Morgunblaðið - 21.08.1986, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 21.08.1986, Blaðsíða 53
W1 Kvennalandsleikur ÍSLAND - SVISS Laugardalsvelli í dag kl. 19.00. adidas flugleidir MJÓLKURDAGSNEFND MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1986 bar á pólsku stúlkunni Irenu Kirsz- enstein (síðar Irena Szewinska). Hún sigraði í 200 m hlaupi á 23,1 sek., langstökki (6,55 m) og var í pólsku sveitinni sem vann 4x100 m boðhlaup (44,4 sek.). Auk þess varð hún önnur í 100 m hlaupi á sama tíma og sigurvegarinn (11,5 sek.). 9. Evrópumeistaramótið var háð í Aþenu í Grikklandi 1969. Vestur- Þjóðverjar kepptu ekki á því móti i mótmælaskyni við Alþjóða frjáls- íþróttasambandið, sem leyfði ekki þátttöku landflótta austur-þýska hlauparans Júrgen May, undir merkjum Vestur-Þýskalands. Bret- ar hlutu mörg verðlaun í Aþenu. Hvorki fleiri né færri en fimm heimsmet voru sett á þessu móti. Anatolij Bondarchuk Sovétríkjun- um kastaði sleggju 74,68 m, frönsku stúlkurnar Nicole Duclos og Colette Besson hlupu 400 m á 51,7 sek., Jaroslava Jehlikova Tékkóslóvakíu hljóp 1500 m á 4:10,7 mín., Nadyezhda Chizhova Sovétríkjunum kastaði kúlu 20,43 m og bresku og frönsku sveitirnar hlupu báðar á 3:30,8 min í 4x400 m boðhlaupi kvenna. 1.500 hlaup og 4x400 m boðhlaup voru nýjar keppnisgreinar fyrir konur. Þá var komið að Norðurlöndum í þriðja sinn að halda Evrópumeist- aramót. Árið 1971 var það haldið í Helsinki. Finnski hlaupagarpurinn Juha Váatainen bar sigur úr býtum í báðum langhlaupunum, 5 og 10 km. Hann hljóp á 13:32,6 og 27:52,8 mín. Þrjú heimsmet sáu dagsins Ijós. Karin Burneleit A-Þýskalandi hljóp 1.500 m á 4:09,6 mín., Faine Meln- ik Sovétríkjunum kastaði kringlu 64,22 m og austur-þýsku stúlkurn- ar hlupu 4x400 m boðhlaup á 3:29,3 mín. í Helsinki varð sovéski spjótkastarinn Janis Lusis fyrstur manna til að vinna Evrópumeist- aratitil í fjórða sinn í sömu grein. Landi hans, Valerij Borzov, vann tvöfaldan sigur í spretthlaupunum, hljóp 100 m á 10,3 sek. og 200 m á 20,3 sek. í annað sinn var EM haldið á Ítalíu. Fyrsta mótið var í Torino 1934 og nú 40 árum siðar í Róm. Á þessu móti létu margar konur mikið til sín taka, og þá fyrst og fremst austur-þýskar. Þær settu þrjú heimsmet. Rosi Witschas (Ackermann) stökk 1,95 m í há- stökki, Ruth Fuchs kastaði spjóti 67,22 m og austur-þýska sveitin hljóp 4x100 m boðhlaup á 32,51 sek. Samt sem áður vakti pólska konan Irena Szewinska (áður Kirszenstein) hvað mesta athygli fyrir frábær hlaup. Hún sigraði m.a. í báðum spretthlaupunum, hljóp 100 m á 11,3 sek. og 200 m á 22,51 sek. — Rafmagnstímatak- an var nú komin til sögunnar. Nadyezhda Chizhove Sovétríkj- unum náði sama áfanga og landi hennar, Janis Lusis(1971)aðvinna sinn fjórða Evrópumeistaratitil í kúluvarpi. Athygli vakti einnig yfir- burðasigur Bretans Brendan Foster í 5.000 m hlaupi á hinum frábæra tíma 13:17,2 mín. Danski íþróttagarpurinn og