Morgunblaðið - 19.10.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1986
B 3
Á þessum hluta kynningarspjaldsins eru m.a. myndír af heila karhnanns, sem lést rúmlega þrítugur,
dánarorsök heilablæðing vegna arfgenga sjúkdómsins (fjórar myndir fyrir miðju í efri röð). Á myndun-
um sést, að heilinn hefur ítrekað orðið fyrir áföllum, þ.e. blseðingum, áður en maðurinn lést af einni
slíkri. Aðrar myndir sýna niðurstöður hinna margþættu rannsókna, en þær hafa vakið mikla athygli
erlendis, eins og fram kemur i viðtalinu.
heimer sjúkdómi. Aðspurður um
möguleika á því að koma slíkum
rannsóknum af stað hérlendis sagði
Hannes ýmislegt blása móti. Rann-
sóknir þessar yrðu að vera marg-
þættar og til þess þyrfti samstarf
margra aðila. Þannig þyrfti tauga-
lækni til að meta líkamleg einkenni
sjúklinga, geðlækni til að meta sál-
ræn einkenni, röntgenlækni til að
meta heilamyndir, meinafræðing til
að meta vefjasýni, tölfræðing til a
úrvinnslu á niðurstöðum, auk fólks
til skrifstofuhalds og umsjónar með
hinum ýmsu verkþáttum. Kostnað-
ur væri því augljóst vandamál.
Tímaskortur væri annað vandamál.
Þó rannsóknir ættu að vera annað
meginhlutverk háskólastarfsins þá
væri staðreyndin sú að viða í há-
skólanum væri kennslukvöðin slík,
að lítill sem enginn tími væri af-
gangs til rannsókna. Undanfarin
15-20 ár hefðu læknanemar verið
langtum of margir, sérstaklega á
fyrstu árununum, ef tekið væri til-
lit til kennarafjöldans og húsnæðis-
aðstöðu. Allt hefði því snúist um
að reyna að halda kennslunni gang-
andi án stóráfalla. Á tyllidögum
væri hins vegar gjaman staðið upp
og hátt talað um rannsóknahlut-
verkið.
Hannes sagði ennfremur, að ís-
land væri ákjósanlegt til rannsókna
á sjúkdómum, ekki sízt á langvinn-
um sjúkdómi sem Alzheimer-sjúk-
dómi. Hann sagði siðan: „íslending-
ar eru verulega samstæðir að
uppruna, vel upplýstir, tiltölulega
fordómalausir í sambandi við sjúk-
dóma, fólksflutningar eru ekki
teljandi hér og ættfræðiáhugi er
ríkari þáttur í íslenzkri menningu
en víðast hvar annars staðar. I því
sambandi má _ nefna Erfðafræði-
nefnd Háskóla íslands. Heilsugæsla
er hér í mjög góðu horfí svo og
eftirlit með sjúklingum og mikið er
vitað um heilsufar landsmanna. Má
í því sambandi geta, auk sjúkrahú-
sanna, starfsemi Krabbameinsfé-
lags íslands og Hjartavemdar.
Síðast en ekki síst njóta íslendingar
starfa vel menntaðra heilbrigðis-
stétta.
Óvíða erlendis er hægt að finna
stað þar sem öll þessi atriði eru í
jafngóðu lagi meðal heillar þjóðar,
en þau eru afarmikilvæg í sam-
bandi við faraldsfræðilegar, erfða-
fræðilegar og umhverfisfræðilegar
rannsóknir svo nokkurs sé getið.
Hvað varðar gmnnrannsóknir -
meinafræðilegar, efnafræðilegar og
svo framvegis - á sjúkdómnum
stöndum við ver að vígi því þar er
mannafli minni og skortur á tækja-
búnaði og rannsóknaraðstöðu.
Vinna þarf að eflingu þeirra þátta",
sagði Hannes Blöndal prófessor að
lokum.
- F.P.
Niðurstöður rannsóknanna á sjúkdómnum sem leiðir til heilablæð-
inga voru kynntar á þennan hátt í alþjóðaráðstefnunni í Stokkhólmi,
auk þess sem dr. Hannes Blöndal flutti fyrirlestur og sýndi litskyggn-
ur. Kynningarspjaldið verður til sýnis á Opnu Húsi Háksólans, sem
hefst nú um helgina.
Hzmstlauka
1S'§ð%
Notiðtækifaerið.
u r\r\ loi iWflr í kassa __A
miumverð: «
lágvaxnirTúiípanar.. •
margblómaTúlípanar
lylltir T ú\í panar.
100 stk. laukar í kassa
7mism.tegundir..
100stk. laukarítötu
5mism.tegundir
Nýtið svalakassann fyrir
ictiai íkana
SSBÍSB!S2“ iLssæ.