Morgunblaðið - 25.10.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.10.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDÁGUR 25. OKTÓBER 1986 Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson. Bryggjuhúsið áður en niðurrif þess hófst. Akranes: Bryggjtihús hverfa Akranes. BÚIÐ ER að brjóta niður hluta af bryggjuhúsi á hafnargarðinum við Sementsverksmiðjuna á Akranesi og er óhætt að segja að sjónar- svip [ þessu bryggjuhúsi voru staðsett færibönd sem fluttu sementpokana áleiðis til skips. í tímans rás hafa verið tekin upp ný vinnubrögð og því er hlutverki hússins og færi- bandanna lokið og þau látin hverfa. Það er fremsti hlutinn sem hefur verið brotinn niður og skapast við það betri aðstaða við hafnargarð- inn. Ekki er ákveðið hvort það sem eftir er af húsunum verði einnig brotið niður í náinni framtíð. - JG Þannig er umhorfs á bryggjunni eftir að hluti hússins hefur verið rifinn. Ný hljóm- plata Ket- ils Jens- sonar ÚT ER komin þrettán laga ein- söngshljómplata Ketils Jensson- ar með píanóundirleik Jónas Ingimundarsonar og Fritz Weiss- happel. Þrjú laganna voru hljóðrituð í Hlégarði í júlimánuði 1986 og fimm laganna voru upp- haflega hljóðrituð i Ríkisútvarp- inu á árunum 1954 til 1955 og gefin út á 78 snúninga hljóm- plötu af íslenskum tónum. Ketill er fæddur árið 1925 í Reykjavík. Hann hlaut sína fyrstu tilsögn í söng hjá Pétri Á. Jónssyni 1947 og árið síðar söng hann ein- sögn með Karlakór Reykjavíkur. Til Ítalíu hélt Ketill snemma árs 1949 og dvaldi þar um þriggja ára skeið við söngnám. Eftir heimkom- una hélt hann nokkra tónleika í Gamla Bíói og það sama ár, 1952, söng hann í uppfærslu Þjóðleik- hússins á Leðurblökunni eftir Johann Strauss._ Enn lá leiðin til frekara náms á Ítalíuþar sem hann söng m.a. hlutverk Edgardos í Luc- ia di Lammermoor eftir G. Doniz- etti. Veturinn 1954-55 söng hann svo hlutverk Turiddu í Cavalleria Rusticana eftir P. Mascagni. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JUDY DEMPSEY Ungveijaland: Minningarnar um upp- reisnina 1956 verða ekki kveðnar niður Um þessar mundir eru þrjátíu ár liðin frá þvi að Sovétmenn komu á skriðdrekum inn í Búdapest til að bæla niður uppreisn, sem þar var í uppsiglingu. Ungverski Kommúnistaflokkurinn hefur nú tekið af skarið með þvi að halda upp á þrítugsafmæli innrásar- innar og segja að hún hafi verið gerð til að kæfa niður „gagn- byltingu öfgaafla fasista*1. Flokkurinn grípur til þessa bragðs til að kippa fótum undan stjómarandstöðunni, sem segja má með vissu að hefði látið í sér heyra ef stjómvöld hefðu hvergi minnst á innrás Sovét- manna 4. nóvember. Umfjöllun til að koma í veg fyrir gagnrýni Yfirvöld fengu að kenna á því í fyrra. Þá héldu svokölluð „rak- part“ félög, sem eru leyfð opin- berlega, viðræðufunda og rökræðna um atburði ársins 1956. Margir ræðumanna sögðu að það, sem gerðist 1956, hefði verið bylt- ing. Yfírvöld settu starfsemi félaganna stólinn fyrir dymar. Stefna stjómvalda var augljós. Einu gildir hversu mikið svigrúm ungverskir fjölmiðlar hafa á vor- um dögum til að fjalla um umdeild málefni: túlkun á því, sem gerðist fyrir þijátíu árum, er á valdi kom- múnistafíokksins eins. Túlkun á uppreisninni og innrás Sovétmanna er óneitanlega nauð- synleg stjómvöldum þótt ekki væri nema fyrir þá sök eina að þeir atburðir, sem áttu sér stað í Ungveijalandi í október og nóv- ember 1956, em enn ofarlega í hugum Ungvetja. Því hafa ung- versk yfirvöld undanfarið lagt á þá dijúga áherslu. Fyrir rúmri viku síðan gafst ungverskum sjónvarpsáhorfend- um kostur á að fylgjast með myndaflokki í sex þáttum, sem ætlað er að „uppræta misskilning fólksins og koma á hreint" hvað gerðist um fyrir og eftir að Sovét- menn komu á skriðbeltum inn í Búdapest 4. nóvember fyrir þijátíu ámm. Naflaskoðun í útvarpi og sjónvarpi Sjónvarpsefnið sigldi í kjölfar á útvarpsþáttum um málefnið, sem oft og tíðum var tekið opinskáum tökum, þótt forðast væri að nefna viss atriði. Háttsettir embættis- menn kommúnistaflokksins ræddu í viðtölum um „mistök ungverska flokksins", einkum og sér í lagi handvammir leiðtogans, sem þá var við völd og stjómaði í anda Stalíns, Matyas Rakosi. Karoly