Morgunblaðið - 04.11.1986, Síða 23

Morgunblaðið - 04.11.1986, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1986 23 Inngangur í samanburði við OECD-lönd hefur verðbólga á Islandi verið með því sem mest gerist og erlend skuldasöfnun einnig. Greiðslubyrði af erlendum skuldum er alltof mik- il enda hafa lán verið tekin til rieyslu eða þeim varið til fjárfest- inga, sem standa ekki undir greiðslubyrðinni. Þjóðin stendur enn frammi fyrir halla, bæði á ríkis- búskapnum og í viðskiptum sínum við útlönd. Deilur á vinnumarkaðn- um eru tíðar og lífskjör hafa lítið batnað síðastliðin 10 ár, þrátt fyrir tilkomu byltingarkenndra tækninýj- unga, sem bjóða upp á ótal möguleika til að bæta afkomuna. Landið er að ýmsu leyti vel sett frá náttúrunnar hendi. Fiskimiðin eru gjöful, mikil orka er í fallvötnum og jarðvarma og landið liggur á milli tveggja heimsálfa þar sem blómleg viðskipti eiga sér stað. Þjóðin er að auki vel menntuð. Auðlindimar hafa samt ekki skapað okkur þau lífskjör sem ætla mætti. Fiskimið og hagbeit landsins eru ofnýtt. Virkjun orku og markaðs- setning hafa ekki haldist í hendur. Möguleikar sem staðsetning lands- ins býður eru vannýttir. Menntunin kemur ekki að fullum notum. Allt veldur þetta lakari lífskjörum en efni standa til. Heimatilbúinn vandi Þessi niðurstaða er fyrst og fremst afleiðing efnahagsstefnu sem hefur ýtt undir óhagkvæma ráðstöfun verðmæta og hindrar fólk í að leita hagkvæmustu leiða. Ríkið hefur valdið þenslu í peninga- og ríkisfjármálum og haft óeðlileg af- ☆ skipti af verðlags-, launa og gengismálum. Það hefur veitt viss- um aðilum sérréttindi í formi styrkja, niðurgreiddra vaxta, ríkis- ábyrgða og einkaleyfa og ruglað þar með arðsemisviðmiðunum og dregið úr árvekni. Þá hefur hið opinbera veitt almennningi þjónustu á of dýru verði, bæði miðað við gæði og ekki síður vegna þess hvemig fjár hefur verið aflað til hennar. Þegar betur er að gáð, er ekki að furða hvemig til hefur tekist: ☆ A fjármagnsmarkaði hafa stjomvöld ákveðið vexti og haft áhrif á hvemig fé er varið, t.d. í gegnum fjárfestingasjóði og með ríkistryggðum lánum. Með því er ýtt undir óhagkvæmar fjárfestingar, sem skattgreið- endur þurfa að lokum að standa skil á. ☆ Samningar um kaup og kjör hafa að hluta verið úr tengslum við verðmætasköpun fyrirtækja. Samið hefur verið á breiðum gmndvelli um sömu laun til starfsmanna í sama stéttarfé- lagi án tillits til afkomu fyrir- tækjanna. Tíðar vinnudeiiur, verkföll og mikla verðbólgu má m.a. rekja til fyrirkomulags Iqarasamninga. ☆ Verðmyndun á ýmsum vörum og þjónustu er háð afskiptum stjómvalda. Við opinbera verð- ákvörðun er reynt að samræma ósættanleg markmið, t.d. við ákvörðun fisk- og búvöruverðs. Þessu er síðan mætt með geng- isfellingu vegna sjávarútvegs en útflutningsbótum og niður- greiðslum í landbúnaði. Meðan gengið er háð ákvörðun- um stjórnvalda, er ávallt hætta á að atvinnulífíð beri skaða af óraunhæfri skráningu. Strang- ar reglur um gjaldeyrissölu og -kaup valda óhagræði í viðskipt- um. ☆ Náttúruauðlindir, fískimið og afréttarlönd hafa verið ofnýtt. Ofnýtingin skýrist af því að auðlindimar eru sameign. Ein- stakir notendur hafa ekki hag af að takmarka eigin afnot, ef aðrir gera ekki slíkt hið sama. Við virkjun fallvatna og jarð- varma hefur verið lagt út í mikinn kostnað án þess að tryggja markað fyrir orkuna. Frjáls markadur og- hlutverk hins opinbera Það kann að virðast framandi að skilgreina viðfangsefni íslensks efnahagslífs með vísun til verð- myndunar á markaði fjármagns, vinnu, vöm og þjónustu. Þegar grannt er skoðað, má þó rekja flest vandamál í efnahagslífínu til af- skipta stjómvalda af