Morgunblaðið - 19.10.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.10.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1986 B 15 En framvegis verður orðtaka unnin í tölvu, sem nýtist mjög vel við orð- töku. 200.000 seðlar i talmálssafni í safni Talmálsdeildar er orða- forði úr mæltu máli sem hefur borist Orðabókinni úr ýmsum átt- um. Talmálssafn Orðabókarinnar hefur að geyma um 200 þúsund seðla. Að sögn Jóns Aðalsteins Jónssonar forstöðumanns eru orð í þessum söfnum merkt eftir lands- hlutum og hafa fengist fjölmörg dæmi um staðbundin orð og dreif- ingu þeirra eftir landshlutum. Starfsmenn orðabókarinnar tóku að sér að sjá um þátt um íslenskt mál í útvarpinu haustið 1956. Þann- ig hefur safnast nr.kið efni úr talmáli. í þættinum hefur verið rejmt að svara spumingum hlust- enda og einnig hafa hlustendur verið spurðir um orð og orðasam- bönd og merkingar þeirra. Þessu safni er haldið alveg sér. í því eru mörg orð og orðasambandönd sem fá eða engin dæmi eru um úr prent- uðum ritum. Jörgen Pind er deildarstjóri Tölvudeildar. í söfnum Orðabókar- innar er mikill firóðleikur, en oft er það ýmsum erfiðleikum háð fyrir menn að finna hann, til dæmis ef menn vilja leita að orðafari frá ein- stökum tímabilum. En þar kemur tölvan að góðum notum. Stærð safna Orðabókarinnar er gífurleg og því verða þau skráð inn í tölvur í áföngum. Byijað var á að skrá ritmálssafn Orðabókarinnar í tölvu. í ritmálsskrána, en svo nefnist skrá- in um ritmálssafnið, eru skráð orðin í ritmálssafninu, orðflokkur þeirra, dæmafjöldi, orðgerð og í hvaða riti orðið kemur fyrst fyrir. Lokið var við að skrá ritmálssafnið í mars. Skráin verður flutt á nýja tölvu Reiknistofnunar Háskólans þar sem allir sem vilja leita í henni fá að- gang. Jón Hilmar Jónsson er deildar- stjóri Ritstjórnardeildar Orðabókar Háskólans. Á undanfömum ámm hefur ritstjómin beinst annars veg- ar að því að móta aðferðir við orðabókaútgáfu og hins vegar að því að gera seðlasafn Orðabókar- innar að alhliða gagnabanka um orðfræðileg efni. Fyrsti áfangi verksins er takmarkaður við sagn- orð. Sagnorðin era að því leyti álitlegt viðfangsefni að orðafjöldinn er tiltölulega takmarkaður og lýsing á notkun þeirra býr jafnframt í haginn fyrir lýsingu annarra orð- flokka síðar. Þýðingar á tðlvukerfum Orðabók Háskólans hefur um nokkurt skeið unnið að ýmsum sér- verkefnum í samvinnu við IBM á íslandi. Nú starfa þrír starfsmenn Orðabókarinnar við þýðingar á tölvukerfum fyrir fyrirtækið. Þessi samvinna hófst þegar Orðabókin tók að sér að búa til leiðréttingafor- rit fyrir ritvinnslukerfíð Display- Write/370, sem nefnt hefur verið Ritvangur/370 á íslensku. Þegar því verki var lokið tóku Jörgen Pind og Jón Hilmar Jónsson að sér að þýða ritvinnslukerfið á íslensku. Nú hefur einnig verið lokið við að þýða ritvinnslukerfið Display/W- riter/36, Ritvang/36 og hefur Helga Jónsdóttir haft umsjón með því. Enn heldur samvinnan áfram og er nú verið að þýða kerfí sem kallað er Liðsinni/36 auk annarra verkefna. Þá ber að lokum að geta þess að á vegum Orðabókar Háskólans hef- ur að undanfömu verið unnið að könnun á tíðni orða í íslensku rit- máli. Auk þess að kanna tíðni orða og orðmynda era einnig könnuð ýmis málfræðiatriði. Sýnishom vora tekin úr ellefu textum, u.þ.b. 5000 iesmálsorð úr hveijum í byijun en könnunin mun ná yfir um eina millj- ón lesmálsorða úr um 200 fjöl- breytilegum textum til þess að könnunin gefi sem eðlilegasta mynd af íslensku nútfmamáii. Samantekt: Ásdís Haraldsdóttir Afmæliskveðja: Askell Löve Það fylgir því mikill kvíði, þegar ungur maður kemur í fyrsta sinn til útlanda og ætlar sér, nær mál- laus, að hefja háskólagöngu. Haustið 1952 verður það mér ógleymanlegt og aldrei fullþakkað, þegar dr. Áskell Löve tók á móti mér í háskólanum í Manitoba og greiddi götu mína þar. Hann var þá 36 ára gamall, þegar orðinn heimsfrægur vísindamaður og einn af fremstu flokkunarfræðingum grasafræðinnar. Síðan era 34 ár og vinur minn, velgerðarmaður og kollegi, Áskeli, orðinn sjötugur. Á þeim tlmamótum er mér ljúft að minnast samverannar í Winnipeg í 5 ár og þakka hjálpina, vináttuna og kennsluna, því að