Morgunblaðið - 04.11.1986, Qupperneq 50
50 MORGUNBLABIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1986
Aldarminning:
*
Haraldur Arnason
kaupmaður
Ásdís og Haraldur suður á Ítalíu árið 1929.
í tilefni af 200 ára afmæli
Reykjavíkurborgar á liðnu sumri
var fróðleg sýning á Kjarvalsstöð-
um á ýmsum atburðum úr sögu
borgarinnar. Meðal annars gat þar
að líta ljósmyndir er sýndu hversu
grátt hinn mikli eldsvoði sumarið
1915 lék miðhluta Reykjavíkur, er
margar byggingar brunnu þar til
kaldra kola.
Eitt af fyrirtækjum þeim, er
misstu starfsaðstöðu sína í eldsvoð-
anum, hafði á að skipa ungum og
dugmiklum verslunarstjóra, sem
ekki eingöngu gekk vasklega fram
í því að bjarga vörum og bókhalds-
gögnum úr eldhafínu, heldur gerði
sér strax ljóst, að mikil ásókn yrði
fljótlega í laust húsnæði. Fór hann
því þegar um nóttina á stúfana að
útvega fyrirtækinu húsnæði fyrir
áframhaldandi rekstur. Og þegar
aðrir fóru með morgninum sömu
erinda hafði hann þegar fest besta
húsnæðið, sem fáanlegt var.
Hitt renndi hinn hugkvæma
verslunarstjóra ekki grun í, að eig-
andi verslunarinnar, sem jafnframt
rak umfangsmikið útgerðarfyrir-
tæki, hafði ákveðið vegna áfalls
þess, sem bruninn olli, að hætta
rekstri verslunar en beita sér þeim
mun meir að útgerðarmálum. Þegai-
verslunarstjórinn kom því á fund
eigandans árla morguns til þess að
fá samþykki hans fyrir gjörðum
sinum um nóttina hlaut hann að
vonum mikið lof fyrir en honum var
jafnframt tjáð, að ef hann hefði
áhuga á staeði honum til boða að
kaupa verslunina. Verelunaretjór-
inn ungi hugsaði sig ekki lengi um,
. tók hinu vinsamlega boði og opnaði
sína eigin verslun hinn 1. septem-
ber 1915. Kenndi hann verslunina
við nafn sitt og nefndi Verelun
Haraldar Ámasonar, en fljótlega
varð það nafn stytt í Haraldarbúð
og það nafn bar hún það tæplega
hálfrar aldar skeið, sem hún var
rekin.
í dag er ein öld liðin síðan Harald-
ur Ámason fæddist. Það var á
Akureyri hinn 4. nóvember 1886.
Foreldrar hans vom þau hjónin
Ámi Bjömsson, pósthússkrifari, og
Kristín Bjömsdóttir. Dvölin á Akur-
eyri varð þó ekki löng, því faðir
hans andaðist á leið heim til íslands
er Haraldur var á bamsaldri. Móðir
hans giftist nokkm síðar á ný, nú
Bimi Símonareyni, gullsmið á Sauð-
árkróki. Bjuggu þau hjónin þar
nokkur ár, eignuðust þar tvo sonu,
Áma og Bjöm, en um aldamótin
flutti fjölskyldan til Reykjavíkur.
Þar settu þau hjónin upp gullsmíða-
stofu í Vallarstræti, er Bjöm
Símonarson rak, og brauðgerðarhús
og verelun, er þau nefndu Bjöms-
bakarí, og Kristín Bjömsdóttir veitti
foretöðu.
í þessu andrúmlofti verelunar,
iðju og athafna ólst Haraldur upp
og hvort sem það hefír verið vegna
þessa umhverfis, meðfæddrar löng-
unar og hæfileika eða allra þessara
þátta saman, hneigðist hugur hans
• snemma til verelunar. Lagði hann
stund á tungumálanám svo og bók-
j haldsgreinar, en tæplega tvítugur
I að aldri sigldi hann til Englands
og hóf þar nám í verslunarfræðum.
