Morgunblaðið - 04.11.1986, Síða 35

Morgunblaðið - 04.11.1986, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1986 Morfjunblaðið/RAX Stjórn og stjórnendur Hjálparstofnunar kikijunnar á blaðamannafundinum í gær. Frá vinstri: herra Pétur Sigurgeirsson, biskup, Guðmund- ur Einarsson, framkvæmdastjóri, Erling Aspelund, stjórnarformaður, séra Arni Bergur Sigurbjömsson, Páll Jónsson, formaður fram- kvæmdanefndar, Láms Halldórsson löggiltur endurskoðandi stofnunarinnar, Halldór Olafsson og Björa Bjömsson prófessor. gefa út veðskuldabréf, er greiðist á 3 árum, í fyrsta sinn í september 1987, og beri skuldin hæstu leyfða vexti, 15,5% við samningsgerð. Eignin losnaði kaupanda til afnota um mánaðamót sept./okt. 1986. Um er að ræða vandað einbýlishús á eftirsóttum stað með góðum bflskúr og í góðu ásigkomulagi. Endurbyggt fyrir nokkrum árum. Verð eignarinnar og greiðsluskil- málar virðast ekki fjarri lagi þótt svo dýrar og vandaðar eignir hafi verið heldur erfíðar í sölu að und- anfömu. Umdeilanlegt er hvort Hjálpar- stofnun kirkjunnar sé þörf á þessum húsakaupum. Stofnunin hafði lagt fram nokkurt fé í sambandi við kaup hússins nr. 22 við Suðurgötu fyrir biskupsembættið og skylda starfsemi. Ekki virðist hafa verið samið um það hvort Hjálparstofnun kirkjunnar yrði eignaraðili en fram- lag hennar var bersýnilega ófull- nægjandi til þess að hún gæti án frekari fjárframlaga orðið eigandi að öllu því húsnæði að Suðurgötu 22, sem hún nú notar. Af þeim gögnum sem nefndin hefur fengið í hendur og viðtölum við ráðamann Hjálparstofnunar kirkjunnar má ráða að stofnunin eigi ekki kost á eignaraðild en geti fengið áfram- haldandi leiguafnot af efri hæð hússins. Um þetta er bókað í fund- argerð framkvæmdanefndar 21. mars 1986: „Samkomulag hefur náðst í húsnæðismálinu að Suður- götu 22. Mun stofnunin verða leigulaust í húsnæði efri hæðar í 7 ár. Kemur fjárhæð sú sem stofnun- in lagði í húsnæðið í upphafi koma (sic) sem leigugreiðsla fyrir þann tíma.“ A aðalfundi Hjálparstofnun- ar kirkjunnar 7. júní 1986 lýsti formaður framkvæmdanefndar því yfír, að ekki hafði tekist að ná eign- arhaldi á efri hæð Suðurgötu 22 og segir: „Við urðum undir þar, náðum ágætis samningum, að það sem við vorum að leggja í innrétt- ingar og lán og stuðla að því að þetta hús var keypt, jú við fáum 7 ára húsaleigu." Samkvæmt viðtali eins nefndar- manna við biskupsritara hefur kirkjuráð ekki samþykkt 7 ára leigtímabilið, en hinsvegar sam- þykkt að framlög Hjálparstofnunar kirkjunnar vegna húsakaupanna ásamt vöxtum (verðbótum?) komi upp í húsaleigu svo lengi sem til hrekkur. Allur kostnaður vegna húsaleigu, rafmagns og hita og við- haldskostnaður húsnæðis varð á árinu 1984 kr. 333.680,20 og 1985 kr. 334.026,25. Þar sem fjármagnskostnaður af IOV2 millj. króna fjárfestingu getur vart orðið minni en 1,5—1,6 milljón- ir árlega og við það þyrfti að bæta rafmagnskostnaði, hitakostnaði og viðhaldskostnaði til samanburðar við ofangreindar húsnæðiskostnað- artölur vegna áranna 1984 og 1985, verður að telja