Morgunblaðið - 19.10.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1986
ftí»
B 27
Háskóli íslands og Sæmundur á selnum.
Morgunblaðið/Þorkell
1911, að fenginni Qárveitingu.
Hann var settur í sal Neðri deildar
Alþingis og hófst kennsla um haust-
ið. Deildir hans voru fjórar, þær er
forstöðumenn embættismannaskól-
anna höfðu iagt til að starfræktar
yrðu. Embættismannaskólamir
vom lagðir niður með stofnun Há-
skólans. Nokkmm ámm áður höfðu
söfn þau, er aðsetur höfðu í Al-
þingishúsinu, verið flutt í Safnahús-
ið, og fékk Háskólinn því inni þar,
á jarðhæð Alþingishússins. Fyrsta
árið sátu 45 stúdentar í Háskóla
íslands, en Bjöm M. Ólsen var rekt-
or hans.
Flest bendir til þess að staðsetn-
ing Háskólans í Alþingishúsinu hafí
frá upphafí einungis átt að vera til
bráðabirgða og héldu háskólamenn
lífí í hugmyndinni um sérstaka
Háskólabyggingu.
Árið 1913 kom hingað til lands
bandarískur prófessor, Carl Lor-
entzen, og gekk hann erinda
Háskóla New York. Var erindið að
kanna hvort leita ætti aðstoðar við
háskólabygginguna í Vesturheimi.
Lorentzen prófessor taldi síst loku
fyrir hana skotið og var rætt um
að reist yrði háskólabygging á Am-
arhóli, en Lorentzen gerði það að
kröfu að ríkisstjómin lýsti því yfír
að allt Amarhólstúnið norðan
Hverfísgötu yrði frátekið til þess
ama. Má af öllu vera ljóst að hug-
mynd hans var að reisa háskólaþorp
að bandarískum hætti („campus"),
með stúdentagarði og öðm tilheyr-
andi.
Hannes Hafstein, ráðherra, lýsti
því yfír að umræddur skiki yrði
ekki seldur í hendur einstaklinga
og lét Háskólaráð því gera uppkast
að háskólabvggingu. Hana gerði
Rögnvaldur Olafsson, húsameistari
og var hugmynd hans að húsið
skyldi minna á burstabæina
íslensku. Af einhveijum óljósum
ástæðum rann þó hugmyndin um
aðstoð bandarískra auðmanna og
New York-háskóla út í sandinn og
hafa teikningar Rögnvaldar glatast.
Þó er til mynd af framhlið bygging-
arinnar.
Guðjóns þáttur
Samúelssonar
Guðjón Samúelsson er að líkind-
um sá arkítekt íslenskur, sem dýpst
liggja spor eftir. Byggingarsaga
Háskóla íslands er honum sam-
tvinnuð og gerði hann fyrstu
teikningu sína af Háskóla íslands
árið 1914, eftir því sem næst verð-
ur komist. Þá teikningu gerði hann
að eigin fmmkvæði og lagði fram
sem lið í próftöku Listaháskólann
í Kaupmannahöfn. Háskólann
hugsaði hann sér við suð-austur-
enda Tjarnarinnar, líklega gegnt
Hljómskálanum.
Næst kom háskólabygging til
tals árið 1917 og var þá rætt um
að gera viðbyggingu við Alþingis-
húsið. Þegar þetta kom til tals var
Guðjón hér heima, hafði tekið sér
námshlé frá Listaháskólanum í
Höfn, og var hann fenginn til þess
að gera teikningar af slíkri við-
byggingu. Reyndi hann að fella
hana vel að Alþingishúsinu án þess
að skyggja á það. Hún átti að vera
vestan við það og liggja svo til suð-
urs, en þar tæki við stúdentagarður.
Þegar tillaga þessi var lögð fyrir
Alþingi hlaut hún engar undirtektir
ogféll „háskólamálið“ nú enn niður.
