Morgunblaðið - 21.08.1986, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 21.08.1986, Qupperneq 44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1986 fclk f fréttum „Almenningur hafnaði mér í hlutverki hirðfíflsins“ — segir Noriyuki „Pat“ Morita, sem fer með hlutverk lærimeistarans í „Karate Kid“ eir, sem á annað borð sáu kvik- myndina „Karate Kid“, muna eflaust eftir senunni, þar sem hinn yflrvegaði, gamli karate-kennari reynir að veiða flugur með matar- prjónum einum vopna. Sú sena á að undirstrika sjálfsagann og þolin- mæðina, sem þessi vitri maður á að búa yflr. Með hlutverk þessa meistara, Miyagi, sem kennir ve- sælum og rindilslegum skólastrák að veija sig, fer Noriyuki „Pat“ Morita. Það má líka með sanni segja að Morita hafl sjálfur til að bera ríkulegan skammt af fyrrnefndum eiginleikum. Líf hans allt hefur verið hörð barátta, ævi hans átakanlegri en nokkur sú rulla sem hann hefur farið með fyrir framan kvikmynda- tökuvélamar. Sem bam var hann alltaf mjög veikur, fékk alla þá sjúk- dóma sem hugsast gat. Síðar á ævinni var hann hnepptur í varð- hald og settur í fangabúðir fyrir þá sök eina að vera japanskur að ætt og uppruna. Um leið og hann losnaði hófst síðan barátta hans fyrir frægð og frama, hann hóf að leika og lagði ríkustu áhersluna á gamanleik. En heldur gekk honum illa að höfða til almennings. Árum saman hamaðist hann við að vera fyndinn, en allt kom fyrir ekki Ahorfendur hrifust ekki með — hreinlega höfnuðu honum í hlut- verki hirðfíflsins. Áður en „Karate Kid“ kom til sögunnar var Morita orðinn æði vonlaus um að hann myndi nokkurn tímann slá í gegn í Hollywood. „Ég var gersamlega uppgeflnn," segir hann „og var helst á þvi að hætta við þetta allt saman, fara að stunda einhveija almennilega og ömgga vinnu. En þá gerðist kraftaverkið. Ég frétti að verið væri að leita að miðaldra Japana til að fara með hlutverk karate-kennara. Ég ákvað að láta slag standa og sótti um. Fyrst í stað leit þó út fyrir að ég fengi ekki hlutverkið. Þeir sögðust ekki vera að leita að grínleikara, vildu fá einhvem, sem gæti túlkað tilflnn- ingar. Eftir svolítið þóf fékk ég þó að reyna. Eiginlega átti ég heldur ekki í neinum vandræðum með að leika þennan mann. Mér fannst ég þekkja hann alveg inn að beini. Hann er nefnilega nákvæmlega eins og flestir þeir Japanir voru sem fyrstir komu til Bandaríkjanna. Virðulegur, þolinmóður og afskap- lega sterkur persónuleiki, sem alltaf er f fullkomnu jafnvægi. Mér fannst ég vera að leika pabba minn,“ bæt- ir hann við. Framleiðendur myndar- innar urðu líka frá sér numdir af hrifningu. „Við vildum í upphafi ekki fá Morita í þetta hlutverk," viðurkennir Jerry Weintraub. „Ég hafði fylgst með honum í ein 20 ár og var alveg viss um að hann myndi ekki valda þessu hlutverki. En það kom fljótlega í ljós að ég átti margt ólært. Frammistaða hans kom mér hreinlega til að gráta — það var strax ljóst að Morita skildi til fulls tilfínningar þær sem innra með Miyagi áttu að bærast." Til þess að hann næði enn betur tökum á hlutverkinu fór Morita á flmm vikna karate-námskeið. „Eg hef Nú brosir framtíðin við honum, enda kominn tími til. Noriyuki „Pat“ Morita aðstoðar dætur sínar, Tiu og Aly, við heimalærdóminn. „Ég átti ekki í neinum vandræðum með að leika Miyagi," segir Morita. „Ég ólst upp með mönnum, sem voru nákvæmlega eins og hann.