldssyni, vélstjóra, Gunnar, bóndi í Ártúnum, kvæntur Sigríði Símonardóttur, Ragnheiður, gift Áma Vigfússyni, byggingameist- ara, Geir, vélstjóri, kvæntur Sigríði Sigurbjömsdóttur, og Ólafur, raf- virki, kvæntur Sigríði Hannesdótt- ur. Árið 1932 keyptu Auðbjörg og Magnús helminginn af jörðinni Ár- túnum, þar sem faðir minn, Sig- hvatur Andrésson, bjó, en hann og Magnús voru bræðrasynir. Frá Ár- túnum á ég margar skemmtilegar minningar, þó að ég hafi einungis verið þar til níu ára aldurs. Óg margar þessara minninga em tengdar Áuðbjörgu og fjölskyldu hennar. Böm þeirra vom á líkum aldri og við systkinin, og það kom af sjálfu sér að við lékum okkur mikið saman, enda var vinskapur mikill á milli bæja. Man ég sérstak- lega vel þegar við litlu telpumar hlupum niður túnið að Suðurbæn- um, eins og við kölluðum bæ Auðbjargar og Magnúsar. Alltaf var tekið vel á móti okkur og Auð- björg var alltaf brosandi og hlýleg. Ekki gleymi ég fallegu brúðunum sem sátu í stólunum inni í stofu,. en þær hafði Auðbjörg búið til sjálf. Hún var kunn fyrir fallegu handa- vinnuna sína, og fengu færri en vildu að eiga muni eftir hana, en eins og gefur að skilja hafði Auð- björg margt annað að gera en að sitja við hannyrðir. Hún var jafnvíg á allt sem við kom búskapnum, hef ég heyrt. Mér er líka minnisstætt, að þegar fjölskyldumar hittust á hátíðum, buðu hvor annarri í kaffí, var glatt á hjalla og sungið og dans- að. Árið 1939 skildu leiðir fjölskyldn- anna, því þá keypti pabbi jörð í Flóanum og flutti með fjölskyldu sína, og urðu margir daprir þá. Sólin hélt þó áfram að skína, og fjölskyldumar gátu hist öðru hvoru, þó að í þá daga fyndist manni vera lengra á milli bæja en nú er. 13. apríl 1973 varð Magnús, maður Áuðbjargar, bráðkvaddur, en þau höfðu þá búið um tíma með Gunnari, syni sínum, og tengda- dóttur. Eftir það fór Auðbjörg á veturna til Guðlaugar, dóttur sinnar, en hún býr í Reykjavík. Þar var Auðbjörg oftast önnum kafin við hannyrðir sínar, pijónaði til dæmis mikið af peysum, og þóttu peysur hennar afbragðsgóðar. Hef ég heyrt marga segja að þeir hafi aldrei átt aðrar eins peysur. Þegar vora tók stefndi hugur Auðbjargar alltaf heim í sveitina sína, þar sem hún hafði búið og notið krafta sinna meðan þeir vom mestir. Sfðasta árið sem Auðbjörg lifði bjó hún að Boðahlein 18 við Hrafn- istu í Hafnarfirði. Þar undi hún hag sínum vel, enda var íbúðin yndisleg og þægileg í alla staði, og síðast en ekki síst var starfsfólk Hrafnistu sérstaklega elskulegt við hana, og nágrannamir ekki síðri. Hafði hún oft orð á því við þá sem heimsóttu hana, hvað allir sýndu henni mikla hlýju og vinsemd. Mér finnst mjög ánægjulegt að hafa átt þess kost að kynnast Auð- björgu betur hin síðari ár. Það er eiginlega skóli fyrir okkur, sem yngrí emm að kynnast fólki frá þessum ámm því þetta fólk hefur svo sannarlega lifað tímana tvenna. Það er fullt af bjartsýni og trú á lífíð og landið okkar, vill beijast og gefast ekki upp. Að endingu ætla ég að þakka Auðbjörgu fyrir góð kynni. Ég á eftir að sakna skemmtilegu sam- ræðnanna okkar og hlátursins. En nú er hún komin til síns hjartkæra eiginmanns, í ríki hinna eilífu, þar sem alltaf er birta og fegurð. Blessuð sé minning Auðbjargar Guðlaugsdóttur. Margrét Sighvatsdóttir t Eiginkona mín, móðir okkar, dóttir mín og systir okkar, MARGRÉT HALLDÓRA HARÐARDÓTTIR, Fjólugötu 2, Akureyri, sem lóst af slysfömm hinn 18. þ. m. verður jarösungin frá Akur- eyrarkirkju mánudaginn 25. ágúst kl. 13.30. Magnús Halldórsson og böm, Sóley Halldórsdóttir og aðrir vandamenn. t Útför eiginkonu, móður, tengdamóöur og ömmu, MARGRÉTAR INGÓLFSDÓTTUR THORARENSEN, Brekkugötu 36, Akureyri, sem lést í Landspítalanum aöfaranótt mánudagsins 18. ágúst fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 22. ágúst kl. 15.00. Oddur C. Thorarensen, Ellen Thorarensen, Gunnlaug Thorarensen, Rafn Ragnarsson, Oddur C. Thorarensen, Sólrún Helgadóttir, Hildur Thorarensen, Heiöar Ásgeirsson, Margrét Thorarensen, Erling Ingvason. t Útför ÁSGEIRS ÓLAFSSONAR forstjóra verður gerð frá Dómkirkjunni á morgun föstudaginn 22. ágúst kl. 13.30. Dagmar Gunnarsdóttir. