Morgunblaðið - 21.08.1986, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 21.08.1986, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1986 51 Berlínarmúrinn. Péturskirkja marxismans Húsmóðir skrifar: „Hér á dögunum átti Berlínar- múrinn 25 ára afmæli. Hann er Péturskirkja marxismans. Marx- isminn afnam öll trúarbrögð og síðan hafa kristnir menn verið of- sóttir alls staðar í kommúnistaríkj- unum. Trúarþörf býr í sérhveijum manni, mikil eða lítil, og því hefur marxisminn sína páfa sem eru óskeikulir og dýrkaðir alveg eins og sá sem situr í Róm. Páfi marxis- mans er sá sem er æðsti valdamaður í Rússlandi á hveijum tíma. Trúarbrögðin í heiminum eru mismunandi eftir þjóðflokkum. í gamla daga voru guðunum færðar blóðfórnir, sem flestum tuttugustu aldar mönnum þykja viðbjóðslegar, en við Berlínarmúrinn ern þær enn í hávegum hafðar. Við múrinn standa menn gráir fyrir járnum og skjóta á alla sem reyna að flýja ómanneskjuleg lífskjör. Ég vona að þeir séu óánægðir með atvinnuna. Vinni þeir ekki verk sín vel eru þeir sjálfir skotnir, því að marxism- inn heimtar blóðfómir. Þessum vinstri sinnuðu, sem fínnst sjálfsagt að styðja þær ríki- stjómir sem kaupa sovésk vopn til að láta morðsveitir hjálpa sér við að kúga fólkið, fínnst hræðilegt að heyra að hinu kúgaða fólki sé hjálp- að, samanber Afganistan og fleiri lönd. Af þessu er hægt að draga þá ályktun að þessir vinstri sinnar við- urkenni engin önnur vopn en sovésk til árása. Það stoðar lítið fyrir Þjóð- viljann að þykjast núna vera á móti Berlínarmúrnum, það voru svo margir lærðir menn látnir hæla verkinu á sínum tíma. Þjóðviljinn verður að bytja á því að vera á móti hagfræði Karls Marx, því að það er hún sem orsak- ar djöfulganginn. En hvenær vitkast kommúnistar?" Vísa vikunnar Reykjavík 200 ára Um þessa helgi og sérstak- 1 lega á morgun, 18. ágúst, ler þess minnst með giæsilegum mála sinna. Er ekki vafi á því, að þar með hafa þeir flýtt fyrir ^öHum^framföruj^^tjjg™^ Engin er fegurri fundin, hún er frelsinu lofuð og bundin. Hún er ljósunum prýdd, hún er litunum skrýdd, enda brosandi, borgin við sundin. Hákur. Þessir hringdu . Þetta olli mér og dótturinni, og reyndar allri fjölskyldunni, mikl- um óþægindum, heimilið var eins og í hers höndum, það þurfti að þvo og sótthreinsa bókstaflega allt sem var að sjálfsögðu óhemju vinna og varð meðal annars til þess að fjölskyldan kemst ekki í sumarfrí þetta árið.“ Af hverju er engin fræðsla um lús? Móðir hringdi: „Dóttir mín fór í útilegu um verslunarmannahelgina sem væri svo sem ekki í frásögur færandi ef svo hefði ekki brugðið við að hún var orðin grálúsug. Mér dauð- brá að sjálfsögðu enda hafði ég í fyrstu ekki hugmynd um hvað væri að dótturinni og þurfti að leita til læknis til að fá upplýsing- ar. Þegar ég fór að grennslast bet- ur fyrir um þetta frétti ég að þetta væri bara nokkuð algengt. Því langar mig til að spyija heil- brigðisyfírvöld, hvers vegna engin fræðsla er um þessi mál. Það er farið með það eins og mannsmorð ef einhver nælir sér í lús. Væri ekki ráðlegra að upplýsa almenn- ing um hvemig hægt er að forðast lús og hvernig á að bregðast við ef allt kemur fyrir ekki? Getur hver sem er lokað þjóð- vegum landsins? Vegfarandi um Kaldadal hringdi: „Eg átti eins og flein leið um Kaldadal í góða veðrinu á laugar- daginn og keyrði þar fram á nokkra unga menn sem höfðu lagt bílum sínum á veginn og lokað honum, sögðu að þarna væri von á einhveiju rallýi. Þetta kom sér að vonum afar illa fyrir þá sem áttu leið þarna um enda hafði ekki einu sinni verið látið vita af þessu uppá- tæki. Að auki höfðu þessir ungu menn enga pappíra upp á það að þeim væri bara si svona heimilt að loka veginum. Þetta gat allt eins verið gabb. Þarna var fjöldi fólks á ferð og vom fæstir ánægðir með þetta enda þurftu þeir sem fyrstir komu að bíða í allt að tvær klukkustund- ir. Þetta finnst mér alveg forkast- anlegt framferði, það er lágmark að menn hafí eitthvað í höndunum þegar þeir taka upp á þvi að loka þjóðvegum landsins til þess að geta skemmt sér á tryllitækjum sínum." Kolsvartur kettl- ingur ratar ekki heim Ung kona hafði samband við Velvakanda og vildi koma skila- boðum til eiganda um það bil þriggja mánaða gamals kettlings sem hún hafði fundið. Kettlingurinn er kolsvartur og ratar ekki heim. Konan býr á Álfhólsvegi 39 í Kópavogi en sími hennar er 41830. Svartur leðurjakki týndist á Lækjartorgi Embla hringdi: „Síðastliðið föstudagskvöld týndist svartur leðuijakki með peningaveski og lyklum í niðri á Lækjartorgi. Veskið er komið til skila en jakkinn er enn ófundinn. Ef einhveijir vita hvar jakkinn er niðurkominn eða hafa einhveija vitneskju þar að lútandi eru þeir vinsamlega beðnir að hafa sam- band í síma 681548.“ Sumarauki á Selfossi 3 nætur í eins manns herb. kr. 3.450. 3 nætur í tveggja manna herb. kr. 4.650. Við erum heimsfræg á Selfossi fyrir góðan mat. I hótelinu eru: hárgreiðslustofa, gleraugna- verslun, minjagripaverslun, snyrtistofa, veitingastofa og bar. Steinsnar í eina bestu sundlaug landsins. hóM SEIFOSS VIÐ ÖLFUSÁRBRÚ, S.99 2500 ccm Loftaplötur og prófílar T-prófflar fyrir niðurhengd loft og Para- line-stálpróffla 84 mm með 16 mm fúgu. Hringið og fáið uppiýsingar. Uppsett sýnishorn í glæsilegum sýningarsal. ÍSLEWZKA VERZLUPtARFÉLAGlÐ HF UMBOÐS- & HEII.DVERZLUN — BlLDSHÖFÐA ló - P.O.BOX 8016 ^ p 128 REYKJAVÍK - SlMI 687550
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.