Morgunblaðið - 19.10.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.10.1986, Blaðsíða 30
30 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1986 fclk í fréttum Ragnhildur Gísladóttir i fylgd dular- fulla þjóns- ins. Afdularfullum þjónum og Þjóðverjum ■ efði einhver átt leið niður á Jt Café Rosenberg á fimmtu- tfagskvöldið var, er hætt við að hinum sama hefði verið brugðið, því þar töluðu menn annarlegum tungum, dularfullur þjón skálmaði um gólf og gaf skipanir, björt ljós lýstu kjallarann upp og allt fest á myndband. Það sem þama var um að vera voru tökur þýsk-íslenska kvikmyndafélagsins Magmafílm á hluta fjögurra tíma sjónvarpsþátt- ar, fyrir vestur-þýska sjónvarpið í Stuttgart. Þama var dreypt á þýskum eð- alvínum og rætt um heima oggeima á þýsku. Tekin vom viðtöl við ýmsa þá sem sinna samskiptum þjóðanna og gestum gerður glaður dagur. Dularfulli þjónninn sem áður er getið var enginn annar en Þórhallur Sigurðsson, Laddi. Auk hans komu þama fram Stuðmenn og var væg- ast sagt glatt á hjalla, eins og myndimar bera ljóslega með sér. Stuðmenn leika létta tónlistfyrir gesti. MorgunWaaið/Árni Sæberg 1*11 Gígja á leið utan Sem kunnugt er var Gígja Birgisdóttir kjörin Fegurðardrottn- ing Islands í maí sl. Fyrir skömmu tók hún þátt í fegurðarkeppn- inni Miss Scandinavia og varð hún í fjórða sæti, auk þess sem að blaðamenn þeir sem með keppninni fylgdust kusu hana „Miss Press“. Nú í næstu viku heldur Gígja héðan til Austurlanda, nánar til- tekið til Macau, en þar verða myndir teknar af stúlkum þeim er keppa um titilinn Ungfrú Heimur, bæði á sund- klæðum og í kvöldkjól- um. Gígja mun dveljast í Macau rétta viku, en þaðan heldur hún til London, þar sem keppn- in fer fram. Keppnin verður hinn 13. nóv- ember, en Hólmfríður Karlsdóttir, Ungfrú Heimur mun krýna arf- taka sinn þar. Morgunblaðið hafði samband við Gígju á vinnustað sínum og sagðist hún hlakka mik- ið til að fararinnar. Við spurðum hvort hún væri ekkert spennt, en hún sagði spennu ekki hijá sig mikið: „Ég hef ein- faldlega ekki haft tíma til þess að hafa áhyggj- ur af einu eða neinu“. Morgunblaðið/Einar Falur Gígja Birgisdóttir við vinnu í Iðnaðarbank- anum. Myndin hér fyrir neðan er af krýningu hennar sem Fegurðardrottning ís- lands. Ungfrú Heimur: Tina Turner með Dire Straits? Nýlega heyrðist orðrómur þess efnis að bandaríska söngkonan Tina Tumer hygðist taka upp lag eða plötu með hljómsveitinni Dire Straits, eða a.m.k. forvígismanni sveitarinnar, Mark Knopfler. Knopfler samdi lagið Private Dancer á sínum tíma, en Tina söng það inn á vinsældalista, svo sem kunnugt er. Allt frá því að Tina lék í kvikmyndinni Beyond Thunderdome virðist allt ætla að ganga henni í haginn, enda aðeins 46 ára! Hafa m.a. gengið af því sögur að þijú kvikmyndafyrirtæki bjóði nú offjár fyrir samning við hana og verður fróðlegt að vita hvað kemur út úr því. Sjónvarpsmennirnir þýsku; matargestir i baksýn. Tina Turner.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.