Morgunblaðið - 04.11.1986, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1986
51
Frá hugsjón tíl hagsmuna
eftir Önnu Krisijáns-
dóttur
Það brá mörgum í brún þegar
þeir lásu það í morgunblöðunum
fyrir skömmu að Bandalag jafnað-
armanna hefði verið lagt niður og
þrir af þingmönnum Bandalagsins
gengið til liðs við Alþýðuflokkinn.
Skömmu síðar fréttist svo að Kristín
Kvaran hefði gengið í Sjálfstæðis-
flokkinn. Það út af fyrir sig var
talsvert ruglandi því ég man ekki
betur en hún hafi sagt sig úr þing-
flokki BJ vegna þess að hún taldi
flokksbræður sína of hægrisinnaða.
Fólki hefur orðið tíðrætt um þessi
umskipti í umræðu síðustu daga.
Það er nefnilega svo að hugsjónir
Vilmundar Gylfasonar áttu virðingu
fólks í öllum flokkum og stéttum.
Barátta hans gegn siðleysi og spill-
ingu átti og á enn hljómgrunn meðal
íslendinga. Þess vegna blöskraði
fólki þegar þingmenn BJ sviku hug-
sjónir hans og kjósenda sinna.
Framkoma þingmanna BJ minnir
mig á forystusauð sem faðir minn
átti. Sá sauður tróð sér ætíð upp í
forystu en ef vindar blésu stakk
hann undir sig hausnum og rásaði
í vitlausa átt. Þessum sauð var síðan
slátrað svo aðrir kæmust að. Marg-
ir eru þeirrar skoðunar að þingmenn
BJ hafi slátrað sinni pólitísku
framtíð. Það mun tíminn leiða í ljós.
Þeir hafa hins vegar komið sér á
spjöld sögunnar með þann stimpil
sem alla tíð hefur þótt verstur allra
stimpla: Svik við hugsjónir foringja
síns og traust kjósenda sinna. Mað-
ur skyldi ætla að eitthvað hafi þeir
fengið fyrir.
Ljóst er að Guðmundur Einars-
son mun skipa efsta sæti á lista
Alþýðuflokks á Austurlandi. Með
tilliti til þess að skömmu áður en
hann gekk til liðs við Alþýðuflokk-
inn var hann stórorður í viðtali við
Helgarpóstinn og kvað samruna af
þessu tagi aldrei til greina koma.
Þetta er ekki traustvekjandi fyrir
kjósendur á Austurlandi því hvaða
tryggingu hafa þeir fyrir því að
hann gangi ekki í annan flokk, t.d.
Sjálfstæðisflokkinn, að loknum
kosningum, nái hann kjöri?
Þegar þetta er skrifað hefur hið
háa Alþingi, sem allir eiga að bera
virðingu fyrir, ekki fjallað um brott-
hlaup þingflokks BJ. Það verður
að teljast mjög miður því hver á
að hafa fordæmi um siðferði ef
ekki Alþingi? Það lýsir ekki háu
plani hjá Alþingismönnum að þetta
mál hefur ekki fengið umræðu með
tilliti til kosningalaga og stjómar-
skrár.
En í rauninni þarf enginn að
vera hissa á því vegna þess að á
Alþingi hefur ekkert skeð undanfar-
in ár. Nokkrar lagagreinar hafa
verið samþykktar síðustu daga fyr-
ir jólafrí og þingslit að vori. Ekkert
raunhæft til úrbóta fyrir þessa þjóð
hefur verið til umræðu.
Er t.d. nokkur sem minnist þess
að lögð hafi verið fram frumvörp
til laga gegn þeim mannréttinda-
brotum sem framin eru í réttarkerf-
inu hvem einasta virkan dag. Þar
á eg við framkvæmd fjámáma og
uppboða sem að nafninu til styðjast
við 99 ára gömul lög.
Man nokkur eftir frumvarpi til
tryggingar réttaröryggi fólks svo
sem réttarhjálp, fjölgun dómstiga
og að dómar séu skipaðir til jafns
löglærðu og ólöglærðu fólki. Þróun
þessara mála er þó stolt annarra
Heimsmeistaramót í hárgreiðslu og
hárskurði:
Island með í
fyrsta skípti
FYRIR skömmu fór fram heims-
meistaramót í hárgreiðslu og
hárskurði í Veróna á Ítalíu og
tóku yfir 40 þjóðir þátt í keppn-
inni.
