Morgunblaðið - 19.10.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.10.1986, Blaðsíða 26
26 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1986 Háakáiabygging HAborgarínnar. HÁSKÓLI ÍSLANDS ByggtyBr bókwttíð Byggingasögu Háskólans gerð nokkur skil EKKI er vitað með vissu hver fyrstur hreyfði þeirri hugmynd að háskóli skyldi reistur á íslandi, en líklegt er að Tómas Sæmundsson hafi fyrstur manna lýst þessari hugsýn sinni á prenti: fi* # A A ...ímindaðu þér kauptorg uppfrá sjónum fyrir miðri T T ströndinni, og annað torg fallegra, með norðurvegg kyrkjunnar á eina hlíð, og til hinna þriggja háskóla, mentabúr og ráðstofu, enn á torginu miðju heiðursvarða þess manns, er slíku hefði til leiðar komið; settu ennframar suður með tjörninni að austanverðu skemtigaung, og kyrkjugarð hinumegin sunnantil á Hólavelli — og þá sjerðu, hvurnin mig hefur dreymt að Reykjavík egi að líta út einhvumtíma u Hugmynd Guðjóns að viðbyggingu við Alþingishúsið. Fyrsta hugmynd Guðjóns að Háskóla á íslandi. júlí, 1896 og lýsti þar þeirri skoðun sinni að íslenskur háskóli ætti að vera í miðbænum, nánar tiltekið við hlið Landsbankans. Hann segir: Vjer hikum ekki við að játa hjer skýlaust og afdráttarlaust, að innlendur háskóli er eitt af því bráðnauðsynlegasta af öllu því, er vjer íslendingar þurfum að fá, til þess að andlegum kröpt- um þjóðarinnar verði beint í ijetta stefnu, og til þess að rýma út þeim skaðlega óþjóðlega hugs- unarhætti, hjá ýmsum þeim er ráðin hafa hjer á landi, sem ligg- ur eins og martröð yfir allri framfaraviðleitni almennings". Lítið varð úr þessari hugmynd góðskáldsins, eins og segja má um fleiri hugmyndir hans, en þakkir á hann vafalaust skyldar fyrir að hafa verið ötulasti áróðursmaður íslensks háskóla á þessum árum. Jón heitinn Þorláksson, verk- fræðingur og stjórnmálamaður, gerði frumdrög að háskólabygg- ingu, þegar árið 1904. Var það á námsárum hans í Berlín, en hann og skólabræður hans höfðu oftlega rætt um Háskólann, sem koma þyrfti. „Jeg þekkti þá engan hús- lausan háskóla, og var ekki nógu frumlegur í hugsun, til þess að láta mér detta í hug að íslendingar mundu eignast húslausan háskóla og búa við hann í svo sem einn mannsaldur". Því miður glataði Jón þesssum uppdrætti sínum, en fróð- legt hefði verið að sjá hugmynd þessa atorkusama framfaramanns. Næst var rætt um háskólabygg- ingu árið 1906, en þá var gert ráð fyrir að slík bygging yrði reist á Amarhóli, en þar var fyrirhugað að reisa helstu opinberar byggingar landsins. Af hinum opinberu bygg- ingum, sem ráðgert var að byggja þama, reis aðeins ein, Safnahúsið við Hverfísgötu. Háskóli stofnaður Háskóli íslands var stofnaður með heimild í lögum frá 30. júlí 1909. í lögunum sagði að hann skyldi settur þegar fjárveiting feng- ist, en ekki kveðið nánar á um hvenær hann tæki til starfa. Með ,frumvarpi að háskólalögum, sem landstjómin lagði fram á Alþingi 1909, var ítarlegt fylgislq'al um hugsanlega háskólabyggingu, en þá álitsgerð höfðu forstöðumenn embættismannaskóla landsins sam- ið. Þeir vom þeir Jón Helgason, settur forstöðumaður Prestaskól- ans, seinna biskup, Láms H. Bjamason, forstöðumaður Laga- skólans og Guðmundur Bjömson, landlæknir, en þá veitti hann Læknaskólanum forstöðu. Þeir gerðu ráð fyrir að við skói- ann yrðu flórar deildir, guðfræði- deild, lagadeild, heimspekideild og læknadeild. í skýrslu þeirra segir að þeir hafí fengið danskan húsa- meistara, Fr. Kierboe, til þess að meta hversu stór byggingin yrði, en Kiarboe hafði áður dregið upp skipulagið á Amarhóli, sem fyrr var neftit. Hann taidi að húsið yrði sem næst 31.700 rúmálnir, en til saman- burðar má nefna að Safnahúsið mun vera um 38.400 rúmálnir að stærð. Jafnframt reiknuðu nefndar- menn það út í félagi við Kierboe, að húsið myndi kosta um 158.500 krónur. Ekki varð úr þessari hugmynd þríeykisins, og sagt að „vegna fjár- hags landsins telur stjómarráðið ekki fært að leggja að svo stöddu út í húsbyggingu handa háskóla". Háskóli Islands tók til starfa árið Guðjón Samúelsson, Húsameistari rfldring. Þessi lýsing Tómasar birt- ist í fyrsta árgangi Fjölnis, árið 1835. Ekki gekk eftir sem hann ætl- aði, en nú, 151 ári síðar, er Háskóli íslands orðinn 75 ára gamall og enn í ömm vexti. Ifyrstu árin fór kennslan fram á neðri hæð Alþingishússins, en síðar var Há- skólanum reist eigin hús og er nú svo komið að Háskólinn á húsnæði, sem nemur 27.000 fermetmm að flatarmáli. Það hrekkur þó ekki til og fer kennsla því einnig fram í leiguhúsnæði. Benedikt Sveinsson, sýslumaður og alþingismaður, lagði fyrstur fram tillögu þess efnis á Alþingi, að stofnaður skyldi Háskóli íslands. í tillögunni, sem hann bar upp árið 1881, var sérstaklega tekið fram að kennslan skyldi fara fram í Al- þingishúsinu, en Alþingi hóf starf- semi sína í hinu nýja og glæsilega húsi sínu það ár. Alþingi kom þá saman annað hvert ár og einungis nokkrar vikur í senn, svo nægu húsrými var fyrir að fara. Þess ber jafnframt að geta að söfn landsins höfðu einnig aðsetur í húsinu. Fmmvarpið-var endurflutt 1883, en áður en þingheimur afgreiddi það sem lög, var þetta ákvæði fellt úr. Konungur synjaði lögunum hins vegar staðfestingar, svo ekki reyndi á það hvar hugsanlegur háskóli hefði aðsetur. Einar skáld Benediktsson, Sveinssonar, fékk áhuga á „há- skólamálinu" í arf frá föður sínum og þreyttist hann seint á að kynna mál sitt. Hann reit m.a. forsíðu- grein í blað sitt Dagskrá hinn 30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.