Morgunblaðið - 04.11.1986, Side 29

Morgunblaðið - 04.11.1986, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1986 29 Bandarískir tollgæslumenn lögðu fyrir skömmu hald á mesta stærsta kókaínfarm, sem um getur þar í landi, rúmlega 4000 pund. Var eitrið sýnt fréttamönnum á Miami í síðustu viku en það fannst í gámi, sem átti að geyma húsgögn og kom frá Venezúela. Stærsti kókaínfarmurinn Vínarráðstefnan um öryggi og samvinnu í Evrópu: Útlit fyrir mik- mn agreimng Vín, AP. VÍNARRÁÐSTEFNA 35 þjóða um öryggi og samvinnu í Evrópu hefst i dag, þriðjudag. Ljóst er, að mikill ágreiningur er með Sovétmönnum og Bandaríkja- mönnum um dagskrárefnin. Vilja þeir fyrmefndu, að ekki verði um annað rætt en afvopnunar- mál en þeir síðarnefndu segja, að aukin virðing fyrir almennum mannréttindum séu sá grundvöll- ur, sem gagnkvæmt traust og bætt samskipti þjóða i milli verði að byggjast á. Warren Zimmermann, formaður bandarísku sendinefndarinnar, skoraði í gær á Sovétmenn að auka mannréttindi þegna sinna og ann- arra undirsáta eins og þeir hefðu skuldbundið sig til með undirritun Helsinki-sáttmálans. Sagði hann, að þeir hefðu hingað til „einfaldlega virt hann að vettugi". Fyrst eftir undirritunina í Helsinki áríð 1975 hefði að vísu verið slakað nokkuð á klónni en síðan hefði aftur sótt í gamla farið. 1979 hefði 51.000 gyðingum verið leyft að fara úr landi en aðeins 1000 í fyrra og nú sæti í fangelsi 41 félagi sovésku Helsinki-nefndanna, sem reyndu að fylgjast með að við sáttmálann væri staðið. Sagði Zimmermann, að það gæti aukið tiltrú vestrænna manna og flýtt fyrir umfangsmik- illi afvopnun ef Sovétstjómin virti betur almenn mannréttindi. Sovétmenn ætla ekki að ræða um annað á ráðstefnunni en af- vopnunarmál og í fjölmiðlum þeirra og annarra Austur-Evrópuríkja eru Vesturlönd harðlega gagnrýnd fyrir að ætla að vekja máls á mannrétt- indum. Vínarráðstefna er haldin á grundvelli Helsinki-sáttmálans en meginefni hans eru bætt samskipti austurs og vesturs, aukin mannrétt- indi og meiri efnahags- og .menn- ingarsamvinna. Búist er við, að ráðstefnan standi til vors. Aðalfundi Rauða krossins lauk í sátt og samlyndi ZUrich. Frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. EINING rikti á tuttugasta og fimmta þingi eða aðalfundi Al- þjóða rauða krossins og hálf- mánans þegar þvi lauk í Genf fyrir helgina. Fundurinn fór illa af stað og óttast var um framtíð samtakanna þegar meirihluti fundarmanna ákváð að vísa full- trúum ríkisstjórnar Suður- Afríku af fundi. En fundarstörf gengu vel alla vikuna og ieið- togar Rauða krossins vona að um einstætt atvik í sögu samtakanna hafi verið að ræða. Fundarmenn samþykktu tillögur sem tvær starfsnefndir á fundinum sömdu með lófataki undir lok hans á föstudag. Tillögumar varða ann- ars vegar samræmingu á starfi Alþjóðanefndar rauða krossins og Rauða kross félaganna og eru hins vegar skref í átt að samþykkt laga um mannúðarmál. Sameiginleg nefnd Alþjóðanefndarinnar og fé- laganna var einnig kosin, en hún mun starfa fram að næsta alþjóða- þingi sem verður haldið í Kólumbíu að fjórum árum liðnum. Fulltrúar frá Jórdaníu, Vestur-Þýskalandi, Ungveijalandi, Brasilíu og Simbab- wi voru kjömir í nefndina auk fulltrúa Alþjóðanefndar rauða krossins