Morgunblaðið - 04.11.1986, Síða 36
mftAvi
Aukakjördæmisþing F’ramsóknarflokksins í Norðurlandi-eystra
ÍTOM
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1986
Guðmundur Bjarnason:
Vona að ekki komi
til sérframboðs
Morgunblaöiö/Skapti
Guðmundur Bjaraason þakkar fyrir sig eftir að hafa verið kjörinn í efsta sæti listans.
Guðmundur efstur
og- Stefán gekk út
- Norður Þingeyingar fóru af fundi er þeirra
maður tapaði kosninguí 2. sætið
GUÐMUNDUR Bjarnason al-
þingismaður hreppti fyrsta sætið
á lista Framsðknarflokksins í
Norðurlandskjördæmi eystra við
næstu alþingiskosningar. Loftið
á hótelinu á Húsavík var þrungið
spennu síðari hluta dags á sunnu-
dag þegar atkvæði voru talin í
kjöri miili hans og Stefáns Val-
geirssonar um efsta sætið.
Lokaniðurstaða varð sú að Guð-
mundu hlaut 161 atkvæði en
Stefán 131. Stefán hafði lýst því
yfir að hann tæki ekki sæti á list-
' anum nema hann fengi fyrsta
sætið - og er úrslit lágu fyrir sté
hann í pontu og tilkynnti að hann
yrði ekki i framboði fyrir flokk-
inn. Greinilegt var að Stefán
hefur allt eins átt von á þessari
niðurstöðu þvi hann var með
ræðuna tilbúna, vélritaða á blað.
Ræðan er birt hér á síðunni.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu á laugardag höfðu hótanir
um sérframboð magnast meðal
Framsóknarmanna í Norður-Þing-
eyjarsýslu næði Stefán ekki fyrsta
sætinu. Þeir höfðu einnig nefnt að
fá að „ráðstafa" öðru sætinu næði
Stefán ekki kjöri. Þar höfðu þeir í
huga Þórólf Gíslason, kaupfélags-
stjóra á Þórshöfn. Eftir að Valgerð-
ur Sverrisdóttir hafði hlotið
yfírburðakosningu í 2. sætið gekk
hluti Norður-Þingeyinga úr salnum,
þar á meðal Þórólfur - greinilega
mjög óánægðir með þá niðurstöðu
- og klöppuðu aðrir fundarmenn þá
fyrir þeim er gengu út!
„Það er mjög óeðlilegt að tveir
Suður-Þingeyingar séu í öruggu
sætunum. Það hefði átt að skipta
þessu eins og alltaf hefur verið
gert,“ sagði einn þeirr er gekk úr
salnum við blaðamenn. „Framsókn-
arflokkurinn tapar fylgi á þessu.
Stefán Valgeirsson hefur gífurlegt
persónulegt fylgi og það eru litlar
líkur á að við styðjum flokkinn,"
sagði þessi sami. „Sérframboð? Það
verður eflaust athugað - við sjáum
til hvað Stefán gerir," sagði hann.
Eins og áður sagði hlaut V algerð-
ur Sverrisdóttir á Lómatjöm yfír-
burðakosningu í 2. sætið. Hún hlaut
165 atkvæði, Þórólfur 71, Þora
Hjaltadóttir á Akureyri 24, Jóhann-
es Geir Sigurgeirsson á Ongulstöð-
um 10 og aðrir færri.
Þrívegis þurfti að kjósa í 3. sæt-
ið. Skv. reglum þurfti sá sem flest
atkvæði hlaut að fá 50% greiddra
atkvæða til að hljóta gilda kosn-
ingu. í 3. atrennu náði Jóhannes
Geir Sigurgeirsson svo Iögmætri
kosingu - fékk 127 atkvæði af 248.
Valdimar Bragason frá Dalvík fékk
78 og Þóra Hjaltadóttir 40. Þóra
var svo kjörin í 4. sæti, Valdimar í
5. sæti, Bragi V. Bergmann í 6.
sæti og Egill Olgeirsson í 7. sæti.
„ÉG ER auðvitað sérstaklega
þakklátur því fólki sem hefur
sýnt mér þennan stuðning og
það traust sem fram kemur í
þessu. Og einnig þvi fólki sem
veitti mér brautargengi í skoð-
anakönnuninni sem við háðum
á dögunum sem kannski gerði
útslagið á að ég ákvað að ég
gaf kost á mér í fyrsta sætið,“
sagði Guðmundur Bjarnason í
samtali við Morgunblaðið á
sunnudaginn.