Háborgin
Þar kom að árið 1924, að farið var
að huga að bæjarskipulagi í
Reykjavík og hvíldi starfíð mjög á
herðum Guðjóns, sem þá var orðinn
Húsameistari ríkisins. Lagði hann
m.a. til að á Skólavörðuholti yrðu
reistar ýmsar opinberar byggingar,
á holtinu miðju yrði torg og á því
kirkja. Meðal bygginga, sem þama
áttu að vera, vom háskóli og stúd-
entagarður, hvom tveggja mjög
voldugar byggingar. Guðjón dró
mynd af þessari hugmynd sinni og
kom henni fyrir í sýningarglugga
verslunar Haraldar Ámasonar í
Austurstræti og vakti teikningin
óskipta athygli. Birti Morgunblaðið
viðtal við Guðjón undir fyrirsögn-
inni „Háborg íslenskrar menning-
ar“. í því koma ljóslega fram
stórhuga hugmyndir Guðjóns um
framtíðarskipulag Reykjavíkur.
Þama vildi hann hafa dómkirkju
landsins, háskóla, listasafn og
margt fleira. Byggingamar áttu
allar að vera í renaissance-stíl, utan
Hnitbjörg, hús Einars Jónssonar.
Ekki vom allir á einu máli um
hugmyndir Guðjóns. Tryggvi Magn-
ússon, listmálari, réðist harkalega
á tillöguna í grein í Morgunblaðinu
og Jóhannes S. Kjarval reit enn-
fremur um hana í blaði sínu,
„Ardegisblaði listamanna". Þar
hvetur hann menn til varkámi í
loftkastalasmíðum og gagnrýnir
það að einn maður skuli geta haft
mál þessi í hendi sér, án þess að
hann ráðist sérstaklega gegn Guð-
jóni og hugmyndum hans.
í „Dagblaði", 25. apríl, kastar
ónafngreindur greinarhöfundur
fram þeirri hugmynd að reisa beri
háskólabyggingu og stúdentagarð
á hentugum stað á „túnunum sunn-
an við tjömina". Ekki heyrðist þó
meira um hana í bili.
Vorið 1926 em „háskólamálin"
enn til umræðu og kom til snarpra
umræðna um það á bæjarstjómar-
fundi. Vom uppi raddir um að reisa
bæri háskólabyggingar Landa-
kotstúni eða Hólavelli. Þeirri
hugmynd kastaði hins vegar Sam-
vinnunefnd um bæjarskipulag frá
sér sem fásinnu og komu þessir
staðir ekki aftur til tals.
Af ýmsum ástæðum var Háborg-
in aldrei reist, en kirkjuhugmyndin
lifði, sem sjá má á Hallgrímskirkju,
en hana teiknaði Guðjón reyndar.
Nú er fátt, sem enn minnir á þess-
ar ráðagerðir, nema götunafnið
Mímisvegur, en það þótti tilhlýðilegt
nafn á menntabraut þá er tengja
átti Háskóla íslands og Landspítala
þess.
Þrátt fyrir að Háborgin risi aldr-
ei, munaði litlu að á Skólavörðuholti
risi stúdentagarður. Var Sigurður
Guðmundsson fenginn til þess að
teikna slíkt hús fyrir Stúdenta-
garðsnefnd. Var málið komið á
slíkan rekspöl að stúdentar tóku
að grafa gmnninn að húsinu í
frístundum, en að lokum fór sem
oft fyrr, að fjárskortur hamlaði
verki. Var framkvæmdum þá frest-
að, en síðar þegar ljóst var að byggt
yrði suður á Melum, var endanlega
frá þessu ráði horfíð.
Skriður kemst á málið
Síðla árs 1928 ályktaði Háskóla-
ráð um húsnæðisvanda sinn, sagði
hann óviðunandi og úrbóta krafð-
ist. Var farið að þrengjast vemlega
um menn í Alþingishúsinu og ekki
vináttan ein milli hæða. Ekki er
vitað hvort Jónas Jónsson frá
Hriflu, sem þá var kennslumálaráð-
herra, vissi um þessa ályktun
ráðsins, en síðar meir vildi hann
a.m.k. ekki kannast við að hafa
fengið hana í hendur og taldi æ
síðar að hann hefði átt frumkvæðið
í bættum húsnæðismálum Háskól-
ans. Sagði Jónas jafnvel að háskóla-
kennarar hefðu ekki tekið vel í
hugmyndir hans um úrlausn mála.
Þær hugmyndir gengu út á að há-
skólinn yrði borg í borginni og má
vera að þar hafí verið um bandarísk
áhrif að ræða, Leifslínan, sem Jón-
as nefndi svo, en hann var alla tíð
talsmaður mikinna og náinna sam-
skipta við Vesturheim.
