Morgunblaðið - 19.10.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.10.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1986 B 19 Vatnajökull. Snið frá Rjúpnabrekkujökul yfir Bárðarbungu og sigketilinn sem hleypir vatni í Skaftá. Askjan undir Bárðarbungu er rúmlega 700 metra djúp. jökla Hofsjökuls, Múlajökli, er mikil kvos þar sem land liggur allt að 100 metrum lægra en framan við jökulinn. Þar yrði mikið stöðuvatn ef jökullinn hyrfi. Landið undir Vatnajökli Undir vesturhluta Vatnajökuls eru miklir hryggir sem stefna í norðaustur með djúpum dölum á milli og hafa þessir hryggir væntan- lega myndast í eldgosum undir jökli. Hryggi sem þessa má einnig sjá suð-vestur af jöklinum og kem- ur ekki á óvart að þeir halda áfram undir jökulinn. Undir Tungnáijökli vekur sérstaka athygli mikill hrygg- ur, sem hverfur inn undir jökulinn við Langasjó og Fögrufjöll og nær hann upp að Hamrinum. Hryggur- inn nær víða allt að 800 metra hæð og skilur að Tungnáijökul og Skaft- áijökul. Austan við hann fellur botninn að meginhluta Vatnajökuls, sem rofíð hefur land um þúsundir ára. Þar er dalur meðfram hryggn- um að austan, 30 km langur, allt frá upptökum Skaftár að austur- hlíðum Hamarsins. Grein úr þessum dal teygir sig norður fyrir Pálsfjall og í austur upp að vesturhlíðum Háubungu. í þessum dölum er botn lengst af lægri en 600 metrar en er lægstur um 500 metrar. Einstök fjöll ná yfír 900—1000 metra hæð beggja vegna við hrygginn, austan við Kerlingar. Megineldstöðin Hamarinn er um 50 ferkilómetrar að flatarmáli, nær hringlaga - rúmlega 8 km að þver- máli við rætur fjallsins mælt norður-suður. Fjallsbrúnimar af- markast af 1100 metra hæðarlín- unni, en meginhluti fjallstoppsins er í um 1200 metra hæð. Að vestan er Hamarinn skörp brún umlukin 1200 metra hæðarlínu - þar er Hamarinn hæstur, 1573 metrar og rís upp úr ísnum. Austur úr Hamrin- um gengur 1100—1200 metra hár hryggur og nær hann alla leið norð- ur fyrir Grímsvötn. Bárðarbunga er mikil askja sem nær mestri hæð um 1850 metra en er lægst í miðri öskjunni um 1100 metrar. Askjan er því 750 metra djúp. Þijú skörð eru úr öskjunni. í suðvestri er skarð niður í um 1450 metra, í norðaustri í um 1400 metra en fyrir miðri austurhlíðinni nær skarð niður fyrir 1300 metra. Alls er fjarlægð milli öskjubarma um 11 km í austur vestur stefnu, en um 9 km suður norður. Flatarmálið innan öskjubarmana er um 100 ferkilómetrar. Askjan undir Bárðar- bungu er talin meginelstöð. Upplýsingar um legu eldstöðvana og jökulbotninn umhverfis þær gætu komið að gagni þegar áætla skal rennslisleiðir vatns ef eldgos brytist út í þessum eldstöðvum. —Má telja að þama sé um virkar eldstöðvar að ræða? Það virðist mikil virkni vera í hryggnum austur af Hamrinum því þar hafa mælst tíðir jarðskjálftar. Talið er líklegt að þar hafí orðið gos 1938, bræðsluvatn runnið niður í Grímsvötn og hafí það valdið hlaupi í Skeiðará það ár Á þessum hrygg eru einnig upptök Skaftár- hlaupa, tveir sigkatlar. Allir vestuijöklar Vatnajökuls eru á einu gosbelti og mönum er að verða starsýnt á Bárðarbungu sem mikilvæga megineldstöð. Grímsvötn eru sem kunnugt er virk- asta eldstöð í Vatnajökli. —Er í ráði að kanna fleiri jökla með þessari aðferð í framtíðinni? Mýrdalsjökull Það er mikill ahugi á að Mýrdals- jökull verði kortlagður á þennan hátt þar sem hætta vofír yfir vegna jökulhlaupa frá honum. Ef við hefð- um hliðstæð kort af Mýrdalsjökli, eins og fengist hafa með mælingum okkar á öðrum jöklum, gætum við sagt fyrir um hvort hlaup vegna eldgoss á einhveijum tilteknum stað undir Mýrdalsjökli myndu leita nið- ur á Mýrdalssand eða Sólheima- sand. Þetta er framtíðarverkefni sem þyrfti að ráðast í fyrr en seinna, jafnframt því að fylgst er með jarð- hræringum og því hvar umbrot eru í jöklinum og sigkatlar myndast, sem benda til aukins jarðhita. Einnig væri þörf á að kanna Brúajökul áður en ráðist yrði í virkj- un fallvatna þaðan. —Eru rannsóknir sem þessar ekki tölvert hættulegar þar sem mikið er af sprungum í jöklunum? Við höfum gert mælingarnar á vorin þegar þykkt snjólag er yfír nær öllum sprungum. Áð sjálfsögðu förum við varlega og athugum svæðin vel áður en ekið er um þau. Þar sem miklar sprungur eru undir snjó sést gjaman dæld í snjónum