Morgunblaðið - 19.10.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.10.1986, Blaðsíða 22
22 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1986 - HÁSKÓLI ÍSLANDS Matiávinnu keiumm verði breytt Rætt við Þorstein Vilhjálmsson dósent formann Kennslumála- nefndar Háskólans „Kennslumálanefnd Háskólans fæst víð tengsl við aðra skóla, aðailega framhaldsskóla. Jafnframt fjallar hún við kennsluhætti í Háskólanum“ sagði Þorsteinn Vilhjálmsson dósent, formaður Kennslumálanefndar, er hann var spurður um starf nefndarinnar. Kennslumálanefnd Háskólans var skipuð með bréfiþann 1. nóvember 1985. Auk Þorsteins sitja í nefndinni Gunnar Karlsson prófessor, Jón Torfi Jónsson dósent, Þórður Harðarson prófessor, Valdimar K. Jónsson prófessor og Ingvar Þórisson stúdent. Sem formaður nefndarinn- ar situr Þorsteinn í starfs- hópi á vegum mennta- málaráðuneytisins um námskrá framhaldsskóla. „Þeir sem sitja í þessum starfshóp vilja skilgreina fyrir nemendum hvers konar undirbúningur er æski- legastur fyrir háskólanám. Við teljum mikilvægt að lýsa þessu bet- ur en gert hefur verið hingað til, svo þetta liggi ljóst fyrir öllum sem hyggja á háskólanám. Kennslu- málanefnd ætlar að kanna viðhorf deilda og námsbrauta innan Há- skólans til þessa og jafnframt að kanna viðhorf nemenda til náms síns. Forvitnilegt er að vita hvemig nemendumir líta á undirbúning sinn fyrir námið og einnig hvaða vonir þeir gera sér um námið. Staðreyndin er sú að meira frá- hvarf er úr Háskóla íslands en gengur og gerist í erlendum háskól- um. Við viljum vita hvað veldur þessu. Spuming er hvort nemendur hverfa frá námi vegna þess að þeir hafi ekki verið ákveðnir í að ljúka því, eða hvort það gæti verið vegna þess að þeir hafa ekki undirbúið sig á réttan hátt fyrir námið". -Hvemig verður þessum upplýs- ingum komið á framfæri? „Þegar hefur verið prentuð nám- skrá fyrir framhaldsskóla þar sem upplýsingar sem þessar koma fram. Einnig verða þær ef til viil prentað- ar í Kennsluskrá HI síðar meir. Þannig fá nemendur upplýsingar um hvaða leiðir em þeim opnar. Engar reglur verða settar að svo stöddu heldur miðast upplýsingar við að mæla til dæmis með heppi- legu námi. Hugsanlega verða einnig gefnir út upplýsingabæklingar. Þar þurfa að koma fram nýjustu upplýs- ingar og verður því að endurvinna þá reglulega. I þessu sambandi emm við fyrst og fremst að hugsa um hvaða kröf- ur háskólanámið sjálft gerir til nemenda. Vonandi verður unnt að eyða misskilningi og leitast við að lýsa kennslunni sem best og for- sendum hennar". -Hvemig hefur starfi nefndarinn- ar verið háttað frá því að hún var skipuð? „í starfi nefndarinnar hingað til hefur mest áhersla verið lögð á framhaldsskólana. Nefndin hefur sent frá sér bráðabirgðaályktun til glöggvunar fyrir þessa skóla. Einn- ig hafa verið undirbúnar kannnanir og em niðurstöður úr þeim væntan- legar fljótlega. Þá hefur nefndin einnig lagt til að mati á vinnu kennara verði breytt. -Hvemig breytingar hafið þið í huga? „Þær breytingar sem við emm að hugsa um mundu stuðla að breyttum kennsiuháttum í Háskól- anum. Hugmyndin er að nemend- umir mundu vinna meira sjálfstætt. Kennslustundum yrði fækkað og kennarrar fengju þá meiri tíma til að vinna kennslugögn. Að vísu ætti þessi breyting ekki við í öllum deild- um Háskólans, en flestum. Fleira mætti nefna í sambandi við kennsluhætti í Háskólanum. Við höfum til dæmis í huga að auðvelda kannanir á einstökum námskeiðum í skólanum og að auðvelda kennur- um að fá betri upplýsingar um kennslu sína. Ég tel að einnig þurfi að endur- skoða námsmat og próf. Sumum finnst þetta kerfi hér á landi löngu úrelt og því þarf að reyna að bæta það“. -Hefur eitthvað líkt þessu verið unnið hér í Háskólanum áður? „Hér starfaði eitt sinn svokölluð Tengslanefnd. Starf hennar var fólgið í að athuga tengsl Háskóla íslands við framhaldsskólana. En það er ljóst að nú má sjá aukinn áhuga á starfi framhaldsskóla. Einnig er nú mikill áhugi á að Háskólinn sé tengdari atvinnulífinu og opnari. Þetta stafar af auknum áhuga á menntun almennings og á þekkingu í landinu. Við höfum áhuga á meiri samvinnu við yfir- völd og skóla í þeim tilgangi að reyna að bæta skóiakerfíð á ís- landi". -Hefur nefndin komist að ein- hverri niðurstöðu í sambandi við bættan undirbúning fyrir Háskóla- nám? „Það sem skiptir mestu máli fyr- ir allan undirbúning fyrir Háskóla- nám er íslenska - aðallega tjáning -, stærðfræði og enska. Við erum greinilega eftirbátar annarra þjóða í tjáningu. Stærðfræðin nýtist í flestum greinum og enskan er mik- ið notuð í lang flestum námsgrein- um. Margar kennslubækur eru til dæmis á ensku. Til viðbótar þessu !<?/ mu/t d<? Cartier Paris Gjöriö svo vel og litiö inn — ^ það er sjón fyrir fagurkera. | Úrval af glæsilegum silfur-, ^ kristal- og postulínsvörum. | clCjörtur* ^TLielóeti^ lt/\ KRISTALL OG POSTULÍNSVÖRUR Sérverslun með áratuga þekkingu. — í hjarta borgarinnar. TEMPLARASUNDI 3 SÍMI 19935 Rós í hnappa gatið ... í fyrsta skipti á íslandi fást nú Cartú hinar heimsfrægu fáguðu silfur- og kristalsvörur með gullröndinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.