Morgunblaðið - 25.10.1986, Side 11

Morgunblaðið - 25.10.1986, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1986 11 Leíkhópur Nemendaleikhússins Listin og fyrir- heitna landið LEIKLIST Jóhann Hjálmarsson Leiklistarskóli íslands, Nemendaleikhús LEIKSLOK í SMYRNU eftir Horst Laube. Byggt á upprunalegri hugmynd og verki eftir Carlo Goldoni. Þýðandi: Árni Bergmann. Leikstjóri: Kristín Jóhannes- dottir. Leikmynd, búningar og lýsing: Guðrún Sigríður Haraldsdóttir. Aðstoðar- og tæknimaður: ÓI- afur Örn Thoroddsen. Tónlist: Hilmar Órn Hilmars- son. Eins og svo oft áður vekur það athygli hve kraftmikið Nemenda- leikhúsið er. Sá hópur sem nú flytur Leikslok í Smyrnu í Lind- arbæ hefur náð góðum árangri, ræður yfír tækni og er búinn þeirri sköpunarþörf sem æskileg er. Leikritið er síður en svo létt viðfangsefni, en það tókst að koma því til skiia án skakkafalla og án verulegra hnökra. Horst Laube hefur endurvakið heim Carlos Goldonis, óperuveröld Feneyja. Verkið var frumflutt í Miinchen í fyrra. Kristín Jóhann- esdóttir leikstjóri kemst þannig að orði um hlut Laubes að „hið löngu liðna stefnumót á sviðinu við augnablikið sem er að líða“. Leikslok í Smymu er miskunn- arlaus ádeila á prímadonnur og tenóra, veröld söngvara og leik- ara. Lasca greifi fær til liðs við sig ungan Tyrkja, Alí að nafni, í því skyni að ná sér niðri á fólki sem hann telur að hafí vanvirt óperuna. Lasca er kroppinbakur, mikill aðdáandi óperuformsins, en flytjendumir fara í taugamar á honum. Sjálfselska þeirra og hé- gómagimd sitja að hans dómi í fyrirrúmi fyrir listinni. Hann vill veita eftirminnilega ráðningu og tekst það með hjálp Tyrkjans. En það sem átti að vera leikur og stríðni breytist í harmleik og óperufólkið öðlast samúð áhorf- andans vegna þess að það er nákvæmlega jafn umkomulaust og annað fólk í leit að þolanlegri tilvem. Það verður ekkert úr ferð- inni til Smymu þar sem á að syngja í ópemhúsi sem reyndar er ekki til. Sú Smyma sem alla dreymir um er vitanlega hvergi á þessari jarðkúlu, hið fyrirheitna land verður aldrei annað en fyrir- heitna landið. Stefán Sturla Sigurjónsson leikur Lasca greifa og nær góðum tökum á þessu vandasama hlut- verki. Leikstjórinn ýkir hlut kroppinbaksins, en það er við hæfi í þeirri gerviveröld sem dreg- in er fram í verkinu. Tyrkinn Alí er í höndum Val- geirs Skagfjörð. Lucretiu leikur Olafía Hrönn Jónsdóttir, Togninu Ingrid Jónsdóttir og Anninu Þórdís Amljótsdóttir. Þórarinn Eyfjörð er Carluccio, Hjálmar Hjáimarsson Pasqualino og Hall- dór Bjömsson skáldið Maccario. Gestaleikarar em Ingvar Eggert Sigurðsson, nemandi í 1. bekk LÍ og leikaramir Kristbjörg Kjeld og Jón S. Gunnarsson. Jón S. Gunnarsson naut sín vel í hlutverki Beltrames veitinga- manns og sama er að segja um Kristbjörgu Kjeld sem lék móður Anninu. Ekki er ástæða til að gera upp á milli hinna ungu leik- ara, en frammistaða þeirra allra var til sóma. Leikslok í Smymu er ekki bara hreyfingar og annað leikrænt táknmál, heldur snjall og víða fyndinn texti. Hann hljómaði vel í þýðingu Ama Bergmanns. Tónar Hilmars Amar Hilmars- sonar vom dramatískir og nokkuð hástemmd}r í upphafi. Guðrún Sigríður Haraldsdóttir hefur með leikmynd sinni og bún- ingum unnið gott