húsakaupin vafasöm frá rekstrarlegu sjónarmiði. Forsvarsmenn Hjálparstofnunar kirkjunnar rökstyðja húsakaup þessi með því að þeir vilji tryggja stofnuninni öruggan samastað til frambúðar. Um íjáröflun til húsa- kaupanna kveðast þeir hafa ætlað að snúa sér eftir næstu áramót til þjóðarinnar um stuðning við kaup þessi, svo og til ríkis- og bæjaryfír- valda s.s. fordæmi Krabbameins- félagsins gaf tilefni til. Ekki verður séð að neitt laust fé sé í sjóði til þess að greiðslur sam- kvæmt kaupsamningnum verði inntar af hendi, annað en söfnun- arfé til hjálparstarfsemi. Mun hafa verið gengið í þann sjóð vegna greiðslu 15. ágúst og 1. þ.m., sam- tals 1 milljón króna. Endurskoðandi hefur eftir forsvarsmönnum Hjálp- arstofnunar kirkjunnar að þessar fyrstu útborgunargreiðslur hafi ver- ið hugsaðar jafnast við það lán sem kirkjan hefur fengið vegna húsa- kaupa að Suðurgötu 22 og átti að koma upp í húsaleigu Hjálparstofn- unar kirkjunnar þar, sbr. hér að ofan. V Önnur atriði, sem nefndarmenn hafa rekist á við athugun sína og þeim hefur þótt rétt að athuga nán- ar og gera grein fyrir. Skipti Hjálparstofnun- ar kirkjunnar og Skálholtsútgáfunnar Samkvæmt viðskiptamanna- reikningi 31. desember 1985 er skuld Skálholtsútgáfunnar við Hjálparstofnun kirkjunnar kr. 230. 494,00. Skuld þessi er þannig tilkomin (auk smáfjárhæða), að á árinu 1984 er Skálholtsútgáfunni veitt 40.000,00 króna lán í sambandi við jólakort, er séra Bolli Gústavsson hafði gert og gefa átti út til ágóða fyrir Hjálparstofnun kirkjunnar. Á sama ári voru útgáfunni greiddar kr. 150.000,00 í 2 greiðslum v/ samstarfs um útgáfu hljómplötunn- ar ,,Það varst þú“. I árslok er skuld Skálholtsútgáf- unnar kr. 155.494,00. Eftir það er sama aðila enn veitt lán að fjárhæð kr. 75.000,00. (Síðar 50.000,00 kr. bráðabirgðalán sem var endur- greitt). Skuld var því á viðskipta- mannareikningi ofangreindar kr. 230.494,00. Auk ofangreindra lán- veitinga hafa verið inntar af hendi nokkrar greiðslur til sömu útgáfu, sem sagðar hafa verið greiðslur upp í verk, þar á meðal allt bflverð R 55596, sem sled var Skálholtútgáf- unni 17. september 1984 fyrir kr. 250.000,00. Voru þessi viðskipti færð til gjalda á reikning um ráð- stöfun söfnunarfjár erlendis. Forsvarsmenn Hjálparstofnunar kirkjunnar kveðast hvorki geta upp- lýst hvaða verk hafi átt að inna af hendi fyrir bílverðið né heldur geti þeir gert grein fyrir hvemig staða Skálholtsútgáfunnar í heild sé gagnvart Hjálparstofnun kirkjunn- ar, en mikið sé um óunnin verk sem greitt hafi verið fyrir eða upp í. Forsvarsmenn Hjálparstofnunar kirkjunnar kveða Skálholtsútgáf- una hafa svikið öll loforð vegna greiðslna sem að ofan er getið á viðskiptamannareikningi og einnig að verulegu leyti vegna fyrirfram- greiðslna sem færðar voru á kostnaðarreikning, þ.m.t. v/bílavið- skiptanna. Hinn 24. janúar 1985 keypti Hjálparstofnun kirkjunnar bifreið þá sem hún hafði selt Skálholtsút- gáfunni 17. september árið áður og staðgreiddi með 225.000,00 kr. Framkvæmdastjóri Hjálparstofnun- ar kirkjunnar kveðst hafa endur- keypt bifreiðina til þess að freista þess að selja hana með hagnaði og lækka þannig tapið á viðskiptum við Skálholtsútgáfuna. Nefndin telur öll þessi viðskipti við Skálholtsútgáfuna ámælisverð. Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Einarssyni fram- kvæmdastjóra hefur Hjálparstofn- un kirkjunnar aflað sér nokkurrar tryggingar hjá Skálholtsútgáfunni fyrir hinni óvissu inneign sinni hjá útgáfufélaginu. Það kveður hann hafa verið gert einnig, að um sl. áramót hafí Hjálparstofnunin greitt Skálholtsútgáfunni kr. 50.000,00 með því að kvitta bráðabirgðalán það sem að ofan getur. Á móti fékk Hjálparstofnunin 1144 eintök (eft- irstöðvar upplags) af bók um Reyni Pétur göngugarp, en forlagsverð bóka þessara var talið kr. 628,00 fyrir hvert eintak, auk söluskatts, eða kr. 718.432,00. Mismunurinn mæti skuldum Skálholtsútgáfu eftir því sem með þarf eða til hrekkur. Ekki er nú vitað hversu há skuld Skálholtsútgáfunnar við Hjálpar- stofnun kirkjunnar er þar sem ekki er vitað að hve miklu leyti verkum hefur verið skilað, sem greitt hefur verið fyrir. Guðmundur segir ósam- ið um endanlegt verð á bókunum í uppgjöri þessu. Aðspurður um hvort bækur þessar væru nú seljanlegar kvað Guðmundur það óvíst, en eðli- legt væri að Hjálparstofnun kirkj- unnar styrkti Sólheima og væri þá hægt að gera það með bókagjöf, þar sem Sólheimar hefðu betri möguleika á að koma bók þessari í verð. Um skreiðartöfluna Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins er efnainnihald skreiðartaflna, sem framleiddar eru úr þurrkuðum þorskhausum og skreið þannig, að í hausum er prótein 63,6%, en 77% í skreið. Kalk er 5—6% í hausum og 2—3% í skreið. Orkuinnihald er 280 keal í 100 g af töflum úr haus- um og 330 kcal úr skreið. Stokk- fískur hf. framleiddi skreiðartöfl- umar og samkvæmt viðskipta- uppgjöri við það fyrirtæki var heildarmagn 16.100 kg sem sent var til Eþíópíu og Ghana. Með því að reikna 35 töflur í kflógrammi (28—30 g hver tafla) verður heildar- töflufjöldi 560.000 töflur. Eru því rangar upplýsingar Hjálparstofnun- ar kirkjunnar um 1.000.000 töflur og skýrslu til nefndarinnar um sam- skipti H.K. og Stokkfísks hf. þar sem segir: „Hjálparstofnun lét framleiða milljónir slíkra taflna, sem sendar voru til Eþíópíu og Ghana.“ Samkvæmt ofangreindu er skreiðartaflan afar rík af próteini og líklega mjög ódýr miðað við pró- teineiningar. í sambandi við umQöllum um skreiðartöfluna er óhjákvæmilegt að víkja aðeins að viðskiptum Hjálp- arstofnunar kirkjunnar við Stokk- físk hf. (Þorstein Ingason). Ekki hefur fyrirfundist skriflegur samn- ingur um framleiðslu skreiðartöfl- unnar en forsvarsmenn Hjálpar- stofnunar kirkjunnar segja að samið hafi verið um greiðslu til Stokkfísks hf. sem næmi 2 dollurum (U.S.) fyrir hvert kflógramm. Er það í samræmi við reikninga í bók- haldi, en Hjálparstofnunin lagði til hausa og skreið. Auk greiðslna samkvæmt þessu ($ 2,00 fyrri kfló) greiddi Hjálparstofnun kirkjunnar sérstaklega kr. 500.000,00 sem framkvæmdanefnd telur lán en samkvæmt