Dvaldi hann ytra í 3 ár. Að námi
loknu kom hann aftur til Reykjavík-
ur, hóf fyrst störf í vereluninni
Dagsbrún en varð fljótlega verelun-
arstjóri í Vefnaðarvömverslun Th.
Thorsteinsson í Ingólfshvoli og það
var sú verslun er hann keypti eftir
bmnann mikla.
Haraldur rak verslun sína fyrst
nokkur ár í Hafnarstræti, en árið
1919 keypti hann húseignina nr.
22 við Austuretræti, gamla presta-
skólann, flutti verslunina þangað
og þar var hún æ síðan.
Haraldur Ámason var einn þeirra
manna er kunnu sitt fag. Hann
hafði notað námstíma sinn í Eng-
landi vel. Hafði á stundum verið í
London, sem var nafli viðskiptalífs-
ins, kynnst úrvalsvörum frá öllum
löndum og öðlast fljótlega mikla
vöraþekkingu. Hann var vandlátur
um gæði þess vamings er hann
verelaði með og smekkvís, svo af
bar. Verslun hans varð því fljótlega
vinsæl og vömr þær, sem hann
hafði á boðstólum, mjög eftirsóttar.
Vegnaði honum að því leyti mjög
vel. En rekstur verelunar í þann tíð
var ekki eintómur dans á rósum.
Þá eins og nú skiptust á skin og
skúrir í efnahagslífi þjóðarinnar og
var hagur verelunar að sjálfsögðu
í samræmi við það, hvemig ámaði
hverju sinni. Séretaklega varð erfið-
ur áratugurinn milli 1930 og 1940.
Var þá mikið um innflutningshöft,
atvinnuleysi og erfiðir tímar fyrir
marga. Verelun dróst mikið saman
og hefði verið eðlilegt að mæta
þeim samdrætti með fækkun starfs-
fólks, en Haraldur hafði í upphafí
heitið sjálfum sér því, að segja
aldrei upp starfsmanni sökum verk-
efnaskorts. Flest af starfsfólki hans
hafði auk þess ýmist unnið með
honum í verelun Th. Thoreteinsson
eða byijað komungt hjá honum
sjálfum og vegna ríkjandi atvinnu-
leysis höfðu fæstir að öðm að
hverfa. Haraldi tókst þá með hug-
kvæmni sinni að finna ráð til þess
að fleyta versluninni yfír þetta erf-
iðleikatímabil án þess að til upp-
sagna þyrfti að koma. Gat hann
þannig staðið við sitt gamla heit,
enda vann flest starfsfólk hans hjá
honum svo áratugum skipti, nema
þá ef til vill kvenfólkið, en margir
höfðu þá á orði, að besti giftingar-
markaðurinn væri að starfa í
Haraldarbúð. En vera má að það
afí meira verið sagt í gamni en
alvöra. Mjög var rómað hve Harald-
ur hafí verið tillitssamur og hugsað
vel um hag starfsfólks síns. Mun
hann meðal annars hafa verið með-
al þeirra fyrstu — ef ekki sá fyrsti
— til þess að veita starfsfólkinu
svonefnd vetrarfrí, enda taldi hann
ekki síður ástæðu til að það nyti
hvíldar í svartasta skammdeginu.
Hinn 6. nóvember 1909 kvæntist
Haraldur Amdísi, dóttur hjónanna
Henriks J. Bartels og Söm V.
Clausen. Amdís var fædd 15. októ-
ber 1886 og hinn 15. fyrri mánaðar
vom því liðin 100 ár frá fæðingu
hennar. Amdís var fædd í Keflavík
en fluttist hingað til Reykjavíkur 7
ára að aldri. Hún var mörgum góð-
um kostum búin, hafði ágæta
söngrödd og var listræn. Söng hún
ámm saman í kór og lék í leikritum
er sett vom á svið hér í borginni.
