Morgunblaðið - 25.10.1986, Page 44

Morgunblaðið - 25.10.1986, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1986 íslandsvinur látínn: Prófessor Carl Eric Thors Þann 4. október sl. lést í Hels- inki fíl. dr. Carl-Eric Thors, fyrrum prófessor í norrænum fræðum við Helsinkiháskóla. Hann var jarðaður í Oravais, heimabyggð sinni í Aust- urbotni, 19. október. Við fráfall sitt var Cari-Eric 66 ára að aldri og hafði átt við erfiðan sjúkdóm að stríða um nokkurt skeið. Hann gegndi stöðu prófessors við Hels- inkiháskóla 1963—85, en áður hafði hann verið aðstoðarprófessor við sama háskóla 1958—61 og prófess- or við háskólann í Jyváskylá 1961-63. Carl—Eric var óvenju fjölfróður og vel að sér á flestum sviðum norrænna fræða. Sérgreinar hans voru þó framar öðru fomsænska og Finnlands-sænsk ömefni. Hann var einnig vel að sér í evrópskum miðaldamálum, auk latínu og grísku. Fomíslensku kunni Carl- Eric mætavel og vitnaði oft til hennar í skrifum sínum og nútíma íslensku las hann hindrunarlftið. Hann var líka mikill íslandsvinur, kom nokkrum sinnum_ til íslands og sat um skeið í stjóm íslandsvina- félagsins í Finnlandi. Doktorsritgerð sína varði Carl- Eric Thors árið 1949 við Ábo Akademi sænska háskólann f Turku (Ábo), en hún bar titilinn „Substantiveringen av adjektiv i fomsvenskan". Annað umfangs- mikið verk um fomsænsku gaf hann út 1957 undir heitinu „Den kristna terminologin í fomsvensk- an“. Sænskt biblfumál var honum kært rannsóknarefni alla tíð og skrífaði hann margar greinar um Skiftiborð Verslun 38600 39230 Verkstæði Söludeild 39760 31236 LRDR W&T 50-PÍ ÉÍuJMbJ Þá hefur hún slitið barnsskón- um Lada Samara og sýnt að hún stendur upp úr í hópi fram- hjóladrifinna bíla. Þar haldast í hendur útlit hennar, eiginleikar og kostir. Rúmgóður og örugg- ur fjölskyldubíll sem er hannað- ur fyrir aðstæður sem við þekkjum allan ársins hring. Lada Samara 4 gíra kostar að- eins 247 þúsund með ryðvörn. Góð greiðslukjör. Opið í dag 10—16 Bifreiöar & Landbúnaöarvélar hf Suðurlandsbraut 14 það efni. Það var þess vegna ekki nema eðlilegt að til hans væri leitað um ráðgjöf við endurþýðingu biblí- unnar á sænsku. Fyrir þau störf var hann sæmdur heiðursnafnbót í guðfræði við Ábo Akademi 1974. Auk þess stundaði Carl-Eric tals- vert rannsóknir á ömefnum, einkum í Austurbotni, en einnig á mannanöfnum og birtust margar ritgerðir á prenti eftir hann um ein- mitt þessi efni. Carl-Eric Thors var ekki einung- is mikill fræðimaður á sínu sviði heldur einnig vinsæll kennari og alþýðufræðari. í 13 ár sá hann t.d. um málráðgjafarþátt í stærsta sænska dagblaðinu f Finnlandi, Hufvudstadsbladet, og urðu greinar hans þar rúmlega 700 talsins og um tíma var hann ásamt öðmm með hliðstæðan þátt í útvarpi. Á Carl-Eric Thors hlóðust mörg trúnaðarstörf, bæði innan háskól- ans og utan, og gegndi hann þeim öllum af stakri trúmennsku og kost- gæfni. Hann naut mikillar virðingar meðal norrænufræðinga á Norður- löndum og víðar, sat t.d. oft í dómnefndum við veitingu prófess- orsembætta í Skandinavíu, var kjörinn félagi f íjölmörgum vísinda- félögum og akademíum, hlaut verðlaun og var sýndur margur annar sómi. Carl-Eric var að eðlis- fari hlédrægur og fiíkaði lítt þekkingu sinni og þess vegna bar oft minna á honum en ástæða var til. Með Carl-Eric Thors er frá fallinn einn fremsti fræðimaðurinn á Norð- urlöndum á sviði norrænna fræða og hin fámenna sveit norrænufræð- inga í Finnlandi hefur misst sinn besta og ötulasta liðsmann. Erlingur Sigurðsson, Helsinki. Ingibjörg Ingvars- dóttir — Minning „Dáin, horfin!