Morgunblaðið - 25.10.1986, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 25.10.1986, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1986 Minning: Ragnheiður Brynjólfs dóttir ljósmóðir Fædd 31. október 1930 Dáin 16. október 1986 Dauðsfallið sem snertir okkur djúpt hefur orðið í fjölskyldu okkar. Hún sem okkur hafði fundist flærst dauðanum. Lífsglöð og ljóm- andi af heilsu var hún skyndilega slegin banvænum sjúkdómi fyrir nokkrum mánuðum. Okkur grunaði ekki hversu mikil alvara var á ferðum, því er mikill harmur í hugum okkar. Við systkinin eigum yndislegar minningar um Röggu frænku og má segja að á stundum hafi hún gengið okkur í móðurstað þegar mamma var að vinna og pabbi lang- dvölum erlendis. Marga ferðina fór Ragga frænka með okkur norður á Sauðárkrók þar sem amma og Erla frænka eiga heima. Ógleymanlegar eru allar berjaferðirnar og þau ævintýri sem fylgdu, t.d. þegar þokan skall á og hún batt spotta við okkur til þess að við týndumst ekki. Jólin og jólaundirbúningur áttu stóran þátt í lífi hennar. Hún lagði sig fram, bæði að gefa veglegar gjafír og að útlit pakkanna yrði sem glæsilegast og þekktust hennar pakkar úr langar leiðir. Við systkinin tókum þátt f þessu af lífí og sál og var það fastur liður að fá að vera með. Marga góða bók gaf hún okkur. Þar á meðal „Bróðir minn Ljóns- hjarta" sem var vinsælust bóka þegar maður er 8—10 ára. Þessa sögu las hún með okkur og fyrir okkur og viljum við enda þessi fá- tæklegu kveðjuorð á að vona að hún hafí séð ljósið eins og söguhetjum- ar, þegar þeir þorðu að stökkva til Nangilima. Blessuð sé minning okkar góðu frænku. Danival og Sólveig Er vinir kveðja hér í heim í hinsta sinn, brýst harmanóttin heljarmyrk, i hjartað inn. Oss finnst þá oft að fokið sé í flest öll skjól, og gengin undir, geislum svipt, vor gleðisól. (Einar M. Jónsson Þegar vinir heilsast og kveðjast vaknar oft spumingin um það hve- nær fundum ber saman aftur. Vinafundum tengjast einnig minn- ingar um fyrri fundi. Nú, þegar við kveðjum Ragnheiði Brynjólfsdóttur, koma upp í hugann margar minningar í myndum um fyrri fundi. Það mun hafa verið fyrir um 30 ámm að við hittumst fyrst; hún þá nýkomin ung stúlka til Reykjavíkur í atvinnuleit ásamt systmm sfnum, ég bam að aldri. Þær vom mjög samrýndar systur, þrátt fyrir hve ólíkar þær vom hver annarri. Umhyggja fýrir öðmm em einkenni þeirra en glaðværðin og einhver sérstök eftirvænting fylgir þeim ávallt. Einmitt þessi einkenni gera það að verkum að fólk sækist eftir návist þeirra og vináttu. Og vinátta þeirra er trygg, hafín yfír rúm og tíma. Ragnheiður var ein fímm bama þeirra Emilíu Lámsdóttur og Brynj- ólfs Danivalssonar. Þau bjuggu á Suðurgötu 24 á Sauðárkróki. Brynj- ólfur er látinn fyrir allmörgum ámm, en Emilía er nú rúmlega níræð að aldri, vel andlega hress, en þó líkaminn sé farinn að lýjast, þá gengur hún daglega til allra verka á heimili sínu og vinnur fal- legustu handavinnu sem gefur okkur sem yngri emm gott for- dæmi. Sem unglingur fékk ég að njóta þess að dvelja að sumarlagi hjá Emilfu og Brynjólfí og kynntist þá lífsviðhorfum þessara hjóna, sem aldrei unnu sér hvíldar og kunnu þá list að nýta til fullnustu afrakst- ur vinnu sinnar. Uppeldi bama þeirra hafa einkennst af þessum viðhorfum. Á fyrstu ámm Ragnheiðar hér í Reykjavík man ég að hún vann við hin ýmsu störf. Það var auðfundið strax á fyrstu starfsámm hennar að það var sama hvert verkið var, það var ávallt vel unnið og af fyllstu samviskusemi. Hugur hennar leit- aði þó til mennta og þegar Jóhanna systir hennar hóf hjúkmnamám, vaknaði áhugi hennar fyrir ljós- mæðranáminu. Ragnheiður var afar farsæl í því starfí og vann hún lengst af við ljósmæðrastörf við Sjúkrahúsið í Keflavík, þar sem systir hennar starfar ennfremur. í Keflavík byggði