í fréttatilkynningu frá Sambandi
hárgreiðslu - og hárskerameistara
segir m.a.:
„Að þessu sinni tóku íslendingar
í fyrsta skipti þátt í keppninni og
þrátt fyrir litla reynslu í keppnum
stóðu þeir sig mjög vel. Hár-
greiðsluliðið varð í 19. sæti og er
það mjög góður árangur miðað við
að heimsmeistaranir frá síðustu
keppni urðu í 11. sæti.
Landsliðið í hárskurði hafnaði í
31. sæti og er það mun betri árang-
ur en menn bjuggust við vegna
þess að í hárskurði er um mun jafn-
ari og harðari keppni að ræða.
Keppendur í hárgreiðslu voru:
Dóróthea Magnúsdóttir, Hársnyrti-
stofunni Papillu, Guðfínna Jóhanns-
dóttir, Hárgreiðslustofunni Ýr,
Helga Bjamadóttir, Hárgreiðslu-
stofunni Carmen.
Keppendur í hárskurði vora:
Eiríkur Þorsteinsson, Rakara-
stofunni Greifanum, Gísli V. Þóris-
son, Rakarastofunni Hárlínunni,
Hugrún Stefánsdóttir, Hársnyrti-
stofunni Papillu.
Dómarar fyrir ísland vora Am-
fríður ísaksdóttir og Torfí Geir-
mundsson. Þátttaka íslands í
þessari keppni var mikil og góð
landkynning og viljum við þakka
öllum þeim sem veittu okkur fjár-
styrk og gerðu þannig þátttöku
okkar mögulega."
Austur-Berlín:
Svarta rásin
gagnrýnir sljórnvöld
Austur-Berlín, AP.
SJÓRÆNINGJAÚTVARP hóf
skyndilega útsendingar í Aust-
ur-Berlín á föstudagskvöld og
gagnrýndi þulur stöðvarinnar
kjarnorkuáætlanir kommúnista-
stjórnanna í Austur-Þýzkalandi
og Sovétríkjunum milli þes sem
hann Iék tónlist.
Stöðin útvarpaði í hálfa klukku-
stund og sagði þulurinn, sem kallaði
stöðina „Svörtu rásina", að í framtí-
ðinni yrði útvarpað síðasta föstudag
í hverjum mánuði. Ekki yrði endi-
lega útvarpað á sömu tíðni, heldur
Anna Kristjánsdóttir
„í síðustu kosningum
voru kjósendur BJ tæp-
lega tíu þúsund. Þessu
fólki, svo og öðrum
landsmönnum, vil ég
segja að Bandalag jafn-
aðarmanna er hvorki
fallið, dáið né grafið.“
þjóða. En á íslandi stjómar stein-
runnið embættismannakerfí lífí
fólks og hefur að leiðarljósi forpok-
aðan hugsunarhátt og fyrirlitningu
á lýðræðislegum réttindum.
Þingmenn hins vegar sitja í
sínum fílabeinsturni og nenna ekki
út á meðal fólksins og raunveraleik-
ans. Þeir reyna að sjálfsögðu sínar
fyrri blekkingar og dreifa um sig
góðæris- og kaupmáttartölum,
reiknaðar í prósentum frá Þjóð-
hagsstofnun og mér sýnist að þessi
góðærisumræða verði aðal uppi-
staðan í kosningabaráttu ríkis-
stjómarflokkanna.
En hver viti borinn maður veit
auðvitað að góðærið hefur ekki
komið hinum almenna launamanni
með ófalsaða skattaskýrslu til góða.
Starfsmenn fógeta era enn á launa-
skrá hjá honum.
Sem kunnugt er var Island í
sviðsljósi heimsins fyrir skömmu.
íslenskir fjölmiðlar töluðu stöðugt
um hina jákvæðu umfjöllun sem
landið fengi erlendis. Ég hafði það
á tilfínningunni að eigendur
pólitísku íjölmiðlanna væru með
öndina í hálsinum af hræðslu við
að erlendir blaðamenn færa að
íjalla um staðreyndir. T.d. færa
þeir að kynna sér eignaupptökur
sem kallaðar era uppboð til lúkning-
ar skuldum, launamisréttið, vinnu-
þrælkunina, útfærslu verðtrygging-
ar, ættaða frá Seðlabanka,
okurlánin og jafnvel raglið á pen-
ingamarkaðinum.
Sennilega hefur enginn verið
hræddur um að sjóðakerfíð yrði til
umræðu enda ekki fyrir fólk uppa-
lið í löndum með þróað hagkerfi
að setja sig inn í slíkt.
En ég veit ekki betur en þing-
menn og aðrir ráðamenn drauma-
landsins hafí sloppið með skrekkinn
enda lögð áhersla á umræðu um
álfatrú.