“ - Harmafregn! Hvílíkt orð mig dynur yfir! En ég veit að látinn lifir, það er huggun harmi gegn...“ (Tómas Sæmundss.) Það var 10. október sl. sem ég fékk fregnina um að amma Ingi- björg væri dáin. Þrátt fýrir að hún hefði verið lengi á spítala, þungt haldin og ég hefði vitað að endalok- in væru í nánd, þá brá mér samt afar mikið. En hún átti hvíldina svo sannarlega skilið. Amma hét Ingi- björg Jónína og var Ingvarsdóttir. Hún var fædd 4. október 1908 og var því nýorðin 78 ára. Foreldrar hennar voru þau Ingvar Sveinsson og Hannína Hannesdóttir, en hún ólst upp hjá þeim Jóhanni Oddssyni og Önnu Sveinsdóttur í Skagafírð- inum. Hún var alin upp í fátækt og kynntist ung erfiðisvinnu. Hefur hún því snemma tamið sér vinnu- semi, sparsemi og hvernig nýta mátti hlutina og kom það sér vel fyrir hana síðar. Amma var einstök kona, hún var afar myndarleg, vel gefín, geðgóð og þolinmóð. Alltaf var hún tilbúin að setjast niður og hlusta á vanda- málin og reyna að leysa framúr þeim sem tókst yfírleitt alltaf. Hún reyndi ávallt að hjálpa öllum sem þurftu og var haldin einstökum gáfum og hæfíleiki hennar til að spá koma snemma í ljós. Það var einmitt í gegnum spádóminn sem hún kynntist fullt af fólki, konum og mönnum sem leituðu aðstoðar hennar. Hún var afar gjafmild og hefði gefíð síðustu krónuna ef við hefðum þurft. Eigingimi var nokk- uð sem ég varð ekki vör við hjá henni. Amma var trúuð og hún trúði því að Guð mundi vera með henni. Heimili hennar var hlýlegt og það var alltaf gott að setjast niður hjá henni, því hún kunni frá mörgu skemmtilegu að segja. Henni leið aldrei betur en í faðmi fjölskyldunnar, hjá bömum og bamabömum, sem em orðin nokk- uð mörg, því amma átti tíu böm en missti tvö. Það var friður og ástúð sem streymdi frá henni alla tíð. Hún var afar róleg og blíð og því mun sökn- uðurinn verða mikill. Nú er hún horfín augum okkar en minning hennar mun lifa hjá ættingjum og vinum, sem hin milda og góða móðir og amma. Við emm þakklát fyrir að hafa átt hana. Blessuð sé minning hennar! „Heimsins þegar hjaðnar rós og hjartað klðkknar. Jesú gef mér eilíft Ijós sem aldrei slokknar." Ingibjörg Halldórsd. Kveðjuorð: Jón Eiríksson frá Skeiðháholti Kær vinur og fóstri er látinn. Á hugann leita minningar um réttsýn- an, góðan mann, er ævinlega var reiðubúinn að leiða leitandi ungling á þann veg er hann gekk sjálfur, þar sem ríkti velvilji og góðvild í garð náungans og skilningur á sam- félagi manna og dýra og náttúm landsins. Til Jóns og Jóhönnu í Skeið- háholti hafa þau mörg komið um árin bömin og ungmennin úr borg og bæ, sem send vom til þeirra hjóna til sumardvalar, í þeim til- gangi að kynnast lífínu í sveitinni og öllu því er sveitin hefur að bjóða. Undirrituð var eitt af þessum bömum, sem vom svo heppin að fá að njóta þess að eiga sitt annað heimili í Skeiðháholti um árabil og vera samvistum við þau hjón á við- kvæmum aldri unglinsáranna. Þeim verður seint fullþökkuð vinátta frá upphafí kynna og skilningur sem þau sýndu bæjarbaminu á sínum tíma og enn fínnst sem það njóti góðs af því uppeldi er það hlaut á menningarheimilinu í Skeiðháholti. Ég flyt ástvinum Jóns samúðar- kveðjur og víst er, að hlýir renna straumar frá sumardvalarbömum í Skeiðháholti að gröf hans. Blessuð sé minning Jóns Eiríks- sonar. Drífa Pálsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.