Morgunblaðið - 19.10.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1986
B 39
og boðskapur kristinnar trúar
hefur áhrif á lög, reglur og sið-
venjur heilla þjóðfélaga."
— Er KSF lokað „klíkufé-
lag“?
„I öllum félögum myndast
ákveðnar klíkur en ég tel að eins
og KSF er í dag sé félagið mjög
opið og það eru allir meira en
hjartanlega velkomnir að hafa
samband við okkur eða koma á
fundi — hvort sem fólk kemur
eitt eða í hópum. í félaginu eru
stúdentar úr svo til öllum deildum
háskólans. Ennfremur eru kenn-
araháskólanemar og nemar frá
öðrum menntastofnunum. Skráðir
félagar eru hátt á þriðja hundrað
en á vikulega fundi mæta um það
bil 30 manns."
— Hvemig er venjulegri
starfsemi háttað? ^
„Flestir fundimir fara fram í
eigin félagshúsnæði á Freyjugötu
27 (F27) á föstudögum kl. 20.30.
Á hverju hausti myndast hópar
innan KSF sem kallast Biblíules-
hópar. Þessir hópar hafa það að
markmiði að lesa og ræða boðskap
Biblíunnar. Biblían vekur margar
spumingar: „Á þetta við mig? Er
þetta ekki úrelt?" o.s.frv. Auk
þess em atriði sem við mætum í
lífi okkar sem við e.t.v. vildum
ræða um í ljósi kristinnar trúar.
Hvað segir Biblían um það?
í Biblíuleshópunum raeða menn
opinskátt um afstöðu til trúarat-
riða, siðfræðispuminga og
vandamála heimsins. Þar biðjaVf1
menn saman og hver fyrir öðmm,
auk þess að fræðast um gmn-
dvöll kristinnar trúar.
Venjan er að hópamir hittist
vikulega eða hálfsmánaðarlega.
Þeir byrðja að hausti og starfa
fram á vor. í þessum hópum em
nemendur úr öllum mögulegum
greinum háskólans. Umsjónar-
maður Biblíuleshópanna í vetur
er Guðni Gunnarsson stúdenta-
prestur.
Tvisvar á ári stendur KSF að
helgarmótum utanbæjar og nám-
skeið em af ogtil. Helgina 17.-19.
október er haustmót í Vindáshlíð,
Kjós. Á mótum er kjörið tækifæri
til þess að kynnast samstúdentun-
um bæði í gamni og alvöru."
— Hvernig verður háskóla-
stúdent var við að til sé félag
sem heitir KSF?
„Við vekjum athygli á félaginu
með auglýsingum í öllum háskóla-
byggingunum auk þess emm við
með svokallað bókaborð þar sem
við bjóðum til sölu bækur sem
tengjast kristilegum viðfangsefn-
um.
Á hveijum vetri gefum við út
blaðið „SALT“ sem allir háskóla-
nemar og kennarar fá og því er
dreift ókeypis. Kristilegt stúd-
entafélag er einnig einn aðaleig-
andi Bókaútgáfunnar SALTS hf.
en hún hefur leitast við að gefa
sem mest út af vönduðum og
uppbyggiiegum bókum er varða
kristna trú.“
j— Hefur KSF samskipti við
erlend félög með sama mark-
mið?
„Mjög gott samstarf er við hin
Norðurlöndin. Undanfarin 15 ár
hafa hópar íslendinga tekið þátt
í norrænum, kristilegum stúd-
entamótum sem haldin eru til
skiptis á Norðurlöndunum. Slík
mót hafa einnig verið haldin hér '
á landi, nú seinast í Reykjavík í
ágúst 1985.
KSF er einnig aðili að IFES,
alþjóðlegum samtökum um kristi-
legt stúdentastarf, sem starfa í
u.þ.b. 70 löndum í öllum heimsálf-
um.
Það er samdóma álit þeirra sem
tekið hafa þátt í slíkum mótum
að þau styrki þá í trúnni einkum
þegar þeir sjá að það er alls kon-
ar fólk af öllu mögulegu þjóðemi
sem keppir að því sama og trúir
á það sama, Jesúm Krist, GuðS ' ■
son. Jesús Kristur er ekki eitt-
hvert sögulegt fyrirbæri fortíðar.
