Morgunblaðið - 04.11.1986, Page 48

Morgunblaðið - 04.11.1986, Page 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1986 „Ekki beri því að líta á þá lækna sem deyðara“ eftirAsdísi Erlingsdóttur Fyrirsögn greinar minnar er tek- in úr grein hr. Auðólfs Gunnarsson- ar sérfræðings í kvensjúkdómum, sem birtist í Mbl. 4/9 ’86 undir heitinu: „Dæmið ekki. . .“ Grein Au.G. er skrifuð vegna ummæla biskups yfir íslandi, hr. Péturs Sig- urgeirssonar, um fóstureyðingar en í hirðisbréfí hans segir að stigsmun- ur en ekki eðlismunur sé á útburði bama er viðgekkst hérlendis í heiðnum sið og fóstureyðingum sem nú viðgangast hér á landi. Grein Au.G. er skrifuð í hógværð- aranda sérfræðings og er eftirtekt- arverð og algjör nýlunda fyrir almenning í landinu að fá slíka ein- lægni og hreinskilni kvensjúk- dómalæknis í svo viðkvæmu máli. Hann á þakkir skilið og vil ég leyfa mér að senda honum Ritn.grein Orðskv. 21—29: „Óguðlegur maður setur upp öruggan svip, en hinn hreinskilni gjörir veg sinn örugg- an.“ Au.G. segir: „Á undanfömum ámm hefir það komið í minn hlut að framkvæma fóstureyðingar og hjálpa konum til að taka afstöðu þar að lútandi, stundum vegna fyr- irsjáanlegra sjúkdóma eða galla hjá fóstri eða sjúkdóma hjá móður en oftast vegna félagslegra vanda- mála." Au.G. aðgreinir líf fósturs um meðgöngutímann: 1. Líffræðilegt lif fósturs sem er 1. stig meðgöngutímans en mið- taugakerfi 3 mánaða fósturs er ekki nægilega þroskað til þess að um geti verið að ræða nokkra meðvitaða reynslu eða sjálfsvit- und. 2. Hið andlega mannlega líf fóst- urs, en þá hefir miðtaugakerfi fóstursins náð talsverðum þroska, og jafnvel möguleika á sjálfstæðu lífi utan líkama móð- urinnar, hefir skapast og kvikn- ar raunar ekki a.m.k. fullkom- lega, fyrr en eftir fæðingu. Til samanburðar á skilgreiningu hans á líffræðilegu lífi fósturs og andlegu mannlegu lífi fósturs og þroska á miðtaugakerfi fósturs, tekur Au.G. dæmi um sjúkling sem hefir orðið fyrir skemmdum á æðri hlutum miðtaugakerfís og segir hann sjúklinginn alls ófæran um að svara umhverfi sínu enda þótt vefír líkamans haldist lifandi í líffræðilegu tilliti, vegna tækni sem heldur blóðrás og öndun gangandi. Síðan segir Au.G.: „Ekki beri því að líta á þá lækna sem deyðara sem taka úr sambandi þær vélar sem halda öndun og blóðrás gangandi, þegar miðtaugakerfi sjúklings er það alvarlega skaddað að um and- legt líf geti ekki verið að ræða eða framkvæma fóstureyðingu snemma á meðgöngutíma né þær konur er láta framkvæma slíkar aðgerðir." Að mínu mati er þessi samlíking Au.G. ekki raunhæf vegna þess að hið líffræðilega líf fósturs á fyrir hendi lífsmöguleika ef það er ekki tekið, en ekki sjúklingur sem er andlega dáinn eða í óafturkræfu dái. En ég verð að segja að ef ég væri kvensjúkdómalæknir og leyfð- ar væru fijálsar fóstureyðingar mundi ég álíta mig best sleppa við samviskuskellinn að framkvæma fóstureyðingu á 1. stigi meðgöngutí mans. Ég þekki tvær konur sem