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, systir og tengdadóttir, LOVÍSA AÐALHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Klapparstfg 5, Ytri-Njarðvfk, veröur jarðsungin frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 22. ágúst kl. 14.00. Reynir A. Ólafsson, Jóhann G. Jóhannsson, Guðmundur S. Reynlsson, Ólafur Ingi Reynisson, Jane M. Reynisdóttir, Katrfn S, Reynisdóttir, Ólafur Guðmundsson, Inger M. Nllsen, Ingunn Ingvarsdóttlr, tengdabörn og barnabörn. t Af alhug þökkum viö hlýjar kveðjur og samúð viö andlát og jarðar- för elskulegs eiginmanns, föður, tengdafööur, sonar og bróður, ARNAR VALDIMARSSONAR, framkvæmdastjóra, Logalandi 25. Katrfn Árnadóttir, Vibekka Arnardóttir, Viggó Jónsson, Ámi Arnarson, Þóra Sveinsdóttir, örn Arnarson, Valdfs Arnardóttir Ámi Jón Eggertsson, Vibekka Jónsdóttir Hrafnhildur Valdlmarsdóttir, Jón Ó. Ragnarsson, barnabörn og systurbörn. t Hjartkær móðir, tengdamóöir, amma og langamma, GUÐRÚN PÁLlNA ÞORLEIFSDÓTTIR, er látin. Ólöf og Sigurður Þormar, Asgeir Helgason, Valdimar Helgason, Slgrfður Björk Þormar, Helgi Már Valdimarsson. t Móðir okkar, GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Neðstutröð 4, Kópavogi, lést í Vífilsstaðaspítala 19. ágúst. Jóna A. Guðmundsdóttir, Guðsteinn V. Guðmundsson, Harpa Guðmundsdóttir, Aðalheiður H. Guömundsdóttir. t Faðir okkar ZÓPHÓNÍAS SNORRASON, húsasmfðameistari, lést í Borgarspítalanum að morgni 20. ágúst. Sigþrúður Zóphónfasdóttir, Snorri Zóphónfasson. t Bróðir okkar, ÞÓRÐUR GUÐMANN ÞÓRÐARSON, fyrrverandl blfrelðastjóri, Hátúni 10a, lést aðfaranótt 19. ágúst í Borgarspítalanum. Rut Þórðardóttir, Bjöm Þórðarson, Þóra Þórðardóttlr, Ásta Þórðardóttir, Birna Þórðardóttir. t Faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, GUNNAR JÓNSSON frá Ölvaldsstöðum, Safamýri 36, andaðist í Borgarspítalanum 2. ágúst sl. Að ósk hins látna hefur útförin farið fram i kyrrþey. Ragnar Gunnarsson, Ólöf Gestsdóttir, Þórir E. Gunnarsson, Elsa A. Bessadóttir, Erla Waage, Valgelr Gunnarsson og barnabörn. t Eiginmaður minn, BORGÞÓR SIGFÚSSON, áður til heimills að Skúlaskeiði 14, andaöist á sjúkradeild Hrafnistu, Hafnarfiröi, 18. ágúst sl. Fyrir hönd vandamanna. Sara Magnúsdóttir. t JÓNA GUÐRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR frá Inghóli, Selfossi, er lést 11. ágúst sl. verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugar- daginn 23. ágúst kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda. Magnús Magnússon, Guðlaugur Ægir Magnússon. K t Útför konu minnar, móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, ELÍNAR VILBORGAR JÓHANNSDÓTTUR, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 22. ágúst nk. kl. 15.00. Þeir sem vildu minnast hinnar látnu eru beðnir aö láta hjúkrunar- heimilið Sunnuhlíð, Kópavogi njóta þess. Gestur Pálsson, Jóhann Löve, Sigrfður Pálsdóttlr, Ólöf Gestsdóttlr, Ragnar Gunnarsson, Páll Gestsson, Þórunn B. Jónsdóttir, Fríður Gestsdóttir, Guðmundur B. Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. *

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.