Hún var Haraldi mjög samboðin,
fyrirmyndar húsmóðir, stjómsöm
og reyndist eiginmanni sínum vel í
hvívetna. Þau hjón eignuðust fímm
böm, sem öll em á lífí.
Haraldur var alla tíð mjög störf-
um hlaðinn enda var hann verkmað-
ur góður að hvetju sem hann gekk.
Á vegum stéttar sinnar vom honum
falin ýmis trúnaðaretörf og miklum
tíma varði hann til líknarstarfa.
Vann hann m.a. mikið og gott starf
við það að koma bömum til sum-
ardvalar í sveit, sérstaklega meðan
árásarhætta vofði hér yfír á
stríðsámnum síðari. Lítill tími var
því fyrir hann að sinna ýmsum
áhugamálum öðmm, en hann hafði
bæði gaman af golfi og sérstaklega
þó laxveiðum, enda þótti hann bæði
slyngur og laginn veiðimaður.
Þegar Haraldur varð sextugur,
ritaði Valtýr Stefánsson, ritstjóri,
grein um hann. Segirþarm.a. svo:
„Hann kunni sitt fag. Það þurfti
ekki annað en koma inn í búðina
hans til þess að sjá, að svo var.
En vegna þess að ekki er víst
að ég eigi eftir að skrifa grein um
Harald öðm sinni, þá vil ég nota
tækifærið til að þakka honum fyrir
það með hve mikilli smekkvísi og
samviskusemi hann hefír rækt og
rekið vereluns sína öll þessi ár, síðan
hann stofnaði sjálfstæða verelun.
Alla tíð hefír hann lagt áherelu á
að verelun hans hefði á boðstólum
smekklegar vömr, en jafnframt
hentugar fyrir alla staðhætti vora.
Hann hefír talið það skyldi sína að
stuðla að því, að viðskiptamenn
hans yrði snyrtimenni í framgöngu
og klæðaburði. Það hefír verið hon-
um einlægt áhugamál að með því
að menn skiptu við verelun hans,
lærðu þeir að meta, hversu mikils
virði það er að kunna að vera vel
til fara og kunna að koma upp
smekklegum, vistlegum heimilum."
Haraldur andaðist hinn 8. októ-
ber 1949 er hann var á leið hingað
til lands með eiginkonu sinni. Var
það í raun einkennileg tilviljun, þar
eð faðir hans hafði, um 60 ámm
áður, andast einnig á leið til ís-
lands, báðir sennilega á mjög
svipuðum slóðum, með þeim eina
mun, að faðirinn var staddur á legi
en sonurinn í lofti. Andlát Haraldar
kom mjög á óvart. Hann hafði alla
tíð verið mjög heilsuhraustur og
nánast aldrei kennt sér meins.
Magnús Kjaran komst m.a. svo að
orði í minningargrein:
„Eftir að hann hafði lokið verel-
unamámi í Englandi varð hann hér
verslunarstjori Dagsbrúnar á
Hverfísgötunni, sem ekki var fjöl-
farin i þá daga, en þessi nýja
verelun setti blátt áfram nýjan svip
á bæinn. Þann svip erfði svo Vefn-
aðarvömverslun Th. Thoreteinsson-
ar í Ingólfshvoli, þegar Haraldur
tók þar við stjórn og hefír hann
alla tíð fylgt hans eigin verslun í
gamla prestaskólanum. Smekkvísi
í vömvali, smekkvísi í vömsýning-
um, smekkvísi í öllu, enda var hann
valinn í nefnd til móttöku allra kon-
ungsheimsókna og í sýningamefnd
íslensku sýningarinnar í New York
og leysti það allt af hendi með
prýði. Hjálpfysin og hugsunareemin
var annar megineðlisþáttur hans.
Hann beinlínis leitaði að þörfum og
óskum annarra og honum var hrein
naut í að reyna að uppfylla þær.