Guðmundur sagði það ekki nýja
ákvörðun að stefna á fyrsta sæt-
ið. „Hún hefur búið um sig hjá
mér á undanfömum mánuðum og
kannski allt frá því 1983. Þá fékk
ég mjög góðan stuðning er við
völdum á listann og síðan hefur
mér verið fengin ýmis konar trún-
aður í flokksstarfínu; ég á meðal
annars sæti í stjóm flokksins, sem
hefur auðvitað ýtt undir það að
ég gæti óskað eftir því að skipa
fyrsta sætið."
Hvað um þessi viðbrögð Stef-
áns?
„Ég skil það auðvitað að eftir
svona glímu hljóti einhver sárindi
að verða. Menn em auðvitað ekki
sáttir við það að tapa - en ég
vænti þess þó að þegar staðið er
að þessu á þennan hátt; við ákváð-
um á kjördæmisþingi fyrir ári
síðan að hafa þennan háttinn á,
þá geti menn átt von á því að
alltaf geti orðið einhver átök um
einstök sæti á listanum og menn
verði að sæta þeirri lýðræðislegu
niðurstöðu sem út úr þessu kem-
ur. Ég tel að við höfíim viðhaft
þau vinnubrögð að menn verði
menn að meiri ef þeir sætta sig
við þær niðurstöður sem svona em
fengnar."
Heldur þú að viðbrögð Stef-
áns eigi eftir að leiða til
Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri á Þórshöfn:
Margir sem hafa áhuga á
að sérframboði Stefáns
„ÞEGAR ljóst var að þessi meiri-
hluti þingfulltrúa ætlaði að halda
áfram á sömu braut þá litum við
svo á að við hefðum ekkert meira
að gera þarna,“ sagði Þórólfur
Gíslason, kaupfélagsstjóri á
Þórshöfn, og einn þeirra sem
gengu út af þingi Framsóknar-
manna á sunnudaginn, í samtali
við Morgunblaðið í gær.
Þórólfur sagði að þegar búið var
að fella Stefán hefðu þeir Norður-
Þingeyingar talið mjög eðlilegt að
fá sterkan Akureyring í annað sæt-
ið og sterkan dreifbýlismann í þriðja
sætið. „En Akureyringar höfðu
engum manni fram að tefla og þeg-
ar okkur sýndist að það ætti að
halda áfram að raða Húsvíkingum
og Suður-Þingeyingum á listann þá
höfðum við ekki trú á að það
næðist breidd og þeir vildu ekki
taka mikið tillit til okkar sjónar-
miða. Að Stefáni frágengnum, sem
allir vita að hefur verið mikill dreif-
býlistalsmaður, leist okkur ekkert
á að þetta höfðaði mikið til okkar
fólks héma.“
Þórólfur sagði hina hörðu stuðn-
ingsmenn Guðmundar hafa fylgt
sigrinum svo fast eftir til að „menn
vissu hvar Davíð keypti ölið. Með
þvi voru þeir að kalla yfír sig ákveð-
in vandamál."
Ertu með þessu að segja að
sterklega komi til greina að þið
farið af stað með sérframboð?
„ Við vitum af því að hér er ákveð-
in hreyfíng manna sem leggur mjög
hart að Stefáni að fara fram. Ég
veit ekki annað en að þeir séu að
undirbúa stuðingsjrfírlýsingu við
Stefán og hvetja hann til þess að
reyna eftir öðrum leiðum að verða
í þingliði kjördæmisins eftir næstu
kosningar."
Þórólfur sagði Norður-Þingey-
inga ekki hafa verið í neinum vafa
hvað Guðmundur hefði átt að gera.
„Guðmundur telur sig vera foringja,
og það er rétt að hann er ritari
flokksins. Sem foringi, sem er með
tvær fylkingar á öndverðum meiði
og fyrirsjáanlegt var að vandræði
yrðu að stilla saman strengina, átti
hann að standa upp og gefa kost
á sér í annað sætið þar sem þetta
yrði í síðasta skipti sem Stefán
Vageirsson færi fram, og skora á
menn að standa fast að listanum.
Ef hann sem foringi ætlaði að leiða
liðið til sigurs, því prófkosning er
bara forleikurinn. Aðalmálið er að
fá eitthvað upp úr kjörkössunum."
Þórólfur sagðist telja að „hinir
hörðu Guðmundarmenn" hefðu lagt
höfuðáherslu á að koma Stefáni frá
þannig að eftir að ljóst varð að
hann næði ekki fyrsta sætinu hefði
hann ekki átt möguleika á öðru
sæti. „Það er bara blekking að
halda því fram,“ sagði Þórólfur.
klofnings í Framsóknarflokkn-
um í kjördæminu fyrir komandi
kosningar?