bókhaldsfylgiskjali er grejðsla fyrir framleiðslu. Á fundi framkvæmdanefndar 11. júní 1985 spyrst formaður fyrir um uppgjör við Þorstein Ingason (Stokkfiskur hf.) en H.K. eigi hjá honum 500.000 krónur. Á fundi framkvæmdanefndar 12. septem- ber 1985 er bókuð fyrirspum formanns (Páls Jónssonar) um skuld Þorsteins Ingasonar (Stokk- fískur hf.). Ákveðið er að fara hægt í sakimar vegna mikils stofnkostn- aðar hans við undirbúning fram- leiðslu töflunnar. Þegar þessar umræður fóm fram í framkvæmda- nefnd 11. júní og 12. september 1985 var búið að bókfæra greiðsl- una til Stokkfísks hf., kr. 500.000, 00 sem greiðslu fyrir framleiðslu, en ekki sem lán svo sem formaður framkvæmdanefndar áleit. Síðan gerist það, að 17. okt. 1986 sendir framkvæmdastjóri H.K. nefndinni ljósrit ódagsetts og óútgefins víxils, sem hann segir Þorstein Ingason f.h. Stokkfísks hf. hafa samþykkt 16. okt. 1986, með svofelldri athugasemd: „Þorsteinn vildi með þessu staðfesta þá skoðun sína, að hann liti ekki svo á, að þrátt fyrir að stofnunin hefði af- skrifað skuld þessa í ársreikningi, teldi hann málið ekki uppgert frá sinni hendi, heldur í biðstöðu, þar til um hugsanlegt framhald verði að ræða. Nefndin telur meðferð máls þessa aðfinnsluverða, sérstaklega að framkvæmdastjóm stofnunarinnar fjallar tvisvar sinnum um málið á ftmdum, sýnilega án þess að vita að búið er að bókfæra greiðslu þessa sem útgjöld við framleiðslu. Endurgreiðsla með víxli í október 1986 með athugasemdum þeim sem framkvæmdastjóri lætur frá sér fara skýrir ekki það sambandsleysi sem þamá virðist hafa verið innan stofnunarinnar, þó það skýri e.t.v. að einhveiju leyti orsök greiðslu þessarar til Stokkfisks hf. Bókhald Eins og greint er frá fyrr í þess- ari skýrslu hafa framkvæmdastjóri og endurskoðandi Hjálparstofnun- arinnar veitt nefndinni aðstoð við athugun nefndarinnar og yfirleitt veitt greið svör við fyrirspumum. Hér að framan hefur komið fram, að nefndin hefur ýmislegt við bók- hald og reiknisskil stofnunarinnar að athuga. — Er þar ekki aðeins um að ræða meiningarmun um hvemig færa skuli (og meta) aðrar gjafír en peninga og „framlög" frá stofnunum erlendis, heldur telur hún að halda beri sérgreindum ýmsum þeim viðskiptum, sem stofn- unin stendur í (Hvíti penninn, hljómplötuútgáfa, sala jólatijáa og kertasala) þannig að sjá megi af- komu hvers þáttar fyrir sig. — Þá er það stór galli á bókhaldi að tekj- um og gjöldum hvers reiknings- tímabils, árs, er ekki haldið aðskildum. Nefndin telur bókhaldið því ekki gegna því hlutverki stjómtækis sem því er ætlað, né heldur geti það notast gagnrýnum gefendum til þess að fylgjast svo með stofnun- inni sem nauðsynlegt er til að trúnaður haldist. t 35 Lokaorð í skipunarbréfum nefndarmanna kemur fram, að hlutverk nefndar- innar sé einungis „að upplýsa staðreyndir um starfsemi stofnun- arinnar." Hinsvegar segir í bréfí dóms- og kirkjumálaráðuneytisins til Hjálparstofnunar kirkjunnar, að kirkjumálaráðherra sé reiðubúinn til að aðstoða Hjálparstofnun kirkj- unnar, eins og kostur