læknirinn, Jesper Törring, vann óvænt há- stökkið, stökk 2,25 m og setti Norðurlandamet. Hann átti best 2,18 m fyrir mótið. Ný keppnisgrein kvenna var 3.000 m hlaup og fyrsti Evrópu- meistarinn varð Norðurlandabúinn Nina Holmen frá Finnlandi. Hún hljóp á 8:55,2 mín. Hreinn og Óskar í úrslit Árið 1978 var mótið haldið í Prag í Tékkóslóvakíu. Á því móti komust tveir íslendingar í úrslit, Hreinn Halldórsson í kúluvarpi (19,62 m) og Óskar Jakobsson í kringlukasti (59,44 m), en alls kepptu fimm íslendingar í Prag. Keppt var í 400 m grindahlaupi kvenna í fyrsta sinn á EM. Þrjú heimsmet sáu dagsins Ijós í Prag og eitt var jafnað. Vilma Bardausk- ine Sovétríkjunum stökk 7,09 m í langstökki og bætti eigið met um 2 sm., Marita Koch, A-Þýskalandi, varð fyrst kvenna til að hlaupa 400 m á skemmri tíma en 49 sek. Hún hljóp á 48,54 sek. Þá setti Tatiana Zelenkova Sovétríkjunum heims- met í 400 m grind, hljóp á 54,89 sek. Sara Simeoni Ítalíu jafnaði heimsmet sitt í hástökki; stökk 2,01 m, ítalinn Pietro Mannea var eini keppandinn sem fór með sigur af hólmi í tveimur greinum, 100 og 200 m. Martti Vainio Finnlandi sigraði í 10 km hlaupi á stórgóðum tíma; 27:30,99 mín. og setti þar með Norðurlandamet. Síðasta Evrópumeistaramót (1982) var háð í Aþenu. Á því móti voru keppendur ekki eins margir og búist hafði verið við. Hins vegar kepptu þartoppíþrótta- menn, enda árangur í flestum greinum mjög góður. Þar komu nokkrir keppendur á óvart með góðri frammistöðu sinni, t.d. Hans-Peter Ferner V-Þýskalandi, NÝTTSÍMANÚMER 69-11-00 Auglýsingar 22480 • Afgreiðsla 83033 Texti/Guðmundur Víðir Gunnlaugsson • Vilhjálmur Einarsson og da Silva eftir verðlaunaafhendinguna í þrístökkinu á Evrópumótinu í Stokkhólmi 1958. • Vilhjálmur Einarsson f keppni. Hann vann bronsverðlaun í þrístökki á Evrópumeistaramótinu f Stokk- hólmi 1958. Myndin er tekin er hann vann silfurverðlaun f þrístökki á Óly mpíuleikunum f Melbourne 1956. sem sigraði í 800 m hlaupi, þvert ofan í allar spár og ítalinn Alberto Cova, sem sigraði í 1.000 m hlaupi með geysigóðum endaspretti. Fáir höfðu reiknað með honum fyrir- fram sem verðlaunamanni. Oddur Sigurðsson komst í und- anúrslit í 400 m hlaupi á góðum tíma, 46,53 sek. STEVEN SPIEIBERG hB«ii MONEY PlTva *w*^^^^* Wl A RICHARD BENIAMIN • . Sýnd í Laugarásbíói Skuldafen Sveinn varð stiga- meistari SVEINN Sigurbergsson úr Keili varð um síðustu helgi stigameistari íslands f golfi er hann vann Jón H. Karlsson úr GR í úrslitaleik 4:3. ívar Hauksson varð þriðji en hann vann Ragnar Ólafsson 1:0 í slagnum um 3. sætið. Sveinn vann ívar í undanúr- slitum 1:0 sem þýðir að þegar þeir kappar höfðu leikið 18 holur hafði Sveinn unnið einni holu meira en ívar. Keppni Ragnars og Jóns var einnig spennandi og henni lauk ekki fyrr en á 19. holu, þá hafði Jón það. Þrír efstu menn fengu verð- laun frá Samvinnuferðum- Landsýn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.