Grosz, formaður kom- múnistaflokksins, hefur aukin- heldur látið í sér heyra á öldum hljóðvakans. Þrátt fyrir raddir gagnrýni er flokkslínan óbreytt: uppreisnin 1956 var „gagnbylt- ing“. Opinberlega er þetta orðað svo: „and-sósialísk öfl vildu kollsteypa ríkjandi kerfí með aðstoð erlendra óvina, sem í þokkabót reyndu að hylma yfír aðild sína“. Hvergi hefur verið minnst Ist- van Bibo opinberlega. Hann var ráðherra í stjóminni, sem sat 1956, og telja margir að hann hafí verið mesti stjómmálahug- suður Ungveija til þessa. Bibo mótmælti fyrstur manna afskipt- um Sovétmanna og fór fram á að stórveldi heims skærust í leik- inn. Ungveijar hafa, sagði hann, „risið upp án stéttskiptingar og trúarlegra fordóma gegn eriend- um innrásarher og innlendum böðlum hans“. Bibo sat og færði mótmæli sín í orð meðan Sovétmenn hertóku Búdapest í innrásinni 4. nóvem- ber. Nokkrum dögum eftir að Sovétmenn höfðu fyrst afskipti af stjómmálaástandinu í Ung- veijalandi 23. október var því haldið fram að Ungveijar stæðu frammi fyrir „gagnbyltingu" og fasistar hefðu lagt á ráðin um hana. Bibo vísaði þessu alfarið á bug. Ráðherrann sat á skrifstofu sinni og vélritaði mótmæli sín þegar sovéskir hermenn ruddust inn í þinghúsið. Hann kvaðst vera ráðherra í ríkisstjóminni og þurfa að sinna aðkallandi málum. Her- mennimir leyfðu honum að halda áfram störfum og skildu meira að segja eftir vörð til þess að hann gæti sinnt þeim óáreittur. Eftir að hann hafði vélritað mótmælin snyrtilega á blað gekk hann út úr þinghúsinu, yfir torgið og afhenti blaðið í bandaríska sendiráðinu. Bibo var stungið í fangelsi fyrir vikið og hlaut hann ekki uppreisn æm þegar hann var látinn laus. Ákalli hans um aðstoð til að tryggja sjálfstæði Ungveijalands var aldrei svarað. Janos Kadar var gerður að formanni flokksins og hann er leiðtogi Ungveija enn þann dag í dag. Sovétmenn fengu sínu framgengt Sovétmenn höfðu fengið það, sem þeir vildu. Rúmlega tvö þús- und menn voru teknir af lífi og tuttugu þúsund misstu atvinnuna eða voru settir í fangelsi. Allar tilraunir til endurbóta á kerfínu voru kæfðar. Kadar hefur að mörgu leyti breytt þjóðfélaginu síðan 1956. Hann hefur gert talsverðar um- bætur í efnahagsmálum. Óttinn hefur vikið fyrir neysluhyggju, dregið hefur úr spennu í þjóð- félaginu og Ungvetjum hefur tekist að ávinna sér virðingu á alþjóðlegum vettvangi. Margt hef- ur breyst síðan 1956, en minning- amar eru engu að síður áleitnar. Þess vegna em ungversk yfir- völd á varðbergi þegar atburði ársins 1956 ber á góma. Ef þeir einhvem tíma viðurkenna að Ung- veijar vildu í raun flölræði á ólgudögunum 1956 verður lög- mæti þess kerfís, sem nú er við lýði, auðveldlega vefengt. Að auki yrði ekki hjá því komist að fjalla um þá atburði, sem gerðust eftir innrásina, einkum ógnaröldina, sem gekk í garð. Bannað er að fjalla um þetta tímabil ungverskr- ar sögu í Ungveijalandi á vomm dögum. Enn fremur em óskráð lög að ekki megi færa í tal að gömlu stjómmálaflokkamir, sem störf uðu áður en kommúnistar tóku völdin í Ungveijalandi 1948, vom endurreistir samkvæmt stjómar- skrárbreytingu í október og nóvember 1956. Þar á meðal var Jafnaðarmannaflokkurinn og Bændaflokkurinn. Istvan Bibo var einn leiðtoga hans. „Ungveijar vildu blása nýju lífi í gamlar pólitískar hefðir," segir sagnfræðingur frá Búdapest. „Vitaskuld var Ungveijaland ekki fyrirmyndar lýðræðisríki fyrir byltinguna, en fjölræði í stjóm- málum var fyrir hendi.“ Ekki var minnst á það að aðrir stjóm- málaflokkar en flokkur kommún- ista hefðu verið komnir á skrið í áðumefndum útvarpsviðtölum. Og þessa flokka var trauðla hægt að kenna við fasisma. Að hyggju yfirvalda er ekki rétti tíminn til þess nú að ræða eða skrifa um þessi mál. Yfírvöld hafa gert sér grein fyrir því að ógemingur er að koma í veg fyrir að fólkið hugsi um þau og reyna því að breyta skilningi manna á þeim atburðum, sem gerðust í Ungveijalandi 1956. Afsteypa af hðfði Stalíns liggur skörðótt & götu í Búdapest áríð 1956: Matyas Rakosi, scm var við völd þegar uppreisnin var gerð, sótti stjómaraðferðir sínar í smiðju hins illræmda leiðtoga Sov- étríkjanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.