Morgunblaðið - 19.10.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.10.1986, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1986 HÁSKÓLI ÍSLANDS 111111111 ■ I ■■■11111111 75 ára Sb Orðabók Háskólans: Orðasöfnin skráðí tölv- uríáföngum Á tveimur stöðum í Arnagarði er Orðabók Háskólans til húsa. í dagsins önn lætur þessi stofnun ekki mikið yfir sér, en hvers konar stofnun er þetta? Og hvers konar starfsemi fer fram innan veggja hennar? Hér á eftir verður leitast við að svara þessum spurningum. Orðabók Háskólans tók til starfa árið 1947, en áð- ur hafði farið fram hér á landi mikil umræða um orðabókargerð. Á árunum 1918 og 1919 veitti Al- þingi samtals 600 krónur til að semja íslenska orðabók og var dr. Bjöm Bjamason frá Viðfirði feng- inn til að sjá um verkið. Þeir Þórbergur Þórðarson rithöfundur og sr. Jóhannes L. L. Jóhannsson vom honum til aðstoðar. Dr. Bjöm lést stuttu síðar, en Þórbergur og sr. Jóhannes söfnuðu orðum næsta áratug. Alexander Jóhannesson prófess- or var helsti hvatamaður að stofnun Orðabókar Háskólans. Alexander varð rektor Háskóla íslands 1932 og fjallaði setningarræða hans þá um haustið meðal annars um íslenska tungu, rannsókn orðaforð- ans og samningu vísindalegrar orðabókar yfir íslenskt mál. Ekki varð úr framkvæmdum að sinni, en vorið 1943 skoraði heimspeki- .deild á háskólaráð að láta hefja undirbúning sögulegrar orðabókar íslenskrar tungu eftir siðaskipti. Orðtaka miðuð við upphaf prentaldar Fyrsti forstöðumaður Orðabókar Háskólans var Jakob Benediktsson og gegndi hann því starfi til ársloka 1977. Ásgeir Blöndal Magnússon var forstöðumaður til ársloka 1979 er Jón Aðalsteinn Jónsson núver- andi forstöðumaður tók við starfinu. Til ársins 1975 voru sérfræðingar Orðabókarinnar oftast þrír en eru nú fimm. Em það auk forstöðu- manns deildarstjóramir Guðrún Kvaran, Gunnlaugur Ingólfsson, Jón Hilmar Jónsson og Jörgen Pind. Einnig vinna nú 11 lausráðnir menn við stofnunina. Þegar Orðabók Háskólans var sett á stofn var talið heppilegt að miða orðtöku við upphaf prentald- ar. Því er miðað við útkomu Nýja testamentisins á íslensku árið 1540. Þessi skoðun hafði einnig komið fram hjá Alexander Jóhannessyni á sínum tíma, en orðabók Ámastofn- unar í Kaupmannahöfn nær yfir fom- og miðaldamál til þess tíma. Starfsmenn Orðabókarinnar hafa orðtekið nánast allt prentað mál tii loka 19. aldar og fjölmargt frá þess- ari öld. Enn er margt óorðtekið en það verður smám saman gert sam- kvæmt ákveðinni áætlun. Nú em um 622.000 orð í ritmálssafni Orða- bókarinnar og notkunardæmi um 2.200.000. í textasafni Orðabókarinnar, sem geymt er á tölvu, er að finna 74 bækur auk fjölda kafla úr bókum og tímaritum. Þar em samtals um 5 milljónir orðmynda. Flestir text- anna em frá síðustu ámm en valdir textar frá fyrri öldum verða einnig slegnir inn. Safn þetta nýtist til margra hluta. Það má nota til heild- arorðtöku, einnig er hægt að leita að ákveðnum orðum í safninu og f þriðja lagi má orðtaka beint af tölvuskjánum. Ýmis orðasöfn í fórum Orðabókarinnar Hið fyrsta sem orðtekið var vom ýmis orðasöfn í handritum frá fyrri öidum. Það gerði Ámi Kristjánsson sem var fyrsti starfsmaður Orða- bókarinnar og allt til 1952. Þessum seðlum er haldið sér í söfnum Orða- bókarinnar og em þeir um 36.000. í fómm Orðabókarinnar er einnig orðabók JÓns Ólafssonar frá Gmnnavík. Hún var