Ragnheiður heimili sitt og þar búa einnig tvö systkini hennar og flölskyldur þeirra. Þama eignaðist Ragnheiður vini og góða starfsfélaga og undi hag sínum vel. En fyrir fáeinum ámm lét hún óvænt af störfum í Keflavík og hóf störf við Fjórðungssjúkrahúsið á Sauðárkróki. Þar gafst henni kostur á að vera í nálægð móður sinnar og yngstu systur, en ekki síst sonar síns og bamabama, sem hún unni mjög. Hugurinn leitaði þó oft suður og ófáar ferðimar fór hún á frídög- um sínum, akandi á milli Sauðár- króks og Keflavíkur. Var það undravert hve slysalaus þau ferða- lög hennar vom, sem oft vom farin að vetrar- og næturlagi og í öllum veðram. Þó svo að hin síðari ár hafí fundum okkar ekki borið oft saman, þá fylgdumst við með Ragn- heiði og sáum henni oftar bregða fyrir. Já, bregða fyrir, því það var ekki hennar vani að staldra lengi við á hverjum stað utan vinnustaða. En þegar hún vissi að hún gat að- stoðað, þá var hún komin, jafnvel um langan veg. Síðast þegar við áttum stund saman, var einmitt þannig ástatt og það vom þjálfaðar og líknandi hendur sem fóru um móður í neyð. Það var ekki í eina skiptið sem hún kom þannig til mín í sjúkraheim- sókn og ávallt sýndi hún sama glaðværa viðmótið og skildi eftir sig þægilega öryggistilfínningu og andlega hugarró. Þessar minningar, hjálp alla, við- mót og vem hennar, vil ég nú þakka að leiðarlokum. Fyrir fáum mánuðum heltók Ragnheiði sá sjúkdómur sem enn er óskýranlegur og erfíður viður- eignar. Þennan sjúkdóm og eigin þjáningar bar hún af slíku æðm- leysi að margan gmnaði ekki að hveiju stefndi á þeim stutta tíma sem barist var. En svo helsjúk sem hún var, sótti hún vinnu svo lengi sem stætt var. Það var erfitt til þess að vita hve lítið var hægt að gera til að lina þjáningar hennar þennan tíma. Þjáningar hennar sem svo oft hafði linað þjáningar ann- arra. Mín bíður ei, hin djúpa dimma gröf, þvi Drottinn sjálfur bjó mér aðra leið, á bak við dauðans breiðu, myrku höf, þar bíður annað fagurt lífsins skeið. En gröfin þögul, geigvænleg og köld hún geymir aðeins það, sem jörðin 1 Mín leið er yfir hel og harmavöld til hans, sem andi minn og líf er fri Ég veit, að þú minn Guð er gafst mér líf, og gafst mér ódauðleika, von og trú, á framhaldslífsins vegi verði hlíf — á veginum, er sjálfur lagður þú. Og þegar opnast dauðans dimmu hlið þá degi þínum mæti ég á ný, ég geng þar inn með fullum sálarfrið þvi, Faðir ég er skjóli þínu í. Ég veit, á bak við lífið kemur líf, sem lífgar það, sem hér á jörðu kól. Og þú ert, Guð minn, hverri veru hlíf og hveiju bami þínu kærleikssól. í ógnum dauðans, eins og sonur þinn anda minn í þínar hendur fel. veit mér bregst ei föðurfaðmurinn og forsjón þinni og líkn ég treysti vel Einar M. Jónsson Eitt sinn skal hver maður deyja, en enn er manninum erfítt að skilja hvers vegna dauðann ber að garði, þá er síst skyldi og mörgum starfs- dögum ólokið. Erfíðast er það þeim sem eftir lifa. Móður Ragnheiðar, syni henn- ar, tengdadóttur og bamabömum, systkinum og fjölskyldum þeirra sendum við innilegar samúðar- kveðjur og biðjum þess að hinar góðu minningar geri sorgina bæri- lega. Birna Bjamadóttir Jl sjúkrahúsinu unnið er. Þótt aðrir sofi eða skemmti sér, þarf vökukonan að vera til taks á verðinum, hún þarf að koma strax. Sé á hana kallað og eitthvað að hjá einhveijum, bætir hún um það og kemur með sínar hjálpandi hendur. Hún er sem engill af guði sendur til þess að lýsa, líkna og græða, með Iifandi smyrsl á undir, sem blæða, ef aðeins hún gleymir sjálfri sér og sjálf hún skilur, hver köllunin er. Eg kom sem gestur og gisti hér, en gteymi því aldrei, hvað snéri að mér það er ekkert nýtt í sjálfu sér. Sjúklingur kemur og sjúklingur fer. 0, vökukonan máttuga min, þér finnst það ekkert, en mér finnst það mikið, mildi og umhyggja úr svip þínum skín. Með fórnandi vilja og hjádpandi hendur í hljóðlátu þakklæti minnist ég þín.