Morgunblaðið - 19.10.1986, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.10.1986, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1986 Flugufréttir - af bókaútgáfu, Ijóðagerð, draugarannsóknum o.fl. Rætt við Hrafn Jökulsson Það er kvöld og leiðtogafundurinn yfir- staðinn, afvopnun ekki í sjónmáli og heimurinn rétt svipaður og hann var. Enn er þörf á skáldum til að lifga upp á gráan hversdaginn sem leggst yfir landið eins og grámuskulegt tjald þeg- ar öll spenna heimsviðburðanna er fokin með norðanáttinni út í bláinn. Rússar létu svo um mælt fyrir skömmu að íslendingar ættu fleiri skáld en allar aðrar þjóðir. Ef svo er væri ekki úr vegi að álykta að islendingseðlið sé þurfandi fyrir skáldskap og að íslend- ingum þyki vænt um skáldin sin og þau skipti menn máli. Þessar og svipaðar hugrenningar vöktu með mér þegar ég settist upp í bíl ásamt góðum vini af yngri kynslóðinni og ók niður á Hressó til þess að vita hvort þar sæti ungt skáldmenni og bókaútgefandi , Hrafn Jökulsson, við kaffidrykkju. Það bar ekki svo vel í veiði. í kvöldúðanum, á leið inní bílinn aftur, var ákveðið að reyna að fá heimilisfang Hrafns hjá kunningja vest- ur í bæ. Sá brást vel við og lét í té bæði heimilisfang og símanúmer og við snérum bílnum í austurátt og ókum af stað á ný. Leiðin liggur upp í Stórholt þar sem Hrafn býr í notalegri kjallaraíbúð. Þegar inn er komið leynir sér ekki að eitthvað mikið stendur til. Loftið er hlaðið spennu og ungar blómarósir strunsa fram og aft- ur og er mikið niðri fyrir. Það er ekki laust við að blaðamaður fái á tilfinninguna að Hrafn njóti töluverðrar kvennhylli, því konumar voru a.m.k. sex eða sjö. Það skal ekki dregið í efa að svo sé, þó í ljós komi að annað hangir þama á spýtunni. Hrafn er að þjálfa lið kvennaskólastúlkna fyrir ræðukeppni sem þær eiga að heygja innan tíðar við lið frá M.H.. Hrafn er utan- skólanemandi í Kvennaskólanum. Hann er fæddur í Reykjavík árið 1965, sonur Jökuls Jakobssonar rithöfundar og Jó- hönnu Kristjónsdóttur blaðamanns. Hann hefur að eigin sögn verið við nám „með höppum og glöppum", á enn nokkuð langt í stúdentspróf en stundar nú námið af alvöru og einurð, eins og hann orðar það. Bókaútgáfan Flugur Hrafn leggur nemendum sínum lífsregl- umar í ræðumennsku en vísar okkur komumönnum inn í annað herbergi þar sem við fáum okkur sæti og samræður hefjast. Hrafn og samfylgdarmaður minn hafa orðið til skiftis og ræða um pólitík Alþýðuflokkurinn er ofarlega á baugi. I samræðunum kemur fram að Hrafn býr þama einn með bókum sínum og unir hag sínum vel. Hrafii kveðst hafa fengið þá hugmynd að stofna bókaútgáfu í júnímánuði s.l. Hann hafði lesið ritgerð eftir Svein Skorra Höskuldsson í Skími um Jón Thoroddsen, sem dó ungur i Kaupmannahöfn fyrir mörgum áratugum og fengið mikinn áhuga á Jóni. Eftir að hafa verið búinn að leita að gömlu útgáfunni af ljóðabók Jóns, Flugum.í öllum fombókaverslunum, kvaðst hann hafa séð í hendi sér að það tæki styttri tíma að gefa bókina út, en halda leitinni áfram. Bókin var komin út sex vikum eftir að hugmyndin fæddist. Fmmritið fékk hann á Landsbókasafninu, fékk það ljósritað og skrifaði það síðan upp og færði til nútíma stafsetningar. „Ég tók eitt kvæði og sögubrot upp úr tímarit- um að auki, einnig minningabrot Þórbergs Þórðarsonar og fékk Gísla Sigurðsson til að skrifa inngang," segir Hrafn. „Upplag- ið er 600 eintök og salan hefur gengið nokkuð svo vel og bókin hefur hlotið góð- ar viðtökur". í vor annaðist hann kynningu á verkum Jóns á skáldakvöldi hjá „Besta vini ljóðsins". „Þar sló Jón í gegn, loks- ins,“ segir Hrafti og brosir. „Nú hef ég Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir stofnað bókaforlagið Flugur, ég setti það inn á firmaskrá seint í ágúst," heldur hann áfram. „Ég hef einnig gefið út aðra bók, Náttvirkið". Nú stendur Hrafn á fætur og opnar hurðina svo súrefnið streymir inn í reykmettað herbergið. Inn kemur hann með gula bók, þunna, með linri kápu. Á forsíðu er slanga með eitur- tungu. Nafn höfundar stendur þar einnig: Margrét Lóa Jónsdóttir. Þetta er ljóðabók. Þegar ég fletti upp í bókinni verður fyrir mér ljóðið „Tvær stúlkur": Ég mála líflaust andlit á götuna ímjmda mér að ég sé guð Tunglið fellur á ísilagða tjöm Ég og hún tökum Ijósmyndir í gegnum vegginn berast raddir ræðu- keppendanna: „Góðir íslendingar" segir ein röddin ábúðarmikil og önnur svarar og dregur seiminn, ég hlusta með öðru eyranu en skoða jafnframt einblöðung „Flugufréttir" þar sem mönnum gefst kostur á að kaupa bækumar tvær ef ritað er á seðil sem sfðan er settur í póst. Þessu líkt fara mörg bókaviðskiptin fram í dag. Ljóðagerð til bóta í kvennamálum? Ekki kveðst Hrafn hafa grætt á fyrir- tækinu enda ekki gert ráð fyrir því, aðallega að það stæði undir sér og það væri fyrirsjáanlegt að það gerði það. Talið berst að ljóðagerð. Hrafn neitar því ekki að hann yrki, segist hafa lesið upp eftir sig ljóð á ljóðakvöldum, síðast í sumar í Norræna húsinu, hjá títtnefndum „Besta vini ljóðsins": Hann spennir greipar fyrir aftan hnakka og segist hafa byijað að yrkja í gagnfræðaskóla, þá náttúrlega misvel heppnaðar yfirlýsingar um ást sína á hinum og þessum stúlkum. „Ég lét þar við sitja, reyndi ekki að nálgast stúlkumar meir, en stakk ljóðunum ofan í skúffu, svo það er öldungis ósannað að slík iðja sé til bóta í kvennamálum. Kannski er hún til ills eins, allur slagkrafturinn fer þá í þetta" Nú hlær Hrafn. Ekki líst honum á þá hugmynd að hefa út ljóð eftir sig „Nei“ segir hann, „það er algerlega gefið mál að bókaforlagið Flugur gefur ekki út ljóð eftir Hrafn Jökulsson. Mig langar ekki að gefa út ljóð eftir mig. „ segir hann. „mér finnst mun skemmtilegra að lesa upp eft- ir mig ljóð við og við.“ Það kemur í ljós að 16 ára hélt Hrafn úti unglingasíðu í Tímanum og hefur síðan við og við birt eftir sig grein eða ljóð. Eitt sinn á peningaleysistímum greip hann til fróðleiks, sem hann hafði aflað sér um Papa, vegna ritgerðarsmíðar, skrifaði helj- arlanga grein um það efiii og seldi í Morgunblaðið. Heimshryggðin og skáldin í dag í upphafi var vitnað til orða Rússa eins um hin mörgu skáld íslendinga. Hrafn er ekki sammála Rússanum heldur segir: „Við eigum mikið af fólki sem skrifar en fá skáld, margir skrifa mest fyrir sjálfa sig, skáldadraumurinn býr i mörgum. Ég held þó að enginn hörgull sé á frambæri- legu ungu fólki. Blaðamaður spyr hvort honum virðist skáld í dag haldin heims- hryggð eins og Þórbergur talar mikið um þegar hann minnist sokkabandsára