verk og er með ólíkindum hve vel tekst að nýta húsnæðið í Lindarbæ. Leikslok í Smymu færa okkur andrúmsloft hins liðna en líka samtímann, hugmyndheim Gol- donis í nýju og áleitnu ljósi. Viðleitni til að kort- leggja veruleikann Békmenntir Jóhann Hjálmarsson Kristinn Guðbrandur Harðarson: Eilifir sólargeislar Reykjavík 1986 Kristinn Guðbrandur Harðarson er myndlistarmaður, en fylgir nú margra fordæmi og sendir frá sér ljóðabók. í fyrsta hluta Eilífra sólargeisla em yfirleitt stutt ljóð, fáeinar línur sem rifla upp mannkynssögu, stundum eins og klipptar út úr kennslubókum: Dareios Persakonungur mold og vatn (jarteikn) vitur maður, víðsýnn og kappsfullur öflugur herskipafloti blómleg verslunarborg herskipaflotinn tvístraðist í ofsaveðri straumar í þröngu sundinu (479 f. Kr.) 488 f. Kr. landleið vestur Litlu-Asíu Xerxes Persakonungur. (Jarteikn) Svo á Kristinn Guðbrandur til rómantík sem lýsir sér í orðalagi eins og „litskrúðugt ævintýraland" og „leikfang/ í glatkistu/ eilífs dá- semdarlands", bæði dæmin úr ljóði samnefndu bókinni. Einna best tekst í lokakafla bók- arinnar þegar gripið er til opins ljóðstíls í ljóðum sem nefnast Sveitapilturinn byssan og bifreiðin, 30/8 ’85 (suður) og Við ystu mörk. Þessi ljóð verða ekki talin mark- verður skáldskapur (að minnsta kosti ekki af undirrituðum), en það er í þeim viðleitni til að kortleggja vemleikann, draga upp myndir og mæla fram hálfkveðnar vísur: hátt stillt útvarp um miðnætti um 8-10 km kl. 03.00; heim um kl. 04.00 íburðarmikið heimili á afskekktum stað hegðun um kvöld orðrómur í húsi hámálar, púðurdósir og kvenmannsflíkur sama kvöldið í kommóðuskúffu um kl. 4 eða 5, síðan kl. 23.45 úr skurðinum í vasa; úr vinstri skónum 100 km suðaustan við heimabyggðina á fímmtudeginum grátið við axlir seinna um kvöldið flugeldar í rigningu beðið á tröppunum (Sveitapilturinn byssan og biffeiðin) Kristinn Guðbrandur Harðarson hefur tileinkað sér tjáningu sem grundvallast á upptalningu og að fanga sem mest af því sem er á yfirborðinu. Það sem ljóðin skortir er dýpt, sú krafa sem gera verður tl skálda um að velja og hafna. Skáldskapur er ekki fólginn í því að láta allt fljóta með, en það má yrkja góð ljóð með því hugarfari að þau líti út eins og skáldið hafi ekki reynt að takmarka sig. Til þess að slík ljóð heppnist þarf fyrst og fremst ögun hversu mótsagna- kennt sem það kann að hljóma. Það er tilvalið að koma í JL Byggingavörur við Hringbraut eða Stórhöfða. Þiggja góð ráð frá sérfræðingum um allt mögulegt sem lýtur að húsbyggingum, breytingum og viðhaldi húseigna. Við höfum ætíð heitt kaffi á könnunni. Laugardaginn 25. október verður kynningu háttað sem hér segir: JL Byggingavörur, Stórhöfða. Laugardaginn 25. októberkl. 10-16. LÉTTSTEYPAN HF. MÝVATNSSVEIT Útveggja- og milliveggja kalksteinn. Milliveggjahellur, gangstéttarhellur og skrautflísar. KYNNINGARAFSLÁTTUR. JL Byggingavörur v/Hringbraut. Laugardaginn 25. októberkl. 10-16. Kynning á ROKAL blöndunartækjum. Vesturþýsk gæðavara. KYNNINGARAFSLÁTTUR Komið, skoðið, fræðist BYGGINGAVORUR 2 góðar byggingavöruverslanir. Austast og vestast í borginni Stórhöfða, sími 671100 • v/Hringbraut, sími 28600

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.