lentu í þeim þrengingum að fá blæðingar um meðgöngutímann. Önnur lá rúmföst og mátti sig varla hreyfa í 2 mánuði, ef ske kynni að hún fæddi bam sitt lifandi. En hin fékk blæðingar þegar hún var aðeins komin 2 mánuði á leið og fór hún á sjúkrahús og lá þar ca. 5 vikur, en þá var henni boðin fóstureyðing. En hún tímdi ekki að láta eyða fóstrinu og sagði hún fæðingar- lækninum frá því og reyndist hann henni mjög vel. En eins og hún sagði við mig þraukaði hún með Guðs hjálp út meðgöngutímann og fæddi heilbrigðan dreng sem er mesti myndarpiltur nú í dag. Gömlu fóstureyðingarlögin heim- iluðu rýmkun laganna á banni gegn fótureyðingum. En framkvæmdin var bágborin, t.d. ef konur voru í neyð þá kom fyrir að þær biðu allt- of lengi eftir úrskurði. En ég spyr Hvað var Alþingi að hafa afskipti af slíkum málum ef um var að ræða sjúkleika verðandi móður eða fósturs? Það er að sjálfsögðu einka- mál stúlku eða konu þegar um sjúkleika er að ræða um ákvörðun- artöku í samráði við fæðingarlækni, prest eða félagsráðgjafaþjónustu. En heilbrigð stúlka eða kona með heilbrigt fóstur á ekki að fá fóstu- reyðingu. Engar félagslegar kring- umstæður réttlæta það. En samkvæmt orðum Au.G. eru lang- flestar fóstureyðingar út frá félags- legum vandamálum. Alþingi og stjórnvöld eiga að standa vörð um lífsmöguleika þjóðarbrotsins en ekki setja lög sem opna leiðir til að fækka þjóðinni. Jafnframt banni á fóstureyðing- um heilbrigðra kvenna þarf að gjöra átak og finna leiðir til að hjálpa verðandi mæðrum um meðgöngutí- mann. En mörg eru vandamálin t.d.: 1) Bamsfaðir bregst, fjárhags- vandi. 2) Lítillækkun að fæða bam í lausaleik? 3) Töf vegna menntun- ar. 4) Gift kona eða í sambúð, jafnvel ómegð fyrir en karlinn er óreglusamur, varla fyrirvinna. Lem- ur konu sína? Þessi hjálpar- og þagnarskyldu- þjónusta þarf að fá inni í kerfinu til að aðstoða þær heilbrigðu sem hyggja á fóstureyðingu eða treysta Ásdís Erlingsdóttir „Þessi hjálpar- og þagnarskylduþjónusta þarf að fá inni í kerfinu til að aðstoða þær heil- brigðu sem hyggja á fóstureyðingu eða treysta sér ekki til að sjá um bamið eftir fæð- ingu.“ sér ekki til að sjá um bamið eftir fæðingu. Einnig væri þessi þjónusta tengiliður fyrir hjón eða sambúðar- fólk sem getur ekki eignast böm Blaöburðarfólk óskast! '““zgitr //r— ..........^ ~~ ~ fifnnitiiriA 1986 rA,íí>, tíkgatölin frá lyiúlalundi eru ómissandi áöll skrifborö. '5 / Þau eru með lausum blööum sem auövelt er aö merRjainn á og fást í mörgum litum. /f Merkingar eru prentaðar á dagatölin fyrir þá sem þess óska/ .7...—r- -- / Ódýr og góð lausn fyrir pá sem þurfaalltaf að haf£ dagataliöviö hendina. samlegá hafið samband við sölumenn ekkarseTmyfsUyohægt sé aö ganga tirhárnrjiiuiíulcöntunun Múlalundur Hátún 10c • Símar 38450 og 38667 AUSTURBÆR Óðinsgata Síðumúli BREIÐHOLT Hléskógar KOPAVOGUR Birkihvammur Hlíðarvegur 1-29 o.fl. Hlíðarvegur 30-57 en vilja ættleiða böm. Slík aðstoð þarf fjármagn og aðstöðu til fyrir- greiðslu, t.d. góða lánafyrirgreiðslu og álít ég skattpeningum vel varið í slíku lífsvemdunarmáli. Au.G.. segir einnig: „Nú til dags er hægt að framkvæma fijóvgun eggs utan líkamans og koma því síðan aftur fyrir í legi móðurinnar og framkvæma þannig vísi að nýj- um einstaklingi sem ella hefði ekki orðið til.