Morgunblaðið - 19.10.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1986
Orlofi
hennar
Stellu
áhvfta
tjaldinu
Stella í orlofi er ný fslensk kvikmynd með
Eddu Björgvinsdóttur, Þórhall Sigurðsson,
Ladda og Gest E. Jónasson í
aðalhlutverkum. Rætt var við Eddu og
Ladda skömmu fyrir nýafstaðna frumsýningu.
hingað til lands í því skyni að
kynnast þeim náið. Það sem
hann kynnist er þó annað og
meira en blessaður Svíinn ráð-
gerði, enda söguþráöurinn
byggður með miskilningi á mi-
skilning ofan að hætti góðra
gamanmynda - sem kemur þó
ekki í veg fyrir að Salómón nái
settu takmarki, með óvæntum
aðferðum.
Þær óvæntu aðferðir voru
festar á filmu á liðnu sumri und-
ir leikstjórn Þórhildar Þorleifs-
dóttur, eins og fyrr hefur verið
skýrt frá í Morgunblaðinu, og
að undanförnum hafa forráða-
menn myndarinnar og kvik-
myndafélagsins UMBA dvalið í
Lundúnum og Kaupmannahöfn
við endanlegan frágang hennar.
En hvernig er líðan aðalleikara
skömmu fyrir frumsýningu, þeg-
ar að þeirra hlutur er löngu
afstaðinn og annara verk að
móta endanlegt útlit myndarinn-
ar. Við forvitnuðumst um þetta
atriði hjá þeim Eddu og Ladda
fyrr í vikunni. Þá kváðust þau
hvorugt hafa séð neitt af ráði
og voru reyndar bæði búin að
ákveða að láta ekki freistast til
að fara á forsýningu, heldur
mæta gallvösk á frumsýningu
og taka því sem koma skyldi.
„Ég verð alveg jafn stressað-
ur fyrir frumsýningu á hvítu tjaldi
og á sviði, eiginlega meira á
tjaldinu því þar verður engu
breytt. Maður situr bara í myrkv-
uðum salnum og hálft í hvoru
bíður eftir að sjá sjálfan sig gera
vitleysur á tjaldinu, þó maður
viti að það sé ekki hægt. Þetta
er kannski líkt því að sitja og
horfa á einhvern sór nákominn
leika á sviði," segir Laddi og
Edda bætir við að þrátt fyrir að
leikarar geti ekki með góðum
móti farið að mismæla sig
óvænt í kvikmynd, þá fylgi viss
óvissa hverri frumsýningu,
óvissan um hvort og hvernig
efni handritsins hafi endanlega
komist til skila. En þau eru bjart-
sýn á myndina, Edda segist að
vísu ekki hafa hugmynd um
hvort hún komi til með að þykja
skemmtileg, en það hafi handri-
tið verið og vonin sé að endan-
leg útkoma verði á sama veg.
Morgunbladið/RAX
Stella og Salómón - Edda Björgvinsdóttir
og Þórhallur Sigurðsson, Laddi.
„íslendingar eru bara
svona, þeir taka alla hluti
með áhlaupi, hvort sem
það heitir litli Ijósálfur-
inn, fótanuddtæki,
myndbandaleigur,
alkóhólismi,
sólbaðs-
stofur..."
Þannig
kemst Edda
Björgvinsdóttir, leik-
kona að orði um
blessaða íslending-
ana sem koma við
sögu í orlofinu hennar
Stellu, íslensku kvik-
myndinni sem frumsýnd
var í Austurbæjarbíói í gær -
og líklega eru það ekki ein-
vörðungu íslendingarnir á
hvíta tjaldinu sem átt er við.
Edda leikur Stellu í mynd-
inni og þar aðalhlutverkið, en
önnur áþekk eru í höndum
Gests E. Jónassonar, sem
leikur eiginmann Stellu og
Þórhalls Sigurðssonar, Ladda,
sem leikur Salómón, sænskan
alkóhólista sem hefur frétt af
árangursríkum afvötnunarað-
ferðum íslendinga og kemur
„Já, handritið fannst mér
meinfyndið og höfundurinn,
Guðný Halldórsdóttir var ekki
bara að skrifa skríbó," segir
Edda og blaðamanni þykir Ijóst
að það þurfi að vera mikið leng-
ur í starfi gamanleikara en
þessir tveir langreyndu leikarar
eru til að geta ekki lengur hlegið
út frá eigin brjósti að gamninu
og vinnunni. „Maður hefur nú
svo sem eyðilagt stundum heilu
atriðin einfaldlega af því að
mótleikarinn var svo óstjórnlega
fyndinn," segir Edda.
En er um að ræða íslenska
fyndni - eða er rammíslensk
fyndni almennt til? Laddi hefur
orðið og segir rammíslenska
fyndni líklega vera það að gera
grín að óförum náungans í
næsta húsi, semja um hann
níðvísur og annað í áþekkum
dúr.
mjög misjafnt, atriði sem séu
sára einföld geti í raun verið
ósköp erfið í töku og öfugt.
„Þetta er mikið meira spurning
um hvernig maður er sjálfur
stemmdur í það og það skiptið.
Sama gildir um umhverfið, það
segir sig sjálft að það er mikið
erfiðara að ganga fyrir framan
kvikmyndatökuvél og vera
óskaplega skemmtilegur ef allt
logar í illindum á bak við hana."
Það svo að leika fyrir framan
viðbragðalausa vél annars vegar
eða áhorfendur hinsvegar, segja
þau talsvert ólíkt, í Ijósi þess að
á sviðinu komist skilaboðin jafn-
óðum frá áhorfendum um
hvernig leikurinn líkar, en kvik-
myndatökuvélin láti sér fátt um
finnast. En biðin er á enda og
skilaboð áhorfenda líklega byrj-
uð að
„í handritinu er tekið á
mjög mörgum hlutum sem
eru séríslenskir," segir
Edda, „og ég veit ekki
hvort að margt af því
sem höfundur tekur á
myndi komast til skila
hjá útlendingum.
Þarna er mikið um að
ræða hluti sem
hafa verið mjög
á döfinni í
íslenska þjóðfé-
laginu að undan-
förnu og það er
nú einu sinni
svo íslenskt að
taka allt með
áhlaupi."
En hvað þá
með það sem
ekki er íslenskt í
myndinni, sænska
alkóhólistann - var han
líka tekinn með áhlaupi?
„Ég þekki nú engan
sænskan alkóhólista, en
þekki hins
vegar nokkra íslenska og
held að það hafi alveg
dugað." segir Laddi og
kveður litla erfiðleika
hafa komið upp í því
sambandi.
Um erfiðleika í
myndatökum yfirleitt segir
Edda að í raun sé slíkt