Morgunblaðið - 19.10.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.10.1986, Blaðsíða 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1986 HÁSKÓLI ISLANDS Jöklarannsóknir: Ókunn jöklalönd Rætt við Helga Björnsson jöklafræðing FRÁ árinu 1977 hefur mikið starf verið unnið á vegiun Raunvísindastofnunar Háskólans við gerð korta af yfirborði og botni jökla hér á landi. Vegna þessara rannsókna er nú til staðgóð þekking á landsvæðum sem áður voru óþekkt að mestu, jökulhuldum dölum og fjalllendi, kulnuðum og virkum eldstöðvum undir jöklum. Hagnýtt gildi þessara rannsókna fer ekki á milli mála. Verulegur hluti virkjanlegs fallvatns er jökulvatn og eru jöklarnir því eins konar vatnsforðabúr virkjananna. Jöklarnir skila leysingarvatni, sem safnað er í uppistöðulón á sumrin og nýtt til raforkuframleiðslu á veturna. Þeir skila sinu á þurrum sumrum, þegar úrkoman bregst. Jöklarnir eru á hæstu og úrkomumestu svæðum landsins, ís streymir stöðugt niður á leysingasvæði jöklana og frá þeim fellur leysingavatn í jökulárnar. Þessar rannsóknir hafa m.a. gert mönnum kleift að afmarka þá hluta meginjöklana sem veita vatni til fallvatna sem virkjuð hafa verið og er þessi þekk- ing mikilvæg þegar valið er milli virkjunarkosta og kvíslaveita. Einn- ig hafa þessar rannsóknir gildi fyrir almannavamir og vegagerð þar sem vitneskja hefur fengist um legu eld- stöðva og vatnslóna undir jöklum og rennslisleiðir jökulhlaupa sem frá þeim kunna að falla. Botn og yfirborð jökla Helgi Bjömsson jöklafræðingur hefur haft yfirumsjón með þeim jöklarannsóknum sem hér er um rætt. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Helga um þessi mál og var hann fyrst spurður um upphaf þessara rannsókna. Það voru ekki til nein nákvæm kort af yfírborði jökla né jökulbotn- um er Raunvísindastofnun hóf rannsóknir sínar, sagði Helgi. Einu kortin sem gerð höfðu verið af yfir- borði jökla vom herforingjaráð- skortin svonefndu sem gerð vom á tímabilinu 1904—1938. Meginhluti jöklanna var teiknaður eftir ljós- myndum og kortin sýna lögun á yfírborði en ekki nákvæmar hæð- arlínur. Við höfum því bæði unnið að gerð nákvæmra korta af yfirborði og botni jöklanna. Við mælum jök- ulþykktina með tæki, svonefndri íssjá, sem hönnuð var og smíðuð hér á Raunvísindastofnun. Lands- virkjun hefur hins vegar að mestu leyti staðið straum af kosnaði við þessar mælingar. Þannig hafa verið gerð nákvæm kort af Hofsjökli og nokkmm skrið- jöklum Vatnajökuls. Þar með höfum við fengið mynd af landsvæðum sem áður vom óþekkt - fjöllum og dölum og virkum eldstöðvum og óvirkum. Við getum metið ísforðann sem bundinn er í jöklum og skrið íssins niður að jökultungum og af- markað þau svæði sem veita ís niður að hinum ýmsu jökulvötnum. Svæð- in afmarkast af svonefndum ísaskil- um. Annað hagnýtt markmið með þessum rannsóknum var að kanna Helgi Björnsson jöklafræðingur Morgunblaðið/Þorkell rennslisleiðir vastnsins í jöklunum. Leysingarvatn af yfirborði jöklanna leitar niður á botn. Rennslisleiðir vatnsins ráðast þar af tvennu: hall- anum á jökulbotninum og ísfarginu sem þýstir á vatnið. Af samanlögð- um áhrifum þessa getum við afmarkað vatnasvæði hinna ein- stöku fallvatna, - skipt jöklinum niður á hinar einstöku ár ef svo má að orði komast. ísskil og vatna- skil þurfí alls ekki að fara saman. Þess vegna hefur Landsvirkjun kostað þessar rannsóknir á jöklum YFIRBORÐ HOFSJÖKULS YFIRBORÐIÐ UNDIR JÖKLINUM Hofsjökull. Á efrimyndinni má sjá þrívíddarmynd af yfirborði jökulsins en á þeirri neðri þrividdarmynd af jökulbotninum. sem veita vatni til virkjana sem hafa verið reistar eða áætlað er að reisa. Við höfum kortlagt allan vest- urhluta Vatnajökuls (vegna Þjórsár og Tungnársvæðis) og alla leið upp á Bárðarbungu. Þá hefur norð- austurhluti Vatanjökuls einnig verið kortlagður vegna væntanlegrar Fljótsdalsvirkjunar og allur Hofs- jökul vegna Þjórsár og Blöndu. —Hvernig fara þessar mælingar fram? Mælingaaðferðin íssjáin er dregin af snjóbíl á yfír- borði jökulsins og sendir hún stöðugt frá sér rafsegulbylgjur nið- ur á jökulbotninn. Endurkast bylgjanna er skráð samfellt á ljós- myndafílmu. Alls höfum við nú farið með íssjánna um fímm þúsund kiló- metra vegarlengd vegna þessara mælinga. Hæðin er mæld jafti óðum og ekið er með mjög nákvæmum loftþiýstingsmælingum sem skráð- ar eru á segulband og leiðréttar vegna breytinga á hitastigi og loft- þrýstingi. Staðsetning á jöklinum er einnig skráð samfelt með því að miðað er við lóranstöðvar á Hellisandi, Jan Mayen og í Færeyjum. Einnig er miðað við þekkta punkta á jökul- skeijum og Qöllum umhverfis jökulinn. Venjulega eru mælilínur samsíða á jöklinum og 800—1000 metrar á milli þeirra. Næsta skrefíð er að teikna kort af jöklunum. Er það gert með því að gögnin eru færð inn í tölvur og fundið ákveðið tölugildi fyrir hvem reit sem er um 200 sinnum 200 metrar á kant. Eru síðan teiknuð hæðarlínukort út frá þessum gagnagmnni að vild. —Hverjar eru helstu niðurstöður? Gömlu yfírborðskortin vanmeta víða hæð meginjöklana og telja þá allt að 100 metrum lægri en þeir eru, enda var því aldrei haldið fram að hæðarlínur þessara korta væru réttar.(Á Herforingjaráðskortunum er Hofsjökull t.d. sýndur 1765 metr- ar en reyndist vera hæstur 1800 metrar). Botnkort af jöklunum sýna margt. Komið hefur fram geysimik- il eldstöð undir Hofsjökli og er askjan um 600—700 metra djúp. Einnig sést að undir einum skrið-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.