Boðskapur Biblíunnar á erindi til
nútima stúdents og allra manna
— eða hver skyldi t.d. neita því
að friðarboðskapur Biblíunnar
eigi ekki erindi til allra þjóða
heims — einmitt í dag?“
•fcgr
■ ■■■■■............. , ■ i.— -J
a DRörmwa
Kristilegt stúdenta-
félag fímmtíu ára
Rætt við Guðjón Krisljánsson formann félagsins
í allri umræðunni um 75 ára
afmæli Háskóla íslands og nauð-
syn tengsla hans við atvinnulífið
í landinu gleymist stundum að
nefna að í þessum hátt skrifaða
skóla eru nemendur sem hugsa
ekki aðeins um flóknar eðlis-
fræðiformúlur eða fomíslenska
beygingafræði heldur staldra þeir
við í amstri dagsins og velta fyrir
sér spumingunni um tilgang
Kfsins.
Hvað ætli það séu t.d. margir
nemendur á 1. ári sem eru vissir
um að hafa valið rétta námsbraut
— námsbraut sem síðar á eftir
að skapa þeim atvinnu lífið út í
gegn? Og hvað með framtíð
heimsins? Tekur það því að vera
að eyða bestu árum ævinnar í nám
og óþarfa prófstress ef þeir Reag-
an og Gorbachev semja ekki innan
skamms?
Sjaldan fljúga eins margar
spumingar í gegnum hugann eins
og einmitt á háskólaárunum.
Margar deildir háskólans geta
státað af góðu félagslífi þar sem
nemendur geta deilt hugsunum
sínum með samstúdentum sínum.
En eitt er það félag innan háskól-
ans sem ekki er kennt við neina
ákveðna deild. Það er Kristilegt
stúdentafélag. í KSF, eins og það
er skammstafað, ræða menn um
lífið og tilgang þess. í KSF ræða
menn um gmndvöll kristinnar trú-
ar, um siðfræði, um vandamál
heimsins, um einstaklinginn sjálf-
an og tengsl hans við Guð,
skaparann.
Í síðustu viku höfðum við uppi
á formanni félagsins, Guðjóni
Kristjánssjmi, læknanema, til þess
að fá svör við hinum ýmsu spum-
ingum sem vakna þegar nemend-
ur vilja fræðast um Kristilegt
stúdentafélag.
- Guðjón, hvað er KSF?
„Kristilegt stúdentafélag er
leikmannahreyfing innan Þjóð-
kirkjunnar. Upp úr 1930 kynntust
nokkrir ungir íslendingar kristi-
legu stúdentastarfi í Noregi og
vaknaði með þeim sú löngun að
he§a hliðstætt starf hér á landi.
Sú löngun varð að veruleiká á 25
ára afmæli Háskóla íslands, þann
nemendur háskólans eigi eftir að
sinna hinum ýmsu ábyrgðarstörf-
um í þjóðfélaginu síðar meir og
teljum við að það sem þeir ein-
staklingar komi þá til leiðar geti
ákvarðast af neikvæðri eða já-
kvæðri afstöðu þeirra til lífsins.
Það er jú staðreynd að kristin trú
Háskólastúdentar hugsa um fleira en flóknar stærðfræðiformúlur og fomíslenska beygingafræði.
I kristilegu stúdentafélagi ræða menn um grundvöll kristinnar trúar, um einstaklinginn sjálfan
og tengsl hans við Guð, skaparann.
17. júní 1936, er Kristilegt stúd-
entafélag var stofnað."
— Hvert er markmið félags-
ins?
„KSF hefur það meginmarkmið
að kynna og efla kristna trú með-
al íslenskra stúdenta og jafnframt
að vera venjulegt félag á félags-
legum grundvelli."
— Höfðar kristin trú til 20.
aldar stúdenta?
„Já, alveg tvímælalaust. Nem-
endur velta fleiru fyrir sér en
náminu einu saman. KSF reynir
að nálgast þá einstaklinga sem
spyija sjálfan sig: „Hver er til-
gangur lífsins?" því að við teljum
að Biblían eigi svarið við þeirri
spumingu. Gera má ráð fyrir að
Umsjón:
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Ásdís Emilsdóttir
Svavar A. Jónsson
Kristilegt stúdentafélag var stofnað á 25 ára afmæli Háskóla íslands 17. júni 1936.
Háskóli íslands 75 ára: