Morgunblaðið - 21.08.1986, Page 43

Morgunblaðið - 21.08.1986, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1986 43 Vélvæðing vitundarinnar Eriendar baekur Siglaugur Brynleifsson Klaus von Bismarck/ Giinter Gaus/ Alexander Kluge/ Ferdin- and Sieger: Industriaiisierung des Bewusstseins. Eine kritische Auseinandersetzung mitt den „neuen“ Medien. Mit einer Ein- fiihrung u. einem dokumentar- ischen Anhang von Ernst Piper. Miinchen — Piper 1985. Fimm höfundar standa að þess- ari bók. Efnið er: áhrif fjölmiðlunar, einkum sjónvarps á meðvitundina og þær breytingar, sem höfundam- ir telja sig marka í viðhorfum og smekk meðal alls almennings í list- um, bókmenntum og tónlist og einnig breytt viðhorf til stjórn- málabaráttunnar sem slíkrar. Einn af forstjórum Piper-útgáf- unnar skrifar inngang að ritinu. Hann Qallar um áhrif sjónvarpsins á vitund fólks í Bandaríkjunum, en þar á sjónvarpið lengsta sögu. Piper vitnar í nýlega bók Postmans, en hann heldur því fram að fyrsta krafa til sjónvarpsins sé sú að það sé skemmtilegt. Þessvegna verða upplýsingar þess meira og minna skekktar og afþreyingarefnið, sem ætlað er fullorðnum, miðað við greind og skynjun sex til átta ára bama. „Sjónvarpið ... stuðlar að skökku og brengluðu mati á raun- veruleikanum. Ahorfandinn verður ófær um að gera mun á raunveru- leika og því sem teljast má óraun- verulegt, hann gerir ekki greinarmun á eigin reynslu og inn- rættri reynslu. Hann missir áttanna í tíma og rúmi og eðlileg tengsl atburða brenglast og sú „þekking" sem miðlað er í ofgnótt og á skömmum tíma, verður að samsulli þekkingarbúta, sem rugla fremur en upplýsa.. Piper telur að þegar menn taki að skynja heiminn gegnum frétta- miðiun sjónvarpsins og fjölbreyti- lega mötun annars efnis, þá glati menn smátt og smátt kenndinni fyrir mun á sannleika og lygi og þar með réttu og röngu og með auknum sljóleika, aukist greindar- lekinn. Ritað og talað orð hefur verið gmndvöllur mennskra samskipta undanfamar aldir í hinum vestræna heimi, menn hafa orðið að lesa texta, sem krefjast einbeitingar og til þess hefur þurft þekkingu á því máli, sem textinn er ritaður á. Jafn- framt fylgdi þessari „menningu orðsins“ hæfni til óhlutbundinnar hugsunar, ímyndunarafl, almenn þekking og valhæfni, sem byggðist á gagnrýni, eigin smekk og næmi fyrir réttu og röngu. Eins og kunn- ugt er, eru þessir eiginleikar taldir til vinstri heilahelmings, en með stöðugri mötun lélegs sjónvarps, hverfur nauðsynin fyrir starfsemi þessa heilahelmings. Af því leiðir eins og áður segir greindarleki, sljó- leiki og „det glade Vanvid“. Þessvegna álítur Postman („Við skemmtum okkur í hel“, þýsk útg. 1985) að framtíðarríkið verði ekki „1984", heldur „Fagra nýja veröld" Huxleys. En í þvísa ríki líður öllum vel, ef óþægindi gera vart við sig eru gefnar „hamingju-pillur" og hamingjan stafar af stöðugri mötun létts og auðmelts afþreyingarefnis sem Qölmiðlaskrípi matreiða. Engin þörf er lengur fyrir starfsemi vinstri heilahelmings, enda er hann nú orðinn nokkurskonar botnlangi. Gúnter Gaus skrifar um frétta- mennsku sjónvarpsins og stjóm- málabaráttuna, sem sjónvarps- tæknin virðist setja þrengri og þrengri skorður og víða drabbar stjómmálabaráttan niður í hálf- gerða trúðleika á skerminum. Stjómmálamenn sem búa yfir hæfi- leikum þriðja flokks leikara, virðast hafa þar mesta möguleika til að skara fram úr. Ofgnótt fréttamiðl- unar, sem að því er virðist byggist oft á handahóflegu vali eða annar- legum hagsmunaástæðum, veldur því að heimsmynd sú sem notendum er miðluð, er meira og minna brengluð og atburðum af sama toga er gert mismunandi hátt undir höfði. Þagað er svo til um þjóðar- morð á einum stað, þegar hliðstæða þess annars staðar er útlistuð oft á dag. Stundum virðist sem frétta- menn sjónvarps og útvarps noti einhverskonar happa og glappa aðferð í fréttavali. Gaus fjallar um ýmis dæmi um þá skökku mynd sem óbein miðlun efnis hefur á mótun vitundarinnar. Alexander Kluge skrifar um áhrifavald „vitundariðnaðarins" og upplausn hins hefðbundna sam- félags, „samfélagið er sáttmáli milli manna" (Burke). Sundrung sam- félaganna í sérstæð^ hagsmuna- hópa, án tengsla hvors við annan, eykst hröðum skrefum með nútíma fjölmiðlun, og þá einkum með hljóð- varpi og sjónvarpi, sem rekin eru m.a. af fjársterkum aðilum með einkahagsmuni fyrir augum. I stað þess að auka fjölbreytni í efnisvali kemur á daginn að efnisvalið ein- hæfíst við ómerkilega afþreyingar- þætti í sjónvarpi þeirra fyrirtækja, sem reka stöðvarnai-. Frelsið verður til þess að auka einhæfni og þrengja vitundina í stað þess að víkka. Kluge fjallar um þessi efni með til- visun til menningai-miðlunar fyrri tíma, samanburðurinn er nútíman- um síst í hag. Ferdinand Sieger skrifar „Quo vadis sjónvarp/hljóðvarp?". Hann fjallar um framtíð þessara fjölmiðla í Þýskalandi og í Evrópu, sam- keppnina við bandaríska fjölmiðla um efni og áhrif og hvaða aðilar muni móta fjölmiðlapólitík á næstu árum í Evrópu. Síðasta ritgerðin er eftir Klaus von Bismarck um alþjóðlega þróun fjölmiðla í tengslum við menningar- þróun framtíðarinnar. Von Bismarck ræðir þær vonir, sem menn gerðu sér um sjónvarpið sem menningarmiðil og jafnframt að fyöldi sjónvarpsstöðva myndi tryggja fjölbreytni og tjáningar- frelsi og yrði þar með aflvaki nýrrar fjölbreytni og tjáningarfrelsis og yrði þar með aflvaki nýs menning- arblóma um allan heim. Allar þessar vonir reyndust mýraljós. Höfundur- inn er forseti Goethe-stofnunarinn- ar frá 1976 og fjallar í þessari grein sinni um áhrif fjölmiðlaefnis i lönd- um þriðja heimsins, en þar er efnið svo til allt aðfengið. Allar þessar greinar eru hugvekj- ur um það ástand sem þegar er staðreynd um takmörkun sjón- vaipsins, sem fjölmiðils menningar- efnis og eðlisútmálun þess efnis sem tæknilega hæfír því best. Það sem um er að ræða er hvort menn kjósa að skynja heiminn óbeint og tak- markaðan við einnar víddar tján- ingu, meira og minna skakkan og skældan og kjósa sér jafnframt af- þreyingarefni sem er miðað við fremur frumstæðan smekk eða leit- ast við að sjá og skynja umhverfið með eigin augum og nota vinstri heilahelminginn. Stjórnunarfélag Islands TÖLVUSKÓU Tölvuskóli Stjórnunarfélags íslands tók til starfa haustiö 1985. í upphafi var Ijóst aö áhugi fyrir aukinni menntun ertengdist tölvum og tölvuvæðingu var mikill. Á haustmisseri 1986 tekur skólinn til starfa 1. sept. og verður kennt í 4 klst. á dag í 14 vikur (samt. 280 klst.). Námsefni: Förðunar námskeið öll undirstöðuatriði dag- og kvöldförðunareru kennd áeins kvölds námskeiðum. Aðeins 5 eru saman í hóp og fær hver þátttakandi persónulegatilsögn. Innritun og nánari upplýsingar í síma 19660. Kristín Stefánsdóttir Snyrti-og föröunarfræðingur Laugavegi 27 • Sími 19660 Kennan: @ □ Kynning á tölvum_______________________________ □ Stýrikerfi og skráarkerfi______________________ □ Kerfisgreining_________________________________ □ Kerfishönnun___________________________________ □ Forritun___,___________________________________ □ Gagnasafnsfræði________________________________ □ íslenski tölvumarkaðurinn______________________ I Til að uppfylla kröfur atvinnulífsins Miklar kröfur eru gerðar til nemenda með prófum og heimaverkefnum. Einnig hefur reynst nauðsynlegt að gera kröfur um lágmarksmenntun nemenda, sem nú eru stú- dentspróf, sambærileg menntun eða starfsreynsla. Auk þess þurfa nemendur að taka inntökupróf í skólann. Nemendur sem útskrifast úr Tölvuskóla Stjórnunarfélagsins geta að námi loknu unnið með tölvunar-, viðskipta- og kerfisfræðingum við hugbúnaðarframleiðslu og rekstur tölvukerfa. Með því að gera miklar kröfur til nemenda uppfyllir Tölvuskólinn kröfur atvinnulífsins. Tölvuskólinn hefst 1. september og stendur í 14 vikur. Allar nánari upplýsingar í síma 62 10 66 Stjórnundrfélag íslands M Ananaustum 15 • Simi: 6210 66 OCTAVO/SlA 28.20

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.