“ alltaf verið stórreykingamaður og aldrei hreyft mig neitt að ráði. Þetta námskeið reyndist því meiriháttar púl fyrir mig,“ segir hann. Morita er þekktur fyrir að vera afskaplega jarðbundinn maður. „Ég gerði mér engar vonir um að þessi mynd myndi ganga," segir hann. „Ég meira að segja fann henni allt til foráttu sjálfur. Það var ekki fyrr en peningamir fór að streyma inn, sem ég viðurkenndi það fyrir sjálf- um mér að loksins hefði dæmið gengið upp.“ Um fortíð sína yill Morita helst sem minnst tala. „Ég hef gengið í gegn um marga eldraunina" segir hann, „og það er eins og að strá salti í sárín að tala um það. Ég lá í rúminu í 9 ár, vegna veikinda, var síðan í fangabúðum í 4 ár — og það gerbreytti öllum mínum við- horfum til lífsins og tilverunnar. Ég varð bitur út í allt og alla, missti trúna á hið góða í lífinu og fann jafnvel til haturs í garð Banda- ríkjamanna. Dvölin í búðunum var líka ein allsheijar martröð. Fjöldi Japana fyrirfór sér, enda virtist framtíðin vera algjört svartnætti. Þessi ár voru vægast sagt viðbjóðs- leg og enn í dag vakna ég oft í svitabaði út frá draumum um mis- þyrmingar og niðurlægingu." Þijátíu og eins árs að aldri gekk Morita svo í hjónaband og eignaðist eina dóttur. Það hjónaband entist í ein 14 ár, en um það vill Morita alls ekkert ræða. „Ég man ekki einu sinni hvað hún heitir, þessi kona,“ segir hann og verður hörku- legur á svip. „Hann lítur á sitt fyrra hjónaband sem annað líf,“ útskýrir núverandi kona hans, Yuki, sem hann kvæntist 1970. En ekki eru öll áföllin upptalin enn. Árið 1980 hrundi húsið hans er hvirfilvindur gekk yflr Tarzana og þar með missti hann aleiguna, því tryggingu hafði hann enga. Skömmu síðar lést móðir hans úr krabbameini og ári eftir kom í ljós að dóttir hans, Tia, sem þá var aðeins 6 ára, þjáðist af alvarlegum nýmasjúkdómi. Allt þetta álag varð til þess að þau hjónin skildu — Morita flutti til Hawaii og bjó þar í tvö ár. Þegar hann fluttist svo aftur til Los Angeles tóku þau Yuki saman á ný — og síðan hefur leiðin legið upp á við. Nú hefur verið gerð önnur kvikmynd um samband karate-kennarans og skólastráks- ins, sem leikinn er af Ralph Macchio, og virðist hún ekki ætla að vekja minni hrifningu en sú fyrri. Nú hefur verið ákveðið vegna Qölda áskorana að hefja tökur á þriðju myndinni í september. „Ég held að fólk hafí bara verið búið að fá nóg af blóði og byssubardög- um.“ segir Morita, er hann er inntur eftir ástæðum þessarar velgengni myndanna. „Vissulega eru þetta baráttumyndir, en ofbeldislausar þó. Karate er nefnilega sjálfsvam- aríþrótt, sem er laus við allan kvikindishátt. Hún krefst þekking- ar, skilnings og innsæi í mannlegt eðli. Hún er heiðarleg og það held ég að geri gæfumuninn," segir þessi 54 ára gamli, góðlegi maður, sem unnið hefur hugi og hjörtu kvik- myndaáhugamanna um allan heim. Kraftalegir kvenmenn — bæjarprýði Eastbourne Flestar borgir eiga sér eitthvert tákn, París hefur Eiffel-turn- inn, Kaupmannahöfn hafmeyjuna, New York frelsisstyttuna og Reykjavík svaninn. Yfir öllum þess- um merkjum hvílir ákveðin reisn og myndarleiki. Ibúar litla, breska bæjarins, Eastbourne voru ekki alls kostar sáttir við að eiga sér ekkert slíkt merki, ekkert séreinkenni. Yfirvöld í bæ þeim settust því niður til skrafs og ráðagerða, settu á fót alls kyns nefndir og ráð, sem höfðu það hlutverk að fínna út hvað gæti hugsanlega verið einkennandi fyrir þeirra blómlega bæ. Framundan var mikil vinna, vangaveltur og rökræð- ur. Einhverra hluta vegna gátu New York-búar hafa frelsisstytt- una — þeir í Eastboume feitar frúr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.