Aldrei hefði ég fyrir hitt nokkurn
mann jafn ráðhollan og úrræðagóð-
an. Þar sem öðmm fannst ófært,
sá hann ótal leiðir og ávallt ein-
hverja færa. Bjartsýnin var bjarg-
föst og hugmyndafluginu lítil
takmörk sett. Því held ég, að hann
hafí hjálpað fleirum með ráði og
dáð en beinum fjárframlögum, þótt
þau hafí sjálfsagt verið mikil, en
um þau vissi ég jafn lítið og hann
sjálfur. Húsbóndi var Haraldur með
ágætum. Hefí ég þar fyrir orð mágs
míns og þriggja systra minna, er
öll hafa unnið hjá honum frá því
þau komust á legg. Hann var virtur
og elskaður af öllu sínu starfsfólki,
enda bar hann umhyggju fyrir því
sem sínum eigin bömum. Var hugs-
un hans og framkvæmd: „Gengi
mitt er gengi fólks rníns". Haraldur
Árnason var gæfumaður og sjálfur
sinnar gæfu smiður. Hann byrjaði
verslun sína með tvær hendur tóm-
ar, mddi sér braut innan stéttar
sinnar til mestu virðingar, sat í
stjóm Verelunarráðs íslands ámm
saman og aflaði þess fjár, sem með
þurfti til að „geta lotið eðlis síns
-hvöt“: Að láta gott af sér leiða í
hvívetna."
í annarri minningargrein, ritaðri
af Einari Guðmundssyni, segir m.a.:
„Haraldur Ámason var fyrir
löngu þjóðkunnur maður og af öll-
um, sem þekktu hann persónulega,
var hann elskaður og virtur meira
en aðrir menn og bar margt til
þess. Hann var sérstaklega dreng-
lyndur og vildi öllum gott gera og
var alltaf tilbúinn að leysa vand-
ræði þeirra, sem á hans vegi urðu.
Glaðlyndi Haraldar var einstakt svo
að hverjum þeim, sem áttu samræð-
ur við hann, varð ætíð léttara í
skapi en ella. Hann var hugkvæmur
og ráðsnjall svo að ég hefi engan
þekkt hans jafningja í því efni.
Fyrir ættingja og vini lagði Harald-
ur allt í sölumar. Hann átti svo
létt með að vera öðmm til hjálpar
og munu þau tilfelli vera óteljandi,
þar sem hann leysti úr erfiðleikum
annarra og var slíkt ætíð gjört af
svo mikilli ljúfmennsku og dreng-
lyndi að þeim, sem fyrir því urðu,
var ætíð sérstök ánægja af liðveislu
hans . . . Haraldur var með afbrigð-
um friðsamur og allra manna
færastur til að hafa bætandi áhrif
á aðra. Hann fann ætíð nógar leið-
ir til að jafna ágreining, ef hann
kom sínum ráðum að . .. Vegna
alls þessa og alls þess, sem ég hefí
reynt af Haraldi Ámasyni, er hann
sá maður, er ég sakna mest, þegar
hann nú er horfinn af sjónarsviði
þessa heims. En sé það rétt, að
þegar þessu jarðneska lífi er lokið
hittist menn í annarri dýrðlegri til-
vem, veit ég, að margir, sem þekktu
Harald, hlakka til samfunda við
hann aftur í landi friðar og blessun-
ar, því þar mun hann njóta sinna
góðu hæfileika og kosta, ekki síður
en í þessum jarðneska heimi.“
Amdís, eiginkona Haraldar, and-
aðist hinn 16. janúar 1950. Hafði
hún átt við veikindi að stríða um
nokkurt skeið. Þau hjónin höfðu
snemma bundist tryggðaböndum,
hjónabnd þeirra verið þeim báðum
fareælt og að lokum varð aðskilnað-
ur þeirra skammur.