„Óeining um framboðslistann
hlýtur auðvitað að verða okkur
erfið ef framhald verður á því.
Ég geri mér hins vegar enn vonir
um það að þegar menn hafa feng-
ið tíma til að átta sig og aðeins
hefur liðið frá þessu uppgjöri sem
hér hefur auðvitað átt sér stað
þá jafni tíminn það.“
Norður-Þingeyingar sögðu
eftir að kosning um 2. sætið
lauk að þeir gætu ekki sætt sig
við tvo Suður-Þingeyinga í
efstu sætunum.
„Ég vonast nú til að menn geri
ekki of mikið úr þessari svæða-
skiptingu kjördæmisins. Ég tel að
ég hafí gert mitt besta fyrir allt
kjördæmið í mínu starfi og við
áttum margt mjög gott samstarf
við Stefán Valgeirsson við að
vinna að málefnum þessa kjör-
dæmis, ég vil leggja áherslu á
það. Ég veit þó að það er dálítið
ríkt í hugum fólks ennþá að miða
við gömlu kjördæmin og stilla list-
anum þannig upp. Við þessa
ákvarðanatöku situr lqami flokks-
fólks í kjördæminu sem hefur í
gegnum árin stutt samvinnuflokk-
inn sem hefur haft félagshyggju
og samvinnuhugsjón að leiðar-
ljósi. Ég trúi því ekki að það fólk
lúti ekki lýðræðislegum vinnu-
brögðum, að það sætti sig ekki
við þann lista sem við veljum á
þennan hátt. Ég treysti því ein-
dregið að svo verði og hvað
sérframboð varðar þá get ég auð-
vitað lítið eða ekkert sagt um
það. Ég vona hins vegar einnig
að til þess komi ekki, að minnsta
kosti að þetta fólk sem hér hefur
tekið þátt í starfí flokksins og
staðið með okkur í raun að ákveða
þessa aðferð og framkalla þessa
niðurstöðu að það sætti sig við
hana og starfí með okkur af heil-
indum og beijist fyrir þessum lista
og geri veg hans sem mestan í
kosningunum."
Hvernig túlkaðir þú orð Stef-
áns í ræðunni - var hann óbeint
að segja að hann færi í sérfram-
boð og var hann að deila á þig?
„Ég læt það algjörlega liggja á
milli hluta eins og er að vera nokk-
uð að túlka eða skýra hans orð.
Ef menn skilja þau ekki eins og
hann setur þau fram sjálfur held
ég að hann verði sjálfur að gefa
á þeim nánari skýringu."
Jóhannes Geir Sigurgeirsson:
Stefán lagði allt
undir - og tapaði
„ÉG ER ánægður með listann
eins og hann kom út en í huga
mér er engin gleði eftir það sem
þaraa fór fram,“ sagði Jóhannes
Geir Sigurgeirsson, sem skipar
3. sæti á lista Framsóknarmanna.
Fram kom í Morgunblaðinu á
laugardaginn að Jóhannes hygðist
jafnvel draga sig til baka - gefa
ekki kost á sér. Það færi eftir því
hvemig andrúmsloftið yrði á þing-
inu.
„Ef Stefán hefði náð fyrsta sæt-
inu hefði ég ekki farið svona
ofarlega á lista, menn skipta þessu
niður í atvinnustéttir og héruð og
svo framvegis og við stöndum fyrir
ansi lík sjónarmið."
Snérist kjöríð um persónur eða
voru þetta frekar átök milli
byggðarlaga að þínu mati?
„Kjörið snerist fyrst og fremst
um persónur held ég. Menn verða
að gera sér grein fyrir því að það
voru ekki allir Norður-Þingeyingar
sem gengu út - heldur aðeins hluti
Norður-Þingeyinga austan heiða.
Annars vil ég helst losna við að
tala um þessa skiptingu kjördæmis-
ins og tala um það sem eina heild."
Hefurður trú á að Stefán fari
í sérframboð?
„Ég er ekki farin að meta orð
Stefáns ennþá. Ég veit það ekki.
Þama var tekin pólitísk áhætta -
allt lagt undir - og hann tapaði í
algjörlega lýðræðislegri kosningu,
þannig að þegar frá líður held ég
að menn sætti sig við þessi úrslit,"
sagði Jóhannes Geir.