sinna. Hrafn hallar sér aftur í stólnum og býst til að svara þessari viðurhlutamiklu spum- ingu, en þá kemur versti óvinur andagift- arinnar í dag til skjalanna, síminn hringir. Heimspekilegi svipurinn, sem færst hafði yfír ungt og einlægt andlit Hrafns, þokar og hinn „praktíski sans“ tekur völdin. Þegar símtalinu lýkur kemur Hrafn andlit- inu aftur í alvarlegar skorður og tekur að segja skoðun sína á heimshryggðinni umbúðalaust. Hann segir að hún sé ekki meiri en áður. Ljóð ungra skálda í dag séu kannski persónulegri og sjálflægari en ljóð voru áður en ekki bölsýnni. í þeim gætir þó ekki neinnrar sérstakrar von- gleði. „Það er þessi naflaskoðun sem allir ganga í gegn um og þá ekki síst skáldin okkar“, segir Hrafn. „En það ber ekki nokkur maður við að yrkja magnþrungin baráttuljóð eins og tíðkuðust á síðasta áratug, það er dottið uppfyrir". Samfylgdarmaður minn hefur hlustað lengi vel en nú leggur hann orð í belg og spyr Hrafn hver séu áhugamál hans , önnur en ljóðlist. Hrafn segist hafa gaman að sögu og afskaplega gaman af að tefla þó hann telji útséð um afrek á því sviði. Hann segist einnig hafa á ákveðnu tíma- bili haft mikinn áhuga á yfimáttúrulegum hlutum, allt frá galdrakukli til Tarotspila. Sjálfur segist hann aldrei hafa orðið fyrir yfímáttúmlegri reynslu, heldur jafnvel að hann hafi sóst svo ákaft eftir slíku að það hafi beinlínis fráfælst hann. En hann kveðst þekkja fólk sem reynt hefur ýmis- legt yfimáttúrulegt. Hrafti bjó um skeið í íbúð við Laugaveginn þar sem var draug- ur. Hann var svo óháttvís að skipta sér bara af stúlkum og ekki síður þeim sem engar sögur höfðu heyrt og komu í mesta grandaleysi. „En þó ég byggi í þessari íbúð í næstum ár og reyndi mikið að magna drauginn upp, þá lét hann ekki sjá sig.“ Segir Hrafn og glottir við. „Af því að þessar draugarannsóknir bám ekki árangur þá missti ég smátt og smátt áhug- ann á þeim“ segir hann svo. Hvað snertir það hvert framhald verður á útgáfu hjá Flugum þá segist Hrafn vita af þó nokkmm skáldum sem hann vildi sjá verk eftir á prenti. Þetta væri einkum og sér í lagi fólk sem aldrei hefði gefið út ljóð . Hrafn hefur líka áhuga á að halda áfram að kynna látin skáld sem hann tel- ur að ekki njóti sannmælis. Hann nefnir sem dæmi Jónas Guðlaugsson sem á aldar- afmæli á næsta ári. „Mér finnst hann hafa verið stórlega vanmetinn og vanrækt- ur“ segir Hrafn. „Svo er um miklu fleiri, þ\a miður. Hvert framhaldið á útgáfu verð- ur fer, að sögn Hrafns, eftir því hvemig „Flugudæmið" kemur endanlega út. Hann bætir þó við að óhætt sé að segja að ýmislegt sé í bígerð hvað útgáfumálin snerti. Tvö ljóð eftir Hrafn Jökulsson: mynd úr sveitinni þar sem uxu blóm og kettir voru helsta mannvonskan hlátur þinn glaðlegur þetta var áður en neró kollvarpaði heimsmyndinni nú er þér tíðhugsað til drauma og veist samt að aflausnin er blekking héðan af geturðu einungis málað myndina af bemskum vonum þínum Svo endaði þetta í einu bullandi fylleríi austur í bankok segir önnur þvottasnúran hróðug og þurrkar sultar- dropann með hreinu líninu já heldurðu að það sé stáss á þessu dóti nútildags segir hin þvottasnúran en sýður þá ekki helvítis ýsan uppúr eina ferðina enn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.