En hvað varð svo um Haraldar-
búð? Hún galt þess, að hún hafði
aldrei eignast þak yfír höfuðið. Það
kom auðvitað ekki að sök meðan
Haraldur átti verelunina einn. En
eftir lát þeirra hjóna varð að sjálf-
sögðu breyting á þessu. Húsin nr.
2 við Lækjargötu og 22 við Aust-
uretæti höfðu skipst milli bama
þeirra hjóna og hafði verið sam-
vinna um rekstur eignanna. Búið
var að endurbyggja og lagfæra
húsið nr. 2 við Lækjargötu og kom-
ið að sams konar stórframkvæmd-
um á Austurstræti 22. Vegna þess
hve lengi verslunin hafði verið
þama til húsa hafði verið boðið upp
á það, að eign, sem var til sölu við
Laugaveg, og talin henta vel til
rekstrar verelunarinnar, yrði keypt
og leigð versluninni til áframhald-
andi rekstrar, en af hálfu forráða-
manna verelunarinnar var því
tilboði ekki sinnt.
Var því ekki um annað að ræða
en leggja reksturinn niður, sem þó
ekki var sársaukalaust. Þó dró það
mikið úr, að tvær yngri dætur Har-
aldar höfðu þá ákveðið að halda
áfram hluta af verslunaretarfi föður
síns, þ.e. dömudeild og snyrtivöm-
versluninni. Hinn 1. október 1960
var herradeildin lögð niður en
dömudeildinni var hins vegar haldið
opinni til áramóta, enda var ætlun
systranna að flytja hana þá í húsið
nr. 2 við Lækjargötu. En í byijun
nóvember hröpuðu tvö systkini
þeirra að sölu á því húsi. Kom það
eins og þmma úr heiðskím lofti og
kollvarpaði fyrirætlunum systranna
algerlega.
Ég hygg að ekki sé á neinn hall-
að, þótt fullyrt sé, að Haraldarbúð
hafí um langt skeið verið fremst í
flokki verslana á sínu sviði. Kom
þar margt til. Fyrst og fremst mik-
il leikni og kunnátta eigandans
samfara smekkvísi í vömvali. Góð
staðsetning verslunarinnar í hjarta
borgarinnar stuðlaði og mjög að
vexti hennar og viðgangi. En ekki
síst var það starfsfólkið, sem setti
svip sinn á reksturinn. Er þar fyret
til að nefna Kristján L. Gestsson
er var samstarfsmaður Haraldar við
Thorsteinsson-verslunina. Varð
hann verslunarstjóri hjá Haraldi og
starfaði þar uns heildverslun Har-
aldar Ámasonar var stofnuð, en
henni veitti hann frá upphafi for-
stöðu og allt til andláts síns. Við
starfi Kristjáns tók Sveinbjöm
Ámason er hafði starfað við verel-
unina frá unga aldri við afgreiðslu
og einnig séð um gluggaútstillingar
af mikillj smekkvísi, síðar með góðri
aðstoð Ólafs Maríussonar er sömu-
leiðis starfaði lengi við verelunina
við góðan orðstír.
Margir aðrir störfuðu þar með
ágætum og má nefna Sigurð Jafets-
son, Pál Kr. Ámason, Jón Sveinsson
og Kjaranssystur, að ógleymdri
Guðrúnu Ámadóttur, sem einnig
hafði starfað með Haraldi í Thor-
steinsson-verslun og starfaði síðan
um áratugi í herradeildinni, mjög
minnisstæð öllum er nutu hennar
alúðlegu og frábæm afgreiðslu.
Margir minnast og hins séretæða
afgreiðslukerfis varðandi greiðslur,
hins svonefnda Lamson loftpósts
er sogaði til sín féð og þeytti af-
ganginum til baka með örskots-
hraða. Hafði Haraldur kynnst þessu
í Englandi og tekið upp í verslun
sinni. Er það kerfí enn notað í dag,
bæði í Englandi og víðar.
Jón Bjarnason
Haraldarbúð — verslun Haraldar Árnasonar á fyrstu dögum hennar
í Austurstræti.