verði og ákvörðunarþáttum þess. Afskiptin bera þess merki, að stjórnvöld hafa ekki gert sér grein fyrir gildi fijáls markaðar fyrir bætt lífskjör. Verð á fijálsum mark- aði gegnir mikilvægu hlutverki. Það er eins konar upplýsingamiðill sem segir til um skort eða ofgnótt og við þessu er bmgðist með þeim hætti, að jafnvægi komist á. Með því að grípa inn í þetta ferli fijálsr- ar verðmyndunar gefa stjómvöld rangar upplýsingar um hvað er hagkvæmt, hvað borgar sig. Auk þess að nota fé í því skyni að leiðrétta misfellur, sem afskiptin leiða af sér, hafa stjómvöld iðulega samþykkt lög, án þess að áætla fyrir útgjöldum. Ríkisafskiptin hafa un Jið upp á sig án úttektar á kostn- aði eða tekjuöflun og útheimt sífellt hærri skatta. Skattamir hafa þó ekki dugað. Gripið hefúr verið til síaukinnar erlendrar lántöku til að brúa bilið. Ríkið hefur vissulega hlutverki að gegna, en það má ekki standa í vegi fyrir einstaklingum í sókn þeirra til bættra lífskjara. Dæmin sanna, að eigi einstaklingamir möguleika á því að njóta sín á eig- in ábyrgð, skilar framtakssemi þeirra sér um allt efnahagslífíð í betri lífskjömm. Markaðurinn leysir flest vandamál, sem stjómvöld telja sig sífellt þurfa að fást við. Ríkið á að styðja fijálsan markað og verðmyndun, ekki með styrkjum eða annarri mismunun, heldur með því að vemda eignarrétt, örva sam- keppni og hindra einokun. A þeim sviðum, sem samkeppni fær ekki þrifíst, vegna eðlis vöm eða þjón- ustu, liggur beint við að hið opin- bera komi til sögunnar, þó fremur sem eftirlits- en rekstraraðili. Opin- ber rekstur nýtur ekki sama aðhalds og önnur rekstrarform. Því ber að nýta kosti einkarekstrar á þeim sviðum, sem unnt er. Eðlilegt er, að hið opinbera styðji þá sem ekki em færir um að taka þátt í atvinnustarfseminni og sjái ennfremur til þess að allir hafí tæki- færi til menntunar og heilsugæslu. Þar með er ekki sjálfgefíð, að ríki og sveitarfélög reki t.d. skóla og sjúkrahús. Flokkur mannsins: Mótmælir óhóflegum launahækkunum alþingismanna SÍÐUSTU daga hefur Flokkur mannsins beitt sér fyrir mótmælum vegna hinna óhóflegu launahækk- ana sem alþingismenn og aðrir forráðamenn þjóðarinnar hafa tekið sér umfram aðra. Á meðan þeir bjóða vinnuveitendum sínum — launþegum landsins — laun sem ekki er hægt að lifa af. Mótmælaaðgerðimar hafa falist í því að hvetja fólk til þess að undir- rita meðfylgjandi áskorun til þingmanna. Flokkur mannsins skorar á alla skattgreiðendur sem eru sammála þessum aðgerðum að senda sjálfír mótmælabréf til alþingismanna. Fjölmargir hafa þegar sent bréf til alþingismanna og þátttaka verið góð, meðal annars á ýmsum stórum vinnustöðum s.s. Granda hf., Áburðarverksmiðjunni, Sláturfélagi Suðurlands og meðal hafnarverka- manna í Sundahöfn. Einnig eru hafnar samskonar aðgerðir í öllum kjördæmum lands- ins. Stefna Flokks mannsins er að alþingismenn starfi á alþingi af hugsjón en ekki í eiginhagsmuna- skyni og að laun þeirra séu þau sömu og lágmarkslaunin í landinu hveiju sinni, enda séu þau hækkuð þannig að hægt sé að lifa af þeim mannsæmandi lífí fyrir 8 stunda vinnudag. Ef alþingismenn væru sjálfír á lágmarkslaunum myndi það örugg- lega kveikja áhuga þeirra að skapa öllum mannsæmandi kjör. (Fréttatilkynning.) RUMGÓÐUR OG ÞÆGILEGUR TERŒL4WD Meðþvíað setjast undirstýriá Tercei 4WD geturðu sannprófað að hann er rúmgóður, þægilegur og skemmtilegur bíll í akstri. Hann er kjörinn bíll fyrir íslenskar aðstæður, jafnt á hraðbrautum sem erfiðum malarvegum. Þegar færð og veður gera akstur erfiðan ekur þú leiðar þinnar áhyggjulaus og það fervelum bæði þig og farþegana. &MÉÉÉÍÉ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.