prófessor Áskell kenndi mér flest botanisku fögin sem ég þurfti að taka til að ná lokaprófi. Áskell var hafsjór af fróðleik á öllum sviðum grasafræð- innar og framufræðinnar, og það er mikill missir, að honum var ekki gefið tækifæri til að miðla öðram íslenskum stúdentum af fróðleik og vísdómi sínum við Háskóla íslands. Botaniska deildin í Manitoba- háskólanum var raunar skipuð þeim hjónum báðum, Doris og Áskeli, en Doris og hann höfðu bæði lokið doktorsprófi frá háskólanumí Lundi í Svíþjóð 1943. Hjálpuðust þau hjón að við kennsluna og sá Doris að miklu leyti um verklegu hliðina. Á rannsóknasviðinu störfuðu þau hjón einnig saman að víðtækum rann- sóknum á flokkunarfræði jurta á norðlægum slóðum og seinna einnig á suðlægari slóðum og beittu þar mjög hinni nýju tækni, sem nefnd er framuflokkunarfræði við grein- ingu á skyldleika plöntutegunda og afbrigða og rannsóknir á upprana þeirra. Eftir þau liggur gífurlegt ævistarf, hundrað vísindagreina og fjöldi bóka. Höfundamir „Love and Love“, eins og það heitir á út- lensku, era dreifðir um allan ritkost botaníunnar, enda er stöðugt vitnað í niðurstöður þeirra og tegundastað- festingar í ritum grasafræðinga. Eins og títt er um afkastamikla og atkvæðamikla vísindamenn vora niðurstöður þeirra Áskels og Dor- isar oft umdeildar, og stóð stundum styr um nýstárlegar kenningar og tegundagreiningar. En flokkunar- fræðin hefur alltaf verið umdeild vísindagrein, enda er náttúran, eins og kunnugt er, margslungin og ekki á allra færi að henda reiður á sköpunarverkinu í öllum sínum margbreytileika. Við Áskell voram ekki heldur alltaf sammála, þótt alltaf ríktu á milli okkar kærleikar. Áskell á langan og glæsilegan vísinda- og starfsferil að baki og ef ég þekki hann rétt er hann ekki hættur enn. Að loknu námi í Svíþjóð héldu þau hjónin ásamt tveim dætr- um sínum til íslands, þar sem Áskell gerðist sérfræðingur í jurta- kynbótum við Búnaðardeild At- vinnudeildar Háskólans, sem seinna varð Rannsóknastofnun landbúnað- arins. Þar starfaði hann til 1951, þegar þau Doris héldu til Winnipeg, þar sem Áskell var prófessor í grasafræði til 1956. Þá fluttust þau til Montreal í Quebeck, Kanada, þar sem Áskell var prófessor í 12 ár, og þaðan síðan til Boulder í Col- orado, en þar varð Áskell prófessor f grasafræði. Mér þótti mjög vænt um að eftir að Áskell hætti störfum kom hann um hríð aftur að sinni gömlu stofn- un á íslandi, og áttum við þar saman ánægjulegt sumar 1982, þegar Áskell kenndi starfsmönnum RALA aðferðir við litningarann- sóknir á plöntum og dýram. Dr. Áskell hefur gegnt fjölmörg- um trúnaðarstörfum í alþjóðlegum vísindafélögum og ýmislegum emb- ættum, þ. á m. verið ritstjóri og í ritnefndum margra vísindarita og tímarita. Hann hefur hlotið marga vísinda- óg rannsóknarstyrki. Það er ógleymanlegt okkur Helgu að hafa kynnst Áskeli og Doris sem vinum og velgjörðar- mönnum og ógleymanlegt fyrir mig að hafa notið kennslu og leiðsagnar þeirra á háskólaáranum. Við send- um Áskeli bestu afmæliskveðjur og óskum honum og fjölskyldu hans allra heilla. Björn Sigurbjörnsson frifafrifr í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI einingahús í 12 ár Okkar vinsælu parhús eru ódýrasti kostur þeirra sem vilja byggja litlar íbúðir • Reisum á öllum árstímum • Fá samskeyti á útveggjum Frjálst val á utanhúsklæðningu: Stál - timbur - steinn, allt kemur til greina • Óendanlegur fjölbreytileiki í útliti Engir burðarveggir í miðjum húsum Leggjum áherslu á fjölbreytt útlit og byggjum eftir hvaða teikningu sem er ALLT EFTIR YKKAR ÓSKUM Sendum mynda- og verðlista hvert á land sem er Upplýsingar i Revkiavik í sima 671X05 Trésmiðia FljótsdalshéraðSTif. FcUab*,701 Egilsstaftir í 97*17 Bjóðum uppá alhBða snyrtingu fyrir konur og karla. SNYRTISTOFAN I\RY LAUFÁSVEGI 46 SÍMI 622520 Minnum á o/ckar vinsœlu CATHIODERMIE djúphreinsimeðferðfráRené Guinot. Bjóðum einnig uppá augn-, háls-og brjóstameðferðfrásama merki. Viðurfcenndsem áhrifamesta meðferðsem völerá. Höfum sérmenntaðfagfó/kí AROMATHERAPY, sérstaktnudd með náttúrulegum olíum. Erum meÖ collagen-andlitsböð frá d/ötAyj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.