Morgunblaðið - 19.10.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.10.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1986 B 25 annars með því að bæta við nýjum námsgreinum og lengja skólatím- ann um tvö ár, úr sex árum í átta. Af nýjum námsgreinum við skólann nefndi hann heimspeki, náttúru- fræði og fleiri greinar. Taldi hann að sá sem lyki menntun af þessu tagi þyrfti innan við tveggja ára nám til að ljúka prófi í guðfræði. Af þessari hugmynd Jóns má' ætla að svipuð skipan skólamála líti dagsins ljós og hjá þeim Bald- vini og Tómasi, sem sagt hugmynd- ir um vísi að háskóla sem lagaður væri að þörfum þjóðarinnar og smám saman aukinn. Þessi hygmynd Jóns Sigurðsson- ar kom þó öllu betur í ljós í bænaskrá þeirri sem hann flutti á hinu fyrsta endurreista Alþingi árið 1845, um þjóðskóla á íslandi og var hún undirrituð af 24 stúdentum og kandidötum í Kaupmannahöfn. Var hún mjög í anda þeirra hugmynda sem hann setti fram í Nýjum félags- ritum, en stefnan var skýrari með tilliti til æðri menntunar því sett var fram hugmynd um að kenna forspjallsvísindi, og þær greinar aðrar sem læra þurfti til að ljúka fyrsta og öðru lærdómsprófi í Kaup- mannahöfn. Auk þess sem gert var ráð fyrir að embættismannaefnum skyldi veitt kennsla í guðfræði, læknisfræði og lögfræði. Má því segja að hugmynd um stofnun há- skóla hafi þama verið í burðarliðn- um, að því leyti sem annast hefði verið um menntun embættismanna landsins. Þær umbætur sem gerðar voru í kjölfar þess að bænaskráin var lögð fram voru þær að guðfræði- kennslan var skilin frá skólakennsl- unni og sérstakur prestaskóli var stofnaður þar sem einnig átti að kenna forspjallsvísindi. Hins vegar var ekki hægt að ráðast í að setja á laggimar lækna- og lagaskóla vegna kostnaðar, en bænaskráin hafði einnig farið fram á stofnun skóla í þeim fræðum. Guðni Jonsson segjr í riti sínu að án efa hafi framkoma bæna- skrárinnar um þjóðskóla og afgreið- asla hennar á þingi flýtt fyrir framkvæmdum í skólamálum, en árið 1846 var gefið út konungsbréf um stofnun prestaskóla á íslandi, og tók hann til starfa um haustið í hinu nýja húsi latíínuskólans. Má segja að þar með hafi verið komið á legg fyrsta vísi að háskólakennslu á Islandi. Dragtir, blússur, kjólar, pils. Póstsendum. Opið laugardag 10—12. Dragtin, Klapparstíg 37, sími 12990. Þær Alice H. Björgvinsdóttir og Hildur G. Hallvarðsdóttir afhentu Þetta eru þær Halla Leonhardsdóttir, Ragnheiður Ólafsdóttir og fyrir nokkru Hjálparstofnun kirkjunnar rúmlega 700 krónur er var Ingunn Leonhardsdóttir er héldu hlutaveltu til ágóða fyrir Hjálpar- ágóði af hlutaveltu þeirra. stofnun kirkjunnar og söfnuðu þær rúmlega 2000 krónum. iitfala O finnskur kristall iittala kristall er finnskt handverk og hönnun. Hönnuðir iittala hafa unnið til fjölmargra alþjóðlegra verðlauna enda er hönnun þeirra sígild list. iittala kristall er sterkari en venjulegur kristall og þolir mjög vel að vera þveginn i uppþvottavél. Kristallinn helst alltaf jafn skínandi og tær. í hverri handgerðri iittala vöru er lítil loftbóla. Hún er kveðja frá glerblásaranum til eigandans, lítill fegurðarblettur sem undirstrikar stolt handverksmannsins og tryggir að um sanna, handgerða vöru er að ræða. iittala kristall - finnsk nytjalist: iittala O KRisunn SIGGEIRSSOn HE LAUGAVEG113, REYKJAVÍK, SÍMI 25870 GYLMIR/SlA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.