Morgunblaðið - 04.11.1986, Page 3

Morgunblaðið - 04.11.1986, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1986 3 Stykkishólmur: Kúfiskveiðar og vinnsla að hefjast KÚFISKVEIÐAR í samvinnu kú- fisknefndar og Rækjuness í Stykkishólmi munu væntanlega hefjast um miðjan nóvember. Undirbúningur hefur staðið yfir frá skipan kúfisknefndar í árslok 1983. Fjárfesting vegna þess er um 35 milljónir króna og náist sá afli, sem reiknað hefur verið með og aðrar forsendur stand- ast, er arðsemi veiða og vinnslu talin nokkuð góð. Formaður kúfísknefndar er Finn- ur Ingólfsson, aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið, að talið væri að mikið væri af kúfíski við landið, en töluverðar veiðar og vinnsla á kúfíski væri í Banda- ríkjunum. Fyrsta skrefíð í þessu máli hefði verið, að kanna hvort íslenzki kúfískurinn væri væri sam- bærilegur þeim bandaríska og tilraunasending vestur um haf hefði leitt í ljós að svo væri. Því væri sala vestra möguleg. Hins vegar hefði ekki verið vitað um veiðanlegt magn, þar sem röng veiðarfæri hefðu verið notuð. Því hefðu nefnd- armenn og Siguijón Helgason, eigandi rækjuness farið vestur til að kynna sér veiðiaðferðir Banda- ríkjamanna, en þeir notuðu við þær sérstakan vatnsþrýstiplóg. Veiðar með öðrum hætti virtust ekki mögu- legar. Eftir að það hefði verið ljóst, hefði Sigutjón Helgason lagt til skip sitt Önnu SH 122. Því hefði verið breytt og það styrkt til veiða með plógnum. Hann ræki skel- vinnslu og ætti því megnið af þeim tækjum, sem þyrfti til vinnslunnar. Með þeim hætti yrði fjárfesting aðeins um 35 milljónir króna, en ef bytja ætti frá grunni, væri kostn- aður metinn um 100 milljónir. Nefndarmenn og Sigutjón hefðu síðan gengið út frá ákveðnum for- sendum við arðsemisútreikninga. Um fjögurra lesta afla á klukku- stund þyrfti og nýting í vinnslu þyrfti að vera 7 til 9%. Þá væri miðað við 2,90 króna skiptaverð upp Brotist inn í skemmtistað NOKKUÐ var um innbrot á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Brotist var inn í unglingaskemmtistaðinn „Topp Tíu“ í Ármúla og stol- ið þaðan hljómflutnings- tækjum og um 400 hljómplötum. Myndbandstæki var stolið úr björgunarskipinu Goða, sem lá við festar við Ægisgarð. Þá var brotist inn í veitingastaðinn Lækjarbrekku. Höfðu þjófamir tekið til nokkuð magn af áfengi er öryggisverðir frá Securitas urðu þeirra varir og lögðu þjóf- amir þá á flótta og skildu þýfið eftir. Rannsóknarlögreglan vinn- ur að rannsókn þessara mála. Sautján til- boð í Svín- vetningabraut FYRIRTÆKIÐ Hvítserkur á Blönduósi átti iægsta tilboð í lagningu hluta Svínvetninga- brautar og Kjalvegar í Húna- vatnssýslu. Sautján fyrirtæki buðu í verkið og var tilboð Hvitserks eitt undir kostnaðar- áætlun. Lengd umrædds vegar er 14,6 km. og á verktakinn að sldla því fyrir 15. október 1987. Kostnaðaráætlun Vegagerðar- innar er 24,4 milljónir kr. Tilboð Hvítserks var 24.157.400 krónur. 150 bændur vilja selja eða leigja fullvirðisrétt sinn FLESTIR þeir bændur sem óskað hafa eftir að njóta aðstoðar Fram- leiðnisjóðs landbúnaðarins til að hætta eða minnka við sig í hefð- bundnum búskap vilja leiga fullvirðisrétt sinn, en ekki selja. Síminn hjá Arna Jónassyni hjá Framleiðsluráði, sem svarar fyrirspurnum um búháttabreytingar Framleiðnisjóðs, hefur varla þagnað síðan átakið var kynnt. í síðustu viku var hann kominn með 170 bændur á skrá sem líklega þátttakendur, þar af 130 alveg ákveðna, og að minnsta kosti 22 bætast við vegna átaks sem Sauðfjárveikivarnir standa fyrir vegna svæðisbundins niðurskurðar sauðfjár vegna riðu. úr sjó og afurðaverð 1 Bandaríkja- dal á hvert pund. „Við höfum kosið að fara okkur hægt að halda fjárfestingu í lág- marki,“ sagði Finnur. „Með því móti verður skellurinn minni, ef dæmið gengur ekki upp og skip og búnað til vinnslu má nota í annað, ef illa fer. Tilraunaveiðar og vinnsla hefjast um miðjan nóvember og standist gefnar forsendur, á þetta að vera komið í fullan og góðan gang næsta vor,“ sagði Finnur Ing- ólfsson. Flestir eru bændumir að hætta eða minnka við sig í sauðfjárbú- skap, enda liggur meira á ákvörðun í því efni. Mjólkurframleiðendur hafa frest fram eftir næsta ári til að ákveða samdrátt í mjólkurfram- leiðslu á verðlagsárinu 1987-88 sem samdráttarátakið miðast við. Ami hefur ekki tekið saman yfirlit um hvemig búháttabreytingin dreifíst um landið, en hann telur að hún dreifist misjafnlega, og sé ef til vill mest áberandi í bestu landbúnaðar- héruðunum, til dæmis Suðurlandi. Aðspurður um hvaða bændur væru komnir á skrá Framleiðnisjóðs sagði Árni að í grófum dráttum væri hægt að skipta þeim í fímm eftirfarandi hópa: I fyrsta lagi aldr- að fólk sem ekki hefði viðtakendur að búum sínum, en vildi þó ekki yfirgefa jarðirnar. í öðm lagi fólk sem byggi á jörðum sem ekki hefðu framtíðarbúskaparaðstöðu, til dæmis vegna lélegra landkosta eða bygginga. I þriðja lagi þeir sem ættu við sjúkdóma að stríða í bú- stofni sínum, svo sem riðu eða gamaveiki. í fjórða lagi vilja nokkr- ir bændur hætta vegna erfiðrar fjárhagsstöðu, til dæmis menn sem lagt hafa í fjárfestingar sem þeir ekki ráða við og ætla að hvíla sig í nokkur ár eða hætta alveg. Þá nefndi Ámi í fímmta lagi að tal- svert væri um að menn notuðu þetta tækifæri til sérhæfíngar á búum sínum, til dæmis menn sem væm með tiltölulega litla kindakjöts- framleiðslu samhliða kúabúum, þeir hættu þá alveg með sauðféð. Ámi sagðist hafa átt von á einum hópnum enn, það er bændum á miðjum aldri sem væm búnir að koma sér vel fyrir. Kannski mönn- um sem væm með allstór bú sem þeir ættu skuldlítil en hefðu haft það óþarflega erfítt. Sagðist Ámi hafa átt von á að einhvetjar menn í þessum hópi hefðu viljað minnka við sig, en það hefði ekki gerst. Gerðu ráð fyrir Ora á diskinum! ora Nú fœst Ora-rauðkál í nýjum og betri umbúðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.