Morgunblaðið - 04.11.1986, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 04.11.1986, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1986 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691100 KL. 17-18 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS ‘‘NEl, K) HETUR Ml%bKILlí> ÞETTR, JÖN. ÞÚ QrETUR EKKI SELT HHNR" Færum fréttatímann aftur til 20.00 og höldum ró okkar Ríkisútvarpið hefúr á liðnum árum og áratugum verið ómetan- legur tengill fólksins í stijálbýlu landi og átt ást og virðingu allra. Svo gróin velvild er fátíð. Fólkið, sem á ríkisútvarpið, hefur horft mildum augum á glöp þeira sem ráða ferðinni en sérhvcer mælir fyllist að lokum. Nú er svo komið að rólyndustu menn eru famir að roðna af reíði. Fullyrt er að útvarpið okkar sé eina ríkisútvarpið í veröldinni sem dembir yfír fólk sitt fréttum á er- lendu máli. Það er sjálfsagt að vera með fréttir fyrir útlendinga, yfir ferðamannatímann, en rakinn dónaskapur að vera með þær frétt- ir á sömu rás og valin hefur verið fyrir fólkið í landinu. Miklar breytingar hafa orðið í fjölmiðlamálum þessa lands, hver rásin af annarri sprettur upp og er ekkert nema gott um það að segja, ef þær eru kostaðar af þeim sem fara af stað með slíkar framkvæmd- ir. Fijáls samkeppni er góð þar sem hún á við en ríkisútvarpið hefur ekkert umboð til að taka þátt í slíku kapphlaupi. Ef það samt sem áður gerir það þá verður að leysa fólk undan greiðslu skyldunni, það velur þá hveijum það borgar og hveijum ekki. Mér er fullkunnugt um að marg- ir í sveitunum áttu fullerfitt með að sjá fréttir kl. 20, hvað þá kl. 19.30. Ég tel mig tala fyrir munn flestra og skora því á forráðamenn ríkisútvarpsins að færa fréttatí- mann á sinn gamla góða stað og láta ekki nýju stöðina ræna sig rónni. Ég vona að ekki verði lagt út á þá óheillabraut að neyða almenning til að halda þessum nýju stöðvum uppi. Var annars verið að fella nið- ur einhveija tolla fyrir þær? Hver borgar það? Með vinsemd Gísli Rúnar Marísson VÍSA VIKUNNAR Þessi vísa varð til þegar fréttin barst um að Stefán Valgeirsson hefði gengið af þingi á Húsavík: Lentí undir Lómatjörn labbaði burt af þingi. Læst er síðan kjaftakvörn á kunnum Hörgdælingi. Þessir hringdu .. . Spilið Reykjavíkurlag- ið oftar Sólveig hringdi og bað um að Reykjavíkurlagið, þetta eina sanna sem vann í kepninni um slíkt lag, væri oftar spilað í út- varpi. Sagði hún að það heyrðist varla lengur á öldum ljósvakans og það væri synd því lagið er gott. Straumleiðari fundinn Birgir hafði samband og sagð- ist hafa fundið JVC straumleiðara á dögunum. Eigandi er beðinn að hringja í s. 24251 eftir kl. 17. Er offramboð á öllum tegundum lækna Hulda hringdi: Mig langar til að spyija hversu margir húðsjúkdómalæknar eru starfandi á íslandi? Ég spyr vegna umtals um offramboð á læknum, er þetta offramboð á öllum sviðum læknisfræðinnar eða sækja lækn- ar í eina tegund sérfræðináms umfram aðrar? Mín fjölskylda hefur þurft að eiga nokkur skipti við húðsjúkdómalækna en ávallt þarf að bíða í mánuð eða lengur eftir viðtalstíma hjá þeim. Ætli þetta sé vegna þess að þeir eru færri en aðrir sérfræðimenntaðir læknar þess lands? Osmekklega spurt Anna hringdi: í þættinum, í takt við tímann, spurði Jón Hákon Magnússon einn sálfræðinema og tvo lögfræðinema ákaflega ósmekk- legra spuminga. Sálfræðinemann, sem var kvenmaður, spurði hann að því af hveiju hún hefði ekki far- ið í hárgreiðslunám og lögfræði- nemana að því hvers vegna þeir hefðu ekki valið _ að fara í físk- vinnsluskólann. í spumingunum fannst mér, og raunar fleimm sem ég hef rætt við, leyndast illa dulið háð í garð hárgreiðslumanna og fískvinnsluskólans. Það er ekki rétt að gera lítið úr einni stétt manna á kostnað annarra, það ætti Jón framvegis að hafa hugfast. 59 límtré sparar f yrir þig Límtré fyrirliggjandi úr furu, eik og brenni. Tilvalið efini fyrir þig til að smíða úr sjálfúm þér til ánægju - og svo sparar þú stórfé um leið! Hringdu í síma 621566 og við veitum fúslega allar nánari upplýsingar. Og nú erum við í Borgartúni 28 FJARMAL FYRIRTÆKJA Markmið: Markmið námskeiósins er aó kynna þátt- takendum ýmis hugtök fjármálafræðinga. Megin- áhersla veröur þó lögð á fjárfestingarreikninga. Efni: Á námskeiðinu verður aðallega fjallað um aðferðir við að meta arösemi fjárfestinga. Einnig verður fjallaö um ákvarðanir um fjáröflun og arðs- úthlutun. Fjallaö verður um ýmis hugtök s. s. nú- virði, afkastavexti, greiðsluraðir, vaxtareikning, arð- semi og áhættu fjárfestingar. Fjallaö verður um tölvutækni sem hjálþartæki við ýmsa fjármálalega útreikninga og kynnt verða nokkur forrit I þvf samþandi. Þátttakendur: Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem vinna við eða ætla að vinna við fjármálalega útreikninga og vilja kynnast aðferðum og kenn- ingum á sviði fjármálafræði. Leiðbeinandi: Gfsli S. Arason rekstrarhagfræðingur. Rekur eigiðrekstrarráögjafarfyrirtæki, Stuöul hf., og er stundakennari viö Háskóla Islands. Tími: 10.—12. nóvember 1986, ki. 13.30—17.30. A Stjórnunarfélag íslands Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.