“ En ég leyfi mér að segja: Það er af Guði áskapað ef úr verð- ur getnaður eftir samfarir og hljóta þá egg konunnar og sæði mannsins að þurfa m.a. ákveðið hitastig fyrir getnaðinn. En að frysta, geyma eða færa á milli, sbr. glasabamagetnað- ur, er slík tilfærsla óhugnanlegt virðingarleysi gagnvart eðlilegu lífí náttúmlögmálsins. Hver getur séð fram í tímann eða fyrir endann á þessu vísindakukli? Ér ekki nóg til af hijáðum og van- nærðum bömum sem þurfa umhyggju og öryggi eða nóg af hjónum eða sambúðarfólki sem geta ekki eignast afkvæmi? En sem elska hvort annað og vilja ættleiða böm. Ég vil þakka hr. Pétri Sigurgeirs- syni biskupi fyrir hans djörfung í þessu máli, einnig hr. Þorvaldi Garðari Kristjánssyni alþm. sem hefir um árabil barist gegn fijálsum fóstureyðingum og Huldu Jens- dóttur forstöðukonu og kvenform- anni Lífsvonar er einnig berst gegn fijálsum fóstureyðingum. Höfundur er húsmóðir í Garðabæ. Þjóðleikhúskjallarinn: Valborg og bekkur- inn aftur á fjalirnar DANSKA leikritið „Valborg og bekkurinn" verður að nýju tekið til sýninga, í Þjóðleikhúskjallar- anum, nk. fimmtudagskvöld. Leikritið var frumsýnt í lok mars á siðasta ári, og sýnt 32 sinnum það vor. Með aðalhlutverkin fara Guðrún Þ. Stephensen og Karl Ágúst Úlfsson. Leikstjóri er Borgar Garðarsson, en leik- myndahönnuður Stígur Stein- þórsson. Leikritið fjallar um ekkjuna Val- borgu sem spjallar við garðbekk um líf sitt, ástir og hjónaband. Garðbekkurinn hjálpar til við að rifya upp ýmis smáatriði og bregður sér í hlutverk þeirra sem koma við sögu. Öll frásögnin er krydduð þekktum alþýðusöngvum. Höfund- ur leikritsins er Finn Methling, en Þrándur Thoroddsen gerði þýðing- una. Fyrir sýningu er boðið upp á veitingar að dönskum hæti, heita máltíð á kvöldsýningum, en kaffi- veitingar á eftirmiðdagssýningum. Sigurður Alfonsson, harmonikuleik- ari, leikur undir borðum og í söngatriðum sýningarinnar. Leigubíla- þjónusta fyrir flugfarþega TVÆR leigubifreiðastöðvar, glæsivagnaþjónusta Pálmarssona og bifreiðastjórar á Aðalstöðinni I Keflavík, hafa tekið upp sam- starf við flutning flugfarþega milli Keflavikurflugvallar og Reykjaíkur. í fréttatilkynningu þeirra segir að farþegar á leið úr landi séu sóttir til síns heima, en þeim sem koma til landsins er ekið til áfangastaðar á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Kostar aksturinn 550 krónur fyrir hvern farþega, hvora leið. Bílamir sem notaðir eru til þessa aksturs taka 5-9 farþega í sæti. Til þess að geta notfært sér þessa þjónustu þurfa farþegar að panta bílinn eigi síðar en kl. 21.00 kvöldið fyrir brottför.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.