Morgunblaðið - 04.11.1986, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 04.11.1986, Qupperneq 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 248. tbl. 72. árg. ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Þmgkosningar í Bandaríkjuunum í dag: Demókratar vongóðir um meirihluta í öldungadeildinni Washington, AP. KOSIÐ verður um þriðjung sæta i öldungadeild Bandaríkjaþings ogf öll 435 sætin i fuUtrúadeild- inni i dag. Demókratar eru vongóðir um að bæta við sig fjór- um sætum og hrifsa meirihluta í öldungadeildinni frá repúblik- önum. Repúblikanar vonast hins vegar til þess að framganga Ron- alds Reagan, forseta, í kosninga- baráttunni verði til þess að þeir haldi öruggum meirihluta. Búist er við litlum sem engum breyt- ingum á sætaskipan i fuUtrúa- deildinni, þar sem demókratar hafa 253 sæti, repúbUkanar 180, en tvö eru auð. Repúblikanar meirihluta í 53-47. Kosið hafa sex sæta öldungadeildinni, er um 34 sæti. 22 Afganistan: Skæruliðar fá Stinger loftvarn- arskeyti í hendur AFGANSKIR skæruliðar hafa nú fengið hin tæknilega fullkomnu Stinger-Ioftvarnarskeyti frá Bandarikjamönnum, að því er sagði í forsíðufrétt The Sunday Telegraph um helgina. Segir í fréttinni að gangur stríðsins í Afganistan geti snúist við vegna skeytanna. Þar skrifar blaðamaðurinn Radek Sikorski, sem var í Pakistan og Afganistan á vegum blaðsins, að mujahedin-skæruliðar hafi þegar notað skeytin fimm sinnum og sko- tið niður þijár sovéskar þyrlur og eina þotu. Skeyti þessi eru búin svo full- komnum stýribúnaði að ekki dugar að skjóta venjulegri tálbeitu úr loft- fari til að afvegaleiða þau. Enn hefur ekki verið fundið upp ráð til að sleppa undan skeytunum. Sikorski leiðir að því getum í grein sinni að gangur styijaldarinn- ar f Afganistan muni gerbreytast vegna þess að skæruliðar hafi feng- ið Stinger-skeyti í hendur. Bandaríkjamenn eru um þessar mundir að þjálfa skæruliða í að nota skeytin í leynilegum æfinga- búðum skammt frá Islamabad, höfuðborg Pakistan, að því er Si- korski segir. Þegar skæruliðar fara að beita skeytunum fyrir alvöru má vænta þess að Sovétmenn missi þá yfir- burði, sem þeir hafa haft í lofti til þessa. Sikorski segir að þetta verði vátn á myllu skæruliða, þeir gætu náð völdum á stóru landsvæði og jafnvel í heilu héraði, án þess að Sovétmenn gætu rönd við reist nema með miklum fórnum og æm- um tilkostnaði. Sikorski heldur því fram að skeytin geti valdið straumhvörfum í baráttunni við innrásarher Sovét- stjómar á svipaðan hátt og eld- hringimir gegn fílum Hannibals: nú fyrst eigi skæmliðar þess kost að reka vágestinn af höndum sér. sæti sem repúblikanar skipa og 12 demókratasæti. Demókratar eru taldir öruggir um að halda flestum sæta sinna og baráttan um 3-8 önnur þykir tvfsýn. Ýmsir leiðtogar repúblikana virt- ust hins vegar famir að búa sig undir ósigur í gær. Frank Fahren- kopf, formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins, var t.d. ekki mjög sigurviss og sagði flokkana standa mjög jafnt að vígi í nokkmm ríkjum. Urslitin þar gætu ráðið því hvetjir fæm með meirihluta að kosningum loknum. Bob Dole, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, sagði og að það yrði að skoðast sem stórkostlegur árangur ef repúblikanar héldu meirihluta sínum í kosningunum. Reagan forseti hefur ferðast samtals 40.230 kílómetra til þess að flytja ræður á kosningafundum frambjóðenda repúblikanaflokks- ins. Á fundunum hefur hann haldið því fram að honum yrði gert ómögu- legt að starfa þau tvö ár, sem hann ætti eftir í Hvíta húsinu, ef demó- kratar næðu einnig meirihluta í öldungadeildinni. Þar sem úrslit í einstökum ríkjum ráðast fremur af einstaklingunum, sem em í