og Rauða kross félaganna. Frelsissamtök Palestínumanna, PLO, sóttu um sæti á alþjóðaþing- inu áður en það hófst. Svissneskum þingforsetum tókst að koma í veg fyrir að umsókn PLO yrði rædd á aðalfundinum og vísuðu umsókn- inni til nefndar. Ottast var að ísraelar og Bandaríkjamenn gengju af fundi ef PLO fengi að sitja hann. Formaður svissneska Rauða kross- ins sagði eftir þingið, að fulltrúum ríkisstjómar Suður-Afríku hefði aðeins verið vísað af fundinum í Genf og þeir yrðu boðaðir á næsta aðalfund líknarsamtakanna. ERLENT Breti fær gervihjarta London, AP. FYRSTI Bretinn, sem fær gervi- hjarta, brosti til hjúkrunar- kvennanna, eftir að hann komst til meðvitundar í gær. Var líðan hans sæmileg eftir aðgerðina, sem stóð í 5 klukkustundir og 20 mínútur. Skýrði John Ed- wards, talsmaður Papworth- sjúkrahússins í London, frá þessu í gær. Ekki var greint frá nafni gervihjartaþegans, en hann mun vera um fertugt. Læknamir Terence English og Francis Wells stjómuðu hóp 13 sér- fræðinga, sem settu gervihjarta af Jarvikgerð í manninn. Þetta er bráðabirgðaráðstöfun þangað til mannshjarta fæst, sem unnt verður að græða í manninn. Hann var flutt- ur á sjúkrahús 31. október sl. mjög alvarlega veikur eftir hjartaáfall. Allt var þá gert til að útvega hjarta í hann, en þar sem það var hvergi fyrirliggjandi, var ákveðið að setja í hann gervihjarta til þess að bjarga lífi hans í von um að rétt hjarta fáist bráðlega. Fyrstur manna til að fá gervi- hjarta var dr. Bamey Clark, bandarískur tannlæknir, sem lifði í 112 daga eftir aðgerðina, sem fram fór í desember 1982. Þeir fímm menn, sem gervihjarta var sett í, er vera skyldi til frambúðar, eru allir dánir. Sá, sem lifði lengst, var William Shroeder frá Louisville í Manila, AP. CORAZON Aquino, forseti Filippseyja, lýsti í gær tilboði kommúnista um vopnahlé sem „skrefi fram á við“ og sagði, að samninganefnd hennar myndi svara tilboði þeirra eftir tvo daga. Ramon Mitra, einn af þremur í samninganefnd stjómarinnar, kvaðst í gær vera bjartsýnn á, að vonahlé kæmist á. Sagði hann þetta eftir, að menn úr stjóm og her landsins höfðu rætt tilboð um 100 daga vopnahlé, sem sett var fram á laugardaginn af Þjóðlegu lýðræð- isfylkingunni, þar sem kommúnist- ar em alls ráðandi. Haft var eftir Teodoro Benigno, Bandaríkjunum, en hann lifði í 620 daga. Í síðasta mánuði lézt eina konan, sem gervihjarta hefur verið sett í. Hún lifði í 10 mánuði með gervihjartað. talsmanni Corazon Aquino, að NDF hefði stigið skref fram á við með því að fallast á vopnahléstillögur þær, sem hún bar fram, áður en hún fór í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna. Samkvæmt tillög- um kommúnista á vopnahléð að ganga í gildi í næsta mánuði og vera í gildi 23. janúar, en þá á að fara fram þjóðaratkvaiðagreiðsla um nýja stjómarskrá í landinu. Vopnahléð á síðan að standa fram yfír 25. febrúar, en þá verður ár liðið frá því að Aquino tók við völd- um á Filippseyjum. Sautján ár em nú liðin, síðan kommúnistar hófu vopnaða upp- reisn á Filippseyjum. Vaxandi bjartsýni um vopnahlé á Filippseyjum SÓLEYJAR Sigtúni 9. Símar: 687701, 687801 ^| Wirt^lfmmaDmumwnrieom nýkomnar-... Sendum í póstkröfu Opnunartími Itl. 15—22

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.