Morgunblaðið - 04.11.1986, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1986
31
Af sögn utanríkis-
ráðherra Eþíópíu:
Segir kúgun
og ofríki
hafa vaxið
dag frá degi
GOSHU WOLDE, utanrítósráð-
herra Eþíópíu, sagði af sér
mánudaginn 27. október en hann
var þá staddur i New York. Afsögn
hans er mitóð áfall fyrir Eþíópíu-
stjórn en nú hin síðustu ár hafa
fjölmargir þekktir borgarar flúið
harðstjórn Mengistu Haile Maríam
leiðtoga Eþíópíu.
Eiginkona Goshu Wolde og böm
hafa um nokkurt skeið búið í Banda-
ríkjunum en Wolde hefur ekki viljað
tjá sig um hvort hann muni biðja um
pólitískt hæli þar. Aldrei fyrr hefur
jafnháttsettur embættismaður flúið
Eþíópíu en ástæður afsagnar sinnar
sagði Wolde vera „skammsýni og
harðstjóm hinnar marxísku ríkis-
stjómar landsins."
Á þessu ári hafa tveir háttsettir
embættismenn, sendiherra Eþíópfu f
Frakklandi og sex bestu liðsmenn
Goshu Wolde.
unglingalandsliðsins f knattspymu
flúið frá Eþíópíu. í síðasta mánuði
tilkynnti stjómin f Addis Ababa að
Eþíópía myndi framvegis ekki taka
þátt í alþjóðlegum knattspymumót-
um. Þá var ennfremur tilkynnt að
framvegis myndu knattspymumenn
frá Eþíópíu einungis etja kappi við
landslið „vinveittra" þjóða. Embætt-
ismenn í Addis Ababa telja þetta
merkja að knattspymumennimir
muni einungis fara til ríkja sem skila
eþíópískum flóttamönnum aftur til
síns heima.
Goshu Wolde, sem er 45 ára gam-
all, lauk lögfræðiprófi frá Yale-
háskóla og var almennt talinn einn
hæfasti ráðamaður þjóðar sinnar. {
yfírlýsingu hans sagði að stjóm
landsins hundsaði vilja þjóðarinnar
og kúgun og ofríki færi stöðugt vax-
andi.„Eg hef horft á harðstjómina
aukast dag frá degi og ekkert fengið
að gert. Ohjákvæmilegar afleiðingar
hennar eru kúgun og mannréttinda-
/brot,“ sagði Goshu Wolde. Fjölmargir
flóttamenn frá Eþíópíu hafa tilgreint
svipaðar ástæður og Wolde. Dawit
Wolde Giorgis, sem var formaður
Hjálparstofnunar Eþíópíu áður en
hann flúði til Bandaríkjanna í fyrra,
sagði stjóm Mengistus bera ábyrgð
á hungursneyðinni í landinu á árun-
um 1984 og 1985. Berhane Deressa,
aðstoðarmaður Dawit Giorgis, flúði
til Bandaríkjanna í júni á þessu ári
og kvaðst ekki lengur geta starfað
fyrir stjóm „sem hefur sett sér það
höfuðmarkmið að þröngva framandi
hugmyndafræði og annarlegu þjóð-
félagskerfí upp á þjóðina."
Árið 1977 sneri Eþíópíustjóm sér
til Sovétríkjanna og bað um hemað-
araðstoð til að veijast innrás Sómalíu-
manna. Bandaríkjastjóm var einnig
beðin um aðstoð en þeirri bón var
hafnað þar sem stjóm Eþíópíu þótti
vera vinstri-sinnuð auk þess sem hún
hafði orðið uppvís að mannréttinda-
brotum. Frá því að stjómin vingaðist
við Sovétmenn hafa tök hennar á
landinu styrkst til muna. Almennt er
talið að engin hinna fjölmörgu hreyf-
inga skæruliða í landinu eigi mögu-
leika á að steypa stjóm Mengistus.
*ríf,u'”$g7rZÚta,“pt
ÆyMTYRALECUR
ORBYUUUOm
Hefurþú uppgötvad hjálparhelluna frá Sharp, örbylgjuofninn sem
gerireldamennskuna aö léttum leik.
Ofninn erauðveldurínotkun, þú seturhráefnið fhann, stillirhann
og útkoman ergirnilegurmatursem bragðast
Sharp örbylgjuofnarnir henta jafn vel fyrirallan
jafntstórar steikursemléttsnarl. Öllum
örbylgjuofnunum frá Sharp fylgir ókeypis
matreiðslunámskeið fyriralla fjölskylduna og að
aukifær kaupandinn þykka myndskreytta
matreiðslubók sérað kostnaðarlausu
í Hljómbæ ermikið úrval örbylgjuofna og allireru
þeirfráSharp, þaðtryggirgæðin. Verðiðerfrá:
KR. 12,900.-
FáðuþérSharp
- gæðanna vegna.
HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999
Umboðsmenn: Bókaskemman Akranesi, Kaupfélag Borgfirðinga, Hljómtorg ísafirði, Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki, KEA Akureyri,
Radiover Húsavík, Skógar Egilsstööum, Kaupfélag Héraösbúa Egilsstöðum, Myndbandaleiga Reyðarfjardar Reyðarfirði,
Ennco Neskaupsstað, Djúpið Djúpavogi, Hornabær Hornafirði, Kaupfélag Rangæinga Hvolsvelli, M.M. búðin Selfossi,
Rás Þorlákshöfn, Fataval Keflavík, Rafeindaþjónusta Ómars Vestmannaeyjum, Radioröst Hafnarfirði, JL Húsið Reykjavík.
JltofgMtt&ljifrife
Gódan daginn!