er, við að upplýsa staðreyndir um starfsemi stofnunarinnar, þannig að það trún- aðartraust, sem almenningur í landinu hefur borið til hjálparstarfs kirkjunnar bíði ekki varanlegan hnekki af. I samræmi við þann tilgang sem ráðuneytið lýsir í þessu bréfí þykir nefndarmönnum rétt að lýsa í stuttu máli þeirri mynd sem þeir fengu af Hjálparstoftiuninni við athugun sína á gögnum og í viðræðum við forystumenn hennar. Hér er um að ræða stofnun sem hefur þýðingarmiklu mannúðar- hlutverki að gegna og sem ætti að endurspegla í verkum sínum kristi- legt hugarfar og gjafmildi lands- manna. Nefndarmenn eru sammála um að þeir hafí fengið þá tilfinn- ingu að stjómendur og starfsmenn hafí einlægan vilja til þess að sinna vel verkum sínum. Samt teljum við að stofnunin hafi lent á nokkrum villigötum. Við leggjum það til grundvallar, að það sé vilji gefendanna, að sem allra mestur hluti gjafaflárins komi nauðstöddum þiggjendum beint til góða. Þeim tilgangi verður því að- eins náð, að ýtrustu ráðdeildar og hagsýni sé gætt í rekstri stofnunar- innar. Því verður tæplega haldið fram að svo hafí verið. Hvað sem líður launakjömm starfsmanna, sem em umdeilanleg, þá em húsa- kaupin, ferðalög til Vesturlanda, fiármálaviðskipti við Stokkfisk h.f., Skálholtsútgáfuna o.fl. aðila, svo og ósámkvæmni í bókfærslu varð- andi mat á gjöfum, ófullkomið bókhald verslunarviðskipta svo sem að framan greinir, o.fl., merki þess annarsvegar, að ytri umgjörð sé farin að hafa of mikil áhrif á stjóm- endur og starfsmenn og hinsvegar gæti ístöðuleysi gagnvart sumum viðsemjendum og aðhaldsleysis stjómenda, bæði inn á við og út á við. Varðandi fynra atriðið telja nefndarmenn að sú fordild og ferða- gleði, sem virðist allrík í íslending- um á síðari tímum, megi ekki komast á hjá mannúðarstofnunum. Nefndin gerir ekki nákvæmar til- lögur um hvemig eigi úr að bæta, en lætur það álit sitt í ljós, að til þess að fullur trúnaður geti verið milli Hjálparstofnunar og gefenda, verði að breyta um starfshætti, draga úr útgjöldum frá því sem nú er og áætlað er og auka allt aðhald í rekstrinum. Jafnframt þyrfti að breyta bókhaldi á þá lund, að það geti alltaf veitt nákvæmar upplýs- ingar um alla þætti rekstrarins og þær upplýsingar verði síðan notaðar til þess að fræða almenning um rétta stöðu mála á hveijum tíma, einkum á tímum þegar leitað er til almennings um fjárframlög. Nefndarmenn vilja taka fram, að þrátt fyrir þá gagnrýni, sem fram kemur í skýrslu þessari á ýmsa framkvæmdaþætti í starfsemi Hjálparstofnunar kirkjunnar, þá er það skoðun þeirra að stofnunin hafí unnið mjög gott starf. — Helst er þar til að nefna störf í sambandi við Pólland og Eþíópíu. Reykjavík, 30. október 1986. Sigurgeir Jónsson, Baldur MöUer, HaUdór V. Sigurðsson. Leiðrétting Orðið ekki féll niður í einni milli- fyrirsögninni í grein Markúsar Amar Antonssonar útvarpsstjóra í blaðinu sl. laugardag. Þar átti að standa: „Rás 2 er ekki til sölu.“ Biðst blaðið velvirðingar á þessum mistökum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.