Morgunblaðið - 19.10.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.10.1986, Blaðsíða 20
20 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1986 HASKOLI ISLANDS Vísindanefnd háskólaráðs: 75 ára a ■ • ■ II II II1II1II llllllll 1 1 II Mildlvægtað efla grunnrannsóknir Rætt við dr. Sveinbjörn Björnsson um Rann- sóknasjóð háskólans og Rannsóknaskrá Vísindanefnd háskólaráðs var skipuð í október á s.l. ári og er henni ætlað að efla rannsóknarstarf á vegum Háskóla Islands. Vísindanefnd sér um úthlutun úr Rannsóknasjóði háskólans og hefur jafnframt umsjón með gerð langtímaáætlana um eflingu rannsókna í einstökum deildum háskólans. Einnig sér nefndin um útgáfu rannsóknaskrár. Hlutverk þessarar nefnd- ar er ekki ólíkt því hlutverki sem Rann- sóknaráð hefur tekið sér gagnvart rannsókn- arstofnunum atvinnuveganna, sagði Sveinbjörn Bjömsson formað- ur Vísindanefndar. Vísindanefnd er ætlað að hafa yfirumsjón með rann- sóknum og hvetja til meiri afkasta frekar en að stýra rannsóknum. Háskóli íslands hefur eins og erlendir háskólar haft þá stefnu að fastráðnir kennarar sinni rannsókn- um og hafa þeir ákveðna rann- sóknaskyldu. Háskólakennarar hafa hins vegar átt erfitt með að sinna rannsóknarskyldunni m.a. vegna þess að þeir hafa ekki haft fé til að standa straum af rann- sóknakostnaði. Styrkir úr Vísinda- sjóði, Rannsóknasjóði Rannsóknar- áðs ríkisins og Rannsóknasjóði háskólans hafa nokkuð bætt úr á síðustu árum. Innan háskólans er áhugi fyrir því að efla Rannsókna- sjóð háskólans frekar því fyrirsjáan- legt er að hann getur ekki úthlutað nema broti af því íjármagni sem þörf er á . Ef þessi sjóður styrkist eins og þyrfti, gæti hann gert mögulegt að efnilegustu menn fengju ríflega styrki til langs tíma t.d. 3ja ára. Með því móti yrði unnt að sinna ýmsum grunnrannsóknum sem hingað til hafa þurft að sitja á hakanum. - Hver er tilgangurinn með útgáfu rannsóknaskrár Háskól- ans? Rannsóknarskrá sú sem nú er komin út er yfírgripsmesta skrá um rannsóknir á vegum háskólans sem hingað til hefur verið gerð. Hún nær þó ekki yfir allar rannsóknir sem fram fara hjá háskólakennur- um, en langflestra rannsókna er þó getið í skránni. Þar er að finna lýs- ingar á viðfangsefnunum, hversu lengi unnið hefur verið að þeim, hverjir samstarfsaðilar eru o. fl. Tilgangurinn með útgáfunni er tvíþættur. í fyrsta lagi að kynna hvaða rannsóknir fara fram á veg- um Háskóla íslands. Hér er um svo dreifða starfsemi að ræða að slík samantekt er jafnvel nauðsynleg fyrir Háskólann sjálfan. í öðru lagi er rannsóknaskráin eins konar handbók fyrir stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga sem vilja fylgjast með hvaða rannsóknir eru stundaðar af háskólakennurum og hveijir standa að þeim. — Hvert er hlutverk Rann- sóknasjóðs háskólans? Þessi sjóður á fyrst og fremst að taka tillit til líklegs fræðilegs gildis verkefnis. Ef einhver hug- mynd er þess eðlis að hún sé Sveinbjörn Björnsson seljanleg ætti umsækjandi að geta leitað til annarra um styrk. Tilgang- ur Rannsóknasjóðs háskólans er að styrkja grunnrannsóknir og mat hans á verkefnum skal fyrst og fremst fara eftir vísindagildi. Háskólinn hefur haft sáralítið fé til grunnrannsókna. Mestur hluti háskólakennara hefur ekki haft nema dagleg laun til rannsókna og nær ekkert til kaupa á nauðsjmleg- um rannsóknartækjum eða fyrir launum aðstoðarmanna. Slíkan munað hafa menn ekki getað leyft sér nema við rannsóknir sem hægt hefur verið að selja jafn óðum. Af þessum sökum hafa grundvallar- rannsóknir orðið útundan og er það að sjálfsögðu hættuleg þróun til lengri tíma litið. Þessu er Rann- sóknasjóði háskólans ætlað að bæta úr. Ef Rannsóknasjóður styrktist verulega gæti jafnframt orðið möguleiki að laða unga mennta- menn til landsins en á síðustu áruatugum hafa íslenskir háskóla- menn margir orðið að ráða sig við erlenda háskóla til að geta stundað rannsóknir í sérgreinum sínum. Þessi sjóður verður hins vegar ekki ráðandi um verkefnaval, það verður eftir sem áður á valdi há- skólakennara. Sjóðurinn mun hins vegar hvetja til að ráðist sé í verk- efni sem ekki er hægt að fá greidd