I síðustu kosningum voru kjós-
endur BJ tæplega tíu þúsund. Þessu
fólki, svo og öðrum landsmönnum,
vil ég segja að Bandalag jafnaðar-
manna er hvorki fallið, dáið né
grafíð. Stjórnmálasamtökin sem
slík hafa orðið fómarlamb blekk-
inga og svika. Það hefur orðið
dýrkeypt reynsla. En hugsjón getur
ekki dáið. Hún á rætur að rekja til
manns á borð við Vilmund Gylfason.
Annað fólk er komið til liðs við
hans tryggu fylgismenn. Við mun-
um beijast fyrir þeim málefnum
sem BJ var stofnað um á sínum
tíma og öðram sem bæst hafa við
síðan í síðustu kosningum. Við
munum heyja harða kosningabar-
áttú þar sem ekki verður töluð
tæpitunga, þar mun sannleikurinn
verða sagður — allur. Við biðjum
landsmenn að hlusta vel því nú
gefst hverjum og einum tækifæri
til að taka þátt og móta stefnu sem
gerir þetta þjóðfélag manneskjulegt
og réttlátt þar sem einstaklingurinn
situr í fyrirrúmi en ekki óraunhæfar
tölur frá Þjóðhagsstofnun og öðram
hagstjómartækjum síðustu ára.
Höfiundur er bankastarfsmadur í
Reykjavík og fyrrverandi formað-
ur Lögvemdar.
yrðu menn að „snúa skífunni og
leita“ milli 22 og 22,30. Þulurinn
sagði að stöðin mundi valda hvelli
og æra valdhafana og nánustu sam-
starfsmenn þeirra óstöðuga.
Ekki fékkst staðfest frá hlutlaus-
um aðila hvort raunveralega hafí
verið útvarpað frá austurhluta
Berlínar eða vesturhlutanum. Þó
er vitað að bæklingi var dreyft í
nokkram hverfum Austur-Berlínar
7. október sl. þar sem skýrt var
ffrá því að sjóræningjastöð myndi
útvarpa í borginni 31. október, eins
og síðar varð raunin.
Á þessu námskeiði er kynnt ný aðferð við hönnun hugbúnaðar, sem tengir hin ýmsu
hjálpartæki sem notuð eru í þessu skyni [ eina samstæða heild. Aðferðin er auðlærð,
og hún er mjög þægileg og hagkvæm í notkun.
Aðferðin er sambland bestu atriða úr ýmsum kerfishönnunaraðferðum, þau eru
samhæfð þ. e. þau byggja á sömu grundvallarreglunum. Árangurinn er meiri afköst,
færri villur, eðlileg og aðgengileg skjalagerð og minna viðhald. Forrit sem skrifuð eru
eftir þessari aðferð eru hnitmiðuð, hagkvæm og auðlesin. í þessari aðferð eru ýmis
myndræn hjálpartæki óspart notuð.
Námskeiðið byggist að miklu leyti á æfingum og vinnu f hópum. Þetta gerir þátttak-
endum kleift að laga það forritunarmál sem þeir nota að þessari nýju og betri aðferð
við hugbúnaöarframleiðslu.
Eli
Þátttakendur læra að:
— hanna og skrifa rétt forrit í fyrstu tilraun.
— læra betri samskipti við notendur og samverkamenn.
— finna villur á fyrstu stigum greiningar, hönnunar og forritunar.
— nota myndræn hjálpartæki (gagnaflæðirit, Wamier/Orr, klasauppdrætti) til að
gera hönnunina fljótari, skýrari og mótaðri.
— útbúa skjöl sem auðvelda viðhald.
— útbúa notendahandbók fyrr í kerfisferlinu.
— auka afköst og stárfsánægju forritara.
— minnka kostnað við hugbúnaðargerð og -viðhald.
Þátttttkendun Forritarar með a. m. k. tveggja ára starfsreynslu, kerfisfræðingar og
verkefnastjórar sem vilja kynnast bestu aðferðum við hönnun hugbúnaðar.
iilllðliitiiiijl Don J. Wessels, ráðgjafi og fyrirlesari hjá Wessels Intemational. Don
J. Wessels hefur haldið námskeið hjá Stórnunarfélaginu með góðum árangri, nú
síðast námskeið um verkefnastjómun í hönnun hugbúnaðar.
illil 10.-12. nóvember 1986, kl. 08.30—17.00.
Stjórnunarfelag Islands
TÖLVUSKÓU
Ánanaustum 15 ■ Sfmi: 621066