“ (S.H. - Geislabrot) Sú kona er orti þetta ljóð dó úr sama sjúkdómi og vinkona mín, en þótt 30 ár séu liðin síðan hún háði sitt veikinda- og dauðastríð, þá fínnst mér þetta ljóð lýsa Ragnheiði Brynjólfsdóttur, sem stóð sig ein- staklega vel í baráttu við veikindin sem að lokum bám hana ofurliði. Þessi lýsing á vökukonunni á einnig sérstaklega vel við hana og lífsstarf hennar. Ég kynntist Ragnheiði fyrir 14 ámm gegnum soroptimistaklúbb Keflavíkur og unnum við ýmislegt saman gegnum árin að félags- og líknarmálum. Þá starfaði Ragn- heiður sem ljósmóðir á Sjúkrahúsi Keflavíkurlæknishéraðs. Seinna vegna ýmissa aðstæðna fluttist hún heim á æskuslóðir á Sauðárkróki og starfaði þar sem ljósmóðir, þar til kraftar vom þrotnir og gekk þetta allt svo fljótt yfír að erfítt er að ímynda sér að hún sé öll. Nokkrum dögum fyrir andlát hennar sat ég hjá henni á heimili systur hennar í Keflavík og mun ég ávallt minnast og geyma í huga mér þessa stuttu stund. Mér fannst svo mikil birta yfír henni, að þó mig gmnaði að hún kæmist ekki til heilsu aftur, var svo mikill friður og ró milli okkar að mér fannst ég væri ekki að kveðja í hinsta sinn. Þegar ég frétti svo að hún, sem alltaf hélt vöku sinni, væri búin að kveðja okkur, datt mér í hug þessi vísa: Hallar degi, hugur eygir hausts á vegi dýrð, sem þverr. Blómin deyja blöðum fleygir björkin, þegir söngfugl hver. (S.H. - Geislabrot) t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓHANN SIGURÐSSON, Blönduhlfð 6, Reykjavfk, lést í Landspítalanum 23. október. Sigrfður Guðjónsdóttir, barn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför sambýlismanns míns, föður, tengdaföður, bróður og afa, ÓLAFSINDRIÐASONAR, verkstjóra, Mlðtúni 62, Reykjavfk, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 27. október kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þeim sem vilja minnast hanns er bent á Krabbameinsfólagiö. Guðrfður Valdimarsdóttir, Indriði Páll Ólafsson, Edda G. Ármannsdóttir, Soffía G. Ólafsdóttir, Jón E. Kristinsson, Jónas Ólafsson, Anna Birna Michelsen, Jónfna Jónsdóttir og barnabörn. t Faðir okkar og tengdafaöir, EINAR SIGMUNDSSON, fyrrverandi bóndi f Kletti og Gróf, Reykholtsdal, veröur jarðsunginn frá Reykholtskirkju í dag, laugardag 25. októ- ber kl. 14.00. Þórður Einarsson, Bergný Jóhannsdóttlr, Jón E. Einarsson, Hugrún Guöjónsdóttir, Slgrún Einarsdóttir, BJarnl Guðráðsson. + Bálför INGU RÚNU INGÓLFSDÓTTUR WARRICK verður fró Bústaðakirkju mánudaginn 27. október kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Styrktarsjóö Landspítal- ans í gegnum Ritsímann. Michael Ingólfur Warrick og systkini hinnar látnu. + Þökkum innilega auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og út- för móður okkar, tengdamóöur og ömmu, ERLENDÍNU MAGNÚSDÓTTUR, Kirkjuvogi, Höfnum, Magnús Þorsteinsson, Svavar Þorsteinsson, Sigurlaug Kristjánsdóttir, Hafsteinn Þorsteinsson, Magnús Bj. Guðmundsson, Kristinn Þorsteinsson, Margrót Þorsteinsdóttir, Eygló Óladóttir og barnabörn. + Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar og afa, JÓHANNSJ. E. KÚLD, Litlagerði 6. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarliði Borgarspitalans. Geirþrúöur J. Ásgeirsdóttir Kúld, Eirfkur, J. Kúld, Helgi J. Kúld, og barnabörn. + Þökkum innilega samúö og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, LOVÍSU GUÐJÓNSDÓTTUR frá Hóli. Frlðjón Jónsson, börn, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum innilega samúð og hlýhug vegna andláts og jarðarfarar sonar míns og bróður okkar, BRAGA PÁLSSONAR, Hólabraut 9, Keflavfk, Sigrún Fannland og systkini hins látna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.