og krækjum við þá fyrir þær. Við fáum óneitanlega stundum bak- þanka þegar við skoðum jökulyfír- borðið að haustinu og sjáum allt kolsprungið. Það hafa þó aldrei orð- ið slys hjá okkur en oft hefur kannski munað mjóu að illa færi. Við höfum misst bíla niður í sprung- ur en altaf náð þeim upp aftur. Áf þessu hafa orðið nokkrar tafir. —Nú mun íslenska íssjáin vera fullkomnasta tæki í heiminum til að mæla jökulþykkt - hvað hefur orðið til þess að Raunvísindastofnun hefur náð svo miklum árangri á þessu sviði? Við eigum mikla jökla, þeir skipta okkur miklu máli. Sigurður Þórar- insson sá til þess að jöklarannsóknir yrðu verkefni stofnunarinnar og Þorbjörn Sigurgeirsson kom upp hópi færustu tæknimanna. Þróun íssjárinnar á sér nokkum aðdrag- anda. Menn komust að því fyrir tveimur áratugum að unnt var að nota ratsjá til að kanna dýpt gadd- jökla t.d. Grænlandsjökuls og Suðurskutslandsins. Hitastig í gaddjöklum er undir frostmarki og því ekkert rennandi vatn í þeim. Allir íslenku jöklarnir em hins veg- ar þíðjöklar, hitastig í þeim er við frostmark og vatnsæðar liggja langs og þvers um allan jökulinn. íssjáin Þegar reynt var að kanna þykkt þíðjökkla með ratsjármælingum virtist sem merkin dofnuðu vem- lega og endurkast varð mjög ruglingslegt. Reynt var að auka styrkinn og beina þröngum geisla niður í jökulinn en endurkastið varð enn mglingslegra. Það var svo Bandaríkjamaður sem fékk þá hugmynd að það væri ekki deyfíng sem þessum vand- kvæðum ylli heldur dreifíng og væri það vatnið í jöklinum sem stöð- ugt ylli endurkasti. Lausnin væri því að lengja bylgjuna þannig að hún yrði lengri en vatnstaumamir í jöklinum og hún gæti þannig kom- ist í gegn án þess að tmflast um of. Hann gerði síðan tilraun sem sýndi að þetta var rétt ályktað. Við höfðum fylgst með þessum málum og réðumst í að smíða tæki með lengri bylgju en í fyrri ratsjám. íssjáin var dýrt verkefni en það var unnið fyrir styrk úr Vísindasjóði og framlag frá Rannsóknasjóði Eg- gerts V. Briem. Síðan hófst samstarfið við Landsvirkjun. Árangurinn verður að teljast góð- ur. íssjá Raunvísindastofnunar er nú fullkomnasta tæki sinnar teg- undar til mælinga á þíðjöklum. Við höfum mælt allt að 900 metra jökul- dýpi með henni með. —Hefur fengist alþjóðleg viður- kenning á þessu starfí? Alþjóðleg viðurkenning fékkst á því að við Islendingar væmm komn- ir langt á þessu sviði er hér hér var haldin alþjóðlegráðstefna um jökla- mælingar og gerð korta af jöklum á síðasta ári. Þetta var mikil viður- kenning og okkur er kappsmál að vinna áfram vel þessu sviði. —Það var þessi sama íssjá sem notuð var til að fynna herflugvél- amar á Grænlandsjökli fyrir tveim ámm er það ekki? Jú, 8 herflugvélar nauðlentu á jöklinum 1942 og grófust þar en ekki var vitað með vissu hvar þær væri að fínna eða á hversu miklu dýpi. Ógjömingur reyndist að fínna þær með ratsjá sem Bandaríkja- menn höfðu með sér vegna þess að á þessum stað er þíðjökull. Við fengum þama dýrmæta reynslu í að greina aðskotahluti í jökli með íssjánni. Víða hafa mælingar okkar sýnt endurkast í íslenskum jöklum sem álíta má öskulög frá ýmsum tímum. í Mýrdalsjökli fannst t.d. árið 1978 greinilegt öskulag á 250 metra dýpi og má ætla að það sé frá Kötlugosinu 1918 og hafí því grafíst að meðaltali um 4 metra á ári. Með því að kortleggja öskulög í jöklum getum sagt til um afkomu jökulsins á þeim tíma sem liðinn er frá því öskulagið féll. —Hafa miklar breytingar orðið á íslenskum jöklum síðustu áratugi? Við upphaf þessarar aldar voru Islenskir jöklar einna stærstir frá lokum síðasta jökulskeiðs. Síðan hðfst eitt mesta hlýindaskeið frá upphafí íslandsbyggðar fram undir 1960 og gekk þá á þennan ísforða, svo að jafnvel þótt svipað hlýinda- skeið héldi áfram má varla búast við auknu vatnsrennsli frá jöklun- um. Hins vegar er geysimikill forði bundinn í jöklunum sem endast myndi árum saman jafnvel þótt veðurfar hlýnaði verulega. Sam- kvæmt mælingum okkar er heildar- rúmmál ísins í Hofsjökli t.d. um 200 rúmkilómetrar og ár frá vesturhluta Vatnajökuls.sem hafa verið virkjað- ar, hafa tvöfalt meira að baki sér. bó. IBflEEZA loftræsti viftur SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670 í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.