af atvinnulífinu. Hér er um að ræða mjög þýðingarmikinn þátt í rann- sóknarstarfi sem við höfum vanrækt um of því ef enginn sinnir grunnrannsóknum þá er hætt við að grundvöllur hagnýtra rannsókna verði ótraustur. - bó Fjarkennsla: Hugmyndir uppi um að fara nýjarleiðir Rætt við dr. Jón Torfa Jónasson formann Fjar- kennslunefndar háskólans. Opnir háskólar sem starfa með fjarkennslusniði starfa nú víða erlendis og geta nemendur við þá tekið háskólagráður án þess að sækja fyrirlestra. Þessi mál eru nú til athugunar við Háskóla íslands og hefur verið skipuð sérstök Fjarkennslunefnd til að athuga að hvaða marki fjarkennsla á heima í starf i Háskóla Islands. að eru margar og ólíkar aðferðir notaðar við flar- kennslu erlendis og höfum við verið að skoða að undanfömu hvaða leiðir gætu hentað við okkar að- stæður, sagði dr. Jón Torfí Jónasson formaður Fjarkennslunefndar. Hugmyndir almennings um fjar- kennslu virðast mótaðar af kynnum við einn þátt flarkennslu erlendis — ég hef orðið var við að margir halda að fjarkennsla byggist mest á miðl- un kennsluefnis í sjónvarpi. Þetta er sjálfsagt vegna þess að margir hafa komist í kynni við „Open uni- versity" í Bretlandi. Sannleikurinn er sá að nemendur við „Open uni- versity" veija minna en fimm prósent námstíma síns í sjónvarps- efni en yfir 95 prósent fer til lesturs bóka og vinnu að verkefnum. Þess má geta að yfírskriftin „Op- inn háskóli" merkir fyrst og fremst háskóli þar sem inntaka er bundin fáum skilyrðum, t.d. væri hægt að gera Háskóla íslands að opnum háskóla með því einu að hætta að hafa stúdentspróf sem inntökuskil- yrði, án þess að kennsluháttum yrði nokkuð breytt. Sömuleiðis mætti breyta kennsluháttum í þá átt sem tíðkast við Opna háskólan í Bret- landi, en sá íslenski yrði ekki opnari fyrir bragðið ef inntökuskilyrði yrðu hin sömu og áður. Raunar er Há- skóli íslands „opinn“ á breska vísu þar sem öllum sem hafa stúdents- próf er leyfður aðgangur en einung- is lítill hluti breskra nemenda, sem hafa formlegan rétt til inngöngu í háskóla fá aðgang. Ástæðan fyrir því að menn tala um „Opinn há- skóla" þegar þeir eru í raun að tala um íjarkennslu er sú að umræddur háskóli, sem ekki hefur neinar flöldatakmarkanir, styðst við ijar- kennsluhætti. Hins vegar er það rétt að íjarkennsla og opið kerfi fer oft vel saman. Hér í Háskólanum eru uppi hugmyndir um að opna skólann í fleiri en einni merkingu þess orðs. - Hvernig er fjarkennslu þá hagað? Nemandi sem býr við fjarkennslu þarf ekki að mæta á skólalóð til þess að fá námsefni og leiðsögn, en getur samt sem áður verið í góðu sambandi við þá menntastofn- un sem miðlar námsefninu. Efni- smiðlun er ekki endilega bundin sjónvarpi, eins og ég sagði áðan, hún er miklu nær venjulegum bréfa- skóla. - Hver er þá munurinn frá venjulegu gjálfsnámi? Það fer ekki á milli mála að fólk geti lært ýmislegt án þess að vera í skóla en í sjálfsnám vantar hins vegar oft verkstjóm, skipulag og aga. Þar vantar líka leiðsögn (t.d. leiðréttingar á verkefnum) sem er mjög mikilvæg í öllu námi og reynt er eftir mætti að byggja inn í Qar- kennsluna. En hugmyndin um ijarkennslu getur líka þýtt að ein- faldlega er dregið úr mætingum í skólann án þess að námsfyrirkomu- laginu sé breytt að öðru leyti. - Hvað um fjarkennslu hjá Háskóla íslands? Hér innan Háskólans hefur það sjónarmið komið fram að magn fyr- irlestra á fyrstu árum sé raun- verulega of mikið. Ef til vill gæti verið hagkvæmara að fyrirlesarar notuðu fremur tímann til að búa út lesefni sem kæmi nemendunum að sama gagni og fyrirlestramir. Slíkt fyrirkomulag gæti bæði hent- að fólki sem býr í grennd við Háskólann og einnig þeim sem búa úti á landi. Með þessu móti yrði líka betri nýting á kennsluhúnæði Há- skólans en húsnæðisleysi hefur verið vandamál hér um árabil. Hér í Háskóla íslands hafa þessi mál verið í athugun um nokkurt skeið. Þegar er byijað að sveigja í þessa átt í einu námskeiði og er jafnvel hægt að stunda það án þess að mæta reglulega hér í Háskól- ann. Þetta námskeið sem er áfangi til kennsluréttinda, er metið til 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.