fram- boði, staðbundnum málefnum, og inntaki og eðli baráttunnar en landsmálum, efast jafnvel repúblik- anar um gildi þátttöku Reagans í baráttunni. Þannig sagði starfs- mannastjóri Hvíta hússins, Donald Regan, í gær að hann væri ekki viss um að sú aðdáun og virðing sem forsetinn nyti meðal skilaði sér endilega í auknu fylgi repúblikana í kosningunum í dag. i Frelsi fagnað AP/Stmamynd. David Jacobsen, í miðjunni, ásamt starfsmönnum bandaríska sjúkrahússins í Wiesbaden í Vestur- Þýzkalandi. Jacobsen kom í gær til Vestur- Þýzkalands frá Beirút, en á sunnudag losnað hann úr haldi mannræningja úr röðum öfgasinn- aðra shíta í Líbanon. Hann var 17 mánuði í prísundinni en Iosnaði fyrir tilstilli Terry Waite, sendimanns Ensku biskupakirkjunnar. Waite er l.t.v. á myndinni. Sjá ennfremur frétt á bls 30. AP/Símamynd Joaquim Alberto Chissano Mósambík: Chissano val- inn forseti Maputo, AP. JOAQUIM Alberto Chissano var í gær valinn eftirmaður Samora Machel sem forseti Mósambík. Ekki er búist við breytingum á marxistískum stjórnarháttum þar í landi eftir valdatöku hans. Chissano var utanríkisráðherra í tíð Machel, sem beið bana í flug- slysi fyrir tveimur vikum. Hann er sagður hófsamur raunsæismaður. Samstarf þeirra Machel var mikið, fyrst í stríðinu gegn portúgölskum yfirráðum og síðan í ríkisstjóm. Miðstjóm Frelimo-flokksins kaus Chissano einróma sem leiðtoga flokksins í gær en þar með verður hann sjálfkrafa forseti landsins og yfirmaður herafla þess. Einstæð yfirlýsing 300 manna í Austur- og Vestur- Evrópu: Forsenda friðarins í Evrópu er að mannréttindi verði virt Vín, AP. HÓPUR manna í Austur-Evr- ópu, á Vesturlöndum og í þríðja heiminum birti i gær i Vin ein- stæða yfiriýsingu þar sem skorað er á austur og vestur að semja um bætt samskipti og binda enda á mannréttindabrot. f dag hefst í Vín ráðstefna 35 þjóða um Helsinki-sáttmálann og það hvernig staðið hefur verið við ákvæði hans um mannréttindamál og aukna samvinnu austurs og vesturs. Að yfirlýsingunni stóðu „Evr- ópusamtökin um viðræður milli austurs og vesturs" og sögðu tals- menn þeirra, að undir hana hefðu skrifað 300 manns í fimm Aust- ur-Evrópuríkjum og 11 vestræn- um löndum. Hefur það aldrei tekist áður að sameina svo margt fólk í svo mörgum löndum, eink- anlega kommúnistaríkjunum. í yfirlýsingunni, sem ber heitið „Stöndum í raun við Helsinki- sáttmálann", er reynt að forðast orðhengilsháttinn, sem oft ein- kennir deilur stórveldanna en ljóst er þó, að í mannréttindamálunum beinast spjótin að Sovétstjórninni. Er það inntakið í yfirlýsingunni, að „forsenda friðarins í Evrópu er að mannréttindi verði virt“ „Við höfnum því, að hervaldi sé beitt og öiyggislögreglu til að koma í veg fyrir þjóðfélagslegar breytingar," sagði í yfirlýsingunni og sagt var, að í ónefndum Vest- ur-Evrópuríkjum hefði verið gerðar „endurteknar tilraunir“ til að grafa undan borgaralegum réttindum og lýðræði. Um fólk í Austur-Evrópu sagði, að það hefði „lítil eða engin þau réttindi, sem það ætti þó að hafa lögum sam- kvæmt." Undir yfírlýsinguna skrifar fólk í Sovétríkjunum, Tékkóslóvakíu, Austur-Þýskalandi, Ungveija- landi og Póllandi og má af kunnum mönnum nefna Jiri Haj- ek, sem var utanríkisráðherra þann stutta tíma, sem „Vorið í Prag“ stóð yfír, austur-þýska guð- fræðinginn Hans-Jochen Tschic- he, Andras Hegedues, forsætis- ráðherra í stalínistastjóminni, sem hrökklaðist frá í uppreisninni 1956, og pólsku Samstöðukonuna Onnu Walentjmowicz. Þá má einnig nefna sovésku hreyfínguna „Samtök fyrir auknu trausti milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna". Sjá „Útlit fyrir...“ á bls. 29.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.