Morgunblaðið - 21.08.1986, Side 47

Morgunblaðið - 21.08.1986, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1986 47 -— Eru þeir að fá 'ann ■ Líf og fjör við Meðalfellsvatn FÉLAG sumarbústaðaeigenda við Meðalfellsvatn hefur ákveðið að gangast fyrir veiðikeppni í vatninu næstkomandi laugardag, 23. ágúst. Er þetta í fyrsta skipti sem slík keppni er haldin af félaginu, en hugmyndin er að þetta verði árviss viðburður svo fremi sem vel tekst til. Þennan sama dag, hafa veiði- réttareigendur við Meðalfellsvatn ákveðið að bjóða landsmönnum að veiða ókeypis í vatninu og þeir sem þekkjast boðið geta tekið þátt í keppninni með því að greiða 50 krónur í mótsgjald, en þess má geta, að veiðileyfi kostar þama 500 krónur á dag og þykir mörgum það ekki hátt verð miðað við þá miklu von sem er til þess að setja þama í sjálfan konung fiskanna, laxinn. Félag sumarbústaðaeigenda hefur sent félögum sínum bréf þar sem framkvæmd mótsins er tíunduð. Vitnum aðeins í bréfið: Þeir sem ætla að taka þátt í keppninni mæti til skráningar í tjaldinu sem reist verður á sínum venjulega stað þar sem brennan er á vorin, skráning verður frá kl. 7.00 til 10.00 fyrir hádegi og síðan frá kl. 14.00 til 15.00 eftir hádegi fyr- ir þá sem ætla að byija veiðar kl. 15.00. Þátttökugjald er kr. 50.00 fyrir hvem einstakling og verða veittar viðurkenningar fyrir: a. stærsta laxinn (þyngd, lengd ef tveir eru jafnir), b. stærsta urriðann (þyngd, lengd ef tveir em jafnir), c. flesta fiska. Að loknum veiðitíma mæta kepp- endur með aflann til vigtunar og talningar sem framkvæmd verður af löggiltum fiskmatsmanni. Veiða má bæði af landi og frá bátum og er öllum heimil þátttaka sem hafa veiðileyfi í vatninu. Rétt þykir að taka fram að veitt skal á stöng en skiptir ekki máli hvort. notaður er maðkur, fluga eða spúnn. Þess má geta, að í lok veiðitím- ans mun verða tendraður varðeldur sem mun loga glatt meðan afli þátttakenda verður vigtaður og skoðaður, en strax og því er lokið, verða verðlaun afhent hinum nösk- ustn og heppnustu. Þess má geta, að góð veiði hefur verið í vatninu í sumar og það bókstaflega fullt af laxi, urriða og bleikju. Þetta er því gott tækifæri til fjölskylduvið- burðar. Reikna má með nokkur hundruð keppendum, en fjöldi verð- ur ekki takmarkaður, því vatnið er stórt. Allur gangfur á þessu á Arnarvatnsheiði Enn halda menn til Arnarvatns- heiðar á vit silungsvatna og veiði- sælla lækjarspræna. Mesti umferðartíminn er þó liðinn. Það Tfekusýning í kvöld kl. 21.30 Æ, ím % \T r Módelsamtökin sýna nýjustu hausttískuna frá Glugganum, Laugavegi 49. Guðmundur Haukur skemmtir í kvöld HÓTEL ESJU Þorákur Jóhannsson t.d. og Guðmundur Antonsson, úr Félagi sumar- bústaðaeigenda við Meðalfellsvatn, sýna verðlaunagripi sem veittir verða við vatnið á laugardagskvöldið. Einnig verða veitt silfur- og bronsverðlaun í öllum keppnisflokkum. hefur gengið á ýmsu í sumar, menn fiskað misjafnlega eins og gengur, en talsvert verið tíundað hvað veið- in sé orðin léleg og fiskurinn magur og smár. Þetta er nú þannig á Am- arvatnsheiði, að veiðistaðir eru bæði stórir og margir og fiskurinn jafn mismunandi og veiðistaðir eru margir. Það er hægt að leggja mik- ið á sig, ganga langt og lengi og fá stóra fiska. Ekki marga, en rok- væna. Kannski ekkert. Það er líka hægt að halda sig á „almenning-^ um“, vinsælum stöðum í alfaraleið og þar veiðist gjaman þessi smái og stundum mjói fískur. Svo er hann ekki alltaf í tökustuði frekar en sá vænni og því er veiðisæld heiðarinnar iðulega dæmd eftir því hvort þéssir tittir sem allir em að reyna við hreyfa við agninu vel eða illa þennan daginn og hinn. Eðlilega dofnar áhugi þeirra á maðkabeitu er á sumarið líður og þeir mega horfa á slíkt stundum daglangt, a.m.k. um helgar. Málið er því, það er hægt að gera góðar ferðir og slæmar ferðir fram eftir ef einung- is er spáð í veiðina. Heiðin býður upp á meira. Nýlega hefur Morgun- blaðið fregnað af mönnum sem gerðu góða „veiðiferð" fram eftir, ' þeir veiddu bæði í Amarvatni Stóra og Litla. Aðrir fóm í Úlfsvatn og veiddu þokkalega. Fiskurinn var yfírleitt frekar smár, en ekki horað- „ i ur, þvert á móti. Góöarglefsur í Svínadalsvötnum Nokkuð góð silungsveiði hefur verið í Svínadalsvötnunum þremur, Eyrarvatni, Þórsstaðavatni og Geitabergsvatni í sumar ef á heild- ina er litið. Það þýðir ekki að allir fái mokveiði, þannig er silungsveið- in ekki fremur en laxveiðin. Góðir fískar hafa veiðst í bland og í Eyrar- vatni hafa veiðst laxar annað veifið, en talsvert er gengið af þeim físki í vatnið. HUE BT IHOLLYWOOD f DANS • w ÍtfHndsmeistarinn i diSkódansi, li%/ia Jóns- dótlir, sýnir nýjan dans. cimngdansqrhún og Copielius Carter hinn gullfallega dans 77/- brigói úófeguri) sem er saminn scrstaklega , 4wr feguróarsamkeppni íslands. Óvæntar uppákomur veröa hafóar i fratnaú undir stjórnJuliusar Brjám&onar. Við kynnum enn einn hópinn sem tekur þátt i keppninni um Stjörnu Hollywood þar sem verðlaunin eru draumaskutlan Lancia frá Bflaborg Svo fá allir gestir glaðning að vandá og allir verða stjörnur í Hollywood. POLARIS | M* HWMiy FRUM- SVNlNG 'de"'s'ra^fi að s\3- „ **aubo ^Sís: **idalistann nothin 9°m ; ' 1 m i\ iVA\

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.