ljósmynduð fyrir mörgum ámm fyrir Ámastofn- un í Kaupmannahöfn og fékk Orðabók Háskólans þá eintak fyrir sig. Orðasafn Jóns var erfitt aflestr- ar, en er nú mjög aðgengilegt eftir að Jakob Benediktsson orðtók safn- ið og skrifaði á seðla, um 49.000 talsins. Orðabók Háskólans geymir einn- ig safn Þórbergs Þórðarsonar. Hann safnaði á sínum tíma aðallega orðum úr mæltu máli, sérstaklega frá sínum heimaslóðum í A-Skafta- fellssýslu og einnig af Vestfjörðum. Safn sr. Jóhannesar L. L. Jóhanns- sonar, sem hann orðtók úr prentuð- um ritum, er einnig geymt í húsakynnum Orðabókarinnar. Orðaforði þess er þegar kominn í aðalsafn Orðabókar Háskólans. Bjöm M. Ólsen safiiaði orðum úr mæltu máli um og fyrir síðustu aldamót. Hann ritaði orð, orðasam- bönd og merkingar þeirra í Iitlar vasabækur og em þær geymdar hjá Orðabók Háskólans. Þær hafa enn ekki verið orðteknar, en töluvert af þeim orðaforða er í orðabók Sig- fúsar Blöndals. Handrit Orðabókar Sigfusar Blöndals er allt á seðlum og var því komið til varðveislu í Lands- bókasafni íslands eftir að orðabókin kom út. Safnið hefur verið í vörslu Orðabókar Háskólans nær frá upp- hafí hennar. Orðabók Háskólans var rúm 20 ár til húsa í aðalbyggingu Háskól- ans. Haustið 1969 fluttist hún í núverandi húsnæði í Ámagarði við Suðurgötu. Til að auka öryggi seðlasafns Orðabókarinnar er því komið fyrir í sérstökum jámskáp- um, en áður var það allt geymt í tréskápum. Árið 1984 fékk Orða- bókin aðstöðu fyrir tölvudeild sína á 3. hæð í Ámagarði, en starfsemi Orðabókar Háskólans jókst mjög við tölvuvæðinguna og starfsfólki flölgaði. Starfsemin skiptist í fjórar deildir Jón Aðalsteinn Jonsson forstöðu- maður hefur með höndum daglega verkstjóm á Orðabókinni og umsjón með því starfí sem þar er unnið. Starfsemi Orðabókar Háskólans er nú skipt í fjórar deildir, Orðtöku- deild, Talmálsdeild, Tölvudeild og Ritstjómardeild. Guðrún Kvaran er deildarstjóri Orðtökuddeildar. Starfið sem þar fer fram felst í orðtöku, geymslu textasafns og úrvinnslu þess. Frá upphafi var ákveðið að Orðabók Háskólans skyldi verða söguleg orðabók, þar sem safnað er dæmum um notkun orðaforðans allt frá 1540. Með slíkum dæmum er bæði hægt að rekja þróun orðaforðans sjálfs og merkingarþróun einstakra orða. Hingað til hefur orðtaka farið þannig fram að lesarinn merkir við orð í texta, sem vaiinn hefur verið til orðtöku, og afmarkar síðan um- hverfi þeirra með homklofum, þannig að sem best sjáist í hvaða samhengi orðin eru notuð. Þegar ritið hefur verið lesið til enda eru undirstrikuðu orðin skráð á seðla. Efst á hvem seðil er uppflettiorðið ritað ásamt þeim orðflokki sem það fellur undir. Þar fyrir neðan kemur textinn, sem lesarinn var búinn að afmarka en neðst skammstöfun á heiti ritsins ásamt blaðsíðutali. Lengi vel höfðu ritarar utan Orða- bókarinnar vinnu við það í hjáverk- um að skrifa seðla fyrir Orðabókina. Gunnlaugur Ingólfsson blaðar i seðlasafni Orðabókar Háskólans. Starfsfólk Orðabókar Háskólans. Frá vinstri Þórdis Úlfarsdóttir, Andrés Sigurðsson, Elín Guðmunds- dóttir, Halldór-Ingi H. Guðmundsson, Guðrún Jónasdóttir, Sigrún Þorgeirsdóttir, Helga Jónsdóttir, Jörgen Pind, Jón Hilmar Jónsson, Jón Aðalsteinn Jónsson og Gunnlaugur Ingólfsson. Nokkrir starfs- manna Orðabókarinnar voru fjarverandi þegar myndin var tekin. V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.