Nú .var farið að athuga hugsan-
leg stæði fyrir Háskólann og var
Skólavörðuholtið enn fyrir augum
manna. Gekk svo langt að Hriflu-
Jónas lagði fram frumvarp fyrir
Alþingi, þar sem gert var ráð fyrir
að Reykjavíkurbær gæfí lóð til
Háskólans á holtinu.
Þá lét Knud Ziemsen, borgar-
stjóri, til sín taka og reit Mennta-
málanefnd Efri deildar bréf þar sem
hann gerði ýmsar athugasemdir við
téð frumvarp, sem þá var til með-
ferðar hjá nefndinni. Hann taldi
Jónas hafa farið offari og taldi vafa-
samt hjá ráðherranum að leggja
fram frumvarp, sem byggðist á
gjafmildi annarra, sérstaklega þeg-
ar til þess væri litið að Háskólinn
væri landsins alls, ekki einvörðungu
Reylcjavíkur. Hann benti á að búið
væri að ráðstafa lóðinni öðrum
menntastofnunum og fann að flestu
í tillögu Jónasar. Hins vegar sagð-
ist hann hafa svipast um eftir
hentugu landi undir Háskólann og
að það hefði hann fundið. Hann
gerði það að tillögu sinni að Háskól-
inn skyldi rísa á því svæði, sem nú
er í daglegu tali nefnt Háskóla-
hverfíð.
Menntamálanefnd féllst á þessi
rök Knuds og má segja að með því
hafí hugmyndin um háskólabygg-
ingu á Skólavörðuholti lognast út
af í eitt skipti fyrir öll. Var frum-
varpið lagt fram í þessari mynd,
en ekki var það þó samþykkt strax.
Gekk Jónas frá Hriflu nú fram af
mikilli atorku og með harðfylgi
tókst honum að knýja fram sam-
þykkt þess hinn 23. júní 1932. Að
vísu veittu lögin einungis heimild
til byggingar, en ekki fjárveitingu
til. Þau voru samt grundvöllur þess
sem koma skyldi og eru að því leyti
jafnmerk og lögiri frá 1909, sem
heimiluðu stofnun Háskóla íslands.
Hið næsta sem gerðist var það
stúdentar réðust í byggingu stúd-
entagarðs við Hringbraut og er það
„Gamli Garður", sem svo er neftid-
ur. Hann teiknaði Sigurður
Guðmundsson.
Háskólabyggingin
Nú var fengin heimild Alþingis
til háskólabyggingar og fyrirheit
um lóð í vasa háskólaborgara. Enn
voru þó mörg vandamál óleyst.
Gífurlegur fjárskortur vegna heims-
kreppunnar og ríkið rambaði á
barmi gjaldþrots, svo ekki var að-
stoðar að vænta úr þeirri átt. Þá
fékk velgjörðamaður Háskólans
snilldarhugmynd og var það
títtnefndur Gujón húsameistari
Samúelsson. Hann lagði til að stofn-
að yrði til ríkishappdrættis, sem
fjármagna myndi háskólabygging-
una og myndi þjóðin þannig reisa
háskóla sinn. Háskólamenn voru
þó hálfsmeykir við að viðra hug-
mynd Guðjóns, af ótta við 'að
auralausir alþingismenn myndu
henda hana á lofti og notfæra sér
þessa gróðalind til flests annars en
háskólabyggingar. Ekki er hægt
að segja að sá ótti hafí verið
ástæðulaus miðað við fyrri hrakn-
ingar Háskólans, enda fór svo að
þingmönnum Bændaflokksins tókst
að koma því til leiðar að um skeið
runnu 20% ágóða happdrættisins í
ríkissjóð. Það ákvæði var þó fellt
úr lögunum síðar. Hefur happ-
drættið síðan staðið undir hús-
byggingum Háskólans, svo sem lesa
má um á öðru stað í þessu blaði.
Árið 1943 var svo komið málum
að skipuð var byggingamefnd Há-
skólans og sátu í henni prófessor-
amir Alexander Jóhannesson,
formaður, Magnús Jónsson, Guð-
mundur Hannesson, Ólafur Láms-
son og Sigurður Nordal. Jón
Steffensen tók sæti Guðmundar,
þegar hann lét af embætti fyrir
VBWBÆDtSTQmUN LOFTSKEYTASTOO
; wonAHus
LíœRG
NÝI GARÐLR
FH.AGSSTOFNUN
cmi ^ARÐUR